Dagur - 13.11.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 13.11.1924, Blaðsíða 3
46. tbl. DAOUR 177 skólaánæsta ári (?) og hefir veitt til þess alt aö einni milljón króna, 300 þús. veittar á fyrsta ári. Ekki ákveðiö hvort skólinn verður bygður allur í einu. Tveir islenskir lista- menn, Nína Sæmundsson og Gunn- laugur Blöndal taka þátt i hinni frægu heimssýningu i Parfs, fyrstu fslendingarnir, sem það gera. Rvik 11. nóv. Járnbrautarverkfali stendur yfir í Vfnarborg. Símamenn hóta samúö- arverkfalli. Lýðveldissinnar á Spáni hafa gert uppreist gegn einvaldsherstjórninni. Blóðugir bardagar á götum Madrid- borgar. Mussolini bannar stjórnmálafundi á ítalfu. Mótstöðumönnum hans vex ásmegin. Facistinn Sebastino krefst þess, að Mussolini láti af harðstjórn sinni. f Reykjavik var brotist inn i skart gripabúð Jóns Hermannssonar úr- smiðs og stolið þar miklu af skart- gripum. Lausafregn hermir að skipið Terne- skjær sé að verpast i sand. Strand- mennirnir eru ókomnir til Víkur. Rvlk 12. nóv. Falsskeyti sent ætlað undirlagi Ri- vera lagsbræðra spanskra uppreistar manna Frakklandi hljóðandi farið yfir landamærin stjórnarbyltingin hafin margir fara Paris vfðar Frakk- landi handteknir landamærunum uppreistarmenn veröa teknir af lifi uppreistin sennilega bæld niður* Fálkinn tók togarann Earl Kit- chener i landhelgi. Réttarrannsókn fer fram. Gömul kæra athuguð frá í sumar. Hámarksverð er sett á salt- fisk i Barcelona. Beðið nánari fregna. Rannsókn f smyglunarmálinu er lokiö. Dómur fellur innan skamms. Togarar eru margir farnir á saltfisk- veiðar aftur. * Blaðinu veittist of örðugt að ráða í fyrri hluta þessarar skeytasendingar og laetur hann þvt koma óbreyttan frá fréttastofunni. Sennilega kemur s'ðar nánari skýring á þvl, sem er að gerast þar syðra. 0ndvegistíö er nú um alt land og einkum norðan og austan lauds. Bllð- viðrishlákur hafa nú staðið vikum saman og hefir eigi f þijú sfðnstu misseri komið jafn eindregin sunnanátt. Fé gengur nú sjálfala ( norður og austur-sýnlum. í Eyjafirði eru þó lömbin komin á gjöf. Bókaútgáfa er nú með meira móti ( landinu. Degi hafa verið sendar nokkrar bæknr til umsagnar og mun hann, svo fljótt sem ástæður leyfa, geta þeirra nánar. A víðavangi. Jóaas Hallgrímssoi), Ritstjóri ís- lendings hefir orðið fyrir of miklum áhrifum af þeim blaðamenskuháttnm, sem tfðkast mjög fyrir vestan haf: Að tfna upp alt sem kitlar eyru les- endanna eða æsir þá. Þessvegna á hann örðugt með að ganga fram hjá neinu, sem er frábært og lýgilegt, einkum þegar hann er þá lfka teymdur og rekinn af trúgirni sinni og fljót- færni. Helztu dæmi þessa mætti nefna: Lummuát.ð l fljótum, berklalœkninguna á hálftima og svo þetta sfðasta, um niaðkana í fætinum á Jónasi Hallgrímssyni. Það er kunnugt að Jónas þjáðist af rnjög illkynjuðnm sjúkdómi og munu allir vita það nema Gunnl. Tryggvi. Hann ætti þvf að fara til einhvers, sem vit hefir á þessum hlutum og fá að vita deili á þeim, t. d. hvað að Jónasi gekk, úr hverju hann dó og hvernig fóbroti hans var háttað. Eftir það þyrfti hann ekki að lepja upp úr Bíöndu neitt um þetta efni. E'gi dugar honum vel að skjótast á bak við hin stóru nöfn. Eigi fær hann t>ar dulið smán sfna með þvf að þeir eiga þar allir sam- eig>nlega smán, cem eru í ritum og blöðum að halda á lofti slfku. Smekk þeirra manna, er leggja fyrir sig fræðimensku og sögugrúsk, er var- lega treystandi. Það hefir oft sýnt sig. Dýrkun þeirra á fróðleiknum og heimlldunum yfirskyggir svo margt annað ( meðvitund þeirra. En hæði- menskan hefir eigi baggað ritstj. ísi. i þessu máli, heldur upplapniogsheigð og æsingagirni. >Tvenskonar $kilavenja.