Dagur - 02.04.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1925, Blaðsíða 2
54 DAQUR 14. tbl. Kaupfélag Eyfirðinga. Verkamannaskór aíar sterkir. Gúmmisíígvélin brúnu, margeftirspurðu, handa kvenfólki, karlmönnum og börnum, nýkomið í Xaupfélag £yf ÞaO tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að jarðarför elsk- aðra eiginmanna okkar, Jóhann- esar Jósefssonar og Jakobs Jóhannessonar fer fram mið- vikudaginn 8. apríl og hefst með húskveðju á heimili okkar kl. 12 á h. _ 'Gilsbakka, 31. marz 1925. Lilja Olgfeirsdóttir. Sigfrún Ólafsdóttir. ung að standa saman, þegar á bjátar. Þessar veiku hliðar hafa legið fyrir sífeldum árásum andstæðinganna, sem hafa alið á eigingirni manna, tortrygni og sundrungu. Samvinnu menn hafa að þessu staðist árásirnar furðanlega vel. Þeir hafa ekki trúað nema að litlu leyti þeim mönnum, er hafa staðið fyrir árásum. Samt er samvinnuhreyfingin eins og umsetið vígi. Altaf er nokkur hætta á þvf, að andstæðingunum takist að vinna henni geig. Og sú hætta vex til muna, þegar svonefndir foringjar svikjast til þess á næturþeli, að opna hliðin, áður en umsátursherinn gefist upp! Opið bréf til Bergsfeins bónda Kolbeinssonar. Vegna meiðandi ummælaummig í greininni oKvittun" i 14. tb'. fsl. þ. á., hefi eg krafist þess, að ritstjóri blaðsins skýrði mér frá, hver væri höfundur greinarinnar. Hefir hann orðið við þeirri kröfu. Hefi eg þá fengið staðfestingu á þvi, sem eg áður vissi og margir fleiri, að það ert þú, sem nartar f mig í nafnlausum greinum út af heilsuhælismálinu. Þú telur að tilefni greinar þinnar i Verkamanninum og þó einnig þessarar greinar hafi verið 'það, að eg á stofnfundi Heilsuhælisfélags Norðurlands gat þess sem mlnnat persónulegu skoðunar, að Knstnesalda væri álitlegasti staðurinn af þeim, er til greina hefðu komið. Þetta þykir þér að hafi verið >i meira Iagi fljótfærnislega af stað farið,** að það sýni „hversu feikilega óhygginn og ógætinn" eg hafi verið „að gera leik, til að stofna til sundrungar i jafn viðkvæmu mál>,° að þetta hafi verið nirekja og bægslagangur," að eg hafl spllí fyrlr heilsuhœllsmállnu og Ioks Ifkir þú mér við þá menn, sem megi teljast „fljótfærir og ó gætnir ofstopamenn." Eg skal taka það strax fram, að þessi staðartilnefning mfn var gerð i fullu grandleysi. Eg lét mér ekki hugkvæmast, að sú hlið málsins væri neinum manni svo viðkvæm, sem nú hefir komið i Ijós, að hún er þér. Eg áieit, að ekki þyrfti að hnitmiða orð við hæfi þeirra manna, sem vœrl það aðaláhyggjuefnið l þessu má/i, hvar hœlið yrðl reist. Eg taldi sjálfsagt, að allir yrðu mér sammála, er eg tók það fram þegar á eftir, að endanleg niðurstaða um val staðarins fengist ekki á annan hátf, «en að verkfróður maður i samráði við lækna velji þann stað, er álit- legastur reynist, þegat alt er skoðað." Þú veizt, að i þessari grein þinni hefir þú tekið á þig falska grimu umhyggjuseminnar fyrir þessu máli. Þú ve'z', að enginn maður, sem til þekkir, verður fáanlegur til að trúa því, að þér gangi góðar hvatir til þessarar árásar á mig. Allir