Dagur - 29.01.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 29.01.1925, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur út á hverjum ffmtudegí. Kostar kr. 6.00 ðrg. Ojalddagi fyrlr 1. júli. Innheimtuna annast, Arni Jóhannsson i Kaupfél. Eyf. VIII. ár. --s::-ií Akareyrl, 29. janúar 1925. AFOREIÐSLAN er hjá Jónl I>. í>ór. Norðcrgðtu 3. Talsimi 112 Uppsðgn, bundin við áramót lé komln tll afgreiðilumanns fyrlr 1. dei. blaO, Heilsuhæli i ?S IfS^þlorðurÍands. ... • -uraa ”* “* »Sanocrysin« og Heilsuhœlið. Mðrgutn kann að þykja kynlega við bregða, að jafnframt þvf, sem blöðin ffytja fregnir um, að fundið sé nýtt og að þvi er virðist undur- samlegt meðal við berklaveiki, er hafin ný og sterk sókn f Heilsu- hælismáli Norðurlands. Mönnum kann að virðast, að ef hið nýja meðal reynist eins vei og af hefir verið látið, þá horfi berklaveikis- málið alt í einu við á annan hátt en verið hefir. Hin langvarandi barátta við veikina og hin mikla einangrunarþörf sé þá brátt úr sög- unni en f þess stað tiltölulega fljót- virk lækning, sem geti farið fram á hverju almennu sjúkrahúsi o. s. frv. Dagur hefir nú kynt sér álit nokkurra lækna um þessa hlið máls- ins og viil nú, um leið og málið er alment reifað, birta útdrátt úr rökum læknanna gegn þvf, að upp- götvun hins nýja meðals geti haft og megi hafa hamlandi verkanir á Heilsuhælismálið. 1. Hvað eftir annað hafa gosið upp fregnir um það, að fundin væru ný meðöl við berklaveiki. Fregnirnar hafa jafnan vakið hina mestu eftirtekt og eftirvæntingu og hefir mátt svo að orði kveða, að þeir atburðir hafi sett lönd eða landshluta á annan endan. Má til dæmis nefna, er þýzki læknirinn Ro- bert Kockfann meðalið »tuberkuline.a En vonirnar hafa að þessu jafnan brugðist. »Tuberkuline° reynist gott til auðkenningar á sjúkdóminum og meira ekki. Af undangenginni reynslu að dæma, er ástæða til að óttast um að vonirnar kunni að bregðast einnig nú að meira eða minna Ieyti. Það verður því eigi talið ráðlegt að miða framkvæmdir f knýjandi nauðsynjamáli okkar Norðlendinga við jafnóvfsan hlut og þetta meðal er enn sem komið er, meðan Iangt tilraunaskeið þess, er aðeins að byrja. 2. Jafuvel þó »sanocrysin" reynist eins vel og menn vona framast, er eigi upphafin þörf fyrir heilsuhæli. Fyrir þvf eru mörg rök. I fyrsta lagi er meðalið hættulegt f nolkun við þá menn, sem eru mjög haldnir af berklum. Má þvf telja vfst, að þvf verði ekki beitt við alia sjúkl- inga og að árangurinn verði mis- jafn, þar sem þvi verður beitt. f öðru lagi má gera ráð fyrir, að þeir sjúklingar, sem meðalinu verður ekki beitt við, geti þó iifað árum saman, þvf að veikin er oftast mjög Iangvinn og hagar sér breytilega. Er þá þötfin á einangrun þeirra sjúklinga enn hin rikasta, tii þess að vernda börnin, þvi meira er um vert að koma i veg fyrir veikinaen að bjarga leyfum af Ifkamsorku og lífsheill þeirra manna, er veikin hefir þegar lamað. t þriðja lagi er það reynsla lækna, að oft getur liðið skamt milli 1. og 3 stigs veikinnar, þ. e. að veikin gerist svo bráð í byrjun að hún sé næstum þegar orðin svo útbreidd, að hinu nýja meðali verði ekki beitt öðruvísi en með vanséðum árangri. Þeir sjúkl- ingar eru vitanlega mjög smithættu- legir oftast nær, og því hin mesta þörf að einangra þá. 3. Eins og áður er sagt, er meira um vert að koma algerlega i veg fyrir sjúkdóm þennan, heldur en þó takast megi, að hrifsa úr klóm hans, þá menn, er hann hefir þegar markað og ef til vili lamað til lífs- tfðar. Vitanlega er lögð altof Iftil á- herzla á heilsuverndun en að þvi skapi meiri á margvislegt lækninga- kák. Þó með nýjum ráðum yrði unninn verulegur bugur á veikinni, heldur hún áfram að sitja um börn landsins enn um langan aldur. Eink- um situr hún um þá einstaklinga, sem eru á einhvern hátt veikir fyrir. Eitt höfuð verkefníð i berklavörn- um á að vera það að koma nógu snemma til varnar þeim, er standa berskjaldaðir fyrir áhlaupi veikinnar. Til þessháttar raunverulegra berkla- varna verður heilsuhælisvist mjög nauðsynleg mörgu fólki enn um Iangan aldun Veikbygt fólk þarf að búa á hressingarhœlum, þegar það er sem hœttast statt. Það er meira vert að uppgötva launsátur f tíma og koma í veg fyrir það, en að veita særðum manni iið. Aðaitilgangur heiisuhæla eru berklavarnir. En þeim verður komið við einkum á tvennan hátt: að ein- angra þá sjúklinga, er sýkingarhætta stafar af og að byggja upp heilsu þeirra, sem eru í hættu staddir fyrir áhlaupi veikinnar. Hins fyrra verður enn lengi þörf, jafnvel þó »sanocrysina reynist