Dagur - 11.06.1925, Blaðsíða 3
24. tbl.
DAOUR
95
mruwrwirnrrw-nrnrT * *"*i^ ~ ~iii‘i • *r i~ r ~ • i* ~
Reiðbuxur,
leggvefjar og legghlífar
fást í
Kaupfélagi Eyfirdinga.
Fótboltablöðrur
nýkomnar i
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vorbær
kýr til sölu.
Árni Jóhannsson K. E. A.
visar á.
Máttur manna,
Þrjár ritgerðir eftir Villiam James,
heitir ágæt bók, sem Þjóðvinafélagið
hefir gefið út. í fyrstu ritgerðinni, bls.
21, stendur þetta:
»Eaginn getur sagt það fyrir, hve
voldug huglækningahreyfingin kann að
verða eða hvaða breytingar kunna að
verða á skoðunarháttum hennar. Hún
er aðallega trúarhreyfing, og háskóla-
mentuðum mönnum virðist margt
smekklaust og skringilegt f fari hennar.
Stjórnmálamönnum, er láta heilbrigð-
ism&l til sfn taka, er eðlilega f nöp
við hana, svo og þeim, er hugsa um
stéttarhagsmuni lœkna.* En engum
óhlutdrœgum* áhorfanda getur dulist,
að hún er mikilvægt fyrirbrigði f
félagslffinu á vorum dögum, og hinir
vtðsýnni* læknar eru þegar farnir að
reyna að skýra hana af skynsamlegu
viti og færa sér mátt hennar f nyt
við lækningðr sfnar*.
X.
Heilsuf ar
í Akureyrarhéraði
árið 1924,
(úr ársskýrslu héraðslæknis.)
(Framh.)
Farsðttlr voru þessar helztar:
Hlaupabðla var alltfð fyrri árshelm-
inginn, en meinlaus.
Taugavetkl kom fyrir f kaupstaðnum,
en hvergi út ( sveit. Veikin kom upp
f hótel »Goðafoss.< Sennilega komin
þangað með einhverjum smitbera. Alls
veiktust 14 og dóu 2 innan héraðsins,
en þar að auki sýktust 4 utanhéraðs-
menn og fóru með veikina heim til
sfn. Af þeim dó 1.
Til að stemma stigu fyrir veikinni
ver notuð varnarlyfsinnspýting (tyfus
vaccine). Tók þá fyrir veikina, að þvf
undanskildu, að ein stúlka sýktist þrátt
fyrir innspýtinguna og var það af þvf
að stúlkan var þegar orðin smituð
og varnarlyfið kom of seint.
* Leturbreytingin gerð hér.
Skarlatsðtt, væg, stakk sér niður á
nokkrum heimilum.
Mlsllngar fluttust frá Reykjavfk
sjóleiðis f júlf, en sjúklingarnir voru
einangraðir svo að veikin breiddist
ekki út. Seinna um sumarið læddust
þeir inn f héraðið og breiddust smám
saman um bæinn fram yfir áramót.
En út um sveitir bárust þeir ekki
vegna varasemi sveitabúa. Hinsvegar
fluttust þeir héðan úr héraðinu norður
f Reykdælahérað. Alls bókfærðum
við læknar 47 sjúklinga, en sjálfsagt
veiktust fleiri. Eg reyndi 5 sinnum að
verja menn mislingum með þvf að
dæla inn f hold þeirra blóði sem tekið
var úr öðrum er nýlega var bötnuð
veikin. 3 tóku mislingana þrátt fyrir
innspýtinguna og kendi eg þvf um,
að blóðið var of lftið sem tekið var.
En veikin varð greinilega vægari en
alment gerðist, Hinir 2 sem ekki
sýktust, hafa ef til vill alls ekki smitast.
Kyetkabólga sást alla mánuði ársins
nema f maf. Einkum var hún tfð f
sept. og október.
Barnavelkl væg, kom tyrir 4 sinnum.
Kvef, tnflúenza og lungnabðlga. I
janúarmánuði var lftið um kvef f hér-
aðinu, en f febrúar kom frá Reykjavfk
skæð kvefsótt sem læknum bæjarins
kom strsx saman um að kaila inflúenzu.
Veikin var snögg og næm en fjöldi
heimita f sveitinni slapp við hana, með-
fram fyrir sjálfráðar varnir og fyrir
samgönguleysi. Þessi bráða sótt
kulnaði fljótt, en eftir það magnaðist
kvefsótt með hverjum mánuði alt árið
og stákk sér niður vfðsvegar um sveit-
irnar. Hvað af þessu kvefi var nú
inflúenza og hvað ekki? Um þetta
vorum við læknar f vafa, en á mörg-
um sveitaheimilum var háttalagið afar-
lfkt og um inflúenzu. Febrúarsóttin
tók einkum yngra fólkið hér f bænum
en eftirtektavert var að nokkrir karlar
yfir sextugt sem verið höfðu f sveit
og varist inflúenzu fengu þessa veiki
og dóu sumir úr lungnabólgu er á
eftir fylgdi.
