Dagur - 26.06.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 26.06.1925, Blaðsíða 2
102 DAOUR 26 tbl. 4» Kaupfélag Eyfirðinga. Postulíns og leirvörur í nýkomnar frá Pýzkalandi, hvergi ó- j dýrar, en í «£> Kaupf. Eyfiiðinga. i *r» JVlinnisblöð. Geðleysi. 10. Ár éftir ár, mánaðarlega og oftar ern þessi ósannindi og mannorðs- níð endurtekið beint og óbeint f 6—8 blöðum, sem kaupmenn og útgerðar- menn kosta og senda gefins um sveit- irnar. Ófrsegingunum er stefnt á aðra. Með vfsvitandi sögufalsi er búnar til ástæður, til þess að nfða núlifandi menn fyrir það, sem þeir Pétur og Hallgrfmur gerðu í samvinnumálunum. Með stöðugu þrálæti er lostið upp þeim óhróðri um Sambandið og kaup- félögin að þau hafi snúist til vandræða- mála og óhamingju, þó að ekki sé unt að benda á neinar staðreyndir f þvf efni, og að þessar stofnanir hafi reynst traustari og farsælli en flestar eða allar aðrar stofnanir f landinu sfð- ustu árin. 11. Tvö blöð f landinu hafa tekið að sér að verja heiður þessara föllnu foringja og varna þvf að sannleikurinn um verk þeirra, hugsjón þeirra og samvinnusögu landsins færist f kaf f ósannindaflóði áðurnefndra 6— 8 blaða. 12. Sambandsfundur 1924 ákvað að þessar varnir þessara tveggja blaða skyldu ekki þurfa að falla niður vegna fjárskorts. Margir bændur f landinu sjá ofsjónum yfir þvi, að sú ráðstöfun skyldi gerð. í þremur Kaupfélögum á lanandinu hefir þvf verið hreyft, að takmarka fjárstyrkinn. 13. Um sömu mundir fékk bóndi f Bárðardal bréf frá öðrum Morgunblaðs- ritstjóranum, þar sem hann biður bóndann að benda sér á menn, sem séu lfklegir, til þess að vilja lesa Morgunblaðið. Gat hann þess jafnframt að útgáfan væri svo auðveld, að eigi myndi saka, þó það yrði ekki borgað. Geta eigendur Morgunblaðsins. af þessu séð, að hann er þeim trúr, ritstjóraskinnið. 14. Fjárhagslega hliðin á blaðaút- gáfu útgerðarmanna þarf ekki að vera þeim ábyggjuefni. Togararnir velta auðnum á land. Aðalörðugleikarnir þeim megin eru þeir, að fá til ritstjórnar menn, sem ekki verða kallaðir »moð- hausarc og »fjólupabbar.< 15. Samvinnublöðin þuifa þvf miður að eyða alt of miklu af kröftum sfnum og rúmi í þetta varnarstrfð. Hjá þvf verður ekki komist. Lýgin f þjóðlffiou gengur til öndvégis, nema hún sé barin til baka. Vegna. þess ofureflis, sem þessi blöð hafa við að berjast, freistast þau til að hðggva sjaldnar, en höggva stórt. 16. En bændur þola ekki að málefni þeirra eða þeirra liðnu foringjar séu snarplega varðir. Þeir hafa of lftið af skapferli og hugsjónahita Hallgrfms Kristinssonar; Of margir þeirra eru geðlausar dulur. Þeir eru afkomendur þeirra manna, sem einokunarkaupmenn- irnir létu hýða og hrekja. Þeir þola of margir að Pétur og Hallgrfmur séu iastaðir gegnum verk þeirra. Þeir þolá að logið sé til um þeirra eigin málefni og þau rægð og tortrygð. En ef þeirra eigin samherjar gerast stórhöggir, fölna þeir upp og grfpa hver f annan. 