Dagur - 26.02.1925, Page 3

Dagur - 26.02.1925, Page 3
9. tbl. DAOUR 35 { dag og aðra í nótt. Síðasta Ijóðlfnan er svo ný endnrtekning á öllu þvf, sem margbúið var að segja áðnr. G. F. þykir (yrsta vísan f Dettifoss- kvæði Kristjáns mjög gölluð, meðal annars byrjunin: >Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlæja blóm « »Sú mynd áf landslagi er ekki góð, sem máiar það, sem ekki er til,« segir hann, A hann þar við »gullin blóm á grjóti gráu.« En ef svo er um landslagið, mun hin sama regla gilda um alt annað, að það sé lélegur skáldskapur, sem lýsir þvf, sem ekki er til. Flettum þvf enn upp kvseðabók Guðm. »Úr heimahögum.« Þar verður fyrir kvæðið »Beta« á bls. iii. Næst sfðasta vfsan endar svona: »Á krossgötum sólar er kerlaug þér gerð úr kvöldroðans puipuralegi.* Er h£r verið að draga upp mynd af þvf, sem til er, bókstaflega talaðf Hvar eru krossgötur sólar? Þær eru hvergi til nema f huga skáldsins. Á krossgötum f himingeimnum, sem engar eru til, er þá héldur ekki nein kerlaug, þar sem hægt sé að baða sig. Hér er því máluð mynd af þvf, sem ekki er til, Sfðasta vfsa kvæðisins er svo: »Eg lft þig f anda f ljósgrænum kjól með lýsigullskniplinga um brána hjá ungbörnum konungsins austan við sól f álfunni vestur af mána.« Skáldið sér Betu f anda f álfunni austan við sól og vestur af mána, með öðrum orðum: G, F. bregður f skáld- móði sfnum upp heilii álfu, sem ekki er til. Eg er ekki að finna að þessu. Eg sé ekkert á móti þvf að skáldin skapi sér heima, álfur og hallir, sem ekki eru til, enda væri til lftils að banna þeim það, þau gerðu það jafnt fyrir þvf. En það er G. F., sem er að fetta fingur út f þetta. En hversvegna breytir hann sjálfur f kveðskap sfnum öfugt við það, sem hann kennir? En lega álfunnar, sem skáldíð skap- aði parna, er dálftið brosleg. Vitan- lega eru engar áttir til frá sólinni út f geiminn, það er þvf ekkert annað en barnaskapur áð segja að eitthvað sé austan við sól. Látum það nú samt vera. Það er hægt að hugsa sér ein- hverja stefnu frá sólinni og kalla hana áustur. Þá er álfan f þá stefnu frá sólinni, en hinumegin við álfuna er máninn, þ. e. f austur frá sólinni. Nú ber þess að gæta að máninn er reiki- stjarna og breytir þvf stöðugt afstöðu sinni til sólar. En með þvf að ákveða legu álfunnar eins og G. F. gérir, lætur hann tunglið vera fastastjörnu, og er það óneitanlega nokkuð bfræfið skáldaleyfi, að breyta gangi himin- tungla. Þá þykir G. F. »Börnin í Hvamm- koti,« eftir Matthfas, illa valið kvæði, og finnur að upphafinu: »Dauðinn er lækur, en lffið er strá.« Lfkar honum það illa, að Matthfas lét lækinn tákna dauðann, þvf að »skáldið mikla frá Nazaret lfkti Ufinu við vatn« segir hann. Og ennfremur: »Lækur, sem er gerður af óhreinum uppsprettum, er Kaupfélaq Eyfirðinga. Sement fáum við að forfallalausu í byrjun marz- mánaðar. Peir, sem vilja tryggja sér sement af sendingu þessari, ættu að gera pantanir strax, því töluverður hluti er þegar seldur. Xaupjélag $yf. óheppiiegt tákn dauðans, þrátt fyrir það, þó að gott skáld tvfstigi á lækjar- bakkanum með snjöllum orðum.