Dagur - 11.03.1926, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur úf á hverjum flmtu-
degi. Kostar kr. 6.00 írg.
Ojalddagi fyrlr 1. júlí. Inn-
heimtuna annast, Árnl
Jóhannsson I Kaupfél. Eyf,
IX. ár. |
^■»- n i nfxn r- ru'Wi
Akureyri, 11. marz 1026.
Af g r e i ðs la n
er hjá Jónl !>, I>ór,
Norðurgðtu 3. Talsfmi 112.
Uppsðgn, bundin við áramót,
sé komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
iMentaskólamál.
líj£JJmrœðurnar 1920.
Átið 1920’ urðu^ulsvert snarpar
námsskeiðum (saumanámssk., smiða-
námssk., vefnaöarnámssk. o. s. frv.),
eftirlitslausum og litið styrktum.
Heiztu niðurstööur blaösins ums
stefnu pá er taka pyrfti i íramtiðinnif
blaðaumrœður hér norðan lands um«voru Þessar;1)
Mentaskóla á Norðurlandi. í þeimfj h Aö finna réttan mælikvarða fyrir
umræöum bárust einkum á og voru^ia^mennr* ^4æöslu og gefa hverjum
ósampykkir Dagur og íslendingur.f tn*nn‘ ^ost * henni,
2. Að iullnægja fræðsluþörfinni á
réttum tima þroskaskeiðsins.
3. Að aðgreina eftir mætti almenna
undírbúningsfræðslu og sérfræðslu.
4. Að haga sérfræðslunni eftir
þöifum og hneígöum.
5. Að samræma og tengja saman
alt okkar skólakerff, svo að þaö
veröi ein lifræn heild, en.þó.án
heftandi sambands.
Einn kennari GagnfræðaskóUns hér
í bænum, Brynleifur Tobiasson, var
þá ritstjóri íslendings og hóf hann
þessar umræöur.
Mótstaöa Dags gegn málinu var
einkum reist á þeirri skoöun blaðs-
ins, að meö þvi að breyta Gagn-
fræðaskólanum i mentaskóla, er ætti
aö keppa við Hinn alm. mentaskóla
i Reykjavík, yrði stofnað til meiri
stúdentafjölgunar en holt yrði fyrir
stúdentana sjálfa og fyrir pjóðina.
ReynsUn hefir sýnt, að mentaskóli
i Reykjavík hefir vikkað og panist
ár frá ári. Áðsókn að embættum og
opinberum störfum er höfuðorsök
stúdentafjölgunar. Strfðir sú stefna
gegn peirri pörf og hneigð þjóðar-
innar, sem annarsvegar kemur fram,
að fækka embættum og færa opin-
bert starfsmálakerfi landsins i ein-
ialdaia hori. Pótti Degi sem einn
endurbættur og vei rekinn menta-
skóli, sem trygði ölium landsbúum
svipaða aðstöðu til námsins, myndi
nægja okkur enn um skeið. Virtist
blaðmu sem annarsstaöar væri meiri
þöif nýrra skólastofnana en á þröik-
uldi báskólans, þar sem alt okkar
skólakerfi væri sundurlaust og ó-
samræmt og skortt nálega alveg sjálf-
an grundvöll hlnnar almennu lýðtrœðslu.
Megin áhetzla væri tögð á að troða
bóktræðum i börn, áður en þau
hiytu námsþroska. Hinsvegar litil á-
hetzia lögð á að fullnægja almennri
fræðsluþöif á réttum tima þroska-
skeiösins. Afleiðingin yrði sú að
ungtingarnir kæmu litt eöa ekki
unditbúnir i sérskólana (bændasköla
húsmæðraskóla, kennaraskóia, verzi-
unarskóla, sjómannaskóia), sem þytflu
fyrir þá sök að eyða miklu af tíma
sinum og kröftum, til þess að und-
irbúa nemendurna undir sérnámið
og yröi þvi hvorttveggja ófullnægj-
andi undirbúningur og sérnám. Enn
var á það bent, hversu einhliöa á-
hetzla er á það lögð, að tröða bók■
viti i alla hausa, þá sem i skóla
komast, en náiega ekkert gert fyrir
verksviíið i landinu, þar sem ein-j| '——---------
stakir menn eru látnir hafa fyrir þvíjf ‘) sjá Dag 1920, 25. tbi.
að kenna þjóðinni verkbrögö álS2) Sjá Lögréttu 8. des. 1925.
