Dagur - 12.11.1925, Side 3

Dagur - 12.11.1925, Side 3
47. (bt. DAOUR 181 Örðsending. Okkar heiðruðu skiftavinum og öðrum, gefst hérmeð til kynna að við höfum lækkað verðið á öllum eldri vörubirgðum verzlunarinnar frá 6 til 60°/oí Nýkomnar vörur seljast með Jœgsta markaðsverðj. Virðingarfyllst. Akureyri, 12. nóvember 1925. pr. Rich. N. Braun. Pdll Sigurgeirsson. J Bíræfinn þjófur Lsndhelgisþjólurina, sem getið er um á öðrum stað ( blaðinu, togarinn »Cardinal< frá Grimsby, hjó á landfest- ar s(nar kl. rúml. 8 ( gærkvöld ðg stakk af. Urðu eigi önnur úrræði lögreglu- valdsins (slenzka en að horfa á eftir honum. Dómur var nýkveðinn upp yfir skipstjóranum. Varðskipið »Þór< lá við biyggju rétt hjá togaranum. Aðeins einn maður úr landi, aem varðskipinu hafði verið lánaður, hélt vörð um skipið, vopn- laus og berhentur. Voru það allar þær varúðarráðstafanir, er gerðar höfðu verið. Ekki hafði verið eftir þv( litið, að eigi væri kynt undir kötlum skipiins, eigi tekið stykki úr vélinni. Ekki þess gætt, að varðskipið væri tilbúið að stöðva brotthlaup með fallbysaunni. íslenzkst andvsraleysi og úrræðaleysi héldu vörð á þjófinum, enda veittist honum auðvelt, að skjóta lögreglu- valdinu ref fyrir rass. Um það er spurt, hvor beri ábyrgð á þessu sannnefnda hneyksli, lögreglu- stjórinn hér ( bænum eða yfirmaður varðskipsins. Það hefir verið venja hér áður, að varðskipið hefir haldið vörð á slikum sökudólgum, þangað til dómi var fullnægt, ends verður ekki séð að togurum verði hamlað brottfarar með öðru en olbeldi eða með þvf að beita fallbyssu. Eigi getur Dagur um það dæmt, hvar sökin komi einkum niður að lögum. Hitt dylst ekki, að hér er um hneykslanlega vanrækslu að ræða. S í m s k e y t i. Rvllc 11. nóv. Kappfaflið. 6. növ.t Leikir Norð- manna: Á borði i, 6. leikur svart Rb8—dý, borði 2, 6 leikur hvítt R13 —es. 7. nóv.: Leikir íslendinga: A borði 1, 7. leikur hvftt Ddi—d2, borði 2 svart Bf8—d6. 8. nóv.: Leikir Norðm.: Á borði 1, 7. leikur svart 67—e5, á borði 2, 7. leikur hvftt (2 —I4. 9. nóv.: Leikir ísl.: Á borði 1, 8. leikur hvftt d4 drepur e5, borði 2, 7. leikur svart Bd8—Re5> Kaupdeilur f Vestmannaeyjum eru um garð gengnar. Kaupgjaldstsxci Verkamannafélagsins gildir áfram. Á fundi Sjómannalélsgsins hér var sam- þykt ( einu hljóði svohljóðandi fundar- ályktun: »Fundurinn lýsir yfir, áð hann telur verkbann togaraeigenda beina tilraun að laekka verkalaun allrar alþýðu og álítur hann það óréttmætt og ástæðulaust nú meðan ekki verði séð fyrir hvort íslenska krónan heldur áfram að hækka. Og þar sem að slík hækkun myndi leiða til mink- andi dýrtíðar. Telur fundurinn slíka til- raun óréttmæta með tilliti til gróða tog- araeigenda undanfarið og hve langt kaup- hækkanir alþýðu urðu á eftir hækkun vöruverðs meðan dýrtíð fór vaxandi,. Annsrs hefir ekki komið neitt nýtt fram f málinu. Sfmað er frá Oslo, að Olsen Hagen Tranmæl og ritstjórinn Clausen, er sakfeldir voru fyrir byltingatilraunir hafi verið náðaðir. Frá Madrid: Spánverjastjórn segir Þjóðverjum