Dagur - 05.11.1925, Side 2
178
DAQOR
46, tbl.
k&lla það eyðalu'é eða tap, sem til
þeirra hefir gengið. Reiknast mér þvf
til, að af umrseddum 860 þúsundum
kr. þuifi eigi að telja nema tæpar 500
þús. kr. sem beinan tekjuhalla af at-
vinnurekstri félagsmanna um þessi 3
ár, sem mest hafa veiið misseri í við-
skiftasökum um undanfarið mannsald-
ursskeið a. m. k. Væri betur að engir
atvinnurekendur hefðu haft um sárara
að binda f lok þessa tfmsbils, en við-
skiftamenn K. Þ. yfirleitt.
Nú hafa félagsmenn f K. Þ. bætt
hag sinn um full 200 þús. kr. gagn-
vart K. Þ. í árinu 1924, en féiagið
sjálft bætt hag sinn út á við um meira
en 300 þús. kr. Vörubirgðir þess eru
aftur minni nú en áður. Að sönnu
hefir bústofn manna hér um slóðir
minkað f haust, þó ekki séu skýrslur
fyrir þvf. En ekki mun sú bústofns-
rýrnun nema meiru en svarar lamba-
dauða og öðrum afurðamissi af bú-
peningi héraðBmanna, vegna alveg
óvenjulegra vorharðinda á sfðastliðnu
vori, og mundi þó atvinnutjón og til-
kostnaður af sömu ástæðum vera óta’-
inn. Blöðin eru ekki að fjöly;ða um
það, þó að 15. júní — 15. júnl —
komi svo mikill stórhrfðai bylur í öll-
um veðraverri bygðum norðan lands,
að fullotðið fé fenni, og lömb krókni
unnvörpum. Þó var sumartíðin ekki
búin að standa nema 1—2 vikur áður,
vlða hvar. Vtð, sem við þetta búum,
erum ekki að bera upp kveinstafi um
þetta við alþjóð né Alþingi. En að-
spurðir getum við cvarað, ef tilefni
þykir til. Við getum lfka svarað þvf,
að frá 1914 til 1924 hafa komið að
minsta kosti 5 ár, sem að árferði til
hefðu komist f tölu hinna mestu fellis-
ára f annálum fyrri alda. Hverju er
það að þakka, að svo varð cigi núí
Vrxandi manndáð og forsjálni, — en
fyrst og sfðast áhrifum og samtökum,
er beint og óbeint eru ávcxtur K. Þ.
Fýrir forgöngu þess hófust fyrstu gufu-
skipaferðir á vetrum fyrir Norðurlandi,
laust fyrir 1890. Fyrir áhrif þess,
miklu fremur en vönd borfellislaganna
og formúlur forðagsezlulaganna, hefir
mönnum hér lærst að skiljsst, hversu
árfðandi er að tryggja bústofn sinn
gegn fóðurskorti og afurðatjóni. Þó er
þetta harðbýlasta hérað landsins, þegar
á alt er litið.
Þetta er nú viðskifta-aðstaða K. Þ.
inn á við. Það hefir frá öndverðu
krafist þess af hverjum viðskiftamanni
f félaginu, að hann gerði fyrirfram
áœtlun um ársviðskifti sfn við félagið,
bæði tekjur og gjöld. Þetta mun fá-
gæt varúðarregla f verzlunarviðskift-
um, og bygðist á hinu heilbrigða lýð-
ræðissk'pulagi félagsins, og sjálfsá-
byrgðarskyldu á hendur félagsmönnum.
