Dagur - 13.11.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 13.11.1924, Blaðsíða 2
176 DAQUR 46. tbl. A*»A^^A^A^»»A»»A^^A^A^w^^A^NA^A^æM «$* Kaupfélag Eyfirðinga. • Skoffœri: Hlaðin haglaskot nr. 12 og 16 riffilskot nr. 22 högl og púður, riflar og haglabyssur fyrirliggjandi. æ Kaupfelag Eyfirðinga. /s Íh^^SlTNl^TNl^THh^TNHML-#TNl-iP-iHLiN'-í-# brúðkaupsveizlu ainnar bjóst hann al- fslenzkum búningi, þar var ekki einn þráður erlendur og fór þó hið bezta á öllu. Þannig sýndi Eggert hinum ungu mönnum hve vel má búa að sfnu, f þessu sCm öðru. Þetta atvik sýnir hvernig hann greip hvert tseki- fseri til þess að kenna i verki, Jafnvel brúðkaupsgleði sfna gaf hann hugsjón sinni. Skaphiti og máttur var f orðum hans, er hann réðst á móti hleypi- dómum og ragmensku »dönsku íslend- inganna«: »Þó að margur, upp og aftur, ísland nfði, búðarraftur. Meira má en kvikinds kjaftur kraftur guðs og ssnnieikans.* Þetta er kveðið af þeirri sannfær- ingu, sem hrffur enn. En »vaninn seini vilt ei Iæra«, andvarpar hann á milli. Þá var bezta huggunin að lfta f kring um sig, hressa hugann við fegurð og yndi landsins. Glaður söng hann um alt, er þar bar fyrir augu: >Sólin rennur hýr f heiði, hverfur burtu þögn og leiði, hauðrið gyllir, hnoðrum eyðir, hlær þá flest f geði manns út um sveitir ísalands. Sæt og fögur grösin glóa, gleðja kindur, naut og jóa; endar hörkur hljóðið spóa, hreiðrin byggir þassi fans — að Btekkjarfénu stúlkur hóa. Álftirnár með aöngvum sveima, sóiskrfkjurnar ei þvf gleyma; þá márierlan hér er heima hafskip sjást á brúnum lands *--------- Og umhverfis landið sjálft liggur >sjórinn eins og silfurslétta*. í fegurð náttúruonar og auðlegð bjó huggun og von Eggerts Ólafssonar þegar hon- um þóttu landar sfnir þykkeyrðir og þungir til framkvæmdanna. Við getum hugsað okkur hve marga fagra og þó jafnframt erfiða stund þeir vinirnir og samherjarnir hann og Bjarni Páls- son landlæknir hafa átt á rnnnsókaar- ferðum sfnum. Á mörgu var að sigr- ast: stórsvæðum öræfa og eldfjalla, þar sem aldrei hafði mannsfótur stig- ið, hjátrú og fáfræði fólksins er oft var svo rfk, að þeir íélagar fengu eng- an til fylgdar og þurftu að brjótast tilsagnarlaust og aleinir yfir erfiðustu hluta óbygðanna. En þeir voru frjálsir og glaðir, eins og allir ungir land- nemár f andans og náttórunnar rfki. Og marga »sæla sjón< sáu þeir, langt ofar hinni sofandi bygð. Um þessar ferðir hefir Eggert Ólafsson bæði ritað og ort, og ætla eg að tilfæra einn lftinn kafla f óbundnu máli um ferð þeirra félaga upp á Heklu: * . . . »Eldurinn hefir stundum bloss- að með öllum litum og f öllum mynd- um, stundum orðið biksvartur og aftur upp skotið yfrið skærum hnöttum, hvörjir sundur hafa brostið f loftinu f ótal parta; ný fjöll og hálsar með Btórum hraunum hafa og komið úr Heklu, svo sem árið 1390, þegar stóð i munnum Heklu, svo að eldurinn varð að brjótast út fyrir neðan hana (f Bkóginum fyrir ofan Skarð) hvar eftir urðu