Dagur - 07.08.1924, Síða 1

Dagur - 07.08.1924, Síða 1
DAGUR Kemur úf á bverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrlr 1. júlí. fnnheimtuna annast Arni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VII. ár. Akureyrl, 7. ágúst 1924. AFOREIÐSLAN er h|á Jón! !>. !>ór. Norðurgótu 3. Talsímt 112 Uppsögn, hundln vlð áramót sé komln tll afgrelðsinmanns fyrtr 1. dei. 31. blað Ritfregnir. Hulda: Myndir. Akureyri, 1924. Þessi bók kotn út á síðastliönu vori, en er nú alveg upp seld fyrir nokkru og verður mjög fljótt end- urprentuð. Frágangur bókarinnar í prentsmiðju Odds Björnssonar er prýðilegur, eins og vænta mátti. Bókina auðga einnig nokkrar teikn- ingar. Þessi bók er næstum sérstæð meðal islenzkra skáldverka. Sumir vilja kalla hana Ijóð í óbundnu máli, en það er ekki rétt. Eg vil alls ekki telja, að neitt það sé til, sem geti heitið Ijðð í sundurlausu máli. En þessi bók er, eins og nafnið bendir til, myndir úr lífinu hér og þar, sem eru dregnar með fáum en einkar skýrum dráttum. Málið er frábær lega gott, fagurt og laust við tyrfni og tilgerð, enda er það hæfilegur farvegur fyrir hugsanir þær, er í bókinni birtast, en þær eru mótaðar einkum af tvennu: jegurð og göfgi. Þeir, sem þykir ekki bragð að bókum, nema þar séu ástriðuæsingar, örvænting og sorgarleikir, gaman- skraf og hégómleg Iéttúð munu eigi finna slíkt í „Myndum." Að visu er Lbók þessari vfða gripið á, —bæði í sorg og gleði lifsins. En alt lýtur þar lögum sameiginlegrar úrlausnar. Málin eru brotin til kjarnans og viðfangsefnin ráðin og skýrð við birtu kærleikans. Það mætti teljast undarlegt ótó í margháttuðum efn- um lifsins, sem Huldu tækist ekki að ,spinna úr gullin þráð fegurðar- innar. Smekkur hennar er alveg óbrigðull, svo að hvergi er dráttur ósamboðinn hreinni konusál Er þó tekið á efnum, sem mörgum reynast örðug f meðferð, án þess að út af beri með smekkinn, eins og til dæmis i myndinni »Móðir.° í höndunum á Hutdu verður alt hreint og hún tekur með móðurlegri ástúð og skilningi á meinutn mannsálnanna og brothættleik. Eins og áður er tekið fram, eru aðaleinkunnir bókarinnar fegurð og göfgl. I henni hefir Huida tamið sér þá of fágætu list, að leita að þessu tvennu i hverju viðfangsefni iífsins, sem hún snertir á. Bókin er því raunar leit að sjálfum guði. Orátur og hlátur óma þar bak við látlaus orð, en niðurstaðan verður alt af sú sama: huggun, hugarstiliing og aukin lífsdjörfung f trausti á algóða og alvitra forsjón. Dagur Ieyfir sér að mæla mjög fastlega með þvf að lesendurnir fái sér þessa bók til lesturs og til eignar. Hún er sérlega vel til þess fallin að grfpa til hennar á þreytustundum lífsins og hvíla hugann við hreina og stilta drætti myndanna í henni. Mönnum mun ekki þykja hún vera mtkil tilþrifabók enda er það ekki ætlun hennar, að sviftamönnum til, heldur færa mönnum hvíld, Meðal bóka okkar er hún ofurlítil blá-tær iind, sem rennur tárhrein f áttina til sfns eigtn upphafs. Bókin mælir bezt með sér sjálf. Þessvegna vill Dagur enda þessar línur með hennar eigin orðum og taka hér upp myndina „V O R» á bls. 144: ». . . So) över sjöar, de dájeliga sjöar í dalarne.< Fröding. Barrskógurinn sendir angan út á haf og upp til öræfa. Lyng og blóm- gresi fyllir sjálfan skóginn gróðrar- ilrni. Vatnið tekur sól og himin í faðm. „Fögur ertu jörð, fædd aflur á ný.a Þú getur gengið frá sólarupprás til sólarlags, án þess að finna nokk- uð, sem minnir á hrörnun eða dauða. Og þú skilur hvernig guðasagnir hafa fæðst og dafnað á Norðurlönd- um. Er ekki eins og Iðunn hafi gengið á undan þér um skóginn í allan dag? — í lítilli vík við hið mikla skógar- vatn sér þú rjúka. En láttu það ekki minna þig á vetur, þó að þú sjáir hvíthærða konu gariga ofan að vatn- inu. Horfðu fram hjá hærunum, sem Hggja eins og sveigurúm höf- uð hennar, framhjá fölum vöngum og vörum — inn í augun. Þar sér þú vorið. Eg kom þangað um sólris, Það rauk hvergi nema hjá henni. Hún gekk til vatnsins