Vitanlega hefir þetta orðið félags
mönnum ómetanlegt uppeldismeðat, og
félaginu mikii vörn gegn vanskilum af
þeirra hendi. En jafnvel hinu brzta
skipulagi getur orðið um megn að
beijast við misæri f veðráttu og við-
skiftum árum samao. Og hvaða áætl-
anir voru það, sem stóðust á árunum
1920—-’22? Á að vitna til rfkissjóðs-
búsksparins þau ár? — Þegar fjár-
lögin voru árlega afgreidd með tekjn-
hallá (rétt reiknað) og sem margfald-
aðist svo i meðferðinni. Á að vitna
til tyllivona (eða áætlans) útvegs-
manna, sem leiddu margan hvern út
úr góðu hreiðri — en skiluðu alls-
nöktum affur? Fleiri mætti nefna, en
flestir ættu sfn vegna að kjósa þögn-
ina. Þeir geta hugsað um sfna eigin
slóð f einrúmi.
Af þvf sem nú hefir veríð sagt, má
það vera bert, hversu fiáleitt það er,
að »karpfélagsvefz1un öifi til eyðslvc,
eins og Morgunblaðið hefir að fyrir-
sögn á einum upp prentuðum ksfla úr
bréfi S. F. Kaup'élag Þingeyinga hefir
neyðst til — eg undirstrika það — að
verða banki félagsmanna, þegár verst
gegndi, en þelm lá mest á. Það hefði
engin lánsstofnun f landinu viljað taka
að sér með viðráðanlegum kjörum. Eg
veit að tönnu, eða þykist vita, að ef
þessir hinir sömu bændrr hefðu tvf-
ment eða fjórment á v'xlum, þá hefðu
bankarnir keypt þá, og það auk held-
ur fyrir margfatdri þeirri upphæð, sem
K. Þ. hefir með eftirtðlum fengið sem
reikningslán, þó sjálfskuldarábyrgð
allra félagsmanna væri að baki. En
þetta hefðu orðið alveg óbærileg vsx'a-
kjör þeim, sem tekjulftinn og stopulan
atvinnuveg atunda, og eg get þessa
einungis til að sýna stefnu og ástand
bankamálánna f landinu.
Um hitt má geta cér til, að þegar
K. Þ. neyddist til að verða einskonar
lánardrottinn (élagsmanna, þá myndi
það ekki — stjórn eða starfsmenn —
auka á kaup'ýsi manna eða eyðslutil-
hneigingu, þvf það hefði stefnt beint
til þesB auka skuldaþungann. — Ve< zl-
unarskýrslurnar gætu borið hér órækt
vitni, þeim til skilnings, er eiga bágt
með að átta sig á augljósu máli á
annan hátt. Hygg eg að leit muni að
þeirri ve<zlun, er minna hafi haft á
boðstólum tiltölulega af þvf, sem ekki
eru bráðnauðsynlegar þaifir, en Kaup-
félag Þingeyinga, og svo er um karp-
félög yfirleitt, þar, sem eg hefi komið.
Hitt er mér lfka kunnugt, ekkí sfst
af þvf, að eg hefi verið endurskoð-
andi reikninga Kaup élaga Þingtyinga
um undanfarin ár, að allur þorri fé-
lagsmanna neitar tér jafnvel um fleira
en góðu hófi gegnir, ýmist til að af-
borga Bkuldir eða verjast þeim, ell-
egar þá til hins, að geta lagt fé f
umbætur o. s. frv. Aðhaldið til þessa
er sjálfgefið, bæði af meðfæddri og
innrættri sjáifsábyrgðarhvöt, og svo af
skuldunum sjálfum, þvf enn hefir ekki
þurft að gifpa til samábyrgðarinnar f
K. Þ. f þvf skyn>, að einn borgi ann-
ars skuld. Hvað verða kann, er óþaifi
að rpá hrakspám um. Það getur farið
svo, ef óáran f veizlun og veðráttu
þjáir menn lengi enn, þvf félagsmenn
f K Þ. geta tekið undir með St. G.
St, sem er: ». . . . bóndi og alt sitt
á undir sól og regni*. En annars
hefir þvf betur sá hugaunaiháttur ekki
náð tökum á mönnum hér alment, að
þeir geti eða megi varpa áhyggju
sinni upp á náungann. Saœábyrgðar-
sk'pulagið hefir ekki innrætt mönnum
það hugarfar, heldur hitt, að snúa
bökum saman þegar mest á reynir.
