Dagur - 23.12.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1924, Blaðsíða 2
204 DAOUR 53. tbl. Halldór Gunnlaugsson, héraðslæknir. 25. ágúst 1875 - 16. des. 1924. Hann var prestssonur úr Húnavatns- sýslu og sonarsonur Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi f Vopnafirði, er var um sfna daga talinn, sakir prúðmensku, rausnar og bússeldar, einn hinn mesti prestahöfðingi á landi hér. Voru ýmsir föðurfrændur Halldórs læknis latfnu- klerkar góðir og orðlagðir skólanáms- menn, kurteisir og prúðmenni, en sjaldan skörungar að sama skapi. Er sá kýnbogi kallaður Bólstaðarhlfðarætt, og hefir hún verið einkennilega presta- sæl. En f móðurætt var hann kominn af dansk-reykvíkskri ætt, Knudsens- ættinni. Halldóri Gunnlaugssýni kipti f kynið um góðar námsgáfur. Sóttist honum námið vel, bæði utan lands og innan. Virtist hann þó oft hafa tfma afiögu til ýmissa skemtilegra iðkana og fþrótta. Hann lauk stúdentsprófi með bezta vitnisburði vorið 1897, og sex árum sfðar lauk hann með 1. einkunn lækn- isprófi við Hafnarháskóla. Sfðan gerðist hann aðstoðarlæknir Guðmundar Hann- essonar hér á Akureyri og gegndi þvf starfi tvö ár (frá 1903-1905) Sama ár (1905) kvæntist hann ungfrú Öanu Terp (trésmfðameistara f Kaupmannahöfn, fs- lenzkri f móðurætt). Sama ár varð hann og læknir Rangæinga, en veittar voru honum Vestmannaeyjar ári sfðar (1906). Hefir hann skipað það embætti sfðan með góðii sæmd. Jók það og veg hans og veitti honum — að lfkindum — ýmis hlunnindi, að bann varð frakk- neskur ræðisfulltrúi (*konsularagent«). Reistu Frakkar sp'tala þar f eyjunum, og varð hann spftalalæknir. Mælti hann á franska tungu, og kom honum þar að góðu haldi lipurð gáfna hans. Andlegur og lfkamlegur liðugleiki var eitt höfuðeinkenni hans. En út í frá bar lftið á honum. Hann var einn þeirra starfsmanna, sem úr fjarska að sjá hverfa ofan f embætti sitt. Eru þeir oft — »sem slfkir« — ekki slökustu embættismennirnir, er slfkt verður með sanni sagt um. Hann var umbrotalaus, hávaðalaus, yfirlætislaus, léði ekki á sér högg- staðar. Hann var skurðlæknir fær og sigursæil, að þvf er mér segir em- bættisbróðir hans og félagi frá náms- árunum ytra, Steingrfmur læknir Matt- hfassón, er hér má vel um vita. Hefir ekki annars heyrt getið, en hann hafi f hvfvetna vérið hinn skylduræknasti. Eru Vestmannaeyjar á þá leið mann- hættuhérað, að læknir þarf oft skipa að vitja, en höfn hins vegar hin versta og oft Hfsháski að fara á skipstjöl. Mátti Halldór læknir oft fara um ver- tfðir tvisvar á dag fram í skip. Lét hann, að sögn, slfkt aldrei undir höfuð léggjast, enda var hann vaskur vel, hverjum manni fimari f limaburði og hreyfingum. Lét hann llfið á embættis- ferð, druknaði á sævi skyldunnar. En þótt honum léti velmetið starf og væri sjálfur vel metinn, hefði hann sennilega getið sér meiri orðstfr á öðrum vettvangi', ef honum hefði auðn- ast að njóta sumra hæfileika sinna annarra. Honum var skemtilega margt til lista lagt. Eg tel það fyrst, sem er þó minna vert, að hann þótti á skólaárum sfnum bera mjög af öðrum f leikfimi, stökk manna hæst og létt- legast, svo að unun var á að horfa, er hann þreytti fþróttir sfnar. Ef hann hefði fæðst hérlendis á 10. öld og vérið goða- eða höfðingjasonur, hefði hann orðið vfgur vel og vopnfimur, svo að fært hefði verið f sögur og fræði. Henn var og syndur vel og raddmaður góður. Meira virði var samt hitt, að hann var einkennilega skáld- mæltur og fæddur leikari, lfklega með miklum afburðum. Á Hafnárárum sfn- um orti hann marga gamanvfsu og mörg skop- og kfmníkvæði, dýrt rfm- uð, smellin og meinfyndin. Skopkviðl- ingar hans leituðu skamt til fanga, þeir voru kveðnir um ýmiskonar æfin- týr fslenzkra stúdenta f Kaupmanna- höfn á þeim árum. En við bar, að hann skaut lengra ör af streng og stældi þá sum góðskáld vor og