verzlunarstrfð á hendur vegna þess að tollsamningar milli landsnna fóru út um þúfur. Tollur á innfluttum þýzkum vörum hækkar um 80/0. Frá Rómaborg: Fylgismenn Musso- lini fagna yfir þv( að samiæri gegn honum komst upp. Búist er við að Mussolini muni hefna sfn greipilega á socialistum. F r é 11 i r. AlþýðusKólinn á Laugum. Hann var settur 24. okt. siðastl. Aðsókn varð meiri en skólinn gat tekið á móti. Nemendur verða um 50. Við skólasetninguna fluttu ræður: Arnór Sígurjónsson, skólastjórinn, Konráð Erlendsson kennari við skólann, Þór- ólfur Sigurðsson og Theodór Friðriks- son. Kvæði fluttu Sigurjón Friðjóns- son og Jón Haraldsson, Kristján Sig- urðsson á Haildórsstöðum i Kinn stýrði söng milli ræðuhalda. — í sumar hefir verið bygð sundlaug við skólann. Er hún gerð með þeim hætti að kjallari var bygður undir væntanlega viðbótarálmu og fyltur laugarvatni. Mun það vera fyrsta sundlaug af þeirri gerð á landinu. Taugaveiki á ísafirði. Magnaður taugaveikisfaraldur gaus upp á í safirði nýlega. í símskeyti héraðslæknisins þar til landlæknis 25. okt. b. I. segir svo: »14 heimili sýkt, þar af 3 utan- bæjar, 15 sjúklingar, seinustu tiifellin nærri vikugömul, elztu rúmlega hálfs- mánaða. Alt má rekja að Engidal, o: fólk, sem þar hefir verið eða fengið mjólk þaðan beina leið. < Og hann bætir við: »Vona það mesta sé komið f ljós og þá verður faraldurinn strax stöðvaður.« — »Það held eg lfka«, bætir landlæknir við. 1 tilkynningu landlæknis f »í*afold« 28. f. m. eru þessar viðbótarupplýsingar um upptök veikinnar: Veikin hefir borist með mjólk frá Engidal, sem er bær skamt frá kaupstaðnum, eða þá að menn, sem þar gistu, hafa sýkst. í Engidal hafði verið rifinn gamli bærinn sfðast- liðið sumar. Þar hafði gengið tauga- veiki fyrir 10—20 árum sfðan. Ein- angrunarráðstafanir hata verið gerðar og fjöldi fólks innspýttur varnariyfi (»Typhus-serum«). Kemur nú f góðar þarfir hið stóra og vandaða sjúkrahús, er ísfirðingai luku við að reisa á sfð- astliðnu sumri. Kapptefli milli íslendinga og Norömanna stendur nú yfir. Verða tefld 2 töfl. At íslendinga hálfu eru við taflborð 1 Brynjólfur Stefánsson, Guðmundur Bergsson og Sigurður Jóns- son, en við taflborð 2 Eggert Gilfer, Erlendur Guðmundsson og Pétur Zóp- hónfasson. Landhelgisbrot. Varðskipið »Þór« tók f fyrrakvöld enskan togara, »Car- dinal« frá Grimsby, úti fyrir Hval- vatnsfirði eða skamt norð-vestur af Flatey, þar sem togarinn var að ólög- legum veiðnm. Kom varðskipið með sökudólginn hingað til Akureyrar og dæmdi bæjarfógetinn hann f gær f 10 þús. gullkróna sekt og afla og veiðar- færi upptæk. Málaferli. Verksmiðjufélagið á Ak- ureyri (Gefjun) hefir nýlega hötðað mál gegn Akureyrarkaupstað út af vatnsréttindum f Glerá. Gerir félagið kröfu um ótskmörkuð réttindi til vatns- virkjunar f ánni og krefst skaðabóta fyrir truflanir þær, er orðið hafa á vatnsrensli árinnar af völdum rafveitu bæjarins, sem hafa valdið mikilli verk- stöðvun f verksmiðjunni. Málið er enn eigi komið frá sáttanetnd. HjúsKapur. Nýlega voru