Yfirleitt var lungnabðlga þetta ár
með tfðasta móti og af skæðasta tagi
og hafa aldrei sfðan eg bom til héraðs-
ins dáið jafn margir úr henni og á
þessu ári (þ. e. 23). í nokkrum til-
fellum Ifktist hún f báttalagi þvf sem
tfðkaðist f spönsku veikinni syðra.
Eg fyrir mitt leyti er farinn að
halda, að flestar okkar kvefsóttir séu
af sama toga spunnar og inflúenza,
aðeins sé um mismunandi eitraða
sýkla eða misjafnt næmi fólksins fyrir
veikinni að ræða, en sennilega um
aömu sýklategundir. Eg skal játa að
þetta er aðeins hugboð mitt og fullar
sannanir vantar. En reynslan hefir mér
sýnst vera þessi: Þegar hingað berst
inflúeDZusótt frá útlöndum geisar hún
nokkurn tfma og tfnir upp þá sem
hún nær til og næmir eru fyrir henni.
En fyrir strjálbygðina, og varnir gegn
veikinni fer asinn af henni og hún
verður vægari án þess að detta úr
sögunni fyr en seint og sfðarmeir.
Svo kemur þá og þá ný sending frá
útlöndum aftur, bráð sótt, sem geisar
aftur um stund og hjaðnar hægt og
hægt.
Svo sem kunnugt er barst Spanska
vetktn ekki hingað norður haustið' 1918
vegna róttækra sóttvarna (þ. e. al-
gerðrar afkvfunar allra er flutt gætn
veikina frá sýkta svæðinu án þess þó
vöruflutningar væru bannaðir).
Spanska veikin dó smám saman út,
sem kallað var, á Suður- og Vestur-
landi, en þannig, að hún breyttist f
meinlitla kvefsótt. Þegar vér hófum
fyrst samgöngu við Snðurland eftir
inflúenzubannið f aprfl 1919 fluttist
hingað norður hið svonefnda barnakvef,
sem mjög varð illræmt og lýsti sér á
sumum fullorðnum er sýktust af þvf,
öldungis eins og Spbnska veikin syðra.
Þetta barnakvef var að mfnum dómi
og margra annara lækna barnainflú-
enza þ. e. spönsk veiki, sem var orðin
það veikluð að hún vann yfirleitt að-
eins á börnum.
Sfðan 1919 hefir á hverju ári gengið
hér f bænum kvefpest, sem okkur
Akureyrarlæknum hefir komið saman
um að kalla inflúenzu. Hefir hver
þessara sótta komið ýmist beint frá
útlöndum eða frá Reykjavfk og farið
sfðan um sveitirnar, en mismunandi
mikið vegna varna er heimili og sveita-
félög hafa beitt. í hverri þessara
farsótta höfum víð læknar skrásett
hvert árið frá 153 sjúklingum til 530
sjúklinga á stuttum tfma (mest ( sótt-
inni 1921) Það er skoðun mfn að
þetta hafi alt verið f rauninni Spanska
veikin, en f vægari mynd. Þessu ieyfi
eg mér að halda fram þó eg viti að
sumir starfsbræður mfnir hér séu á
annari skoðun. Hinsvegar get eg skfr-
skotað til margra útlendra lækna, sem
halda þvf sama ftam og eg, enda er
það nokkuð kunnugt orðið, að f hvert
skifti sem veraldarsótt geisar yfir öll
lönd eins og inflúenzan cpanska og
sfðasta 1918, þá koma eftirhreitur
slfkrar alsóttar hver af annari f mörg
ár á eftir. Og það er kunnugt vfða
um lönd, að enn stinga sér niður in-
flúenzutilfelli hér og hvar með aiveg
sömu skæðu einkennum og þeim sem
fylgdu Spönsku veikinni.
Einu infl eozuvarnirnar sem ábyggi-
lega dugðu hér á landi NB. meðan
þeim var haldið við, voru áðurnefndar
varnir Norður- og Austurlands 1918.
Af því þær voru nægilega róttækar.
Og það urðu þær fyrir það að ótti fólksins
var nógu mikill. Allar aðrar inflúenzu-
varnir gegn útlöndum sem siðan var
varið til afarmiklu fé úr rfkissjóði
1919—1922 reyndust kák eitt. Og
sama hygg eg segja megi um þær
sóttvarnir gegn útiendum skipum sem
á nokkrum höfnum eru viðhafðar. Þær
eru áreiðanlega kák eitt. Annaðhvort
verður að gera þau lagafyrirmæli
róttækari eða afnema þau.
