Dagur - 11.02.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 11.02.1926, Blaðsíða 2
22 DAOOR Ö.TIbl. Jarðarför konunnar rainnar, Berg- rósar Jóhannesdóttur, sem andaðist 26. janúar sfðastl, fer fram fimtudaginn 18. febr. næstkomandi og hefst á heimili hinnar látnu kl. 1 e. h. Olerá 10. febrúar 1926, Jóhannes Bjarnasor). er prestur samþykti ekki, sá reikning- ur var a. m. k. i uær 30 liðum. Aft- ur gerði prestur Þ. B. gagnreikning nær þrefalt hserri að ipphæð en reikn- ingur Þ. B. var. Úrslit málsina urðu þau, að bæði béraðsdómur og lands- yfirdómur dæmdu reikning Þ. B. rétt- an1) en reikning séra H. tilbæfulaus- an. Þá er í bæklingi þessum tilfært brot úr llkræðu eftir léra H., yfir einum merkisbónda f Núpasveit, Síg- urði Rafnasyni, er orðið hafði að standa f illdeilum við klerk. Mun hún eitt- hvert hið ógeðslegasta smjaður af þvf tæi. Eftir fádæma fagurgala um mann- kosti og framkomu S. R., getur hann um ágreining þeirra og segir: »Vér fyrirgáfum2) hver öðrum á okkar3) sfð- asta sámfundi okkar skuidir, til þess áð vér mættum hljóta sannkristilegan dauða, og fyrirgefningu bjá vorum himneska föður fyrir hvers ásjónu vér eitt sinn skulum báðir standa. Vorir sfðustu samfundir voru sannir vina- samfundir f kærleika og eindrægni, og eg er þess fullviss, að svo mundi haldist hafa, ef hinn framliðni vinur vor hefði fengið lenging sinnar hér- vistar hjá oss.< Til samanburðar er sýnishorn af ummælum prestsins 6 árum siðar um þennan sama framliðna vin: »Það eftirtektarverðasta f þessu máli er hin fólskulegu samtök til ljúg- vitnis og rangra réttarskýrslns, sem sýnast deginum ljósari. Það er sann- arlegur viðbjóður og andstyggileg sjón að sjá fdik lána sig til að Ijúga ær- una af saklausum, ekki sfzt þegar sá er sálusorgari þeirra — og sjá aðra hlaupa irá hálfsögðum sannleikannm til að halda lygum á lofti. — — — Þótt Sigurður Rafnsron eftir á héldi áfram að reyna að villa fólki sjónir um hvernig f ágreiningi okkar hefir legið, þá er það ekki tiltökumál. Hundarnir krafsa yfir skít sinn, hvf skyldi þá Sigurður ekki gera þaðl< Þá er skýrt frá þvf er séra H. hand- *) Þó œeð 2 kr. lækkun á éinum gjaldlið, Höf. *) Séra H. tók upp á ný þessi deilumál þeirra S. R. skömmu eftir dauða S„ er ekkja S, vat ein eftir til varnar, en fjekk í engu breytt niðurstöðum mál- anna. Höf, 3) Hér er að sjá sém enginn hafi yfirfarið handrit ræðunnar fyrir prest, til að leið- rétta kiaufalegustu ritvillurnar. Það er kunnugt að sjálfur er prestur naumast sendibréfsfær sem kallað er, hvorki með stafsetning né stíl, en þenna kafla ræð- unnar varð hann að semja alveg sérstak- Iega fyrir þetta tækifæri. Annars er það almenn skoðun að séra H. noti mikið gamlar og aðfengnar ræður, og þó ekk- ert úrval. Eru ræður hans margar eftir 18. aldar hugsunarhætti, ef þær eru þá ekki hugsunarlaus vaðall, og málið gam- aidags, m. leggsbraut1) andstæðing sinn Þórarinn Benjaafnison og meiddi annan mann á sáttafnndi að Preithólum 23. ágúit 1897 Fyrir handleggsbrot þetta varð prestur að greiða sekt og skaðabætur. Næst getur um tilraun céra H. og bróður hans til að klófesta strandgóss af franskri skútu, sem strandaði und- an Kflsnesi á Sléttu. Notuðu þeir bræður til þess fölsuð skjöl. Þóttust þeir vera chef de la cote (yfirmaður strandlengjunnai) og umboðsmaður tjó- vátryggingafélagsins. Mál þetta var rannsakað af Steingrími Jónssyni bæj arfógeta á Akureyri, er þá var lög- reglustjóri f Þingeyjarsýslu. Auk margs fleira, er um getur f nefndum bæklingi, er greinileg frá- sögn um kjörfundinn að Presthólum 21. júnf 1901 og hina óskiljanlegu veitingu Presthólspreitakalls sama ár. Þar er og bréf Suður Þingeysku prest- anna til biskupi út af þessari veitingu. Er þáð á þessa leið: >Vér undirskrifaðir lýsum því hér með ýfir fyrir vora hönd og safnaða vorra, að oss kom mjög-á óvart og hrygði stórlega sú fregn, að séra Halldóri Bjarnarsyni var af nýju veitt Presthólaprestakall. Það er sannfæring vor að þessi veiting geti haft skaðleg áhrif