Dagur


Dagur - 26.02.1925, Qupperneq 4

Dagur - 26.02.1925, Qupperneq 4
32 DAOUR 8. tbL Beizlissfengur, góðar og ódýrar, — fást hjá Sambandi ísl samvini)ufelaga. Kjöttunnur, alt til beykisiðnar, smjðrkvartél o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum i Danmörku. L. Jacobsen, Kebenbavn. Valby. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaup- manna. Símnefni: .Cooperage0, Pingmálafundur. Ár 1925 þ. 12. janúar var þing- málafundur haldinn f þinghúsi Hrafna- gilshrepps. Aiþingismaður Bernharð Stefánsson setti (undinn. Gat hann þess, að sam- þingsm. sinn Einar Árnason myndi ekki geta mætt sökum veikinda. — Til fundarstj. tilnefndi hann Davfð Jónsson á Kroppi og samþykti fund- urinn það. Stakk fundarstj. upp á skrifurum Stefáni Stefánssyni, Varðgjá og Hólmgeir Þorsteinssyni, Grund og voru þeir samþyktir. Var þá fyrir tekið: 1. Launamdl: í málinu kom fram svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á Alþingi að fresta endurskoðun launa- laganna til ársins 1927.« Við tiilöguna kom fram Bvohljóð- andi breyting: »í staðinn fyrir 1927 komi 1926 « Voru tillögurnar bornar undir atkvæði, og var breytingartillagan feld með 11:8 atkv. en aðaltiilagan sam- þykt með 13:2 atkv. 2. Búnaðarlánadelld: Svofeld tillaga kom fram: »Fundurinn áfellir lands- stjórnina harðlega fyrir að virða að vettugi skipun Alþingis um stofnun búnaðarlánadeildar við Landsbanka íslands og skorar á Alþingi að knýja málið fram.< Tillagan samþykt f einu hljóði. 3. Heilsuhœll Norðurlands : í málinu samþykti fundurinn f einu hljóði svo- felda tillögu: »Fundurinn skorar á næsta Alþingi að veitá fé til að reisa berklaveikra- hæii f Eyjafírði, er sé að m.k. 2h stofnkostnaðar og felur þingmönnum kjördæmisins að fylgja þvf fast eftir, 4. Vegamál: Svofeldar tillögur komu fram: »Fundurinn krefst þess, að rfkissjóður taki áð sér viðhald flutn- ingarbrautarinnar frá Akureyri að Sáurbæ eins og annara flutningabrauta « Samþykt f einu hljóði. Ennfremur kom fram svohljóðandi tillagá: »Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins, að koma þvf til vegar á næsta þingi, að byrjað verði á Vaðlaheiðatveginum á næsta sumri.« Tillagan samþykt. 5. Innflutnlngshöft: Fram kom þessi tillaga: >Fundurinn lýsir yfír þvf, að hann telur hið mesta óhspp að hafta- frumvarp Framsóknaiflokksins var felt á sfðasta þingi. Jafnframt átelur fund- urinn framkvæmd núverandi stjórnar á insflutningshöftunum.« Tillagan sam- þykt með 25:5 atkv. 6. Jarðrœktarlögln: Lögð var fyrir fundinn svofeld tillaga: »Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir þvf, áð jarðræktarlög- unum verði breytt þannig, að f staðinn fyrir helmild komi skylda til að styrkja búnaðarframkvæmdir.« TiIIagan sam- þykt f einu hljóði. 7. Krossanesmálið: Þar kom fram Bvofeld tillaga: »Fundurinn Bkorar á Alþingi að taka Krossanesmðlið til ftarlegrar rannsóknar, og komi það f Ijós, að þar sé um lagabrot eða fjár- drátt að ræða þá séu aðilar saka látnir sæta fullri ábyrgð.« Samþykt með 22 : 2 atkv. 8. Bannmálið: Fram komu þessar tillögur: >Fundurinn skorar á Alþingi 1925: / að fella úr núgildandi lögum heim- ild lyfsala og lækna, að selja mönnum áfengisdrykki eftir lyfseðlum samkv: tillögu læknafundarins á Akureyri f sumar. 2 að gera alvarlegar og ftarlegar tilraunir til að losa landið undan áhrifum Spánverja á áfengislöggjöf vora, sem allra fyrst, og fela þeim mönnum einum trúnaðarstörf f þvf efni, sem eru bann- Btefnunni fylgjandi.« Samþykt með 25 samhljóða atkv. 9. Bankavextlr: Svofeld tillaga kom fram f málinu: »Þar sem vel hefír látið f ári undanfarið og hagur bank- anna hlýtur að hafa batnað stórlega skorar fundurinn á Alþingi, að gera þær ráðstafanir, sem hægt er, til þess að forvextir bankanna lækkt.« Samþykt f einu hljóðl. — Fleíra ekki fyrir tekið. Fundargerðin upplesin og samþykt. Fundi slitið. Davíð Jónsson. Stefán Stefánsson Hólmgelt Þorstelnsson. íbúðarhús I innbænum, hæfilegt til íbúðar iyrir 1-2 fjölskyldur, er til sölu. Húsinu fylgir gripahús og stór eignarlóö meö kartöflugarði. Undirritaöur gefur upplýsingar. Vilhjálmur Pór. Landbúnaðarverkfœrii) ódýrustu og beztu eru: Milwaukee rakstrarvélar, — snúningsvélar. Brýnsluvélar, Garðplógar og Forardælur. Fyrirliggjandi hjá Samb. isí samv.fél. Staða laus. Bókavarðarstaðan við Amtsbókasafnið á Akureyri veiður Iaus og veitist frá 1. júní p. á. Umsóknarfrestur til 30. apríl. Umsóknir um stöðu pessa sendist bæjarfógetanum, og fást par upplýsingar allar um starfið og launakjör bókavarðar. Akureyri 26. febrúar 1025. Bæjarfógetinn. Alfa-Laval skilvindur reynasí bezt. Pantanir annast kaupfélög út um land, og Samband íslenzkra samvinnufélaga. Bezt að auglýsa íDegi. Ritstjóri Jónas Þorbergsson. Prentsmiöja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.