< ísi. 41. tbl. segir að Dagur hafi talið öll vfxilmálin og alla óskílsemina sam- kepnismanna megin en hreinþvegið alla samvinnumenn af slfku. En þetta er rangt. í 41 tbl. Dags stendnr: »Þó hér hafi, vegna nauðsynjar, verið gerður samanburður, fer þvf mjög fjarri að undantekningarlaust skifti í tvö horn um þá menn, sem eru í samvinnuféiögunum og hina, sem utan við þau standa. Misjafnir menn eru beggja megin. Eigi eru allir samvinnu- menn varkárir eða sanngjarnir f við- skiftum, þar sem þeir eru með öilu sjálfráðir. í hópi kaupsýslumanna utan aamvinnulélaga eiu l'ka grandvarir menn og sanngjarnir f viðskiftum, því getur eigi otðið dæmt hér á milii eftir öðru en höluðstefnum og þeim staðreyndum, sem kunnar eru beggja megin.« Höfuðstcfna samvinnufélag- anna hefir verið sú að greiða hverjum sitt til þess Itrasta Hefir það verið böfuðatefna hinna fjölmörgu áaættu- braskara og fjársvikara sem hafa talið sig tii kaupmannastéttarinnar og hún opnað faðminn á móti og opnað bíöð sfn fyrir ? Staðreyndirnar eru þær að Sambandið og deildir þess hafa staðið f skilum upp á eyri. Er hægt að segja það sama um verziunarfyrirtækín hinumegin? Þessu þarf ritstj. ísl. að svara og athuga um leið, hvað hefir komið honum og öðrum vetzlunarmála- óvitum tii þess að tala svo mikið um snöru f hengda manns húsi. Svikakenningarnar. Samkepnis- menn láta blöð sfna halda uppi lát- lausum ádeilum ð samvinnumenu fyrir það, að framkvæmdarstjórar félaganná og forstjóri Sambandiins ganga rétti- lega og djarfmannlega eftir þv(, að viðskiítamennirnir reýnist skilamenn. ísiendingur hefir f 39. tbl. lýst mjög átakanlega stefnuförum félaganna og Sambandsins, talað um innheimtu-kylfu þess o. s. frv. Af þessu verður eigi annað ráðið, en að það megi teljast stórvítavert, að samvinnufélögin gangi eftir skuldum. Kemur þar f Ijós, það sem áður hefir verið bent á, hneigð þessara manna, til þess að þola vel og verja óskilsemina f landinu, þegar keppinautar þeirra eiga f hlut. Auð- sæilega er þeim það mjög andstætt, að skilsemi eigi sér stað f samvinnu- félögunum. Þeir vilja láta þróttmikinn andstæðing, þar sem Sambandið er, tapa fé sínu, vitanlega til þess að hann lamist eða jafnvel láti með öllu bugast. Ur þvf andstæðingarnir verja miklu fé til pappfrskaupa og borga mánaðaleigu fyrir menn, sem útbreiða slfkar viðskiftakenningar þá vœri vitan- lega rétí að prófa glldi kenninganna á þeim sjálfum Sameinuðu verzlanirnar hafa, til dæmis að taka, nú f haust birt f Íslendíngi skuidheimtu með mjög stetkum orðum. Er nokkurt vit í þvf, að þær og aðrar verzlanir, sem vilja láta borga sér, haldi úti blöðum, þar sem menn eru eggjaðir á, að svfkja aðra? Geta slfkar verzlanir vænst þess, að menn standi f skilum við þær. Slíkar kenningar hafa vænt- anlega þau áhrif, að vfðar verður örð- ugt um innheimtu skulda en f sam- vinnufélögunum. F r é 11 i r. Bornar til baka eru fréttir þær, sem lyrir nokkru bárnst hingað um, að riistjóraskifti við Morgunblaðið sén fyrirhuguð