bæði fyrir þjóðkirkjuna sem félagslega skipun, sem og fyrir kristilegan anda og kirkjulegt líf þeirra manna, sem kunnugir eru því sorglega ástandi og þeim tilfinnanlegu kjörum, sem Presthóla- söfnuður hefir orðið að sæta og búa við um svo mörg undanfarin ár. Það er enn fremur sannfæring vor, að með þessari veitingu sé eigi þeim tilgangi náð, sem þó mun hafa vakað fyrir veitingarvaldinu að nú komist á friður og sátt í þessum söfnuði, heldur mun það sýna sig og er þegar farið að koma í ljós, að sama ó- friðaraldan heldur þar áfram, sem verið hefir síðan séra Halldór tók þar við prests- störfum. Vér lýsum einnig yfir því, að samkvæmt þeim kunnugleika, sem vér höfum af framkomu þessa manns, sérstak- lega gagnvart öllum þorra meðlima Prest- hólasafnaðar, þá álítum vér það sorglegt og óviðunandi fyrir alla vini kristinnar trúar og kristilegs siðgæðis að hsnn skuli enn á ný skipa flokk kennimanna hinnar íslenzku kirkju. Samkvæmt þessari yfirlýsingu vorri snú- um vér oss því til yðar, háæruverðugi herra biskup, í nafni vorrar kristilegu trú- ar og þeirrar þjóðkirkju, sem vér erum kallaðir til að þjóna og halda uppi heiðri og sóma fyrir, með þá ósk og beiðni, að þessi blettur verði afmáður sem fyrst, og gerðar ítarlegar tilraunir til að bæta úr kristilegri þörf og þrá þessa margreynda safnaðar. Grenjaðarstað 30. jan. 1902. Árni Jónsson. Sigtryggur Guðlaugsson. H. Hjálmarsson. B, Kristjánsson. Jón Arason. Einar Pálsson. Árni Jóhannésson.< Þá er þnr tilfært svar biskopsins, herra Hsllgrfass Sveinsionar, við bréfi þessu. Er það nr áttlftið til varnar, eins óg efni stóðu til, en verður eigi birt hér.2) Af bréfi þingeysku preitanna verður það Ijóst, að veiting þessi hefir verið alment skoðuð af samtfðinni hið meita hneyksli, a. m. k. af öllum kunn- ogum. Yfirlýsingu þessa hafa preitarn- ir gefið vítándi þess, að kirkjustjórnin mundi varla sjá sér fært að víkja séra H. frá embætti, þegar eftir eitt ár, þar sem ekkert nýtt hafði komið fyrir *) Högg það, er handleggsbrotið leiddi af, leit út fyrir að vera banatilræði af hendi prests. Höf. *) í þetta sinn munum vér eigi draga hlut kirkjustjórnar fyr og síðar í þessum efn- um inn í uwræður. Höf, á þeim tlma, eða tska hana til greiná á nokkurn hátt, enda reyna þeir ekki að benda á neinar leiðir. En því meira gildi hefir þessi yfirlýsing f sjálfu sér. Prestarnir bafa fondið til hínnar hei- lögu skyldu á, að veita óréttinum mót- stöðu, jafnvel þó lftil von væri um á- rangur. Enn eru ótalin ncörg mál frá fyrri tfmum, er réra H. átti f við sfna sveit- unga, og lömuleiðis þjófnaðarmálið, er hánn misti hempuna fyrir um skeið. Var þvf þann veg varið, að vinnu- menn prests bygðu kofa nokkurn eftir fyrirskr'pun prests. Raftviðinn tóku þeir af viðarhrúgu, er var á Preithólareka og óviðkomandi maður átti. Eigandinn krafðist skaðabóta af presti, en hann neitaði, og sagði viðinn ei tekinn eftir sinni fyrirtk'pan. Neyddist eigacdinn þá til að neita réttar sfns og hafði það þær afieiðingar fyrir prest, er áður er sagt. Eftir embættismisiinn er ivo að sjá sem eimkonar friðartfœabil taki við f lffi preits. Mun það mest hafa af þvf atafað, að nágrannar bans. þeir er ekki flæmdust burtu, sneiddu nú bjá hon- um enn meir en áður. Þeir leyitu sóknarbmd og fengu lér kjörprest, til að þurfa ei lengur að þola hina andlegu ánauð. Hítt mun sfður hafa verið ástæðan, að nokkur hogarfars- breyting h>fi átt sér itað hjá presti, þvf áður langt leið vildi sækja f sama hotfið. Þegar séra H var veitt Skinna- staðsprestakall og prestsköllin tvö sameinuð, flatti hann að Skinnástað en eirði þsr ekki nema eitt ár og fékk þá leyfi safnaðanna til að sitja að Presthólum. Á þesiu eina ári ætlaði alt að fara f bál og bracd milli hans og Öxfirðinga, en þar sem dvöl hans varð svo stutt f þeirri sveit, náði hann ei að verða tök nema f einu máli þar f sveit, er fyrir dómstóla kom. En nú hin sfðari ár er lem hann færist f aukana um mátaferlin. í einu fitjir hann upp 3 eða 4 landamerkjamál. Hafa