Það liggur við, að ætla megi, að
S. F. þykist fyrstur hafa fundið það
lögmál, að á krepputfmum aukist bilið
milii rfkra og snauðra f efnalegu til-
liti; en lfklega er það í ógáti, að hann
f skrifi sfnu setur þessa almennu stáð-
reynd f sérstakt samband við starf-
semi K. Þ. Jeg ætla honum það ebki,
að hann sf ásettu ráði hafi ætlað að
senda K. Þ. slfka vinargjöf. Hitt er
annað mál, að til gætu verið þær sálir,
sem þættu rér rétt vopn f hendur með
slíkri ályktun, sem kernur f beinu
framhaldi af frásögn um viðskiftarekst-
ur eins hins he’zta kaup'élags f land-
inu. Þeirra vegna er rétt að benda á
það, að K. Þ. mun vera sú veizlun
hér á Iand<, sem mest allra ástundar
að láta hvern hlut, sem f gegnum
herdur þess fer, úti, með sfnu sanna,
raunverulega verði, hvort heldur f hlut
á rfkur eða fátækur. Að þvf sama
stefna ðll kaupféiög, þó aðferðir og
skipulag sé mismunandi. —
H.tt er annað, að þrátt fyrir örðuga
höfn og samgöngur, er vöruveið að-
fluttra vara f þessu héraði svo miklu
lægra en alment gerist, að muna
mundi stórfé, ef saman kæmi. óræk-
asta heimildin f þvf efni er skýrsla
Hagtiðindanna um smásöluveið vara f
Reykjav k, sem bfitist á ársfjóiðungs
fresti. Á öllum vörum nema koium
munar þar svo miklu fiá verði K. Þ.,
að alla skynbæra menn h’ýtur að reka
f roga starz, og enda þótt tekið væri
til saœanbutðar vetðlag annara veizl-
ana f Húsavfk, þá munar yfirleitt mjög
miklu, hvað það er lægra. Er það
auðreiknað mál, að það er samkepnin
frá K. Þ., sem heldur verði þeirra
niðri, til hagsbóta fyrir alla héraðs-
menn.* Blasir þvf allvel við, hversu
tráleit sú hugsun er, að starfsemi K.
Þ. dýpki gjána milli rfkra og snauðra,
enda mun það ekki hafa verið hugsun
S. F. Þrátt fyrir það, þó orð hans og
efnisniðurröðun leiði lesendur beint að
þeirri ályktun.
í Lðgréttubréfi sfnu verður S. F.
mjög tilrætt um sanr ábyrgðina og
ókosti hennar, og Morgbl. fellir ekkert
undan af þeim ummælum, heldur piýðir
þau með feitum fyrirsögnum, svo
beztu bitarnir fari ekki frarahjá at-
hygli lesandans.
Um það deilir enginn, að það hefðí
verið ákjósanlegt, að ekki hetði þurft
á neinni samábyrgð að halda f sam-
bandi við rekstur kacpfélaganna en að
þar hefði hver félagsmaður og hvert
félag haft nóg fé (ram að leggja til
rekstuis'jár og annara viðskifta. Það
hefði sjálfsagt lika verið ákjósanlegt
fyrir kaupmenn og rjávarútvegsmenn,
að þeir hetðu aldrei þurft til þess að
grfpa, að krosstryggja v xlana hver
fyrir annan til þess að halda öllu
gangandi.
En hlutina verður að skoða f þvf
Ijósi, sem nauðsyn skrpar, og þá er
léttest f þessu efni að halda sig að
ábyrgðarsk'pulagi og úrræðum K. Þ.,
sem trúgjarnir menn mega ætla, að
nú sé um það bil að deyja pfslar-
vættisdauða samábyrgðarinnar.