hæfði þannig, að marga mun þar lengi reka minni til fyndni hans fágætrar og skopvfsi. Urðu ýmsar gamanvísur hans furðu fljótt þjóðkunnar og eru enn á margra vörum. Um leiklist hans hygg eg það eigi ofmælt, að aldrei hafi fslenzkur leik- andi vakið einlægari skellihlátur með- al áhorfanda en Halldór Gunnlaugsson gerði á skólaárum sfnum. Leyndi það sér ekki, er hann lék skophetjur, að þar var hann heima sladdur, þreytti leika á andlegu óðali sfnu, honum til yrkingar fengið af sjálfum höfundi eða höfund- um lffs hans. Er eigi ósennilegt, að hann hefði orðíð stórfrægur leikari, ef hann hefði alizt upp við góð efni með auðugri menningar- og mentaþjóð. En hann fæddist á vorri fámönnuðu út- hafseyju á þeim tfma, er þessi hæfi- leiki hans (eða listgáfa) hlaut að drukna á sömu háskahöfninni, sem of margt fslerzkt atgervi hefir farist f á liðnum öldum. Halldór Gunnlaugsson virtist einn þeirra, er lftið breytast á áranna rás að öðru en þvf, að hárin grána. Hann var altaf lfkur sjálfum sér, fas hans og framganga minti á íýrri daga, þá er hann 1 k skopmenn og lék sér að skop- vfsna og kviðlingagerð. Hann haíði þess manns snið og yfirbragð, er fátt lætur raska ró sinni, hvort sem slfkt hugboð hefir rétt verið eður eigi. En ef til vill hefir hann búið yfir nokkru þung- lyndi, þó að dult færi með. Hún fær fast á marga, harmfréttin sú, að Halldór Gunnlaugsson sé horf- inn úr lifenda sölum. V.ð andlátsfregn hans sbýtur upp sæg minninga frá námsárunum, þá er hann kætti og skemti manna bezt og var aufúsu- gestur á mörgu gleðimóti. Eg trúi þvf trauðla, að margir námsbræður hans riti svo minningar frá skóla- og Hafn- arárum, að þeir geti hans þar ekki að nokkru. Hann var einn þeirra fáu, er löngum var gaman að sjá og hitta og verður skemtilega minnisstæður förunautum og félögum. Einhver listfengasti skólabróðir sumra okkar og hinn nýtasti starfsmaður hcfir farizt á svo slysasamlegan hátt, að slfk tfðindi skyldu aldrei gerast. Samt göngum við til jólafagnaðar, sem ekk- ert hefði f skorizt. SigurÖur Guömundsson. Ritfregnir. Barnabókasafnið I. flokk- ur, 1. og 2. bók. Bóka- verzlun Þorst. M. Jóns- sonar Akureyri 1924. Mjög mun sá háttur f fslerzku þjóð- lffi hafa gengið úr rér á sfðustu árum að börnin sitji í rökkrunum við hné ömmu og mömmu og hlusti á æfintýri og sögur. Fátt mun hafa mótað sálir fslenzkra barna og um leið skspgerð þjóðarinnar meira, heldur en sögurnar, sem ömmurnar sögðu f rökkrunum og sem lesnár voru eða kveðnar á löng- um kvöldvökum. Þegar sá háttur fellur, gleymast æfintýrin óg hin alþýðlega sagnáskemtun. Nú hefir Þorst. M. Jónsson ráðist f þarfa og mérkilega bókagerð. Hann er byrjaður að gefa út æfintýri með myndum. Þessar 2 fyrstu bækur eru Ása, Signý og Helga og Grdmann í Garðshorni. í bókunum er fjöldi mynda, sem gert hefir Vigfús Friðriksson ungur maður bér á Akureyri. Er Vigfús listamanns- efni. Einkum eru myndirnar f Grámann mjög vel gerðar. Æfintýrin eru prent- uð f Prentsm. Björns Jónssonar og er frágangur mjög góður. Sigurjón Jónsson: Glœsi- menska, skáldsaga. Reykja- vík 1924. Þessi skáldsaga er áframhald af sögunni: >Silkikjó!arog vaðmálsbuxar. * Höfuðniðurstaða þeirra atburða, er fyrri sagan greindi frá, varð sú, að Áskell misti alt, mannorðið, unnustuna og vitið. En Jón frá Grund, sem var beint og óbeint valdur að óhamingju Áskels, erfði unnustu hans Svövu Eyjólfadóttur og sagan endaði, þar sem þau, hjónaefnin, lögðu af stað suður til Reykjavfkur. En þá för hafði Svava lengi þráð. Nú er þessi saga beint áframhald á lýsingu þess æfi'erils, sem Jón Eggertsson frá Grund var byrjaður að ganga. Hann gerist gerspiitur fiagari. Hann bregðst Svövu gersamlega, þegar suður kemur, drekkur og flekar hveija stúlkuna eftir aðra og þar á meðal unnustu vinar sfns, SnorraSígurðssonar. Skáldið lætur Svövu vera