Dagur - 29.01.1925, Blaðsíða 3

Dagur - 29.01.1925, Blaðsíða 3
4. tbl. DAQUR 15 KOL! Pað sem eftir er af okkar ágætu ofnkolum, verður selt næstu daga. Verðið er 75 kr. smálestin. Kaupfél. Eyfnðinga. og djarft fram f málinu, þvf annars væri vanséð að menn festu trúnað á fylgi hans og trúleik f málinu. í stjðrnarskrármálinu var samþykt tiilaga, þar sem fundurinn lýsti óá- nægju sinni yfir meðferð slðasta þings á þvl máli og skoraði jafnframt á þingið að leggja aðaláherzlu á þær einar breytingar á stjórnarskránni, að reglulegt þing verði aðeins haldið annaðhvort ár og þingmönnum fækkað niður f þrennar tylftir samtals um leið og kjördæmaskipun landsins verði endurskoðuð. — í bannmállnu var borin fram tillaga f fjórum liðum, sem fór fram á Sukið eftirlit, strangari sektarákvæði, afnám Ieyfis handa læknum og lyfsölum að selja áfengi gegn lyfseðlum, afnám heimildar handa fslenzkum skipum að hafa til neyzlu handa sklpshöfn og farþegum cnnur vfn en þau, sem heimiluð eru með SpánSrsamningaundanþágunni og að ftarlegar tilraunir væru gerðar til þess að iosa landið undan Spánatkúguninni. Var tiilagan samþykt með þvf nær öllum atkvæðum. — Þá voru og sam- þyktar tillögur um frestun á endur- skoðun launalaganna, um 10.000 kr. styrk til sóttvarnarhússins hér f bæn- um, um að endurbeimta landhelgls- sjððlnn og verja honum samkvæmt tilgangi hans, um að skora á þingið að veita Atthur Gook trúboða ieyfi tit þess að reisa Víðbodsstðð hér á Akureyri, um að leita samninga við Dani um afnám innfiutningsgjalds þess, er þeir hafa sett á fslenzkar sjávaraf- urðir. í kettollsmálinu var samþykt eftirfarandi tillaga: • Fundurinn getur eftir atvikum sætt Big við úrslit kettollsmálsins, leggur jafnfrámt sterka áheiz’u á, að engar frekari ívilnanir verði gerðar á frám- kvæmdum fiskiveiðalaganna gagnvart Norðmönnum vegna kettollsins.* Þá var samþykt f einu hljóði tillaga um að afnema skðlagjöld við skóla þá er rlkið kostar og enn var samþykt á- skorun til þingsins að veita ioooo kr. til að koma upp steinarannsóknar- stofu hér á Akureyri. Eru nú upp talin þau má), er tekin voru til álykt- anagerðar. Pingmaður Akureyrar lýstur opinber ósannindamaður. Framkoma Björns Líndal alþing- ismanns á þingmálafundinum sið- asta hér i bænum, er að nokkru lýst á öörum stað hér í blaðinu. Þó er þar mörgu slept, sem er frá- sagnarvert. Eitt atriðið er þannig vaxið, að Degi þótti ástæða til að gefa þvi sérstakan gaum. Pingmað- urinn tók kettollsmálið á dagskrá< Það er útkljáð mál með samninga- gerð síðasta þings. Þeim, sem hlust- uðu á ílutning og málsreifun þing- mannsins, duldist ekki, aö höfuð til- gangur hans var sá, að rógbera 5. landskjörinn þingmann Jónas Jóns- son. Aðstaða þingmannsins, til þess að segja það sem honum sýndist um kettollsmálið, var á þessum fundi mjög hentug fyrir hann, af því að hann var einn til frásagnar af þing- mönnum, en málið var rætt og af- greitt á lokuðum fundum í þinginu. Aðalefnið úr ummælum þingmanns- ins birtist í eftirfarandi yfirlýsingu heyrnarvotta: Að gefnu tilefni lýsum við undirrit- aðir yfir þvf, að við hlýddum á ræð- ur herra þingmanns Björns Llndal f kettollsœálinu á þingmálafundi hér f bænum aðfaranótt þess 21. þ. m. Heyrðum við þingmanninn skýra frá þvf, að á lokuðum fundi