Dagur - 02.04.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1925, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur úf á bverjum ffmtudegf. Kostar kr, 6,00 árg. Ojalddagl fyrfr 1. júlí. Innhelmtuna annast, Arnl Jóhannsson i Kaupfél. Eyf. VIII. ír. Akureyrl, 2. april 1025. aforeiðslan er hjá Jónl !>. Þór. Norðcrgðtu 3. Talsiml 112 Uppsögn, bundin vlð áramót *é komln til afgrelðilumanns lyrlr 1. des. 14 blaöi Kaupfélag Þingeyinga Og Sigurjön Friðjónsson. I. Kaupfélag Þingeylnga er efzta samvinnufélag landsins. Skipulag þess og staifsemi fram á þennan dag er ávðxtur og beint áframhald af hugsjónastarfi beztu manna héraðs- ins, sem fyrir meir en 4 árstugum sfðan reistu við hag almennings i héraðinu. Með frjórri og framsýnni hugsun og með ósérplægnu starfi bygðu þeir upp félagsmilaskipulag, reist á iandsháttum og ástæðum innan héraðs. Var sjálfsbjargarvið- leitninni með þvi fengið ákveðið form, sem þegar reyndist sterkt og áhrifamikið. Pað var ekki nema að nokkru leyti mótað af erlend- um fyrirmyndum. Það var i flest- um efnum frumsmið. Þrátt fyrir nokkra afturkippi hélt hagur héraðsbúa áfram að bfómgast ait fram yfir styrjaldarárin. Félagið var eitt af veigamestu samvinnufé- iögum iandsins. Innieignir manna voru miklar en skuidir litlar. En árin 1920 og 1921 urðu Þingeyinear, eins og aðrir bændur landsins, fyrir mjög stórkostlegu efnahagsáfalli af vöidum verðfallsins. Viðskiftahagur manna f tveimur af stærstu og e'ztu kaupfélögum landsins versnaði þá á tveimur til þremur árum, sem hér segir: í Kaupfélagi Eyfirðinga um 872 þús. kr., en í Kaupfélagi Þing eyinga um 920 þús. kr. Eins og iesendum Dags er kunn- ugt, fcefir Kaupfélag Eyfirðinga rétt efnahag sinn stórkostlega við á sfðustu þrem árum. í Kaupfélagi Þingeyinga hefir viðreisnin gengið hægar. Sfðastliðið ár mun vera fyrsta verulega viðréttingarárið. Margir hafa viijað Iita svo á, að baráttan við skulditnar hafi orðið Þingeying- um ötðugri og seinunnari vegna fastheldni þeirra við sum gömul skipuiagsatriði, sem séu ekki lengur i samræmi við breyttar ástæður. Hér verður ekki reynt um það að dæma. Ritstjóri Dags hefir áður gert grein fyrir þeirri skoðun sinni, að sam- vinnufélögin þurfi að vera tilfærileg á grunninum, að þau þurfi að eiga fsér frjóan lífsmátt, svoað þau geti samþýðst nýmyndunum og breyltu viðhotfi á hverjum tima. Rígbundin fastheldni í þeim efnum getur borið vott um hnignun í félagslifinu. Og ef að starfshættir þeirra hreyfinga, sem grípa inn i lif manna hverja líðandi stund, skorðast i stirðnuðu formi, svo að feyskjur verða þar, sem þörf er nýrra lífsmyndana, getur verið mikil hætta á ferðum. Önnur ástæða til seinlátrar við- reisnar félagsins liggur fremur i augum uppi. Héraðið er harðbýlt og ekki uppgripahéraö. Er þvi ekki ástæða til að vænta skjótrar viðrétt- ingar úr þeim efnahagsófarnaöi, sem fjárhagshrunið skapaði. Síðastliðið ár hefir fyrst verulega unnist á. Fél- agið mun hafa minkað skuldir sinar út á við um 340 þús. kr. Skuldir út á við munu nú ekki vera nema um 100 þús. kr. Ennfremur hafa allar deildir félagsins minkað skuldir sinar við félagið sjálft. Bendir það á fjírhagsviðreisn héraðsbúa. Enda þótt skuldabyrðarnar munu enn vera ærið þungar, getur varla hugsast óviturlegra ráð, en að æðrast og renna af hólmi f félagsbaráttunni. Lífrænt samstarf og hóflátur fram- sóknarhugur mun smámsaman vinna bug á örðugleikunum. II. Fyrir nokkru siðan hljóþ á snærið fyrir Morgunblaðinu. Eins og allir landsmenn vita hefir það blað, og fleiri af líku tæi árum saman, selið um hvert tækifæri, til þess að geta gert samvinnufélögin i landinu tor- tryggileg, aukið mönnum beig við samábyrgðina, gert sem minst úr ávinningnum af starfssemi félaganna, en sem mest úr örðugleikum þeirra og skuldaáfölium. Morgunblaðinu og öðrum and- stæðingablöðum hefir nú komið úr óvæntri átt hjálp til skemdarverkanna. Einn af sijórnarnefndarmönnum Kaupíélags Þingeyinga, Sigurjón Friðjónsson, hefír lagt félagið milli tanna blaðanna á þann hátt, sem þeim hlaut að veröa helzt aö skapi. I fréttabréfi úr Þingeyjarsýslu, birtu f Lögréttu, hefir Sigurjón sagt frá örðugleikum og ástandi kaupfélags- ins. Sú frásögn ber það ekki með sér, að reyndur, víösýnn og gætinn samvinnumaður segi frá. Miklu er líkara, að frásögnin komifrá du'bún- um andstæðingi. Vopnin eru lögð f hendurnar á andstæðingunum. Þingeyingum verður hægra um vik að átta sig á sárafarinu, þegar vegið veróur að ástfóstri þeirra og bjarg- vætt með heimatilbúnum vopnum. Morgunbl. hefir birt þann kafla úr fréttabréfi Sigurjóns, sem fjaliar um kaupfélagið. Til glöggvunar á meginatriðunum hefir það skeytt viöeigandi fyrirsögnum inn f frásögu höfundarins óbreytta. Fyrirsagnirnar eru þessar: ; „Þar er hver eyrir uppét- inn. “ , „Efnahagurinn ójafnast.Jafn- ' aðarmenskuhugmyndin fer út um þúfur.