« Menn athugi það, að Matth. segir hvergi, að uppspretta lækjarins sé óhrein. Það er Bkáldskapur G. F. Ef Guðm. getur fæit rök fyrir því að »móða« dauðans sé gerð af óhrein- um uppsprettum, þá hefir hann nokkuð til sfns máls. En það held eg lé ósannað mál. Auðvitað getur hann gripið til syndafallssögunnar og haldið þvf fram, að dauðinn sé »laun syndar- innar« og syndin sé óhrein, en eg efast um, að hann treysti sér til eða vilji fara út í þá sálma. H. C. Ander- sen lætur f einu æfintýra sinna engil dauðans segja, að hann sé send boði guðs og frámkvæmi hans vilja. Sé svo, þá er uppsprettan ekki óhrein. Eg skal nú játa, að um þetta þýðir vfst lítið að deila, þvf að dauðinn er okkur flestum að minsta kosti, meiri eða minni ráðgáta. En annað er hægt að gera. Við skulum enn lfta f áður- neína kvæðabók G. F. í fallegu kvæði um skólabróður okkar Guðm. Björn Sveinbjarnarson, sem fórst með skipi milli Bretlands og íslands, segir G. F.: »Dauðinn vírð að einu auga, ógurlega grænum hyli.« Hér lætur skáldið sævarhyl tákna dauðann. Hér ber enn að sama biunni og áður. Kvæði Guðm. þola það ekki, að hans eigin mælikvarði sé lagður á þau. Þegar hann er að brégða fæti fyrir önnur skáld, þá fellur hann á eigin bragði. Ef það er leyfilegt að láta sjóinn, þcnna >hreina, tæra, salta lög« eins Og Steingrfmur læknir kemst að orði einhverstaðar, tákna dauðann eins og G. F. gerir, þá sýnist mér samltking Matthfasar eiga fullan rétt á sér. G. F. niðrar Bólu-Hjálmari fyrir áreitni, sem hafi valdið honum óvin- sælda. En þetta réttlætir engan veg- inn framkomu sveitunga Hjálmars við hann, að neita honum hálfáttræðum, hungruðum, örvasa og uppgefnum um hjálp, sú neitun var Iftilmannleg hefnd óþroakaðra manna fyrir áreitnina. Og þegar hin beizku lffskjör Hjálmars, þessa Btórbrotna andans risa, eru skoðuð niður f kjölinn, verða þau nokkur afsökun þess, að hann »ei æpti eftir nótum« öllum stundum. G. F. minnir á það, að Hjálmar hafi orkt »nfð um Sölva prest lifandi, en lofkvæði um hann látinn.« >Þar sézt bardagaaðferðin og lundarfarið,* bætir hann við. Það er nú engin ný saga, þó að menn séu lastaðir lffs en lofaðir dauðir. Það mega nærri því heita daglegir viðburðir. En að sjálf- sögðu hefir löf og last Hjálmars verið því þyngra á metunum en annara manna, sem hann var þeim fremri að andlegri atgerfi. G. F. er hræddur um að J. J. muni græða á bókum sfnum. Það er skáld- inu sár tilhugsun. Og hvað sem um »Nýju skólaljóðin« er að segja, þá er það eitt, sem gerir ritdóm G. F. með öllu ómerkan: Persónuleg óvild greinar- höfundar til J. J. kemur bersýnilega f IjÓB og sterk tilhneiging f þá átt, að mannskemma útgefánda bókarinnar. Þess vegna er ádeila G. F. nær f öllum atriðum mishepnuð og þannig vaxin, að mér finst að ekki megi láta henni ómótmælt. Þess vegna gloprast allur rökstuðninpur úr höndum honum og fer f mola. M kið af þvf, sem hann færir máli sfnu til stuðnings, er mann- last, bein og óbein brigzlyrði til út- gefanda bókarinnar eða rökvillur. Dómur, sem bygður er á megnum ó- vildarhug eða hatri, er