Dagur - 26.06.1925, Blaðsíða 1
DAGUR
Kemnr úf á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi
fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast'
Arni Jóhannsson í Kaupféi. Eyi‘
AFOREIÐSLAN
cr hjl Jónl Þ. t»ðr.
Norðnrgðtn 3. Taisimi 112
Uppsðgn, bundin við áramðt
■é komin til afgreiðiinmanni
fyrir 1. dei.
VIII. ár.
Abureyrl, 26. júni IÐ25.
26. blaöi
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að ekkjan Sigurlaug
Jónsdóttir frá Krossastöðum, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. júni s.I.
Jarðarförin fer fram á Möðruvöllum i Hörgárda! þriðjudaginn 30. þ. m.
og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 11 fyrir hádegi.
Krossastöðum 23 júní 1925.
Börn hinnar látnu.
Aðalfundur
Sambands íslenzkra samvinnufél.
var háður i Rvik dagana 6 til 10.
þ. m. Á fundinum voru mættir um
40 fulltrúar auk forstjóra Sambands-
ins og tveggja framkvæmdastjóra,
stjórnarnefndarmanna, endurskoð-
enda og nokkurra gesta. Fundarstjóri
var sem að undanförnu S<gurður S.
Bjarklind, kaupfélagsstjóri i Húsavik.
Um leið og varaformaður Sam-
bandsins Sig. S. Bjarkiind setti fund-
inn mintist hann með hlýrri ræðu
nýlátins formanns Sambandsins Ólafs
Briem. Forstjórinn Sigurður Kristins-
son mintist og Ólafs einkar fagur-
lega. Var Ólafur mörgum barmdauði
vegna mikilla mannkosta.
Forstjóri og framkvæmdastjórar
innflutnings- og útflutningsdeilda
gáfu venjulegar skýrslur um starfsemi
Sambandsins á liðnu ári. Skólastjóri
Samvinnuskólans og ritstjóri Tima-
rits fsi. Samvinnufélaga gerði og
grein fyrir störfum sinum. Að venju
var kosin nefnd til þess að athuga
reikningana.
Hagur Sambandsins hafði mjög
blómgast á árinu og höfðu deildir
þess yfirieitt bætt hag sinn til mik-
illa muna. Hætta sú, er kreppuárin
lögðu á ieið þessa fyrirtækis hefir
nú verið bægt frá að fuilu og öliu.
Verði unt að stýra hji nýjum, veru-
legum áföllum má gera ráð fyrir
áframhaldandi vexti og velgengni
f samvinnustarfssemi landsmanna.
Reikninganefndin lagði ekki fram
neitt nefndarálit, heldur aðeins tillögu
til fundaryfirlýsingar og var hún
rökstudd með ræðu formanns nefnd-
arinnar Sigurðar bónda að Arnar-
vatni. Var niðurstaða nefndarinnar
og greinargerð Sigurðar mjög á-
nægjuleg fyrir samvinnufélögin og
þá menn, er hafa unnið mikii störf
f þágu þessa stóra framtíðarmálefnis.
Fundaryfirlýsingin var samþykt f
einn hljóði og varhúnáþessa leið:
.Fundurinn lýsir yfir þvi, að hann telur
niðurstöðu á rekstursreikningi S. í. S. um
næstliðið ár mjög góða og glæsilega og að
hagur Sambandsfélaganna yfirleitt hafi batn-
að framar vonum. Þakkar fundurinn stjórn
og starfsmönnum S. í. S. vel unnið starf.
Jafnframt lýsir fundurinn yfir að hann felst
á aðgerðir S í. S. í einstökum skuldamálum
og treystir því, að stjórn og starfsmenn
beiti framvegis eigi síður en að undanförnu
varúð, festu og lægni i viðskiftum við þær
deildir, sem tæpast standa fjárhagslega.'
