Dagur - 26.02.1925, Page 2
34
DAODR
9. tbl.
gó!fí og upp í loft. Hann mun eiga
flestar bækur, sem prentaðar hafa
verið á íslandi og fslenzka tungu.
Og hann á meira. Hann á vfst fs-
lenzk blöð öll eða nær öH, flestar
sérprentanir, fjölda flugrita og alls-
konar smábækíinga, er birzt hafa á
voru máli. Safn hans á blöð, sem til
hafa eigi verið á Landsbókasafninu.
Veturinn 1918—’í9 léði hann mér
einn blaðaárgang, er ófáanlegur var
i Landsbókasafni, hafði eigi komizt
þangað. Til bókasafns sfns hefir hann
varið geysimiklu fé, enda eru bækur
hans prýðilega bundnar og hirtar,
og að öllu er til safns þessa vand-
að, svo sem framast má verða.
Nú flyt eg hér tillðgu, sem mörg-
um lesanda greinar þessarar hrýs
hugur við, og þykja mun óðs manns
æði. Eg ætla, að þetta mikla og
merkifega safn fáist til kaups. Eg
Iegg það til, þér bæjarbúar og þér
virðulegu bæjarfulltrúar, sem —
af maklegu trausti á sjálfum yður
til slíks starfs og af heilögum áhuga
á bæjarmálum — hafið tekist á
hendur stjórn bæjarins, að Akur-
eyrarbær festi kaup á þessu safni
Kristjáns bóksala.
Hér er ekki fram á lítiö farið. Eg
skal ekki bera við að neita þvi. Bóka-
safn dr. Jóns Þorkelssonar, skjala-
varðar, var selt Kristianíu háskóla
fyrir þrjátíu þúsund kr. Það var að
visu ágætt safn, sem vænta mátti,
er siikur var að þvi nauturinn. En
safn Kristjáns er auðugra, svo að
um munar. Það myndi þvi eigi falt
Iátið fyrir minna en fjörutíu þúsund
króna eða nálægt þvi-
Vist vex flestum þessi fjárhæð svo
i augu, að eigi þykir þeim viðlit að
ráðast i slikt. En þess verður vel að
minnast, að ríkinu ber skylda til
að sjá fleiri bæjabúum og iands-
fjórðungum fyrir góðu bókasafni en
Reykvikingum. Hitt er annað mál,
að þeir af ýmsum sökum hljóta hér
að bera hæstan hlut frá borði. Þing-
ið hefir og, i orði kveðnu, jáfað
skyldu þessari, þar sem það veitir
ofurlitinn styrk til bókas&fna í kaup
stöðum og til sýslusafna, gégn eigi
minna tillagi úr sýslu- eða bæjar-
sjóði heldur en veitt er í fjárlögum
(15. grein þeirra) En misrélti eru
kaupstaðirnir beittir, er þeir fá eigi
meíra en þeim nú er skamtað i fjár-
lögum. Fieiri þurfa andiegra brauða en
Reykvikingar. Akureyringar eiga að
fara fram á miklu hærri upphæð til
safns síns en þeim nú er miðlað.
Ef áhugi væri á þessu bókasafns
kaupi, tel eg eigi vonlaust, að þing-
ið veitti fé til slfks. Það fé er eigi
eingöngu veitt Akureyri eða Norð-
urlandi einu. Safn þetta (Kristjáns-
safn) má helzt eigi flytja af landi
brott. Og fornbækur og fágæt ein-
tök gamalla rita má cigi öll geyma
á einum stað hér á landi. Ef eldur
gýs upp i safninu syðra, er alt í voða,
ef til vill alt farið, er Logi hefir lokiö
leik. Það er því i þágu bókmenta
vorra og fræða, að gott íslenzkt
bókasafn verði geymt hér á Akur-
eyri og það á öruggum stað, því
fenginn áhugamikill vörður, fróð-
ur, vel að sér og hugsjónarikur,
Þaö er og einsætt, hver óþægindi
og fræðatálmun er að þvf, að norð-
ienzkir fróðleiks eða mentamennverði
að ferðast til Reykjavíkur, ef þeir
vilja rýna i fornar skræður eða göm-
ul blöð og timarit. Það gagnar ís-
lenzkum fræðum og íslenzkri bók-
visi á margan hátt, ef safn þetta
verður flutt hingaö norður.
Bókasafnið hér er næsta ófull-
komið á þá leið, að það vantar
margar íslenzkar bækur gamlar. Og
svo illa hefir verið gengið frá bandi
sumra blaðanna að i þau vantar
tölubiöð, — þess ekki verið gætt,
að þau væri öll, er þau voru bund-
in. Á það hefi eg rekið mig og
komið bagalega.
Eigi er óhugsandi, að einhver
auðugur Norðlendingur, er vel getur
keypt safn þetta, lesi grein þessa.