á Alþingi, hefði 5. landskjörinn þingmaður, Jónas Jóns- son, barist á móti þessu máli. Gátum við eigi skilið orð hans á aðra leið en þá, að nefndur landskjörinn þing- maður hefði barist á móti þvf, að gengið yrði að þeim samningum um kettollinn, sem að lokum voru f boði. Akureyri 25. jan. 1925. Steinþór Guðmundss. Árni Jóhannss. Erlingur Friðjónsson. Áf þvi að Degi þótti ekki umsögn þessa háttvirta þingmanns einhlft, en hér var um mál að ræða, sem þingmenn einir geta borið um, fór blaðið á fund þeirra þingmanna annara, sem staddir voru hér i bæn- um f gær og gáfu þeir fúslega eftir farandi yfirlýsingu: Að gefnu tilefni lýsum við undirrit- aðir yfir þvl, að framkoma 5. lands- kjörins þingmanns, Jónasar Jónssonar, f kettollsmálinu á Alþingi 1924 stefndi öll að þvf, að samningar næðust við Norðmenn til sem mestra hagsmuna fyrir fslenzka ketframleiðendur f ssm- ræmi við þá niðurstöðu, sem fékst að lokum. P. t. Akureyri 28. jan. 1924. Halldór Stefánsson Ing. Bjarnason 1. þra. N.-M. þingm. S.-Þing. Einar Árnason Bernh. Stefánsson 1. þm. Eyf.. 2. þra. Eyf. S'gurður Jónsson 2. landsk. þm. Hér skal engum getum að þvi leitt, á hvern veg þingmaðurinn hefir ætlast til, að þetta ósanninda- þvaður yrði skiiið. Það er ilia sam- rýmanlegt þeim ásökunum fhalds blaðanna á hendur 5. landskjörnum, að hann hafi veriö manna fúsastur til samninga við Norðmenn og afsiáttar á kröfum íslendinga, nema svo beri að skilja, að hann hafi kosið harðari kosti fyrir hönd íslend inga en þá, er fengust að lokum. Er eigi ólfklegt að Birni Lfndal, Einari á Stokkahlöðum og þessháttar fólki væri Ijúft, að þannig yrði litiö á af almenningi. En allir þingmenn Framsóknarflokksins munu vera jafn- fúsir eins og þessir fimm, til þess að votta á sömu Ieið um framkomu 5. landskjörins þingmanns i kettolls- málinu og jafnframt um það, að Framsóknarflokkurinn var frá þvi fyrsta til þess sfðasta samtaka i atkvæðagreiðslum um kettoilsmálið< Dagur vill svo að lokum lýsa þing- mann Akureytar, Bjðrn Ltndal, opin- béran ðsannlndamann að þeim um- mœlum, sem hér eru eftlr honum höfð. S í m s k e y t i. Rvík 26. jan. Aftakaveður hér við suðurströndina und&nfarna daga. »GulIfoss< gat aðeins skilað litlu af vörura f Vestmannaeyj- um og 8 Eyjamenn urðu eftir um borð, þvl ógerlegt var með öllu að koma þeim f land eftir að veðrið versnaði. RóðrSr engir í Eyjum, ó- gæftir sffeldar. »Gullfoss« kom hingað inn á Þriðjudagsmorguninn, en hafði legið á ytri höfninni vegna foráttu- brims slðan á Laugardag. Geysistormur undanfarin dægur, lægði fyrst kl. 3 Bfðdegis f gær. Reykháfar fuku af húsum, þök sömuleiðis, jafnvel af nýbygðum húsum, og var bárujárn sem fjaðrafok, þegar verst var. Skúr fauk út við tjörn; var hestur inni f honum, en hann stóð eftir og sak&ði eigi. Steinstöplar brotnuðu af þaki og hentust 50 fet. Er veðrinu slotaði f gær, var sambandslaust við slmann i allar áttir nema suður með sjó. Síma- staurar þvetbrotnir vlðsvegar, einnig innanbæjar. Fjöldi manna sambands- lausir enn við miðstöð. Net loftskeyta- stöðvarinnar slitnaði mikið; einn þráður nothæfur nú. Flestir togaranna inni á höfnum nú eða f Englandi. >Botn(a« 150 mflur fyrir sunnan land, er óveðrið skall á. Var þar sæmilegt veður. í Hafnarfirði urðu skemdir á bryggjum