17. Bændur, sumir hverjir, telja sér trú um, að þetta sé sprottið af sið- legri umvöndunarsemi. En svo er ekki nema um fáa þeirra. Eða hversu var- kárir eru þeir f umtali um náungann? Hversu góðfúsir gagnvart ágangsömum nágtönnum? Þó er nágrannakritur lftilsverður hjá þvf, er stórum velferð- armálum óborinna kynslóða og sögu- iegum heiðri ágætismanna er stofnað f voða með þiálátum álygum. Flestir bcendur eru kaldir og geðlausir. Pess- vegna eru málefni þeirra stödd i hœttu ! í 1. hefti Eimreiðarinnar þ. á. segir Sigurður Nordal f ritgerð sinni *Um ritdóma«: »Nú lifum vér á mikilli mannúðaröld. Hér er ekki tekið hart á neinu. Menn eru alveg vaxnir upp úr þeirri ónærgætni að sjá verulegan mun á góðu og illu, hvítu og svörtu. Það hvíta er kallað ljósgrátt, til þess að særa ekki það svarta, sem kallað er dökkgrátt eða grátt. Yfir þjóð- félaginu liggur ein allsherjar þokuslæða. Hún er kölluð fögrum heitum: kærleikur, fyrirgefning og skilningur — en er í raun og veru allsherjarblæja heigulskapar og makræðis. Hér þarf norðanstorm yfir stjórn- mál, fjármál, löggæziu, almenningsálit og siðferði, ef vér eigum að halda heilbrigði vorri.< Hér er bændameinleysinu rétt lýst. 19 »Það kemur aftur« sagði bónd- inn, sem gaf svfninu sfnu flesk. Pen- ingarnir, sem útgerðarmenn og kaup- menn leggja f sinn mikla blaðakost, koma aftur. Þeir tryggja þeim vald yfir hugum og skóðunum almennings og úrslitum mála f þinginu. Á sfðasta þingi höfðu útgerðarmenn næstum unnið sér til handa yfir 600 þús. kr. fvilnun f skattgreiðslu og kaupmenn- irnir gátu krækt f 200—300 þús. kr. ágóða af tóbakssölunni framvegis. Þetta verður aftur unnið upp með nefsköttum á almenning. 20. Bændur og samvinnumenn verða alt af mjög að takmarka fjárframlög til blaðaútgáfu. Að vöxtum munu blöð þeirra alt af eiga við ofurefli áð fást. Þann aðstöðumun verða þau að vinna upp með betri málstað og sterkari bardagaaðferð. 21. Þegar tilrætt varð um málaferli ritstjóra Dags og stórviðskifti hans og sumra andstæðinga, sagði greindur maður hér í Eyjafirði: »Nú tfðkast málaferli f stað vfgaferla fyrrum. Mestu og frægustu menn fornaldarinnar, sem ekki vildu láta sitja yfir hlut sfnum, urðu að gjalda manngjöld! 22. Það er reynsla ritstjóra Dags, að andstæðingar hans hafa kiknáð fyrir stórum höggum. Hann hefir stundum greitt þau, þegar til þess hafa verið rfkar ástæður. Mörgum mun vera óljúfara að viðurkenna það, sem gott er f fari andstæðinga. En honum er ljúfast að viðskiftin séu stórbrotin og hreinskorin. Hann hefir andstygð á öðru eins og þvf, er bréfritari úr Þingeyjarsýslu strýkur Birni Kristjáns- syni um vangann fyrir kenningar hans f »VerzIunarólaginu « 23. Það verður enn lengi f þessum heimi, að fargjald þarf að greiða íyrir sannleikann. Til forna varð að greiða manngjöld jafnvel fyrir illræðismenn, sem hefðu átt að falla óhelgir f verk- um sfnum. 24 Ritstjóri Dags mun vegna verk- sparnaðar og fjársparnaðar greiða þung högg, þegar hann telur þess þörf. Hann mun heimta snarpar varnir fyrir menningarmálefni bænda, þar til sýnt er að bændur vilji ekki annað en liggja flatir og geðlausir fyrir fótum yfirtroðslumanna. Ef forn þjóðmenning á sér engar varnir f þjóðrækni og mannrænu bænda, á hún þær hvergi og »sú þjóð, sem vill sfna eigin tor- tfmingu á að fá það, sem hún vill.