Dagur - 08.04.1925, Qupperneq 3
15. tbi.
DAÖUR
59
En sýna má skólanum ræktarsemi á
fleiri vegu en með gjöfum f Nemenda-
sjóð. Hyggið að þvf, þér vinir hans
og velunnendur. Seint væri að telja
alt það, er hann vanhagar um og
horfa myndi nemöndum til menningar
og mentaauka, ef hann ætti. Fyrir for-
stöðumönnum skólans liggur endalaust
umbótastarf. Slfk barátta fylgir raunar
allri forstöðu, ef þeir, sem slfka sýslu
hafa, fínna til ábyrgðar á vexti og
viðgangi þeirrar stofnunar, er þeim er
til forcjár og forráða falin. En hér f
afskektu norðrinu er skóla þeim mun
meiri þörf á góðum búnaði að áhöld-
um og tækjum en annarsstaðar, að
hér er i þvf efni engrar bjálpar að
vænta fyrir utan hann. Hér verður
skólinn sjálfur að leggja sér til ait.
Og hér verður slfk barátta erfíðari en
annarsstaðar cökum fjárkreppu fá-
mennrar þjóðar. En »margar hendur
viana Iétt verk«. Norðlendingum er
sjálfum f lófa lagið að hefja skólann
á æðri palla. Þeir geta á fjölmarga
lund bætt úr þörfum hans og ytri
brestum. Þeir geta stutt hann þar, er
honum kemur bagalegast að vera fé
veitt af skornum skamti. Það skal nú
lftillega drepið á.
Til áhalda og bókakaupa eru skól-
anum f fjárlögum ekki veittar nema
kr. iooo oo — eitt þúsund krðna.
Eigi eru horfur á, að þessu verði um
þokað f bráð. Fyrir þetta fé á að
kaupa bækur til bókasafns skólans,
svo sem nauðsynlegar handbækur,
kennurum og nemöndum til afnota,
greiða bókbandskostnað, halda við
eðlisfræðisafni og kaupa áhöld til þess,
bæði bœta við nýjum og nauðsynleg-
nm óg fá önnur f stað þeirra, er úr
sér ganga, kaupa muni handa náttúru-
gripasafni og varðveita þá, sem fyrir
eru, annast viðgerð smtðatóla og kaup
á nýjum, gera við leikfímigögn, sjá
skólanum fyrir krft o. s. frv. Hljóta
allir, er skyn bera á skólaþarfir og
skólastörf, að fara nærri um, hversu
skólanum er ónóglega fé ætlað til svo
margvfslegra starfa.
Mentamenn skilja, hversu skólanum
rfður á góðum bóka afla Ómetantegt
gagn hafa nemendur af auðugu bóka-
safni. Þar cjá þeir fjölda bókatitla,
og geta flett allskonar ritum og bækl-
ingum. Fyrir bragðið vita þeir nokk-
ur deili á, hvar leita er fróðleiks um
hitt eða þetta, sem þeim leikur for-
vitni á að kynnast og kanná. Utan-
lands vex æ meiri skilningur á nauð-
syn og dýrmæti góðra bókasafna f
skólum. í dönskum gagnfræða- og
mentaskóla, er eg hefi séð skýrslu frá
um árið 1924 — '25, er nemöndum
leiðbeint um notkun bókasafna. í vétur
hefir gerð verið tilraun til að koma
upp lestrarstofu f skólanum. Milli kl.
8 —10 á kveldin hefir op'n verið ein
kenslustofa. Þangað hafa verið fluttar
úr safni skólans ýmsar bækur, er l(k-
legast þótti, að lesnar yrði. íslerzk
b!öð eru þar flest, mörg fslerzk tfma-
rit, gömul og ný, sömuleiðis. Hefir
lestrarstofan oftast verið skemtilega
fjölsótt. Ýmsir bæjarnemar hafa hennar
vitjað. En mjög bagar bókaskortur.
Skólinn hefir ekki svo mikið sem efni
á að kaupa ýmsar bækur fslenzkar, er
út koma, hvað þá heldur útlendar.
Og handbókasafn kennara er ónotalega
fáskrúðugt og ófullkomið Hér má og
bæta þvf við, að skólann skortir fleiii
hluti góða en þarfar bækur og ýmisiég
kensluáhöld. Hann brestur húsbúnað
og húsgögn, er eigi verður bjá kom'zt
né án má vera. Ella kemur heimavist
eigi fyllilega að þeim uppeldis notum,
er hún koma þatf að. Nauðsyn er t.
d. á áð gera borðstofu skólans betur
úr garði, þótt hún batnaði stórum f
viðgerðinni miklu á skólahúsinu 1922.
