Dagur - 30.10.1924, Síða 2

Dagur - 30.10.1924, Síða 2
168 DAOUR 44. tbl. Sportbuxur nýkomnar í Brauns Verzlun. jzl~ #vera tii þesa kjörnir aS móta í sinn »leir« myndir úr Islenzku sveitalffi. Er þetta tekið hér fram, til þess að gera ljósari en ella höfuðeinkenni þessara smásagna. Um formið er það að segja að það er látlaust og fallegt og samtölin mjög eðlileg vfðast hvar. Þó má finna á þvf galla. Heldur virðast vera veik tök á efninu og flaustursleg, þar sem þeir tala saman Sigurður og Jón f sögunni af Gunnu f Dal, sem er þó einhver bezta sagan. Slfkt er vitanlega auðveldara að segja en rökstyðja. Víðar má að sjálfsögðu finna smágalla, en yfirleitt er formið fagurt og sum- staðar átakanleg tilþrif, einkum þar sem formið er svo látlaust og gagn- ssett, að lffið sjálft starir í gegn. Vonandi endist Kristfnu aldur og tómstundir frá einyrkjastörfum hús- freyjunnar f Kálfagerði, til þess að gefa þjóð sinni fleiri sögur f fjöl- breyttu úrvali. Þorst. M. Jónsson er útgefandi bókarinnar. Hún er prentuð f Prent- smiðju Björns Jónssonar. Mynd af skáldinu fylgir bókinni. Leiðrétting. Þegar eg var staddur f Reykjavfk f sumar, sagði eg Þorsteini Ofslasyni ritstjóra þessa stöku: Upp er skorið, engu sáð, alt er í varga ginum. Þeír sem aldrei þektu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Nokkru Bfðar kom vfsan f Lögréttu, en þar var eitt orð misprentað: aldrei Sdð, fyrir engu sáð. Ekki var höiund- arins getið. Nú hefi eg orðið þess var, að menn eigna mér þessa stöku, en eg á ekkert orð í henni. Viidi þó gjarnan hafa ort hana, þvf að hún er prýðilega kveðin og verður sjálfsagt landfleyg. Höfundur stökunnar er Stg- mundur Sigurðsson úrsmiður á Akur- eyri, sem hefir ort margar ágsetar fer- skeytlur. Páll /. Árdal. Happdræffi Templara. Þessi númer komu upp: Nr. 355. Málverk. - 39. Kryddsíldartunna. - 872. Fataefni. - 1188. Rúmstæði. - 1044. 2 stólar. - 1056. Vasaúr. - 365. Útskorinn baukur. - 1236. 30 kr. í peningum. - 790. Dilkur nr. 1. - 791. Dilkur nr. 2. - 985. Sútað skinn. Benedikt Benediktsson, Baldurshaga, visar á munina. »Grammófónn.« Kaupmenn hér á Akureyri, þeir sem eiga og sjá um blaðið ídending, eiga sér merkilegt áhald Það er lifandi >grammófónn«, sem þeir hafa fyrir ritstjóra blaðsins. Oft hefir verið eftir þvf tekið, að ritstjórinn hefir til að bera þessa sjaldgæfu hæfiieika. En einna skýrast hafa þeir komið f Ijós f undanförnum skrifum hans um samá- byrgðina. Þegar »verzlunarfræðingarnir« syðra fóru að rita f Mbl. um Rauðasandsfé- lagið, munukaupmenn hér tæplega hafa þózt geta komist bjá þvf, að draga verkfærið upp og láta það taka tii að æpa. Fyrirfram var það vitanlegt, að það hafði eigi fremur vit á verziunar- málum en aðrir >grammófónar«. Þess vegna urðu þessi »fræði« upptfningur úr ritum annara manna og einkum Björns Kristjáassonar, sem þykir nú fremstur fræðimaður og rithöfundur um verzlunarmál f liði kaupmanna og jafnframt reyndastur f »verzlunaró!agi« viðvfkjandi sauðasölu og bjóraverzlun. Til þess að gefa lesendunum ofurlitla hngmynd um þessa uppiapnings blaða- mensku, skal hér birt eftirfarandi sýnis horn: Björn Kristjánsson: (ísl. 10. nóv. 1922.) »í almennri verzl- un, t. d. við bauka, lætur- hún* þegar til sín taka beint, þann- ig að ábyrgðarmaður- inn verður að borga. En í samvinnufélög- unum