sjónarvott að kvennaförum Jóns. Hún horfir á þær gegnum rifu á þili! Svavá fær tæringu og druknar f sfnu eigin blóði. Jón þaggar niður f samvizku sinni. Ódáðaverkin koma honum ekki að klandri. Leið hans liggur upp á við I mannfélaginu. Hann sstur sér það mark að verða ráðherra. Fyrri hluti sögunnar endar þar, sem Svava deyr. Sfðari hlutinn gerist nokkr- um árum sfðár. Hann greinir frá bar- áttu Jóns til sigurs áformi sfnu. Jón býður sig fram til þings heima f átt- högum sfnum, á móti fornvini sfnum, Snorra, sem er orðinn þar prestur og er giftur Hildigunni, systur Svövu. Jón hlaut þingsætið, en með rangindum Atkvæði jöfn en sum atkvæði Jóna ólöglega íengin. Með baktjaldamakki og hrossakaupum er í þinginu sæzt á allar sakir. Jón verður forsætisráð- herra og frásögnin endar á þvf að hann skipar sig sjálfan bankastjóra, eins og tfðksst hefir i lándi hér. Það ýrði of langt mál að tfna hér upp alt, sem að má finna f gerð þessarar sögu og frásögn og sama máli gegnir um það, sem lofsvert er. Af hvorutveggjá er talsvert meira en f meðallagi, éftir þvf sem nú gerist um yngri höfunds, Sigurjón er enn ekki fullráðinn höfundur. Hann er á þroskaskeiði. Hann gerir meira en i meðailagi sterk tök, en lausatök og smekkleysur boma lfka vfða fyrir. Af smekkleysunum f þessari bók mætti nefna þessar endurteknu hug- leiðingar Svövu á bls, 44 og 45 og vfðar um það, að Jón eigi að verða »faðir elskulegu, litlu barnanna hennar* eins og Jón hafði hvfslað að henni í sálum ungra meyja mun sú tilfinning ekki láta á sér bæra. Móðurástin blundar og verður ekki vakin, nema af börnunum sjálfum Þessvegna koma þessar hugleiðingar Svövu öðruvfsi við les&rann, en skáldið ætlast til. Þá mætti nefna það, er Hildigunnur, kona séra Saorra hafði lokað munninum á manni sfnum »með föstum og inni- legum konukossi.* Þau hjón voru á ferð úr kaupstað og áttu eitt éf feg- urstu æfintýrum elskenda »Lækurinn suðaði, blærinn hvfslaði------— —, Þögn og mánaskin fylti allan dalinn.« — >Alt f einu rétti Hildigunnur úr sér f söðlinum og tók um leið fast f taum- ana. — »Snorri, Snorril Mundirðu eftir að kaupa blekkiua á hiútinn, Snorri !«*. Þá er kopp-skraf og pung- skraf Margrétar á Hóli enginn sögu- bætir, o. fi. mætti telja. Kvenfólkið á ekki upp á pallborðið bjá Sigurjóni. Það er flest fstöðulaus ræksni. í hvorugri sögubókinni hefir komið fram kona, sem er f rauninni neins verð. Það er dálftið örðugt að skilja hvers vegna skáldið lætur Híldi- gunni falla upp f fang Jóns og kyssa hann, er þau hittist á förnum vegi. Þó slikt kunni að vera hentugt til þess að sýna glæsimensku Jóns, þá er það hrakleg meðferð á konum þessa lands, ekki sfzt f sveitum. Sigurjón hefir f þessari sögu hneigst mjög að þvf, sem nú er að verða úrvalsyrkis- efni okkar ungu skálda, en það eru lýsingar á ástabralli og kvennaförum. Slfkt mun hér eiga að réttlætast með tilgangi sögunnar. En þetta sffelda þukl skáldanna um þetta efni og að því er oft virðist tilbeiðsla á samför- um karla og kvenna er harla Ktil- mótlegt og óhugnæmt. Það þarf mikl- ar og sérstakar gáfur, til þess að fara vel með þau efni. Sigurjón ætti þvf að fara varlegar en hann hefir farið, þar sem hann á bls. 48—57 lýsir kvennaförum Jóns. Er og vfðar um þau efni fjallað og á hæpinn hátt (bls. 99)- Eigi mætti BÍður telja frásögn Sig- urjóns ýmislegt til gildis. Eins og fyrri sögur hans ber þessi saga mjög vfða vott um fágæta stflgáfu og vfða um snild f frásögn. Bók þessa mun hver maður lesa hiklaust, sem á henni býrjar. Stflfjörið heldur athygli les- arans fastri. Og bækur Sigurjóns verða altaf lesnar, þó dómarnir um þær verði misjafnir. Af hinu betra f bók þessari mætti nefna sámtal þeirra Ingibjargaf f kjallaranum og Margrétar á loftinu (bls. 20 og áfram), lýsinguna á bls, 7?»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.