Skaðsamlegt er það á margan hátt,
að sæti éru þar bæði óviðfeldin sýn-
um og óþægileg um of. Væri að þvf
á marga lund ávinningur, ef útvega
tækist f stofuna snotra stóla. Skólinn
þárfnast vffboðs og hljóðgeymie. Slfk
þing veittu aðstoð við nám erlendra
tungna. Skólann skortir listasafn, góð-
ar myndir af frægum máiverkum og
höggmyndum. Er ótækt, að á þvf er
enginn kostur f skólunum að vekja
ást og vit vel gefinna unglinga á
fögrum listum. Skólinn þaif áð eignast
safn listmynda, þar sem kynnast má
sögu listanna frá byrjun og fram á
þenna dag. Tæki til kvikmynda- sýninga
eru ómetandi dýrgripir við alla fræðsiu,
þar sem slfku verður við komið. Á
næstu árum verður að leita ráða til
þesB, að unt vérði að nota kvikmynd-
ir til fræðslu jafnmikið og gert er f
góðum skólum utanlands.
Margur er gripurinn, mörg er smfð-
in, sem skólanum hér væri fengur f.
Kappróðrar tfðkast f enskum skólum
og þybja vel gefast. En raunalegt er,
að skólinn á enga kænuns, svo að
nemendur geti þreytt róðra hér á
Pollinum.
Þyl eg nú eigi lengur þessa lögu,
enda ætti þessi greina-gerð að sýna,
að mörg er hér smugan, er troða
þarf f.
Fornir lærisveinar skólans, sem að
einhverju þakka skólanum gengi sitt
og gæfu, hafa þvf æiið færi á að birta
honum þakklæti sitt f launum og vetki.
Þess er skylt að minnast með þökk-
um, að nemendur skólans hafa einatt
gefíð náttúrugripasafni hans gjafír góð-
ár og safnað handa þvf jurtum. En
hefir engum hugkvæmst að senda
honum bækut ? Þú heldur, ef til vil),
að skólinn eigi bókina, sem þér dettur
f hug að gefa. Hirtu eigi um slíkt I
Oít kemur skólanum vel að eiga fleirá
en eitt eintak sömu bókar. Aldrei
hefír nægilega verið lögð stund á að
safna handa honum gömlum fsleczkum
ritum og bókum, enda hefir altaf brost-
ið fé til sifks. Fengur væri skólanum f,
ef honum væri að nokkru miðlað af
sjóðum þeim Er slfkri stofnun ómiss-
andi að eignást auðugt safn fslenzkra
bóka. Þér finst til um einhverja bób,
þykir kenning hennar heilsusamleg, eða
þú dáist að fegurð hennár og ritlist.
Viltu ekki stuðla að þvf, að ungir ís-
lendingar, sem erfa eiga eftir þig
landið og fegurð þess, málið og bók-
mentirnar, njóti hennar og teygi úr
andlegum lindum hennar þrótt og
heilbrigði ? Þú ert listavlnur eða lista-
maður. Þakksamlega myndu þegnar
ollár listgjafir, hvort sem það væri
málverk eður aðeins myndir af þeim.
Skemtilegt væri, ef gagnfræðingar, er
listamenn verða, gæfu skólanum eitt-
Alþyðuskóli Þingeyinga
á Laugum starfar n. k. vetur frá veturnóttum til sumarmála í
tveimur deildum. Skólinn veröur settur meö hátíöahaldi 24. okt.
Skilyröi fyrlr skólavist eru:
1 Læknisvottorð um að umsækjandt sé ekkihaldinn næmum sjúkdómí.
2. 17 ára aidur við lok skólaársins (22. april).
3. Ábyrgð fjárhaldsmanns, er skólinn tekur gildan, fyrir skilvisi á
greiðslu til skólans,
og fyrir eldri deild sérstaklega:
4 18 ára aldur við byrjun skólans.
5 Eins vetrar (5-6 mánaða) nám, i alþýðuskóia og vitnisburður
kennarans um góðan árangur námsins, eða að öðrum kosti próf, er
sýni nægilegan þroska.
Kenslugjald nemenda verður 60 kr. yfir veturinn og greiðist helmingur
þess fyrirfram, en helmingur fyrir 15. jan. Auk þéss áskilur skólinn sér
rétt til að leggja á nemendur lágt húsaleigugjald i stað þess að hann
veitir þeim ókeypis hita, Sængurfatnað verða nemendur að leggja sér til.
Nemendur h*fa sameiginlegt mötuneyti og skal hver piltur leggja ti! þess
við byrjun skólaársins 300 kr. en hver stúlka 250 kr., sem verður endur-
greitt að nokkru, ef fæðiskostnaður verður minni. Kendar verða í yngri
deiid sömu námsgreinar og tiðkast við alþýðuskóla, en f eldri deild
veröur kent i fyrirlestrum og nemendum þar kend tök á sjálfnámi með
bókasafnsstarfsemi. Par verður og nemendum heimiit að velja sér sérnám
i samráði við kennarana.