tvö fjöll, og mikil gjá f millum. Af slíkum ófagnaði hafa eyðst ótal bæir, ágæt lönd og skógar; sumt hefir yfirbræðst af logandi hraunflóðum, sumt þakist af vikri, steinum og ösku, t, d. árið 1443 þá hlaúp hennar aftók á einum morgni 18 bæi. — Til að sjá eftirleifar alls þessa umgangs, komum við út á Vestmanneyjaskipi, en alþýða kvað það mesta óráð, bæði sökum brennisteinsbleytu og hvera á fjallinu og Kka reimleika; þvf að þar voru sagðir hrafnar uppi járnnefjaðir, hvötjir rffa vildu augu úr öllum, sem þangað kæmu. En vér trúðum ekkl slfkum frásögum, heldur fengum til fylgdar bóndann á Selsundi (Vigfús að nafni) er hitti vað yfir þessar torfær- ur; þó hafði hvorki hann né aðrir, svo menn vissu, upp á Heklu farið. Vér riðum svo lengi yfir svarta sanda, þar til vér komum að þeirri miklu og háu hraundyngju, er gengur umhverfis fjallið; þar létum vér heBtana hvflast og eftir verða, en kliíruðum yfir urðar- hrygginn og gengum svo upp á fjallið. Matraði þá undir fæti f klettunum, því þeir voru allir tii vikurs brendir. Þetta var hæsta sumar um nóttina; fengum vér þá kálfasnjó nýfallinn á * Þessi kafli er úr skýringum við ferða- kvæði E. 0, jöklinum, en bæði þá og fyrirfarandi daga hafði heiðviðri verið f bygðinni. Mætti oss engin torfæra, sem sagt hafði verið; sáum vér hæst af Heklu mikinn hluta landsins, með fjöllum, jöklum og vötnum, mest norður og austur af; einnig mörg fjöll af eldi uppkomin og stórgjár, hvar upprás- irnar höfðu verið; en þær voru aftur neðantil uppfyltar með ösku og vikri. Þar voru og f fjallshlfðinni aflangir svartir steinar, hvörjir mjög lfkir voru kolbrendum trjástofnum, kvistum og greinum, yfirbræddum sfðar með stein- rensli. Efst á Heklu skildum vér eftir staf, niðursettan f fjallið, runnum sfðan of- an af fjallinu og fundum hestana, samt mann þann er eftir hafði með þeim orðið; hann sagði sér hefði ilt orðið f höfði, þegar vér ætluðum að ganga á fjallið. — — Komum ánægðir frá Heklu og gistum f Skálholti, hvar biskup gjörði oss hinn bezta greiða, en veitti oss þó nokkrar ávftur fyrir ofdirfskuna og sagði það hefði verið guðs mildi að alstaðar hefði upphaldið undir oss. En vér svöruðum, að það væri vfst honum að þakka, sem og hitt, að jörðin héldi uppi svo stórri mergð mannkynsins.« — — — Ræktun lýðs og lands, er kjörorð ýmsra æskumanna nú. Gléymi þeir aldrei þeim, er löngu áður, á miklu erfiðari öld, báru þessi sömu orð greypt f hug og hjarta, sem hófu upp blysin og tendruðu, handa öldum og óbornum. Um Eggert Óiafsson mætti segja hin sömu orð er hann mælti sjáifur yfir Jóni Árnasyni biskupi: »Kveikti hann upp f landi Ijós, er lýðir eiga að skara.