“ „ Sparseminauðsynleg. Kaup- félagsverzlun örfar til eyðslu.“ „ Ókostir samábyrgðarinnar. Hætt við, að sjálfsábyrgðar- tilfinningin visni í faðmlögum samábyrgðarinnar. “ * Fyrirsagnir þessar eru alveg réttar og gefa, það sem þær ná, óbrjálaða hugmynd um innihald greinarinnar. í frásögninni er Ijóslega bent á ófarnað félagsins, án þess að bent sé á orsakir hans: verðhruniö mikla. Á hann er einungis bent til að sýna „hversu heildarhagur K. Þ. hefir versnað i seinni tlð". Um viðreisn félagsins siðastliðið ár er þagað. Aðeins lætur hann þessagetið: „En siðastliðið ár ætla eg að skuldir hafi minkað töluvert, en búin gengið saman, og er vanséð, hvort til bóta er.a Úr skuldavoðunum er gert svo mikið, sem verða má; talað um að þær hangi „nú eins og þrumuský, bæði yfir höfðum þeirra, sem i skuldunum eru, og þeirra samá- byrgðarmanna". Þar er talað um að efnahagurinn hafi „ójafnast stór- kostlega" og kaupfélaginu óbeinlfnis um það kent, enda bent á, að þetta sé „gagnstætt hugsjón kaupfélags- skaparins og fyrirætlun". Þá eru loðin ummæli um, að kaupfélagið starfi i „mótsetningu við aðgæztu- nauðsyn einstaklingsins" og örfi eyðsluna í samkepni sinni við kaup- menn. Þetta meðal annars stefni að því að breikka bilið milli skulda- þrjótanna og hinna betur megandi og aö sffelt v8xi hættan á því, „að skuldamennirnir gefist upp og lendi á hinum". — Eru þá fengnar all- sterkar forsendur fyrir umsögn bréfs- höfundar um hættu þá, er stafi af samábyrgðinni. En þar er i stuttu máli bent á alt, sem andstæðingarn- ir hafa mest á lofti haldið henni til ámælis, en hvergi bent á yfirburði hennar eða þá staðreynd að bún hefir leyst fslenzka bændur úr verzl- unaránauð. Það er bent á, að hún bindi fé fyrir þeim, er betur mega, en sambjálparhugsjóninni afneitað um leið. Það er bent á, að hún veki ótta við tap, sem dragi úr safn- hvötinni. Er síngirninni og undan- bragðahugsun manna þar með gefið undir fótinn (sbr.: „Á eg að gæta bróður mins?"). Enn er bent á, að sjálfsábyrgöartilfinningin sljóvgist, „þar sem annarsvegar er þung skuldabyrði, en hinsvegar auðveldur vegur til að velta henni á aðra. Að það geti orðið til falts, dylja flestír fyrir sér i lengstu lög eða gera sér vonir um að ekki verði". Undir greinarlokin telur hann að á þvi muni geta verið hætta, að „sjálfsá- byrgðarhvötin visni í faðmlögum samábyrgðarinaar", „að þeim mönn- um fari fækkandi, sem hún nær þroska hjá, en hinum fjölgi, sem áhyggjunum kasti á samábyrgðina, þ. e. heildina. Þvf ef svo fer, er kaupfélagsskapurinn kominn á þann veg, sem liggur til grafar og á að sjá eins og smáalda, er ris á yfir- borði tilveruhafsins, og hjaðnar svo aftur að stundarkorni liðnu". Sigurjón Friðjónsson byrjar þessar hugleiðingar sfnar á þvi héraðs- gorti, að fiestallar hugsanir, sem komið hafi fram um kaupfélagsmál, séu gamlir kunningjar úr Þingeyjar- sýslu, sem séu „búnir að sýna rétt- hverfu sfna og ranghverfu meira, eða að minsta kosti lengur" þar, en annarsstaðar á landinu. Þetta er vit- anlega vanhugsað gort. En Sigur- jón ályktar nú samt á þá leið, að kaupfélagsskapurinn sé fullreyndur i Þingeyjarsýslu, eftir því sem hann hefir getaö orðið reyndur hér á landi. Og siðan spyr hann: „Hver er svo árangurinn af þessu 40 ára starfi?" Mbl. hefir svo út úr grein S. F. dregiö svarið saman og er það á þessa leið: „Nýlega hefir Jyrv. alþm. Sigurjón Friðjónsson sagt frá þeim lærdómi, sem þeir Þing- eyingar hafa fengið eftir 40 ára reynslu. Hann hefir sagt dapurlega sögu um vænlega byrjun er breyttist i tyllivonir og tál. Þegar svo er þar, — hvers er þá að vænta annars- staðar?“* Samvinnuhreyfingunni { landinu stafar langmest hætta af skilnings- leysi manna á gildi hugsjónarinnar og skorti á fórnfýsi manna og djörf- • Mbl. 17. marz 1925. • Mbl. 20. maiz 1925.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.