eftir fremstu vonum. Hins síðara verður að Ifk- indum þörf um aldir eða áraþúsundir. Hafa nú hér verið tínd fram þau rök, er ættu að nægja mönnum til skilnings á þvf, að Heilsuhælismál Norðlendinga má ekki á neinn hátt miðast við þessa nýju uppgötvun, jafnvel þó hún sé talin álitleg. Pingmálafundurinn á Akureyri. Eins og frá var skýrt f sfðasta blaði var fundurinn mjög fjölsóttur bæði kvöldin. Þingmaðurinn setti fundinn og nefndi til fundarstjóra þá Steingrfm Jónsson bæj&rfógeta og Þorstein M. Jónsson kennara. Var fundurinn satrþykkur þvf. Tóku þeir við fundarstjórn og nefndi aðalfundar- stjóri til skrifara þá Karl Nikulásson konsúl og Vernharð Þorsteinsson kennara. Aður en gengið var [til dagskrár flutti þingmaðurinn inngangsræðu. Tal- aði hann fyrst um fjárhagsástand rfkisins, lýsti sfðan dagskrá fundarins og gerði grein fyrir afstöðu sinni til nokkurra helztu málanna, er fyrir lágu. Að þvf er hann sagði gerði hann það, til þess að geta fremur stytt mál sitt f umræðunum sfðar og flýtt á þann hátt fyrir fundinum. Þingmaðurinn skýrði frá fjárhags- ástæðum ríkisins á þá leið, að þegar þing hefði komið saman sfðast, heiðu skuldir rfkissjóðs allar verið á 22. milljónina. Þrátt fyrir veltiár, þiátt fyrir gætileg fjárlög, miklar, nýjar tollaálögur og gengishagnað hefði ekki tekist að rétta fjárhaginn við meira en það, að skuldirnar væru nú ein- hverstaðar á 20. milljóninni. Hefðu þá verið intar af höndum allar skyldu- greiðslur rlkisins, greidd þar að auki 1 milljón af föstum skuldum. Um 300 þús. krónur hefðu verið greiddar af lausum (ósamningsbundnum) skuldum rfkissjóðs. En þær skuldir hefðu verið um 4 milljónir og þar f talinn land- helgissjóðurinn, sem væri nú orðinn um 900 þús. kr. Var þessi kafli f ræðu þingmannsins fróðlegur, þvi að vfst má telja, að þessi skýrsla hafi verið bygð á heimildum frá fjármála- ráðherra, Þingm. taldi, að fjárhaga- ástæður rikissjóðs væru enn aðalvið- fangsefnið og að til viðréttingar hefði mönnum hugkvæmst einkum tvær sparnaðarleiðir, en þær væru takmörkun eða afnám útgjalda til framkvæmda fræðslulögunum og berklavarnarlög- unum, Kvað hann sig mótfallinn þessháttar sparnaði. Að loknu þessu yfirliti gekk hann inn á einstök mál dagskrárinnar. Varð þá fyrst fyrir Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð viö fráfall og jarðar- för litla drengsins okkar. Júlía Árnadóttir. Sæmundur Pálsson. honum Verðtollurlnn. Kvað hann að þeim lögum hefði veiið flaustrað af svo að þau hefðu orðið handaskömm og að hann vegna þingsins skammaðist sfn fyrir frágang þeirra laga. Játaði að þau hefðu verið neyðarúrræði, en vildi þó eigi, að frá þvf ráði yrði horfið á næsta þingi. Innflutningshö/tln komu næst til álita. Kvaðst þingm. jafnan hafa verið mótfallin þeim, enda hefðu þau nú verið af atvinnumála- ráðherra framkvæmd þveröfugt við það, sem fjárhagsnefnd Nd. hefði ætlast til. Vildi þingm. láta afnema þau með öllu. Þá vildi hann láta afnema einka~ sölu á steinolíu, en taldi sig ekki mótfallinn þvf, að rfkið héldi uppi þeirri verztun i frjálsri samkepni. Þá vildi hann láta rannsaka tóbakseinka- söluna og ef að sú rannsókn leiddi f Ijós, að hún hefði verið rekin óað- finnanlega og tóbakið yrði ekki ódýr- ara f frjálsri sölu né tekjur rfkisins meiri af þeirri verzlun var hann þvi ekki mótfallinn að henni yrði haldið áfram, Heilsuhœlismáll Norðlendinga kvað hann sig eindregið fylgjandi en taldí mikil tormerki á þvf máli vegna fjárhagsörðugleika rfkisins. í stjðrnar- skrátmálinu kvað þingmaðurinn sig sammála Framsóknarflokknum um, að hann vildi fækkun þinga eingöngu. Skýrði hann frá, að 4. landskjörinn þingm, Jón Magnússon, myndi bera fram á þinginu næst frumv. um nýja kjördæmaskipun f landinu, þar sem farið yrði fram á að landinu yrði skift f fá kjördæmi og þingmenn kosnir hlutfallskosningu. Vildi þingmaðurinn ékki láta hrápa að breytingum á stjórnarskránni. Þá vildi þingmaðurinn framlengja gildi launalaganna og munu flestir verá á éinu máli um það, að þvf máli verði ekki skipað á viðunan- legan hátt meðan verðlag og gengi er svo kvikult, sém nú er. Loks mint- ist þingm. á Landhelgissjððinn og kvað sig vera fylgjandi þvf, að hann yrði endurheimtur úr veltu ríkissjóðs og honum ráðstafað til þess að láta byggja strandvarnarbát. í lok ræðunn- ar benti hann á að samkvæmt um- sögn fjármálaráðherrans hefðu á þessu ári verið greiddar 20 milljónir af 60 milijónaskuldum landsmanna. Heng- ingarólin hefði þvf færst fjær en væri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.