og fylti kerið sitt. En bakkinn var alþakinn bláklukkum. Máske finst þér, að þessi himinlitu smáblóm vera sköpuð fyrir ungar, hvítar hendur, en hver getur meinað henni, sem á moldina, er þau gróa í, að safna þeim með skjálfandi fingrum, mæna í krónurnar og dreyma — vor. Eg vissi ekki hvort var hreinna, himinlitur vatnsins, eða augu hennar. Og hún sagði: „Nú kemur vorið til mín. Mig hefir dreymt fyrir þvf, að eg deyi í sumar. í fimmtíu ár er eg búin að bíöa eftir þessu vori." Mánuði síðar óma kirkjuklukk- urnar yfir skóginum. Nú er hún dáin. Þú sezt hjá bláklukkunum á vatns- bakkanum og hlustar. Blærinn hringir þeim öllum. Samhringir, eins og um heilagt brúðkvöld. Áifar blóm- anna, sem sáu hana bfða vorsins í fimmtíu ár, brosa gegnum tár og hringjaöllum sínum klukkum smáum og stórum. Símskeyti. Rvík 31. júli. Malaría geysar í Ukraníu og skifta tilfellin hundruðum þúsunda. AHir eru veikir í sumum smáþorp- um. — Horfur eru á að hungurs- neyð verði sumstaðar f Rússlandi. — Steinolíulind hefir fundist f nánd við Gautaborg í Svíþjóð. — Far- þegaskip fórst við Japansstrendur í fyrradag, 200 manns druknuðu. — Tvær járnbraútariestir rákust á ná- íægt Edinborg á þriðjudaginn. Fjórir vagnar brotnuðu, 6 menn mistu lífið og 17 meiddust alvarlega. — Fellibylur geysaði yfir Njúrúnda á þriðjudaginn. Margir menn fórust og eignatjón varð afskaplegt. Rvík 2. Ágúst. Það er Macdonald, sem vill láta Lundúnarfund ræða burtför Frakka- hers úr Ruhrhéraði. Herriot neitar umræðum um það mái, nema jafn- framt sé rætt um öryggi Frakklands gegn þýzkum innrásum og skulda- skifti bandamanna innbyrðis. Þjóð- verjar eru væntanlegir á fundinn bráðlega. Flugvélarnar amerfsku eru ennþá í Scapa-FIow. Tvö amerisk herskip eru komin til Hornafjarðar, vegna heimsflugsins. Rvtk 3. Ágúst. Skaöabótanefndin komin til Lund- úna. Herriot hefir beðið griða fyrir franskan morðingja, dauðadæmdan á Englandi. Þetta hefir valdið vand- ræöum, þar sém afarerfitt er að breyta enskum dauðadómum. Hins- vegar viija Bretar ógjarna styggja forseta vinaríkis og gest þjóðarinnar. Vínsmyglun hefir aukist stórkost- lega í Osló nú upp á sfðkastið. Slðustu átta daga hefir tollstjórnin tekið 165,000 lítra áfengis af smygl- urum. t>að tilkynnist a5 jarðarför t>óreýar dóttir okkar, sem andaðist 31. júlí s. I., fer fram mánudaginn 11. þ. rb. og hefst meS húskveðju á heimili okkar kl. 1 e. h. Höffía 6. ázúst 1924. Helga Sveinsdóttir. Baldvin Sigurðssorj. Flugvélarnar fóru frá Scapa-Flow klukkan 7,25 í morgun. Tvær snéru aftur, en ein hélt áfram. Kom hún tsl Hornafjarðar heilu og höldnukl. 4ídag; flugstjóri er Eric Nelson, sænskur. Rvlk 4. Ágúst. Flugvél, sem ameríkumaðurinn Smith siýrir lenti í Hornafirði í gær, eftir 6 tíma flug. Hin neyðlenti milli Orkneyja og Færeyja. Tveir togarar fundu vélina og ætluðu að draga hana til Orkneyja, en lentu i stormi í nótt. Hörfuðu þeir því und- an til Færeyja. Vélin brotnaði mjög í hafrótinu. Herskipið Raleigh flytur hana sennilega hingað, til viðgerðar, undir framhaldsferð. 0 Endanlega slitnað upp úr samn- ingum milli Rússa og Breta, vegna þess, að Rússar fá ekki lán í Lundún- um. Flugtnennirnir fljúga sennilega hingað f fyrramálið. Mikill sþenn- ingur hér. Rvlk 5. ágúst. Fiugvélarnar. komu hingað frá Homafirði ki. 2 og 15 mínútur, eftir 5 tima flug móti stormi. Lentu þær öllum að óvörum á innri höfninni á litlurn bletti milli skipanna, þar sem áður var talinn ófær lendingar- staður. Viðbúnaður til lendingar við Viðey og í Kópavogi reyndist ó- þarfur. Herskipið Richmond kom um sama leyti með flugmanninn, sem varð að seljast á sjóinn milli Iandanna. Félagarnir mættust allir á bryggjunni. Afarmikill mannfjöldi var saman komin við höfnina. Fasistaherinn hefir sameinast rík- ishernum á ítalíu. - Gott samkomu- lagsútlit er á Lundúnafundinum. Þjóðverjar hafa fengiö og-tekið á móti opinberu boði um ráöstéfnuna. Fréttastofani

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.