tvö þeirra verið dæmd, og hefir séra H. orðið að falla frá öllum sfnum landvinningrdraumum. Um sama leyti kærir hann nigranna sinn, bændaö'dunginn, Jón Ingimundar- srfn á Brekku, fyrir þjófnað, en f þvf máli rann hann er á hólminn var kom- ið. Tók hann kæru þessa aftui1) án þess nokkrar nýjar opplýsingar kæmu fram f málinu og viðurkendi þannig i verkinu að kæran hefði aðeins verið tilraun, til að hnekkja mannorði þessa forna andstæðings sfns. Vakti þettá tiltæki hið meita hneyksli og jðk mjög á andúðina gegn presti, þvf J. I. er manna vinsælaitur. Annars mun þessi tilhæfulaaai þjófnaðaráburður séra H. ekki einsdæmi f seinni tfð. Á preit sjálfan hefir ekki sannast þjófnaður f seinni tfð svo kunnugt ré en til eru þeir menn, sem telja það hepni mikla, ef slfkur maður er laus við þann vanka. Enn sem fyr þykir ástæða til að telja hann hættulegan limum manna, ef svo ber til að hann reiðist Sem sveitar og týslufélagi hefir hann þrjézkur reynst. Opinber gjö’d avo sem aukaútsvör og skatta hefir l) Sumir halda eftir ráðleggjingum atjórn- arráðsins. Höt, hann oftsinnis kært1) fyrir lýilu- og ikattanefndum, og áð þvf er vér bezt vitum f eitt einasta skifti fengið lftils- háttar lækkon. Hvað eftir annað hefir legið við að gjöld þessi hafi þurft að tska lögtaki bjá honum. Og f viðtkift- um er hann talinn refjóttur og óskil- vfs af mörgum. Hina prestlegu verðleika séra H. mun lesarinn að nokkru leyti geta gert sér hugmynd um eftir undanfarinni lýsingu, þó er eigi úr vegi að vfbja að þeim nokkrum orðum sérstaklega. Þá er þess fyrat að geta að frá form- legri hlið skoðað, er embættisfærsla hans f mesta ólagi. Heil og hálf árin lfða svo að áldrei er messað f sum- um kiikjunum, þess eru dæmi að presturinn rést eigi á sumum annex- fum svo mörgum mánuðum skiftir. Húsvitjanir fermingarbarna mun hann ekki ræbjá á. m. k. er oss kunnugt að f fjölmennustu sókninni hefir hann aðeins einu sinni húsvitjað börnin f 10 ár. Oftast »oppfræðir< hsnn þau 3 dagstundir fyrir ferminguna. Við guðsþjónustur og aðrár prest- legar athafnir fer hann oft »út af lag- inu<, sem kallað er og stundum svo hrapallega, að almennur hlátur verður f kirkjunni. Komast slfkar skrftlur af honum væntanlega f Þjóðvinafélagi- almannakið á sfnum tfma. Sem fyrirmynd annara um lotningu fyrir trú og kirkju má geta þess, að séra H. hefir fundið upp margvfslegar aðferðir um notkun kirkjunnar. Hefir hann komist upp á að nota hana ýmist sem geymsluskemmu, þurkhús, smfðaverkstæði eða sláturhús.2) Má gera ráð fyrir að hann finni enn upp nýjar notkunaraðferðir, ef honum end- ist embættisaldur svo nokkru oemi. Um kennimannlega verðleiká prests getum vér verið fáorðir mjög. Þar eru allir kunnugir á einu máli um, að þeir fyriifinnist hvergi. Sú er hand- hægust sönnun f þvf efni, að enginn skynbær maður, sem kunnugur er og dómbær um þá hluti mun vilja gerast hlæilegur fýrir yfirlýsingu á þá leið, að téra H. hafi eflt hans trú og sálu- hjálp eða verið honum fyrirmynd og leiðari f andlegum efnum. Vér höfum hér að framan lýst séra H. eingöngu með tilliti til hans em- bættis. Nokkra þætti f fari háns, er ekki þóttu skifta máli, hefir því undan borið, má þar til telja ýmsa takmark- áða koati. IV. Svo kann að lfta út við fljótlega athagun sem séra H. sé þáð andlegt smámenni fyiir utan aðrar hana tak- markanir, að hann muni engin áhrif hafa á aðra menn hvorki til ills né góðs, enn þessu er annan veg farið. Á það er þá he’zt að lfta, að hveis- *) T. d. lágu fyrir aðalfundi sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu síðastliðið vor 6 kærur frá séra H„ allar árásir á hrepps- nefnd Presthólahrepps út af sveitarmál- um. Sýslunefndin úrskurðaði allar kær- urnar ástæðulausar. Höf. 2) Sumir héldu norður hér, að þetta væri vítavert af presti, en svo mun þó ekki vera, því kirkjustjórnin hefir ekki látið rannsaka þetta atriði og mun þó hafa fengið vitneskju um þessa sérkennilegu kirkjuathöfn. Höf,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.