og verður aldrei annað en sleggjudómur. Ingimar Eydal. A víðavangi. Jáfningar fslendings Fyrirskömmu játaði íslend:ngur hver tilgangurinn ætti að vera með ríkislögreglunni og ljóstraði upp því, sem ekki átti að vitnast, meðan verið væri að smeygja lögunum gegnum þingið. Nú gerist hann hreykinn yfir því, að Dagur gat þess til, að Jón Þorláksson myndi eigi vera ófús að gerast þvílíkur maður hér á landi sem Mussolini er á Ítalíu. Að hann myndi vilja svifta þing og þjóð ráðum, gerast alræðismaður og hafa her til aðstoðar, sem einvalds- herra. íslendingur segir að slík til- gáta sé hinn mesti sómi og viður- kenning fyrir J. Þ. Þar sést hvert hugur þeirra herra ste'nir. Þeir búa yfir þeirri þrá að eignast, þar sem J. Þ. er, annan Hundadagakonung og þá dreymir um örugga sæludaga bak við vopnaðar hersveitir. En raunin kynni að verða nokkuð önnur en draumarnir. Ef ný Sturlungaöld á að renna upp í landinu, er hugsanlegt að ritstjóra íslendings kynni að verða færður heim sannurinn um það, að jafnvel stuttir menn geta orðið höfðinu styttri. Lögvísi Björns Lfndals íslend- ingur símaði í Björn Líndal, til þess að minna hann á, að hann hefði ekki svarað áskorun Jónasar Jónssonar í Tímanum að færa sönnur á fleipur það, sem hann fór með hér nyrðra um J. J. og kettollsmálið. Björn Lín- dal afsakaði sig með því að orðalag þessarar áskorunar hefði ekki verið eftir sínu höfði og teldi sig ekki þurfa að sanna orð sín af þeím ástæðurrí. »Orð sín stæðu enn óhrakin®. Aður var það sumum mönnum kunnugt, að lögvísi Björns Líndals er dálítið skringi- leg. Nú kemur ný hlið á henni í Ijós þar sem hann telur að sönnunarskyldan í þessu máli hvíli á Jónasi Jónssyni. Samkvæmt því á sá, sem logið er upp á, að bera ábyrgð á lýginni. Það er búið að lýsa Björn Líndal opinberan ósannindamann í þessu máli og skal það hér endurtekið. Og það er búið að skora á hann að sanna mál sitt, en hann þegir. Betri sönnun fæst ekki fyrir sekt hans og minkun. F r é 11 i r. Jdnas Gunnlaugsson frá Þrastar- hóli er 89 ára gamall í dag. Hann er elzti maður í bænum. Jónas er ern vel, gengur teinréttur og heldur vel sjón og heyrn. Hann hefir alla sína daga verið mesti fjör- og dugnaðarmaður, viðræðugóður, minnugur og margfróð- ur. Tengdapabbi verður leikinn f kvöld og í siðasta sinni annað kvöld. Leik- urinn er mjög fjörugur frá upphafi til enda og flestar persónurnar mjög vel leiknar. Frá Alþingi. Björn Líndal berfram frv. um breytingu á bæjarstjórnarlög- um Akureyrar þess efnis, að nefndir skulu kosnar hlutfallskosningu, ef 4 bæjarfulltrúar óska þess. Er þetta kom- ið fram samkvæmt ósk bæjarstjórnar- innar. Varalögreglufrumvarpið kom til umræðu í gær. Forsætisráðherra lagði málið fyrir þingið. Á móti töluðu Tryggvi Þórhallsson og Jón Baldvins- son. Bernharð gerði fyrirspurn. Frv. kemur ekki á dagskrá fyr en á mánu- daginn kemur. í Ed. var til umræðu frumvarp frá stjórninni um að stofna dosentsembætti í íslenzku við háskól- ann handa Alex. Jóhannessyni. Jónas Jónsson talaði á móti frv.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.