Fundurinn tók ýms mál til athug-
unar auk venjutegra Sambandsfundar-
mála. Kæliskips og frystihúsamálið
var merkast þeirra. Skipaði fundur-
inn nefnd i það mál og lagði nefndin
fram álit og tillögur í fimm liðum
og voru þær samþyktar með litlum
breytingum. Fara þær hér á eftir:
.Fundurinn skorar á Sambandsstjórnina
að beitast eftir megni fyrir þvf að tilraunum
með útflutning á frosnu og kældu keti verði
haldið áfram í svo stórum stU sem ástæður
um frystingu á keti heimila og sem að öðru
leyti þykir ráðlegt."
.Fundurinn telur nauðsyn á að koma upp
frystihúsum til að frysta í ket til útflutnings
úr aðalketútflutningshéruðum landsins. Telur
hann þó rétt að ekki sé hrapað svo að
framkvæmdum að málið bíði við það hnekki
og leggur í þvi efni megináherzlu á að
landsmenn eigriist skip til þessara ketútflutn-
inga jafnhliða og fyrstu frystihúsin eru reist,"
„Fundurinn telur þetta mál þannig vaxið
að rétt sé og sjálfsagt að samvinnufélögin
f landinu hafi framkvæmdirnar með hönd-
um, felur því fundurinn stjórn og fram-
kvæmdastjórn Sambandsins að leggja ráð á
hvar haganlegast sé að reisa frystihúsin og
hversu örar framkvæmdir séu hafðar á bygg-
ingu þeirra." •
.Sambandsfélögin tryggi að Va tjón það
sem kann að leiða af byggingu og rekstri
1—2 fyrstu frystihúsanna sem einstök sam-
bandsfélög reisa, en þó því aðeins að skil-
yrðin fyrir ábyrgð hlutaðeigandi sýslunefnda
á rikissjóðslánum séu með þeim hætti að
stjórn Sambandsins teiji félögunum þau ekki
skaðleg og nái þessi ábyrgð Sambandsins
aðeins til framleiðslu félagsmanna í hlutað-
eigandi SambandSfélagi, enda hafi Sambandið
fyrir sitt leyti samþykt skityrði þauersýslu-
nefnd hefir sett fyrir ábyrgð sinni fyrir
rikissjóðsláninu.*
.Fundurinn felur Sambandsstjórninni að
skora á ríkisstjórnina að undirbúa sem fyrst
kaup á hæfilegu kæliskipi til flutninga á
frosnu keti:
a. með því að leita tilboða um nýsmíði
á kæliskipi,
b. með því að leita. tilboða um gamalt
skip,
c. með því að taka upp í næsta fjárlaga-
frumvarp ríflega fjárveitingu í þessu skyni
og sé þessum undirbúningi lokið fyrir næsta
þing."
Formaður Sambandsins til tveggja
ára var kosinn Ingólfur Bjarnarson
í Fjósatungu. — Tveir meðstjórn-
endur tii þriggja ára voru kosnir
Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á
Reyðarfirði og Sigurður Bjarklind
kaupfélagsstjóri í Húsavik. — Vara-
formaður tii eins árs var kosinn
Porsteinn Briem prestur á Akranesi.—
Varameðstjórnendur tit eins árs voru
kosnir Tiyggvi Þórhallsson ritstjóri
og Sigurður Jónsson bóndi að Arn-
arvatni. Endurskoðandi til tveggja
ára var endurkosinn Jón Quðmunds-
son frá Gufudal en varaendurskoð-
andi Sigurgeir Friðriksson bóka-
vörður.