Oatnakve/ stakk sér niður vfðsvegar
um héraðið flesta mánuði ársins, en
var vægt.
Mœnusðttin hófst f júnfmánuði og
var mjög tfð f júnf til ágúst. Úr þvf
bar aðeins á stöku tilfellum. Veikin
hagaði sér einkennilega og það svo,
að f fyrstu var erfitt að átta sig á
hvaða faraldur væri um að ræða. Það
byrjaði þannig, að vfða f bænum fóru
börn innan 10 ára aldurs, en einkum
þau yngri, að veikjast snögglega með
allháum hita, velgju og uppsölu og
bar vénjulega ekki á öðrum einkennum
en roða á góm og í koki og oft sást
grá slæða yfir tungukirtlum éða gráir
dflar á yfirbprði þeirra. Fiestum börn-
um batnaði fljótt eða eftir 1—2 sólar-
hringa. En sum börn voru lasin með
hitasiæðing én að öðru leyti einkenna-
laus f viku eða meira og batnaði svo.
En innan um þessi algengu vægarí
tilfelli eða upp úr þeim bar á reglu-
fegri og oft banvænni mænusótt, sem
annaðhvort svifti börnin Iffi með
andardráttarlömun, bjartabilun eða olli
máttleysi f vöðvum að meira eða
minna leyti. Og auk barnanna fengu
ýmsir fullorðnir velkina og urðu sumir
þnngt haldnir. Meðgöngutfmi þessarar
sóttar virtist vera 3 — 5 dagar, Hér f
bænum varð veikin mjög almenn, en
strjálari út um sveitirnar. Alls hefi eg
bókfært 41 sjúklinga flesta á aldrinum
1 —15 ára sem fengu aflleysi f vöðva
að meira eða minna leyti og af þess-
um dóu f héraðinu 18. En tala þeirra
sem fengu hina vægari og eftirkasta-
lausu veiki hefir sjálfsagt numið hátt
á annað hundrað eða meira.
Þegar Ijóst var orðið hvflfkur vá-
gestur var á ferðinni varð veiki þessi
afarillræmd, enda ætfð óvfst um þó
byrjunin sýndist væg hvort ekki mundi
þyngja á ný og lömunareinkenni koma
f ljós.
Vafalaust hefir veikin borist til
iandsins með heilbrigðum (smitberum),
enda kom það vfða f ljós f sveitum,
að hún barst til heimilanna með frfsku
ferðafólki af sýktu svæðunum. í eitt
skifti fanst mér ástæða til að halda,
að sjúklingur hefði gengið með sýkla f
marga mánuði. Eftir að hafa fengið
vægu sóttina f júlfmánuði bar ekki á
neinu fyr en f ndvember þá kom hin
skæða veiki skyndiiega f ljós og leiddi
til dauða á öðrum sólarhring.
Samrœðlssjúkdðmar eru enn sjald-
gæfir og getur ekki heitið að þeir
hafi náð fastri vist f héraðinu. 18
sjúklingar eru skráðir með tekanda,
mest ferðafólk, þar af einn útléndingur.
Sýfllls höfðu 3, þar af einn útlendingur.
Holdsveiki. Einn nýjan sjúkling fann
V. Steffensen læknir. Þaðvar drengur
6 ára gamall. Var þegar fluttur suður
á Lsuganesspftala. Hafði smitast af
móður sinni er flutt hafði verið suður
á sama spftala fyrir 3 árum sfðan og
er þar enn.
Krabbame'm. 6 sjúklingar vitjuðulæknis
og var meinið skorið úr 4 þeirra. Það
er trú margra að krabbameinum fjölgi,
hér á landi sem annarstaðar um heim.
Eítthvað kann að vera hæft f þvf f
sumum löndum framar öðrum, en yfir-
leitt hallast eg að þeirri skoðun að
krabbameinum fjölgi einungis f sama
hlutfalli og fólkinu fjölgar og það
verður langlffara. Hér koma margar
blekkingar til greina. Fólkinu fjölgar
og sjúkrahúsum fjölgar þar sem margir
sjúklingar með krabba koma samán
og margt er skráð, sem áður lá milli
hluta, læknum fjölgar og þékkja nú
sjúkdóminn f mörgum, en áður var
honum annað nafn gefið (æxli, mein-
læti, sullaveiki o. fl.) Nú komast
margir veiklaðir á legg og lifa til
þess aldurs að veikjast úr krabba-
meinum f stað þess sem áður var að
alt að þriðjungur barna dó á fyrsta
ári þegar, og lifði það ekki að taka
nein veikindi framar.