« Ungmenni íslands eiga að skara f þann eld er Eggert kveikti, trúa og vona á sitt eigið land, byggja smá- vinum Eggerts, blómunum, hæli við hvert hús og hvern bæ; elska og nýta alt, sem fsienzk náttúra lætur f té, alt frá litarmosanum á steinunum og blóðberginu f melnum til hinnar hvít- ustu lambaullar — syngja við starfið og þakka guði að ekki er verra þegar illa gengur — þegar náttúran agar okkur íalands börn, eins og hún hefir gert f vor hér um slóðir. A5 fjöldi manns með vorhug f brjósti er hér saman kominn, sýnir einmitt hver seigja leynist með fsienzkri alþýðu, þvf mikið þarf til þess að standast harðindi og hriðarbylji fram yfir míðj- an júnfmánuð, þegar undanfarið sum- ar hefir verið óvenju erfitt og vetur- inn sezt að f september. En önnur lönd hafa lfka ókosti með kostum. Uppskerubrestur veldur þar löngum hungursneyð, strfð og aóttir herja þar mitt f menningu og auðæf- um. Verum ánægð með það land sem okkur er gefið, þótt stundum sé þar hart f ári. Leggjum þvf betur fram alla krafta, sem okkur er ieyft að ráða yfir með frjálsum vilja hins frjálsa manns. Slfk barátta göfgar og stælir f senn. Eggert Ólafsson segir f Bún- aðarbálki við íslenzka bóndann og ber hann saman við auðmanninn: »Sá rfki sfnu ræður ekki, rfkdómurinn hans drottinn er og beygir hann í bönd og hlekki, en blessað sjálfræði fylgir þér. Hans strit er þreyta og þorstapfn, þitt strit svalandi gleðivfn.* Hulda. Símskeyti. | Rvík 7. Nóv. Coolidge hefir 371, kjósendafull- trúa að baki sér, Davids 144, Laf- allette 16. Atkvæðamagn Coolidge- fylgjanda 18 miljónir. Talið senni- legt að republikkanar nái meiri hluta fulltrúaþingsins. Rtnarflóðið heldur áfram og gerir ógurlegar skemdir á ökrum. Etir erfiða Ieyt, fanst talsvert af áfengi f Sandgerði. Var það grafið i mörgum stöðum. áfengiðvar flutt til Rvikur, alls 66 10 Utra brúsar og 530 koníaksflöskur. Stjórnin segist engin afskifti hafa haft af rekstri bátsins Trausta, þó hann hafi styrk úr ríkissjóði. Rvfk 8. Nóv. Réttarrannsókn í áfengissyglunar- málinu heldur áfram. Nokkrirmenn hafa verið leiddir fyrir rétt. Skip- stjórinn á Trausta segist hafa sótt áfengið fyrir tilmæli Jakobs Sigurðs- sonar bifreiðastjóra, en Jakob segist hafa umgengist þetta fyrir Björn Gíslason. Björn segist aðeins hafa sagt Jakob, að i þessu skipi myndi vera hægt að fá áfengi, Skipstjórinn á smyglaraskipinu og Bjarni Finn- bogason eru lausir úr gæsluvarð- haldinu, en eru kyrsettir þar til málinu er lokið. Geir hefir ekki getað náð .Ternerskær" út, vegna óveðurs. Stjórnarmyndun fullgerð í Eng- Iandi. Stanley Baldvin forsætisráð- herra. ChurchiII fjármálaráðherra. Eru þetta talin pólitisk stórtfðindi, því hann er frjálslyndur, en að öðru leyti hagur fyrir stjórnina. MiIIerand hefir stofnað nýjan stjórnmálaflokk f Frakklandi. Rvík 10. nóv. Herriotstjórnin á við erfiðleika að strfða, vaxandi dýrtíð vegna versnandi gengi frankans. Millerands- flokkurinn er gamla þjóðernissinna- samsteypan, sem tapaði við kosn- ingarnar f maf. Enska stjórnin nýja tók við á föstudaginn. Stjórnarráðið tilkynnir fyrir hðnd norska utanríkisráðuneytisins, að höfuðborg Noregs heiti Oslo frá næsta nýári. Bæjarstjórn Reykjavikur hefir samþykt að látabyggja barna-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.