vita að ástæðan til þessa uppþots er engin önnur en sú, að þú álítur að eg muni öðrum fremur hamla þvi að hælið verði reist i Brúnhúsamýrinnh Þeim manni, sem þarf að skríða með skoðanir sínar i þessu máli bak við dulnefni, mun vera betur lagið að Ieggja annað en heilindi til málsins Þér mun þykja kyniega við bregöa, aðenginn af samnefnd- armönnum mfnum mun vilja taka undir með þér f ádeilu þinni. Þótt nefndin væri skipuð sundurleit- um kröftum, hefir hún borið gæfu til hinnar beztu samvinnu, af því hún hefir jafnan haft aðalatriði máls- ins fyrir augum, og einlægan vilja á, að ráða því til iykta á bezta hátt. Enginn maður mun vilja taka undir með þér i þeirri lítt skoðuðu, ómaklegu og meiðandi aðdróttun, að eg hafi með léttúð spilt fyrir þvf máli, sem hefir verið áhuga- og áhyggjutfni mitt árum saman. Það verður ekki kallað þvf nafni, þó eg hafi á óbeinan hitt orsakað það, að innrœti þltt í málinu hefir komið í ijðs, þó þér þyki minkun við að gangast. Þó þessháttar hugs- unarháttur, sem hefir leitt þig f þessar gönur, sé til þess fallinn að spilla fyrir stóium framtfðarmálum, mun ekki svo reynast að þessu sinni. Þeir, sem máiið hafa með höndum, munu kunna að meta inn- rætið eftir þess verðleikum og ekki virða það viölits. Mér einum er þörf á að verja hendur mfnar, af þvi að á mig einan er ráðist. Eg ætla ekki að ræða við þig málið sjálft Eg tel mér ekki skylt að gera þér neina grein fyrir störf- um minum i tnálinu. Siika grein geri eg meðnefndarmönnum mfnum og þeim sem yfir mig eru settir og fela mér störf i þágu málsins Og eg er þess albúinn að verja gerðir minar á opinberum, lögmætum fé- Iagsfundi, ef þú þættist vera fær um að koma þar fram með aðfinslur þfnar og ádeilur. Þú ert búinn að sýna, að i þessu máli hefir þú ekki þann þroska, þær hvatir eða þá djörfung, aö málið sé við þig ræð- andi. Þú einn hefir komið þannig fram f málinu, að vansæmd er að, enda blygöast þú þfn vegna geröa þinna. Og hvorugur ritstjóranna, sem urðu við þrábeiöni þinni um, að birta áöurnefndar greinar, treystu sér til aö gera þaö umyrðalaust. Þess vegna mun þér, eins og fleir- um, þykja vansæmd þfn að meiri. Heilsuhælismálinu er þannig hátt- að, að f því geta óvenjulegir hlutir kornið fyrir. Það má teljast með beztu fyrirburðum f þvi rnáli, að þeir menn, er talist hafa fullir and- stæðingar i opinberum málum, geta með Ijúfu geði starfað bróðurlega saman að framgangi þess. Hitt má teljast með illum fyrirburðum máls ins, er þú hefir, út af atriðum þess, ráðist á einn af nánustu samverka- mönnum þínum. Slfkt gæti auðveld- lega valdið viðtækari afleiðingum ef jafnhvatvislega yrði á haldiö eins og til er stofnað. En meðan þess er gætt að halda ágreiningnum inn- an vébanda málsins og nokkur við- leitni höfð að brjóta hann til kjarn- ans, mun verða bjá skerjum stýrt, þó úfar rísi um stund. Og þar sem þú hefir hafið þessi viðskifti, tel eg að ábyrgöin á afleiðingunum hvfli eigi síður á þér. Vinsamlegast. Jónas Þorbergsson. F r é 11 i r. Frá /Uþingi- Meðal þeirra fjárveit- inga, er fjárveitinganefndin