Síöustu tilliagur.íjmentamálum.
Síðan áðurnefndum umræðum
slotaði, hefir tiltölulega fátt verið
rætt og ritað um fræðslumálin yfír-
leitt. Milliþinganefnd i fræðslumál-
um skilaði að vísu áliti sinu og til-
lögum, en þær hlutu engan byr né
undirtektir, sem teljandi væru. Um
hið almenna fræðsluketii landsins
hafa engar umræöur oröið. Tiiraun
var gerð á þingi, undir yfirsktni
sparnaðar á rikisfe, að lama barna-
fræðslukerfið með pvi að velta
kostnaðinum að mestu yfir á fræðslu-
héruðin sjálf, en tókst ekki. Aöal-
umræður I fræðslumálunum hafa
orðið um mentaskólamálin. Hafa
verið þar uppi mjög andvígar stefn-
ur. Annarsvegar stofnun mentaskóla
á Norðuriandi. Hinsvegar að færa
Hinn almenna mentaskóia að nýju
f einskonar miðaldastakk, mcð öðr-
um orðum, stofna samfeidan lærðan
skóia, með latinu sem höfuönáms-
grein.
Jón Ófeigsson mentaskólakennari
var eriendis á siðastiiðnu ári, tii pess
að kynna sér fyrirkomulag fræðslu-
mála, I peim tilgangi að koma fram
með tillögur um ureytingar og um-
bætur á skólakerfi landsins. Hann
hefir nýlega birt álit sitt og tillög-
ur.2) Kennir þar nokkurra nýmæla,
sem verða væntanlega tekin til á-
lita við endurskoöun þessara mála,
áður langt um liöur. Meðal annars
leggur hann til að í skóiakerfinu
verði tveir mentaskólar.
Vegna þess reiþdráttar, sem orð-
ið hefir f mentaskólamálunum hefir
um náiega ekkert annað i fræðslu-
málum landsins verið rætt og ritað
undanfarin ár. Hinsvegar hafa tillög-
,ur þær, er á lofti hafa verið um
breytingar á Mentaskólanum verið
■ svo fjarri þvf, að horfa til umbóta,
að þær hafa farið i gagnstæða átt
og orðiö til þess að auka Menta-
skóiamáli Norðurlands fylgi.
íhaldsstjórnin hefir nú tekið þess-
ar skemdatillögur Bjarna frá Vogi
upp á arma sina. Viröist af þvi, að
i málinu sé fullkomin alvara. En sú
skipun málsins mun vera stórum
meirihluta þjóðarinnar þvert um
geð. Hinsvegar veröur ekki hjá því
komist aö ráða mjög bráölega fram
úr þessari grein mentamálanna með
þvi að núverandi skipun þeirra er
óviðunandi. Verða í næstu köflum
bornar fram nýjar tiilögur i menta-
skólamálunum.
Dánardœgur.
Ólöf i Vogum.
Síðastliðið sumar flutti blaðið dánar-
fregn með þessari fyrirsögn. Þá drukn-
aði Ólöf Pórhallsdöttir í Vogum,
frumvaxta mær, frábær að gerfileik.
Nú flytur blaðið fregn um dauða
Ólafar Sigfúsdóttur Hallgrímssonar í
Vogum og Sólveigar Stefánsdóttur konu
hans frá Öndóllsstöðum í Reykjadal.