kemur ábyrgð- in, til að byrjameð, fram á þann hátt, að tap, t. d af slæmri sölu, óheppilegum kaupum og tapi við illa stæð féiög, er jafnað niður á al- menning þegjandi með of háu útlendu vöruverði, eða of lágu verði á innlendri vöru < .Grammófónninn*: (ísl. 3 okt. 1924.) „í almennri verzl- un t. d. við banka, lætur hún* þegar til sín taka beint, þann- ig að ábyrgðarmaður- inn verður að borga, en í samvinnufélög- unum kemurábyrgð- in til að byrja með fram á þann hátt, að tap, t. d. af slæmri sölu, óheppilegum Laupum og tapi við illa stæð félög er jafnað niður á al- raenning þegjandi, með (of) háu útlendu vöruverði eða of lágu verði á innlendri vöru. < Það er mjög óvenjulegt, að sjá svo rétt upp tekið f íilending áður prent- að mál, einkum ef það er sett innan tilvitnunsrmerkja. Heita má, að það hafi tekist hér bara vei. Aðeins einu smáorði, (ol), er slept, auðsæilega af vangá, og eigi er hirt um breytt letur á einum stað Annars er einungis um óverulegar greinarmerkjabreytingar að ræða. M klu lakar hefir tekist til á annan hátt f gre;nutn þesium. Þessi sundur- leiti uppl pningur á ekki vei suðu saman. Vill þvf kenna allmikillar ósam- kvæmni sumstaðar og jafnvel frek- légra mótsagna. Þetta er vitanlega mjög leitt fyrir eigendur blaðsins, sem halda, að eigi þurfi annað en. draga verkfærið upp og svo muni alt ganga ágætlega. En það gæti, ef til vill, opnað á þeim augun betur en áður fyrir þeim sannleika, að það þarf vit með striti. Vegna þeirra ógæfusömu manna, sem eiga vörn sfns málstaðar komna undir þvf, að áhaldið dugi þeim vel, skal, þeim til glöggvunar og aðvör- unar, bent á nokkur dæmi þess, að f áður nefndum greinum hefir það dug- að verulega illa. f 36 tbl. ísl. er taiað um hvað hin vfðtæka samábyrgð sé hættuleg. Það sé ólfkt heilbrigðara að hafa það eins og f .Kaup'élagi Borgfirðinga, þar sem samábyrgðin sé aðeins innan deilda. Þar með sé sneitt hjá hættunni. 1 sömu málsgrein er svo bent á upp- gjöf Rauðasandshreppsfélagsins sem dæmi um hættuna af vfðtæku samá- byrgðinni. En það hefir gleymat að athuga það, að nefnt félag var ekki f Sambandinu. Þar var þvf fyrirkomu- lagið sniðið e.'tir fyrirmyndinni f Borg- arfirði. Ssma fyrirkomulagið er þvf f sömu andránni bæði lofað og lastað. Það er talið hættulaust og heilbrigt f Borgarfirði, en óhæft og hættulegt f Rauðasandshreppi. í 39. tbl. ísi. er tfnt upp úr bækl- ingum B. Kr. heilmikið um skulda- verzlun f samvinnufélögunum og þeim legið mjög á hálsi fyrir að þau eigi mestan þátt f að halda henni við. Þar segir svo: »— — aldrei mun vöru- skifta og lánsverzlunin hafa verið f meiri blóma, einkum f aveitum lands- ins, en slðustu árin, og það er mest og bezt að þakka Sambandinu.« I sömu grein er svo litlu sfðar Sam- bandinu og kaupfélögunum legið á hálsi fyrir það að ganga rikt eftir skuldum. Þar er slfkum innheimtum lýst með svofeldurn orðum: »í einu félagi var t. d. rúmum 80 fátækum íélagsmönnum stefnt fyrir skuldir og bókum félagsins lokað fyrir 230 með- limum. í öðru félagi var um $0 fé- lagsmönnum stefnt fyrir skuldir, og f fleiri féiögum hefir heyrst um stefnu- farir f allstórum stfi. Sumstaðar hafa heilir hreppar orðið að hlaupa undir bagga og bjarga félögum undan inn- heimtukylfu Sambandains.