um næstu áramót. R tstjór- arnir neita þessn eindregið. Er neitun þeirra að visu jafnóstaðfest og fregn- irnar sjilfar Verður þó eigi talið rétt að trúa lausafregnum þessum gegn skýlausri neitun þeirra. Landhelgisbrot. Siðasti. íaugardag kom Þór bmgað inn með togara, sem hann tók við óiöglegar veiðar á Skjálf- andaflóa. Togarinn heitir Sarpedon frá Grimsby. Hann var sektaður um II þús gullkrónur (um 18 þús. fsl. kr.) Og afli og veiðarfæri gert upp ækt. Aðinn var seldur við uppboð fyrir nærri 2V2 þús. kr. Fyrir skömmu tók Þór annan togara vestur á Hornvlk. Hafði sá 3loppið frá ólöglegum veiðum sfðastliðið sumar. Fór Þór með hann inn til ísafjaiðar og fékk hann sektaðan. Dánardœgur. Nýlega er látin Anna, dóttir hjónanna á Hranastöðum f Eyjafirði, Þóreyjar Helgadóttur og Pétnrs Ólafssonar. Er mjög óvægilega höggvið f garð þeirra bjóna við þennan barnsmissi. BANN. Eg undirritaður banna alt rjúpna- dráp í landi ábýlisjarðar minnar, Olfár í Saurbæjarhreppi. Brjóti nokkur bann þetta, verður hann tafarlaust lögsóttur. “/11. 1924. Jóhann Jósefsson. Aburður og jarðrækt F. B. Arngrímsson heldur fyrirlestur um það efni á laugardagskvöldið ketnur kl. 8-9 i bæjarstjórnarsain- um í Samkomuhúsinu. Aðg. 1 kr. VélstjóranámssKeið hófst hér í bænum 15. okt. siðastliðinn, að til- hiutun Fi&kifélags íslands. Kennarinn er Jón S. Espholin. Er það 4 náms- skeiðið, sem hann veitir forstöðu fyrir F. í. Námsskeiðið sækja 19 manns, Kenslan fer fram f smfðaverk- stofn Jóns S Espholin. Er það verkleg kensla 6 klst. á dag og starfa þá nemendnrnir að þvf, að taka sundur, setja aaman motora og gera að bil- unum eftir þvf sem við verður komið. Á kvöldin fer sfðan fram munnleg kensta f fyrirlestrum f 2 klst. Náms- skeiðið stendur fram undir lok þessa mánaðar. Mi8lingarnir. Samkvæmt upplýs- ingum frá héraðslækni eru mislingarnir komnir f tvö hús hér f bænum og eitt f Glerárþorpi. Eru þeir komnir frá Ólafsfirði. Hér f bænum eru þeir f Hotel Oddeyri og húsi Þorst. M. Jónssonar, kennara. Læknirinn telur miklar llkur, til þess að allmargir séu þegar orðnir smitaðir og mnni veikjast næstu daga. Örðugleikarnir við að verjast mislingum eru einkum fólgnir f þvf, að sýktir menn sýkja áðra áður en þeir verða varir við minsta lasleika. Þvf eru varnir eigi hugsanlegar á annan hátt en að einangra alla þá, sem eru á mislingaaldri, jafnt heil- brigða sem sýkta af veikinni. Rauði kr088inn. Steingr. héraðs- læknir Matthfasson flutti fyrirlestur um Rauða krossinn á Sunnudaginn var i Samkomuhúsinu og íékk mikla aðsókn. Fyrirlestur þessi var fluttur sem undirbúmngur undir væntanlega félagsstofnun hér f bænum. Læknirinn telur, að talaverður áhugi fyrir slfkri félagsstofnun sé rfkjandi f bænum og ætti að mega vænta framkvæmda um það bil sem ungfrú Þorbjörg hjúkr- unarkona kemur heim úr (ör sinni til Danmerkur, þvf sú för mun einkum hafa verið gerð með það fyrir augum, að kynuast allrækilega starfssemi þessa merkilega félags. TrésHuröarnámsskeið stendur yfir hér ( bænum um þessar mundir. Er stofnað til þess af Heimilisiðnaðar- félagi Norðurlands og U. M. F. A. f samlögum. Kennarinn er sá sami og f fyrra, Geir G. Þormar. Nemendur eru þegar orðnir um 50 og fölgar óðum. Námsskeiðið stendur fram f febrúarbyrjun næstkomandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.