Dagur - 21.01.1926, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1926, Blaðsíða 3
3. fbl. DA0OR 11 Líndal hjálpað til minnis. Á þingmálafundinum í gærkvöld vildi þingmaður bæjarins taka sér yfir- heyrsluvald. Hann bar það fram að Ingimar Eydal kennari hefði eitt sinn sagt í blaðagrein, að „öll hlutafélög væru stofnuð i þeim tilgangi, að hafa fé af öðrum með fjárdrœtti og svik- um“. Vildi svo láta Ingimar gera grein fyrir, hvort hann áliti að »Tóbaks- verzlun íslands* væri einnig stofnuð í þeim tilgangi. Ingimar mótmælti að hafa ritað téð ummæli og krafðist þess að þingmað- urinn legði fram heimildina. Ennfremur neitaðí hann að láta yfirheyrast af Líndal um skoðanir sínar á landsmálum. Líndal hafði enga heimild í hönd- um en viidi láta fundinn skipa nefnd, til þess að rannsaka blaðið Dag frá upphafi og finna þessa heimild fyrir sig. Kvaðst ella mundi sjálfur finna hana hér eða í Landsbókasafninu. Ummæli þau, sem hér eru að vefj- ast fyrir þingmanninum og sem hann byggir á, mun vera að finna í grein, er nefnist „Samvinnufélög og hluta- félög“ birtri í Degi 2. apríl 1921. Er eg undirritaður höfundur þeirrar greinar. Við hr. Björn Líndal áttum þá í stórdeilum út af fyrirlestri hans „Frjálsir menn i frjálsu landi.“ Hafði hann lagt til, að samvinnufélögum yrði breytt í hlutafélög og ábyrgð félagsmanna takmörkuð við hlutafjár- eign þeirra, til þess að firra þá þeirri hættu, að verða öreigar vegna ábyrgð- arinnar. Eg rakti síðan sundur, hvað Iagi í þessari tillögu. Samvinnumenn skuld- binda sig til að standa í skilum við lánardrotna félaganna, meðan greiðslu- máttur einstaklinganna hrekkur til. Hlutafélagar takmarka ábyrgðina við hlutafjáreign sfna. Síðan spurði eg Líndal eftirfarandi spurninga: »Hver á að borga það, sem fram yfir er hlutafé f Á lánardrotnum, sem í góðu trausti hafa lánað fé sitt, að blæða? Er ekki tillaga hans um það að fyrirbyggja þá hættu, að félagsmenn tapi meiiu en hlutafénu sama og það, að gera mönnum fært, að akast undan því að borga rétt- mæta skuld > Er paö ekki sama ogaðfyrra sig tapi á kostnað annara með fjárdrœtti og svikum ?%* Eins og menn sjá, hefir Líndal vils* mjög í þessu máli. í fyrsta lagi hefir hann utnmælin skakt eftir. í öðru lagi eignar hann þau öðrum manni, en höfundi þeirra. Sfðan stendur hann tómhentur og ber að ósannindum og frumhlaupi. þetta er hér tekið fram, til þess að honum gefist kostur á að biðja Ingi- mar Eydal kennara afsökunar á fram- hlaupinu. Einnig er það gert til þess að koma í veg fyrir, að þingmaður- inn eyði dýrmætum tíma sínum, er hann kemur til þings í árangurslausa rannsókn og leit eins og í fyrra. Loks er það gert til þess enn einu sinni að færa kjósendum hér í bæ heim sanninn um það, hversu heimildavand- ur þessi háttvirti þingmaður er og hversu gætinn í umræðum. /ónas Porbergsson. * Leturbreytingin gerð hér. Ein prjónavél frá DRESDENER STRICKMASCH- INENFABRICK fyrirliggjtndi. Kaupfélag Eyfiröinga. F r é 11 i r. Þingmálafundur. Eftir iamþyktog ráði nser allra þeirra af andstseðingum þingmanns bæjarins, sem ven/ulega hafa tekið þáit i umrœðum á lands- málafundum hér í bæ, skýrði Dagur siðast þannig frá, að þeir myndn láta íhaldsflokkinn og þingm. eina um sfna hitu á þessum fundi. Sllkir flokksfundir eru nú farnir að tfðkast f Reykjavfk og þykja gefast betur en orðasennur þvfllkar, sem hér stóðu f nótt. Þess- háttar fundir virðast hentugri þar, sem ætlast er til, að almenningur átti slg á mátum og tlllögum. Þessi samtök þessara manna gliðnuðu og var oraök- in sú, að jafnaðarmenn i