Við hann vildi eg sagt hafa: „Vilt
þú, hinn sami efnamaður, ekki gefa
bænum Kristjáns-safn, vinna það norð-
lenzkri menningu til gagns og sjálf-
um þér til ágætis og lofsamlegrar
minningar f fræðum og sögum?
Hugsaðu mál mitt, ekki sfzt ef svo
stendur á fyrir þér, að fyrir auði
þfnum liggur að tvístrast tii útarfa.
Finst þér fé þitt ekki betur kornið f
bókum heldur en i vösum þeirra?
Óvíst er, hver hamingja og þroski
þeim stendur af aurum þfnum og
auöi. Minstu þess, að einatt hefir
raunalega lítið orðið úr islenzku
erfðafé og íslenzkum álnum, þeim
til lítils verið safnað og tii litils fyrir
þeirn unnið.a
V.
Ef til vili ætla sumir mig ekki
með fullu ráði, er þeir ifta þær
skýjaborgir, sem þeim mun þykja ég
reist hafa með litlum kunnleik á
raunverulegum högum vorum og
kjörum. En ef andlegt líf og æðstu
verðmæti fá dafnað að nokkru í
þessum bæ, en grotna ekki sund-
ur í fáfræði-myrkri, afturhalds-fúa,
nurlara sagga og rússneskum spilli-
blotum, þá rfs það á ókomnum
árum, þetta lýðþarfa safn, er eg
hefi gert bér harla ófuilkominn
uppdrátt af. En eigi skyldi of
seint hafizt handa. Mörg fágæt góð-
bók getur gengið úr greipum oss,
margt vei gefið norðlenzkt ung-
menni beöið af því andlegt tjón, ef
dregst að bæta úr brestum þeim,
sem nú eru á safninu. Safnið er i
bili bæjarskömm, Það á að verða
bæjarprýði, uppalandi og kennari
bæjarbúa, leiðsögn þeirra og átta-
viti í sókninni löngu til æðri menn-
ingar og þroska.
Verum öll sammála um viðreisn
safnsins sem skjótast, eins og við
fylgjumst að efnu máli um stofn-
un berklahælis norðanlands, hvaöa
stöðu sem vér skipum og hvaða
stjórnmálaflokks sem vér teljumst
til.
Sigurður Guðmundsson.
Nýju skólaljóðin ogG.F.
í 7. og 8, tölubl. íslendings þ. ð.
er grein eftir Guðmund sk&id Friðjóns-
son sem vakið hefir talsvert umtal
hér á Akureyri. G. F. kallar greinina:
»Bókagerð og útgáfa á Akureyri*. Tæp
lega getur þó heitið að hann minnist á
nema eina bók, sem komið hefir út á sfð-
astliðnu ári; eru það »Nýju skólaijóðin»,
sem Jónas Jónsson hefir gefið út. I
upphafi greinar sinnar stiklar höfundur-
inn f örfáum lfnum á öllum öðrum
bókum, sem út hafa komið hér á liðnu
ári.
Grein G. F. er ádeila á »Nýju skóla-
Ijóðin*, og þótt eg telji mér ekki
skylt að verja Ijóð þessi, ætla eg að
gera nokkrar athugasemdir við ritdóm
skáldsins.
G. F. byrjar á að kasta persónu-
legri hnútu að Jónasi JónsByni, illkvitnis-
legri hnútu, sem ekkert kemur bók
þeirri við, sem hann gerir að umtals-
efni. Hafi G. F. ætlast til þess, að á
sig yrði litið sem óvilhallan ritdómara,
var þetta beimskulega gert af honum,
Höfundinum þykir kvæðavalið hafa
mÍBtekist, og má lengi um það þrátta.
Hann finnur að þvf, að tekin seu kvæði
eítir skáld, sem ebki séu barnameð-
færi, svo sem Grfm Thomsen, Einar
Benediktsson og fleiri. Það er rétt,
að kvæði þessara skálda eru flest of
þung fyrir börn og unglinga, en finst
Guðm. Fr. að það sé misþyrming á
eðli barna að bjóða þeim t. d. »Skúla-
skeið* eftir Grfm eða »Grettisbæli«
eftir Einar ? Þegar ég s var barn að
aldri, lærði eg »Skúlaskeið< og kann
það kvæði enn.