Ólöf veiktist af botnlanga- og líf-
himnubólgu aðiaranótt sunnudags, 14.
febr. síðastliðinn og andaðist föstu-
daginn 19. sama mánaðar. Hún var
íædd 21. ágúst 1913 og var elzt af
6 börnum foreldra sinna.
Fráfall hennar var nálega jafnsvip-
legt og frændkonu hennar, Ólafar
Þórhallsdóttur. Eu þær nöfnur voru
bræðradætur. Eins og nafna hennar
andaðist hún á föstudag 19. dag mán-
aðar og á sama klukkuslagi! Hver eru
þau rök örlaganna, er liggja til slíkra
atburða? Var henni valin sama mót-
tökustund? Kvað við hljómur sömu
dánarhringingar sama musteris á landi
hinna hfenda? Þó slikum spurningum
verði ekki svarað, er tæplega hægt að
efast um sarafylgd þeirra nafnanna um
furðulöndin hinumegin.
Ólöf var efnisbarn, greind og góð
og falleg. Hún var dökk á hár og
raikilhærð, brúneygð og fagureygð.
Hún var barna viðkvæmust fyrir þján-
t
Jón Kristbergur Árnason,
,Víðivölium.
Lsugardaginnj 6. þ. to. andaðiit á
Sauðárkróki eftir þnnga legu Jón Kriit-
bergur Árnaion bóndi á Víðivöllum i
Skagafirði, rúmtega fertugur að aldri.
Hann var sonur Árna Eirfkssonar
bankagjaldkera hér í bssnum og konu
hans Steinunnar Jóusdóttur prests á
Mælifelli. Jón var kvongaður Amalfu
Sigurðardóttur á Viðivöllum og eiga
þau 4 börn á Kfi og eitt dáið. Jón
var röskleikamaður mikill og vinssell
og er að honum mikil eftirsjá.
ingum annara, en stilt um eigin kjör.
Svanirnir, sem dóu af harðrétti þar
við landið, áttu hrygð hennar. Sérhvert
vor, er kom með ljós og líf og suð-
rænan blæ úr faðmi öræfanna, átti
hennar léttu æskuhlátra. Hún var starf-
íús og gladdist við vaxandi þrótt, er
gerði henni fært að létta meir og
meir einyrkjastrit foreldranna.
Ólöf varð við dauða sínum þannig,
að fágætt mun vera um barn á 13.
ári. Hún hughreysti foreldra sína,
kvaddi alt heimilisfólkið, bar fram
óskir sínar um hversu haga skyldi
útför sinni og soínaði við sálmasöng
og vögguvísur mömmu sinnar eins og
svo oft áður. Eftir því sem ráða mátti
af tali hennar í dauðastríðinu, mun
hún hafa verið ein af þeim, sem er
leyft að sjá yfir í annan heim, áður
en um skiftir til fulls viðskilnaður við
þetta lif. Engir fordómar, ekkert ó-
samræmi milli réttlætistilfinningar og
breytni hafði náð að reisa hindranir
við fótmál dauðans.
Vogar eru eitt af merkilegum nú-
tíðarheimilum íslenzkum. Þrír bræður,
allir einyrkjar, ala þar upp stóran
barnahóp. Jörðin er kostajörð og um-
hverfi sfórfagurt. Hin unga kynslóð
grær þarna á vatnsbakkanum eins og
hvannstóðið í hólmum Mývatns og
Laxár. Heimilið er í sárum. Sviplegt
fráfali tveggja elztu dætra þess veldur
þungum harmi. En yfir þeim harmi
hvílir fegurð og blessun hreinleikans.
Og það verður með Vogaharminn
eins og flesta aðra harma, að nauð-
syn lífsins og störf á komandi árum
nema úr honum sársaukann, en eftir
verður saknaðarblandin þakklátssemi
fyrir veittar gjafir.