« Bréf úr Aðaldal. í n. tölubl. Dags þ. á. var bréf úr Aðaldal frá 31. des. s. 1. árs, og þó þar sé allvel skýrt frá eftir ástæð- um, þótti mér það nokkuð einhæft og að skuggahliðin af sveitalffinu hér væri frekar dregin fram en hitt, sem bæri Ijósari lit, og vildi eg þvf bæta örfáum orðum við, sem gætu orðið f þá átt. Er þá fyrst að geta þess, að þó menn hafi oft við óblfðu veðuráttunnar að strfða, og af og til kránkleik manna og málleysingja, þá eru hér þrátt fyrir það velstæðir bændur, skuldlaus- ir með álitlegum fjárstofni, einkum þeir, sem búa á béztu engjsjörðunúm og miðla þeir þá hinum sem tilfinnan- lega vanta engjar, lfklega mót lftils- háttar endurgjaldi. Synjun ér þvf betur sjaldgæf, enda gæti haft þá afleiðingu fyr eða seinna, að einhverju barni náungans yrði kaldara á kjúkum, eða kinnfiskasognara. Að vfsu vil eg engar fullyrðingar um það hafa nema einhver kynni að hittast sem kysi frekar að vera sem næst sjálfum sér, sfður hætt við afgötum, og sjáanlega ekki eftir- sóknarvert f fljótu bragði að leggja út f torfærur f óþektu umhverfi. Ekki er þvl að neyta að margir eru hér f verzlunarskuldum, af þektum ástæð- um, og munu þær þó talsvert haífe minkað s.l. ár, og eg hygg að sjálfs- bjargarviðleitni flestra sé svo lifandi og sterk að hún muni losa um skulda- klafan áður langt Ifður ef engin óséð óhöpp varna þvf. Að vfsu er hér almenn verkafólks- ekla, en nokkuð mun það íylla eyð- urnar að vélar fjölga, t. d. eru hér f dalnum 3 sláttuvélar 1 eða 2 raxtrar- véiar 4 spunavélar og 6 — 7 prjóna- vélar, og þó meira þyrfti, þá flýtir þetta talsveit verknaði f heildinni. Framfaralöngun hygg eg sé almenn og friður og sáttfýsi lofsverð. Að vfsu virtist dálftið andviðri meðal manna næstliðið vor, þegar um var að ræða samastað fyrir skóla Þingeyinga. En sá gustur mun hafa orðið aflvana fyrir bræðraþelinu. Menn gleyma tæplega endurtekinni lffsreglu geistlegu stéttar- innar, að þegar annar vanginn sé sleginn þá eigi að bjóða hinn fram til höggs. Aðeins að enginn fái þá flugu f höfuðið að seilast of langt aftur f tfmann eftir lagaákvæðinu »auga fyrir auga og tönn fyrir tönn« þvf þó aldrei hann væri orðinn eineygður eða tannbrotinn »þvf fyr má rota en dauðrota« mætti vera að honum fynd- ist mannlegt að mega gefa andstæð- ingi sfnum vel útilátinn selbita til endurgjalds 0g aðvörunar. Það mun mega telja vfst að meiri hluti sveitarmanna hafl óskað þess að skólinn festi rætur á Grenjaðarstað, en hvar það andstreymi átti upptök sfn, sem olli þvf mest að vonbrigði urðu um það, verður ekki hér um dæmt, eða hvort breytingin verði skólastofnunum að tjóni f framtíðinni, en eitt er vfst að þó margt og mikið sé um kosti Grenjaðarstaða að segja, ef örlátlega hetði verið skamtað, þá þekki eg ekki til að þar sé nokkur jarðnesk hitalaug, sem varðveita mundi lfkamshita kennara og nemenda kostn- aðar lftið. (Framh.) Jónas Jónsson s< landskjörinn þm. heldur landsmálafund á Hólum f Hjaltadal á morgun. Sfðan kemur hann hingað til Eyjafjarðar og verður staddur á leiðarþingum hér eins og auglýst er annarsstaðar f blaðinu. Eigi er enn fulivfst hvort Akureyrarbúum gefst kostur á að heyra til hans, en er þó lfklegt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.