gefin saman f hjónaband hér f bænum: Ungfrú Ingibjörg Halldórsdóttir og Ingólfur Guðmundsson Seyðfjörð. Smiðja Jóqs S. Espholins. Jón S. Espholin hefir fyrir meir en ári sfðan sett á stofn smiðju sunnan við Torfunefslækinn neðan Hafnarstrætia. Er þar einkum gert við mótora og fer þar fram verkleg kensla á vél- fræðisnámskeiðum þeim, er Jón hefir staðið fyrir og getið hefir verið. Jón rekur smiðju sfna með mótor og notar afl hans á hugvitssamlegan hátt. í sambandí við hann er rafmótor og rafmagnsgeymir og lýsir Jón smiðjuna upp á þann hátt og telst svo til, að ljósa- kostnaðurinn verði á þann hátt hverf- andi lftill, þegar mótorinn sé hafður f gangi, hvort sem er, til þess að reka vélarnar. Lampar hans eru til samans 3U kw. Orka úr bæjarrafveit- unni myndi kosta ca. 38 aura um klst. en öll orkueyðsla f smiðju Jóns nemur 4,30 aurum um klst. Enn notar Jón mótorinn til upphitunar á skrif- stofu sinni. Leiðir hann vatnið, er kælir vélina, inn f upphitunarofn þar. Tíöarfariö er altaf hið bezta. Ör- Ktið föl gerði fyrir nokkrum dögum sfðan, en f fyrrinótt gerði blíðustu hláku. Frá Heifsutjælisfélagiau. Nefnd þá, er Rvfkur-deild félagsins hefir kosið til framkvæmda, skipa þessir menn: Guðm. Björnsson landlæknir, Garðar Gíslason, Indriði Einarsson, Magn. Pétursson, Stefán Jóh. Stefánsson, Stefán Thorarensen, Valtýr Stefánsson, Sigurður Kristinsson, Kolbeinn Árna- Karföflur, góðar ognódýrar fást á Hótel Goðafoss. son, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Halld. Bjarnadóttir og Anna Friðriksdóttir. ÚtvárpssfÖÖ. Ráðgert er, að út- varpsstöð verði reist f Reykjavfk fyrir næstu áramót. Verða það lftil áhöld með </z kilowattsafli f sendingaþráðum og senniléga aðeins til innanlandsnota. í stjórn stöðvarinnar eru taldir Magn. Guðm. ráðherra, Lárus Jóhannesson lögmaður Og Otto B. Arnar. R i t f r e g n i r. Sven Moren: StórviBi Helgi Valtýsson íslénzk- aði. Akureyri 1925. Að sögn þýðandans er skáldsaga þessi uppáhaldsbók norskra ungmenna enda notuð þar sem iesbók og einnig sem kenslubók f norsku f ýmsum há- skólum erlendis. Enda er höfundurinn einn af forgöngumönnum ungmenna- félagánna norsku. Sagan tekur til meðferðar eina Bterkustu og merkilegustu skapseink- unn norsku þjóðarinnar en það er óð- alsáitin og átthagafestan. Sagan er raunar mjög átakanlegur sorgarleikur, þar sem dóttir óðalseiganda fórnar séi fyrir föður sinn, til þess að bjarga óðalinu, að það gangi eigi úr ættinni, en visnar sfðan upp f óhamingjusömu hjónabandi og deyr á ungum aldri. Mótvægi hörmunganna f Iffi þessarar fjölskyldu, sem sagan greinir frá, er sigur þeirrar kjarnahugsunar, sem gerir norsku þjóðin sterka og rótfasta. Bók- in á þvf brýnt erindi til fslenzkra æskumanna, ef hún gæti snúið ein- hversstaðar til betra vegar léttúð ís- lendinga f þessum efnum. Við eigum of lftið af óðalsást enda fátt óðala f landinu. Bókin er auk þess mjög vel gerð skáldsaga og að þvf er virðist Kpurlega þýdd. Frágangur góður nema

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.