Eins og lesendum biaðanna er
vel kunnugt hefir Morgunblaðið og
önnur íhaidsblöð gert sérfarum að
vekja úlfúð meðal samvlnnumanna
út af ákvörðun Sambandsfundar í
fyrra um að styrkja samvinnublöðin
og tryggja um leið, að eigi falli
niður varnir gegn þeim árásum, er
samvinnufélögin i landinu verða
sífeit fyrir. Vaifýr mun hafa talið sér
skylt að vera á verði i þessu máli
fyrir húsbændur sina nú, er fundur
kom saman. Hann birti þvi i Morg-
unblaðinu eina af þessum umhyggju-
greinum um velferð samvinnumál-
anna! Kom sú grein inn á Sam-
bandsfundinn um leið og fyrir skyldi
taka tillögur úr Skagafirði og frá
Snæfellsnesi i þá átt að takmarka
styrkinn til blaðanna. Var þess getið
tii að samtök um þessa herför hafi
átt sér stað milli skagfirzkra Bsam-
vinnumanna," og þessa vesæla of-
sækjanda samvinnustefnunnar. Munu
þeir hafa vonað, að þetta rógmæli
Vattýs sannfærði fulltrúana. Áhrifin
urðu þó gagnstæð. Jafnvel þó skrif
Valtýs væri eins og sjáifur hann og
þvi að engu hafandi var það vottur
um sivakandi hug þeirra manna, er
andstæðingarnir kaupa, til pess að
vinna skemdarverk i félagsmálum
bænda. Þessi bjánalega ihlutunar-
semi um einkamál pessarar stofnunar
varð til þess eins, aðskerpa hugina
og poka liðinu fastar saman.
Tiilaga þeirra Skagfirðinganna,
sem einkum vakti umræður, hlaut
litinn byr. Bar Jón ívarsson fram
dagskrá svohljóðandi:
»Þar sera stjórn Sambandsins hefir bæði
um þetta mál sera önnur jafnan farið vel
°g hyggilega með allar heímildir aðalfundar
telur fundurinn ekki ástæðu til að hlutast
frekar til um styrk til samvinnublaðanna og
tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.<
Var óskað nafnakalls um dagskrána
og fór atkvæðagreiðsla á þá leið,
að 32 sögðu já, 5 greiddu ekki at-
kvæði og 3 voru fjarverandi. Um
þá 3, er voru fjarverandi, var það
kunnugt, aö þeir voru dagskránni
fylgjandi.
Aðra tillögu áttu skagfirzku Ssam-
vinnumennirnir0 af svipuðum toga
spunna. Var hún á þá leið að skora
á Sambandsstjórnina að beita sér
fyrir þvi að breyta *soIidariskun
ábyrgð félaganna innan Sambands-
ins i takmarkaða ábyrgð. Eftir all-
miklar umræður var borin upp til
atkvæða dagskrá frá Jóni Jónssyni
i Stóradai svohljóðandi:
.Með þvi að fundurinn lítur svo á, að
ekki sé tfmi til kominn að takmarka ábyrgð
félaganna gagnvart S. í. S. og hann hins-
vegar er mótfallinn takmörkun hennar innan
einstakra kaupfélaga, er tekið fyrir næsta
. mál á dagskrá *
Var þessi dagskrá samþykt með
28 samhljóða atkvæðum.
Þessi fundur var með ánægjulegustu
Sambandsfundum.Fjárhagsástæðurn-
ar voru eins góðar og frekast mátti
vænta. Og þótt aliskarpur ágrein-
ingur yrði um tvö siðasttalin mál,
var eindrægni .fundarins mikil og
andstaðan úr Skagafirði svo veik
og fáiiðuð, að hún mátti sín ekki
mikils. Munu hinir gætnari og hóf-
látari Skagfirðingar sætta sig við að
hlita úrskurði jafn samhents og yfir-
gnæfandi meirihiuta sem þess, er
hér kom fram íandófsmáium þeim,
er þeir telja sig þurfa að halda
uppi á fundum Sambandsins. Á
þessum fundi voru fulitrúar, sem
hafa orðið að sæta mótgangi Tím-
ans og Dags í stjórnmálum. Var þó
samvinnan við þá á þessurn fundi
hin ánægjulegasta. Verður reynslan
sú, að þar sem góðir samvinnumenn
eiga hlut að, kemst stjórnmálaágrein-
ingur ekki inn fyrir vébönd félags-
málanna. Það eru ekki samvinnu-
mennirnir, sem leiða þá asna inn f
herbúðirnar.
Að loknum fundi komu fundar-
menn saman til gleðskapar og
treýstu viðkynningu sína og félags-
bönd. Var sú stund ánægjuleg og
góð til minningar.