hefir mælt með, eru 75 þús. kr. til stofnunar heilsuhœli á Norðurlandi og 150 þús. kr. til Landspitalabyggingar. íbalds- Btjórnin lagði kapp á að drepa heilsu- hælismál Norðurlands og fiokkur henn- ar allur nema 4 þm. fylgdu henni. Þingmanni Akureyrar tókst að fá 3 íhaldsmenn til fylgis við málið. Voru það Árni frá Mila, Hákon og Fiygen- ring. Allir Framsóknarflokksmennirnir { Nd voru með fjirveitingunni og 3 sjilfstæðismenn, Bjarni, Bened kt og Möller. Milinu er talið borgið í þing- inu og fylgir loforð um samskonar fjirveitingu á næstu fjárlögum. — Nú er talinn vafi a að fjárveitingin til Váðlaheiðarvegar fáist. Biist er við að [Nd. afgr. fjárlögin til Ed. fyrir páska. — í þinginu hafa verið sam- þykt þessi lög: Fjáraukalög fyrir árið 1924, Breyting á lögum um flski- veiðasamþyhtir og lendingarsjóðl. Frv. stjórnarinnar um skipun barnakennara og laun þeirra var felt í Nd. Þing- mannafrv. um breytingu á lögum um bann gegn botnvðrpuveiðum var og jelt I Nd. SömuleiðÍB feldar þingsályktunar- till. og dagskrár tillaga um rannsókn f Krossanesmálinu eftir harðar um- F r í m e r k i. Öll notuð, fslenzk frfmerki og þjón- ustufrfmerki kaupir undirritaður hæsta verði! — Gerið tilraun og þér mun- uð verða ánægð með verðið! — Biðjið um minn nýja verðiista, sem verður sendur yður kostnaðarlaust I Greiðslur verða sendar jafnhraðan og frfmerkin berast mér f hendur. S. Erstad. Sydnesgt. 25. Bergen, Norge. ræður. Feld hefir verið 45 þús. kr. fjirveiting til sendiherra f Khöfn. Tals- verðar umræður hafa orðið um að gera Kvennaskðla Rvlkur að rfkisskóla, Guðm. Ólafsson leggur til að Blöndu- ósskólinn fylgist þá með. Harðar skær- ur hafa orðið f Ed. út af tillögunni um að stofna embætti handa Alex- ander Jóhannessyni. Jónas Jónasson hefir lagst þar fastast á móti. Hefir hann bygt á afstöðu J. Þ. og fiokks hans á sfðasta þingi og á rökum þeim er niðurfelling embættisins var þá bygð á. Skemti hann þingheimi og fræddi með þvf að lesa upp vfsinda- ritgerð eftir Alexander. Sú ritgerð er í Skfrni 1916 og fjallar um nýjar uppgöivanir um mannsröddina. íhalds- liðinu þótti sú vfsindamenska svo góð, að rétt væri að setja höfundinn f mjúkt sæti f Háskólanum. Málið komst til 3. umr. með .8 atkv. gégn 6. Egg- ert Pálsson var með Framsókn. Gert er ráð fyrir að Landsbankamállnu verði vfsað aftur til stjórnarinnar. Af- greidd hafa verið Iög um hækkun sekta fylir ólöglegt seladráp og lög um aflaskýrslu. Annari umræðu um seinni hluta fjárlaganna lýkur senni- lega f dag. Búist er við að þingið standi til 14. maf. Þó eru dálitlar vonir um að þvf verði lokið 5. maf. Fjalla-Eyvindur verður sýndur f Bfó á föstudags- og laugardagskvöldið kemur og á annan f páskum. Myndin er leikin af nokkrum kunnum leikend- um Svfa og þar á meðal einum fræg- asta leikara heimsins, Victor Sjöström. Hún er ákaflega stórfengleg, sem vænta má. Afburða góðar sýningar á atburðum og stórfögru landslagi. Hún er vegna efnisrfkis, skáldskapar og Mörg átök smá verða eitt stórt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.