Umsóknir þurfa að vera komnar til undirritaðs fyrir 1 ágúst n. k.
Arnór Sigurjónsson,
Laugum, um Einarssfaði.
hvert verk sitt, eða ef þeir, sem rit-
höfundar verða, sendu honum eintak
af bókum sfnum með áletran. Þú ert
smiður. Margur góður smfðisgrfpur
gæti orðið skólanum til þarfa eða til
vegs og piýði. Og skemtilegt væri, ef
skólinn ætti fjölbreytt safn vingjafa,
þótt eigi yrði þær notaðar við fræðslu
né gætu & nokkurn hátt kallast lista-
verk.
Annars ber þess að geta með þökk-
um, að bsejarbúar hafa brugðist drengi-
lega við, er á þá hefir verið heitið
skólanum til styrktar. Sfðasta haust
safnaðist f hlutaveltu svo mikið fé,
að keypt varð fyrir borð, rúm og dýn-
ur f nærri þvf fjögur tveggja manna her-
bergi, tvö stór borð á náttúrugripasafn
auk fleiri gagna, er skólinn þai fnaðist. Án
sifkrar bjálpar hefði ókleyft orðið að
veita þeim, er framhaidsnám stunda,
jafefullkomna heimavist og gagnfræða-
nemum.
— — Að hausti verður skólinn
hálffimtugur L'ður þvf óðum að háifr-
ar aldar afmæli hans. Er f ráði að
minnast þessara tfmamótá < sögu hans
á sem vegsamiegasta vfsu. Verður þá
enn heitið á hurðir Flosa, þér kvaddir
bjálpár og aðstoðar til, að þetta af-
mæli verði sém minnilegast og skói
anum til sem mestrar sæmdar. Ráð-
gért hefír verið að gefa þá út minn-
ingarrit. Þar yrði sögð saga skólans,
taldir þeir, er þaðan hafa lokið fuiin-
aðarprófi, og greint nákvæmlega frá,
hvað úr þeim hefir orðið. í slfku riti
yrði af veikum mætti freistað að gera
grein fyrir verki þvf, er skóiinn hefir
unnið f þarfir þjóðar vorrar, hversu
hann hefir gagnað menning hennar
og orðið henni að liði. Hróður væri
það nemöndum hans og Norðlending-
um, ef f riti þessu ýrði sagt frá rausn-
arlegum gjöfum þeirra, drengiiegum
stuðningi og ýmislegri ræktarsemi við
hann. f útlendum skólaskýrsium má
lesa langar skrár um gjafir til skól-
anna. Það væri f senn skemtilegt og
þarflegt, að sifkar skrár yrðu fram-
vegis sem lengstar f skýrslum Gagn-
fræðaskólans á Akureyri.
Gagnfræðingum og Norðlendingum
hefir nú veitt verið f þvf lftilsháttar
le ðaögn, á hversu marga vegu þéir
fái goidið skólanum gamalt liðsinni.
Vona eg, að slfk vfsbending reynist
eigi til ónýtÍB ger.
Siguröur GuÐmundsson.
»Sparnaður íhaldsins.* íslending-
ur segir að Framsóknarflokksþing-
mennirnir hafi eýtt »8 dögum f i.um-
ræðu um 2 mál, — tóbakseinkasöiuna
og varalögregluna — af eintómri þrá-
kelkni og yfirdrepsskap«. Til fróðieiks
og samanburðar við þessi ummæli ís-
lendings skai birtur hér listi yfir nöfn
þeirra manna, sém töluðu f varalög-
réglumálinu. Af Framsóknarmönnum
töluðu rækilega Ásg. Ásg. og Tr. Þ.
og Sv Ól. flutti stutta ræðu og Bern-
harð bar fram stutta fyrirspurn. En
utan Framsóknar töluðu 9 menn. Voru
það sjálfstæðism. M. T., Jak. M. og
B J., jafnaðarm. J. B. og 3 fhalds-
menn, J M., J. Þ., Sigurj. J, B Lfn-
dal og J K Má af þessu sjá að ís-
lendingur fer með ósannindi og blekk-
ingar nú sem oft áður. Sparnaður
íhaidsins er sá að bera fram svo svf-
virðileg mii, að mörgum tugum þús-
unda þurfi að verja til þess að afstýra
óhöppum f löggjöfinni. Svo kalla íhaids-
blöðin það >þrákelkní« og »yfirdreps-
skap« ef Framsóknarmenn láta ekki
múlbindast f óhappamálum. Sanuast að
óhlutvendni þarf tii þess að verja
vondan málstað íhaldsstjórnarinnan
Enn vantar fé í Heilsuhælissjóðinn!