bænum og einkum hinir yngri þeir, sem kalla sig kommúnista, heimtuðu þátttöku ainna manna f fundinum. Var þá fyrirsjáan- legt, að fundur þessi myndi ekki verða flokksfundur íhaldsmanna. Nú hafa þesBÍr ungu menn bætt við reynslu sfna af svona fundum og eru væntan- lega ánægðari. Reynslan er þessi: Um- ræður um i. málið á dagskrá, sem var fjárhagsmál, stóðu nálega 5 klst. Þing- maður bæjarins eyddi langmestum hluta þess tfma, til þess að tala utan dagskrár. Svaraði hann fyrst blaðaá- rásum, hafði sfðan langa kenslustund f fjármálasögu landsins, talaði þarnæst langt mál um stefnumál en mintist ekki á væntnnleg þingmál, talaði loks og deildi á vfð og dreif um hin og önnur atriði, gömul og ný, sém of- langt ýrði opp að telja. Jafnaðarmenn báru fram viðaukatillögu við fjármála- tillögu íhaldsmanna. Ágreiningurinn var lftill. Flutningsmaður aðaltillögunnar taldi sig geta fallist á viðaukann, ef hann væri borinn fram sem sérstök tillaga. Þessi litla óánægjs yfir formi tillögunnar nægði til þess að viðaukian var feldur með 70 atkv. gegn 30. Þessi 70 atkv. íbaldsmanna hefðu vafalauBt skilað sér, þó aðaltillagan hetði vcrið á grfsku. Fíngratör þingm. eða einhvers hans nánustu fylgismanna hefðu nægt. Þessir ungu kommunistar eru væntanlega ánægðir yfir sfnum 30 sálum og þessum úrslitum. — Eftir þessar þreytandi 5 klst. fór meginþorri kjósenda heim. Fundinum var ekki lokið og verður haldið áfram f kvöld. Kaffistofa. Ungfrú Rósa Jónatans- dóttir hefir opnað kaffistofu f hinu nýreista húsi I. O. G T, og U. M. F. A Er þar snirtilegasti veitingasalur bæjarins og veitingar ágætar. . Ógild mynf. Dönsku silfurpening- arnir 2 kr., 1 kr., 25 aura og 10 aura hafa vérið kallaðir inn I Danmörk. Með auglýsingu ( Lögbirtingabl. eru menn aðvaraðir nm þetta og skýrt frá þvf um leið að bankarnir hér á landi innleysi þesaa mynt með dönsku gengi til 1. apr. næitkomandi en með falenzku gengi eftir þann tlma. Sement fáum við að forfallalausu snemma á næsta vori. Verðið lœgra eti áður. Gerið paníanir í iima. Kaupfélag Eyfiiðinga. Heilsuhælisfélag Norðurlands. JVlalarakstur. Akstur á möl og sandi til heilsuhælisbyggingar- innar verður boðin út sem ákvæðisvinna. Semja ber við Vilhjálm Pór, kaupfélagsstjóra. Framkvæmdanefndin. Jörðin Féeggstaðir f Skriðuhreppi er laus til kaups og ábúðar i næstu fardögum. Töðufall 90—100 hestar, útheyskapur 150—160 hestar. Sauðland sérlega gott. — Semja ber við undirritaðann. Féeggstöðum 9. jan. 1926. Loftur Guðmundsson. T i 1 k y n n i n g. i&Með bréfi dags. 2. f. m.jjhefir Fjármálaráðuneytið Iagt svo fyrir að eg skuli Innheimta innflutningsskýrslur yfir vðrur, er til Eyja- fjarðarsýslu og Akureyrar flytjast, jafnóðum og varan kemur og síðan tilkynna samanlagt verðmæti innfluttrar vöru i umdæminu i Iok hvers mánaðar. Mega menn pví framvegis búast við að vörur verði eigi afhentar at afgreiðslunm skipanna fyr en inn- flutningsskýrslur yfir pær hafa verið afhentar og tollar greiddir. Ennfremur ber að afhenda útflutningsskýrsiur fyrir útfiuttum vörum um ieið og farmskýrteini er afhent. Bæjarfógetinn á Akureyri 12, jan. 1926. Steingrímur Jónsson. Beizlissíengur, góðar og ódýrar, — fást hjá Sambandi ísl- samvinnufélaga- PJýtt steinhús er til sölu í Glerárþorpi. Stærð 10x8 álnir. Lóð fylgir, ein dagsiátta að stærð. Semja ber viö undirritaðan eiganda Tryggva Eiríksson Framnesi Glerárþorpi. ' fþi ■ *■* i Kerrur. Smiða nýjar og geri við gamlar kerrur. Veröið sanngjarnt. Grímur Valdemarsson. Oierárgötu 4. Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.