« Hér eru Sambandið og kaupfélögin mjög harðlega vítt fyrir hvorttveggja í senn, að leyfa skuidaverzlun og að vinna á móti henni. Auk þessara sýnishorna má svo benda á ýmiskonar veruiega ónákvæmni, t. d. að taka í 39. tbl. ísl, i. sfðu ofarlega í öðrum dálki, þar sem gefið er f skyn að kaupfélögin hafi fyrst starfað samábyrgðarlaus, og þá hafi alt gengigmjög vel, en fyrst farið að ganga illa, þegar »Sambandið og sam- ábyrgðin komu til sögunnar*. Skal svo eigi hirt um að telja fleira upp af þessu dóti. Að þvf leyti sem telja má, að ritstj. sýni aðra hæfileika en þann, sem áður var nefndur, þá hefir hann sýnt í greinum þessum frábæra færni í hugs- anasnúningi. Fimleikar hans í þá átt eru avo miklir, að nærri liggur að ætla, að K N. hafi kveðið um hann vfsuna: »Eg lærði sögu um lítinn mann með lipurt fótatakið: í kringum tréð svo hart hann rann, að hann sá á sér bakið.* Þegar ritstjóri íslendÍDgs þarf að skrifa um verzlunarmálin eða til að álasa og ófrægja samvinnufélögin, þá getur hann vitanlega ekki annað en beitt sfnum grammófóns- hæfileikum. Þá tekur hann til að róta upp f rit- sorpinu um þessi mál, eftir B Kr. og aðra menn. Þar er óþrotleg náma af söguíalsi, biekkingum og ófræging- um. Svo tfnir hann upp og skeytir saman margvfsleg hugsanpbrot, máls- greinaparta og sundur siitnar setn- ingar. Þetta Hmir hann svo saman með blekinu. Geta má nærri hvers- konar samsetningur það verður. Ekki er rétt að ásaka ritstj. mikið fremur en önnur áköld. Vafalaust vill hann engum mein gera. En hann skortir dug og manndóm tii þeás að kynna sér jafnvei einföldustu atriði samvinnuskipulagsins. Þess vegna má eigi vænta frá hans hendi réttlætis og sannieika til handa þvf máli. Hann lætur úti bara það, sem f hann er látið: ósamstæða mola tfnda úr sorp- inu og »hagrætt« eftir getu. Máiið er miklu alvarlegrn fyrir eig- endur blaðsins. Þeirra vegna er það mjög leitt, að greinar f blaðinu þær, sem mikið er talið veita á, skuli verða svona mikil • vitleysa og bera á sér blæ, sem minnir óþægilega á ritþjðfn- að og sögufölsun. Þeir mega ails ekki taka hart á þvf, þó ráðlegging- um bl&ðsins 3. okt. 1924 um það, hvernig samvinnumenn eigi að haga verzlunum sfnum, verði eigi sint. — Þeir ættu að hugleiða það vandlega, hvort ekki gæti koraið til máia að verja einhverju af vcizlunararðinum til félagsstofnunar, sem hefði það mark- mið, að sjá um að betur og kröftug- legar yrði talað f »grammó!óuinn« framvegis, svo hinar >hollu« kenning- ar yrðu dáiftið frambærilegri. Rfkislögregla. Mikið hefir verið talað um rfkislögreglu undan farið. Burgeisarnir í Reykjavík vilja fyrir hvern mun fá lagaheimild, til þess að mega siga búðarlokum sfnum á verkamenn og halda þannig kröfum þeirra f skefjum. Jafnvel þó telja mætti æskilegt, að lögreglan f land- inu væri sterkari (og þó einkum ásjálegti), tif þess að koma f veg fyrir yfirtroðslu laga og refaa ræki- legar ójafnaðarmönnum, þá verður að telja stofnun rfkislögreglu með þvf sniði, sem fyrirhugað hefir verið, algerlega óþarft uppátæki, meðan 8VO rasandi og kappfullir flokkar eigast við, sem verkamenn og atvinnu- rekendur Reykjavfkur og vfðar. Verka- menn myndu ekki rétta fram vinstri vangana eftir að þeir hefðu verið barðir á þá hægri. Blóðugar skærur myndu af alfku hljótast um alt land. * Saraábyrgðin. - Ritsti,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.