og höfninni. Mótorskipið »Guðrún« rak á land, lenti á mófor- skipi við hafnarbryggjuna og brotnaði mikið. Togarann »Rán« rak upp f sacdfjöru, en Ifkur til að hann náist óskemur út með flóði. Um slysfarir og mannskaða á sjó hefir ekki frést. Á Bakkafirði eystra fauk verslunarhús, er fyr átti Halldór heitinn Runólfsson. Proppebræður kaupa nýjan togara f Frakklandi. Verður hann stærsti fslenzki togarinn. Sandgerðisbátarnir allir komnir fram. Berklaveikismeðalið komið til Vlfils- staða. Verður farið að nota það um næstu mánaðamót, er hjálparmeðalið kemur. í ráði er að karlakór K, F. U. M. fari f hljómleikaför til Noregs. Menn úr hópi norsku söngmannanna, er komu til Rvfkur s.l. sumar, hvetja þá til fararinnar. Rvik 28. jan, Frá Spáni: Þýzkur fréttaritari sfmar frá Madrid, að það sé ósatt, að Rivera standi höllum fæti. Mótstöðumenn hans séu ósammála. Rivera kveðst halda áfram sömu stefnu og ófriðnum við Marokkobúa. Aðrar fregnir segja að harðstjórnin vaxi hröðum fetum. Ritskoðun verði sffelt strangari og Fjármark. Eg undirritaður hefi keypt fjármark „Fjárræktarfélags Suður-Þingeyinga": Sýlt gagnfjaðrað hægra; stúfrifað vinstra. Brennimark: Fé. Aðalsteinn Jónsson Halldórsst. Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu. strangari og pólitfskum andstæðingum Rivera gert sem erfiðast fyrir. Frá Berlfn: Akaflega svæsnar um- ræður hafa farið fram f Rfkisþinginu. Vinstrimenn halda þvf fram, að stjórnin vinni að endurreisn keisaradæmisins. íhaldsmenn játa þvf f ögrunarskyni en stjórnin neitar og fær að lokum traustsyfirlýsingu. Social- demokratiska Braunráðuneytið fer frá. í Prússlandi standa kommúnistar og fhaldsmenn saman um vantraust. Frá Osló: Á mánudaginn lagði rfkisstjórnin fram greinargerð viðvfkjandi afstöðu ifkisins til »Handelsbanken,« semhætti störf- um f fyrrahaust, vegna fjárhagsörðug- leika. Berge vildi sporna á móti þvf, að bankinn hætti störfum og fékk þá leyfi Stórþingsins handa stjórninni til þess að lána bankanum 3 milljónir kr. og ábyrgjast 15 milljónir. Nú er upp- lýst að hún hefir lánað bankanum 25 milljónir af rfkisfé án leyfis þingsins. Berge neitar að tala við blaðamenn. Fréttastofan. F r ó_t_t i r. Geysir, hinn góðkunni karlakór söng f Samkomuhúái bæjarins á fimtu- daginn var. í flokknum eru nú. 23 menn og söngstjórinn hinn sami og f fyrra, Ingimundur Árnason frá Grenivfk. Þetta er f fyrsta skifti, sem Geysir syngur á vetrinum. Munu þeir, er dómbærir eru um söng, hafa þózt verða varir við, að sumstaðar væri van- æft, og er það eigi furðulegt. En margar góðar raddir eru þarna sam- ankomnar, og yfirleitt mjög samróma. Verður að óska þess mjög eindregið, að bæjarbúum veitist oftar kostur á að heyra til Geysis. í raun réttri ætti bærinn að veita söngment og leik- ment sérstaka athygli og styrkja hvorttveggja rfflðga. Fátt mun veita jafngöfgandi, andlega hressingu sem söngur. Söngur Geysis, þó vanæfður kunni &ð vera, var bezta skemtunin, sem enn hefir verið kostur á hér f bænum á þessum vetri. GoBafoss kom á mánudagskvöld. Meðal farþega voru alþingismennirnir Halldór Stefánsson frá Torfastöðum og Sigurður Jónsson frá Yztafelli. Héðan tóku sér far þingmennirnir Ingólfur Bjarnason f Fjósatungu, Eic-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.