G. F. þykir það óvsrjandi að birta
kvæðabrot, eins og vfða er gert f ljóða-
safni þessu, og fer um það hinum
nöprustu orðum. í mfnum augum er
þessi aðfinsla að nokkru á rökum bygð,
en að nokkru leyti ekki. Skal eg nefna
dæmi. »Þótt þú langförull legðir*,
hefði eg ekki viljað að bútað væri
sundur, það er stutt kvæði og hrein
perla frá upphafi til enda. Ea hvaða
vit væri f því aftur á móti að birta
alt kvæðið: »Hvað er svo glatt*, sem
er tækifæriskvæði. Eins sjálfsagt og
það er, að birta tvær vísurnar, sem
einmitt eru f Ijóðasafninu, eins fráleitt
hefði verið, að hafa þar vfsuna: »Já,
heill og heiður, Halldór okkar góðurl*
Þá finnur G F. áð þvf, að ekkert
sé tekið eftir ýms skáld, sem hann
nefnir, og teiur þar á meðal Pál ÓI-
afsson. Þarna hefir Guðm. förlast ná-
kvæmnin. í bókinni er mynd af Pálí,
smðgrein um hann og eitt kvæði: »Ó
blessuð vertu sumarsól.« Lfklegt er
að þessi vilia f greininni sé svo undir
komin, að þegar G. var að blaða f
bókinni, hafi hann I ógáti flett tveim-
ur blöðum f einu og þvf aldrei rekið
augun f Pál gamla, en tæplega verður
þessi yfirsjón Guðmundar færð inn f
syndaregistur Jónasar Jónssonar.
Höfundurinn grfpur niður á nokkr-
um stöðum f bókinni, til þess að sýna
hversu valið hafi mistekist. Hann veg-
ur þar nokkur skáid f lófa sér: Einar
Kvaran, Matthfas og Kristján Jónsson.
Auk þess kastar hann hnútum að Bólu-
Hjálmari.
Hið fyrsta, sem hneykslar G. F.,
er vfsa Einars Kvaran umBólu-Hjálmar:
»Þvf orð hans er þungt, sem græðis
gnýr.
er gengur að ofsaveður,
er himininn yfir hamförum býr,
en hafaldan innganginn kveður.
Áldrei það hrfn eins og heimskingjans
mál;
þess hljómur er traustur og styrkur
og það læsir sig gegnum lff og sál
eins og Ijósið f gegnum myrkur,«
V/su þessa reitir G. sundur og finn-
ur henni það tii foráttu að í henni
séu endurtekningar. »Engin vísa er
góð, sem endurtekur sjálfa sig«, segir
hann.
Úr því að viðurkent skáld hefir lagt
út f það að gagmýna verk skáldbræðra
sinna á þann hátt, sem G. F. hefir
hér gert, er ekki úr vegi að láta
hann gangast undir mál við þá og
leggja sama mælikvarða á hans eigin
verk og hann hefir lagt á skáldskap
þeirra. Ekki getur það talist ósann-
gjarnt.
Má þá fyrst geta þess, að ýmsir
sem hiustað hafa á G. F. f ræðustól
hafa þótst veita þvf eftirtekt, að hon-
um sé mjög gjarnt til þess að endur-
taka sömu hugsunina og vefja hana
margvfslegu orðskrúði. Hafa sumir
virt honum sifkt tii yfirlætis. Um þetta
má nú deila og mun því réttara að
halla sér að prentuðum heimildum.
Verður þá fyrir vfsa ein f kvæðabók-
inni »Úr heimahögum* bls. 62. Hún
er avona:
»Þér eg helga þessar nætur,
þessar dimmu vökunætur,
þessar björtu Braganætur,
bezta, eina, vina mfn;
þvi eg vaki vegna þfn.
Eg er þinn um þessar nætur,
þessa daga og nætur;
ár og daga, alla daga og nætur.«
Eg ætla ekki að lasta þessa vfsu.
En eins og allir sjá, er alt efni hennar
f fyrstu Ijóðlfnu, og sfðan þrástagast
á þessu sama efni til enda. Þar sem
skáldið er búið að taka það fram f
byrjun, að það helgi henni næturnar,
þá er svo sem sj&lfsagt að dimmar
andvökunætur séu ekki undanskildar,
áuðvitað ekki heldur bjartar nætur,
þegar skáldið er að yrkja, þvf um
hvað skyldi hann yrkja annað en hana,
sem hánn helgar þessar nætur. Það
hlýtur að leiða af sj&lfu sér, að hún
er bezta, eina vina skáldsins, annars
hefði hann varla farið að helga henni
næturnar, þáð var þvi óþarfi að taka
þetta fram. í næstu Ijóðlfnu segir
skáldið: »því eg vakivegna þfn;« já,
maður var nú svo sem búinn að heyra
það áður. Þá kemur næst: »Eg er
þinn um þessar nætur.« Það má nú
nærri geta. Auðvitað hefði skáldið
ekki farið að helga henni næturnar,
ef hann hefði ekki verið hennar, heldur
einhverrar annarar, það hefði verið
hreinasti falsháttur. í næstu Ijóðlínu
bregður þó fyrir örlitlu, sem ekki
hefir verið tekið fram áður, hann er
h.nnar ekki aðeins um nætur, heldur
lfka á daginn. Það hefði að vfsu verið
eitthvað óðlilegt við það, ef svo hefði
ekki verið, og G. F. hefir aldrei verið
þvfmarki brendur, að hugsa um eina