Eg hefi áður leitt lök að þvf, áð
starfsemi K. Þ. og skípulag hafi hvorki
* Nú kvað vera sett nefnd tii að rannsaka
orsakir hinnar sástöku dýrtíðar í Reytja-
vík. — Skyldi henni ekki vera holt að
afla sér heimilda til að bera saman
verðlag K. Þ, við skýrslur Hagt. um
verðlag í Reykjavík? Höf.
með anda sfnum eða athöfnum leitt
hugarfar manna frá sjálftbjargarskyldu
þeirra, eða sjáifs&byrgðartilfinningu.
Miklu fremur hið gagnstæða, til dæm-
is með kröfunni um árlega viðskifta-
áætlun, sem óbeinlfnis hefir orðið sjálf-
gerð fjáthagsáætlun fyrir bú bóndans.
Það er þvf hrakspá ein tf litið er til
K. Þ., »að sjálfsébyrgðarhvötin kunni
að visna f faðmlögum samábyrgðar-
innarc.
Það má vera, áð sjálfsábyrgðartil-
fianingin té að þverra með þjóðinri.
Það mál iiggur ekki vel við rannsókn,
en ef starfsemi K. Þ. skal enn höfð
að mælikvarða um það efni, þá er að
lfta á tfleiðingarnar af þvf, ef K. Þ.
hefði beitt sér eins og óvæginn mála-
flutningsmaður f skuldamálum sfnura.
Þá lá ekkert nær, en að margur mað-
ur, sem enn er sjálfbjarga, þó skuldir
hafi á baki, hetði orðið á versta tfma
að láta af hendi alt, sem af honum
mátti taka að lögum, upp f skuldina —
og sfðan neyðst tii að leita ásjár
hreppsins að meira eða minnu leyti,
þegar bjargræðísvegurinn var honum
lokaður. Pað helði liklega átt að verða
til að tendra upp rjálfi bjargarmeðvit-
und hans, nema ef svo skyldi vera,
að framfærsluskipulagið f landinu væri
nú f sjálfu sér enn bættulegri samá-
byrgð og jafnframt óhollari fyrir sjálfs-
ábyrgðarhvöt manna, en jafnvel hin
illræmda samábyrgð kaup'éiaganna.
Þetta er orðið lengra mál en nauð-
syn krafði til þess eins, að andmæla
S. F. En þegar Mbl. tekur það ftam,
að mörgum muni forvitni á að fá
svarað þeirri spurningu, hver sé »árang-
urinn af 40 ára starfsemi K. Þ.c, þá
tel eg liklegt, að þvf muni Ijúft að
flytja um það fyllri svör en þessar
»fflósófískcc hugleiðingar S. F. f Lög-
réttu, sem depla einungis á stöku
stað við raunverulegum alhöfnum og
ástandi K. Þ., rétt til þess að vekja
ástæðulausa tortrygni og ótta. Eg, sem
frá blautu barnsbeini hefi alist upp
með þessari stofnun, get ekki sætt
mig við það, að hún verði fyrir óverð-
skulduðu álasi frammi fyrir alþjóð,
nema að fá tækifæri til að koma fram
vörn og leifréttingum á sama vett-
vsngi.
Að öðru leyti skal eg láta það ósagt,
hvað fyrir Morgbi. hefir vakað með
því að birta þetta umrædda bréf S. F.,
nálega orðiétt. En hafi það annað-
hvort verið af sérstakri umhyggju
fyrir K. Þ, eða af áhuga fyrir sam-
vinnufélagssksp f landinu alment, þá
er þess að vænta, að blaðið verði
jafn vif bragðiifljótt til að flyfja hverja
þá fregn, sem það með ábyggilegum
heimildum gæti fengið um viðreisn og
gengi Kaupfélags Þin^eyinga f fram-
tfðinni.
(Mb'.)
Útbreiðið »Dag«.
Auglýsið í »Degi«.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.