Dagur - 11.03.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1926, Blaðsíða 2
40 BACDR 11. tbl. ri ~rr 'i~«~ wr> j~rw~i 0 Nýkomið í 0 0 0 0 (®/ Tóbaks og sælgætisvörur, margskonar. Ávextir þurkaðir. (§J hinn eftirspurði 0 0 kryddkanel. manna 0 rajöl, raaisenamjöl, semouttu- 0 grjón, bygggrjón, ---------- 0 -- — (§/' grjón, sagógrjón og makkaronur. (§/ (®/ (§/ (@/ 0 0 verði. 0 0 0 @/ verzl. )óh. Ragúels: 0 0 0 0 0 0 0 Kryddvörur, parámeöal 0 0 0 0 0 Sagómjöt, brísmjöl, kartöflu- 0 0 0 0 0 Reynið mína nýju te tegund. ^ Hið ágæta brenda og mai- aða kaffí ávalt fyrirliggjandi. 0 0 0 0 Hreinlætisvörur: Handsápa, 0 (®J Persil, Henko sódi, fægilögur, 0 0 gólfáburður, skósverta, ofn- sverta. 0 0 0 0 Leirvara öll með niöursettu 0 0 0 Fræðimenskan á Ögmundarstöðum. Margeir á Ögmundarstöðum virðist hafa talsverða hneigð til að leggja fyrir sig fræðasnuður. Ýmsir munu minnast útskýringa hans á iorskildum bæja- nöfnum, sem voru sumar torskildari en bæjanöfnin sjálf, Skemmra er þó hins að minnast, að hann setti saman í bók úrval af lausavísum og kallaði Siuðlamál. Dagur fann talsvert að frá- gangi og vaii þessa samsetnings. Færði hann með gildum rökum sannanir fyrir því, að Margeir myndi skorta ýmsa æskilega kosti, svo sem gáfur, smekkvísi og vandvirkni til þessháttar bókagerðar, enda myndi hún reynast flestum örðug með þeim vinnnubrögð- um, er hann beitti, þar sem hann, að kalla mætti, gripi vísur á lofti og tíndi saman úr munnmælum og eftir lauslegum heimildum án þess að leita óyggjandi eða beztu heimilda, sem völ væri, um uppruna vísnanna og rétt- hermi. Frú Theódóra Thoroddsen hefir í Vísi sömuleiðis vítt frágang þessarar bókar, að því er snertir meðferð á vísum Andrésar Björnssonar. Um þær var henni kunnugast. Þannig myndu margir geta bent á vansmíði þessa verks, hver eftir sínum kunnugleik. Nú hefir þessi ósmekkvísi snuðrari bætt gráu ofan á svart með því, að rísa upp til andsvara gegn réttmætum aðfinslum. í stað þess að skamraast sín fyrir að misbjóða og afbaka vísna- gerð þjóðarinnar í slíku samtínings- hrafli ber hann í hvern brest, reynir að færa sönnur á afbakanir sínar, af- sakar sig með ýmiskonar fyrirslætti og stælir sig upp með skömmum og fúkyrðum. Honum fer líkt og »Sól- dægra-skáldinu* og öðrum andlega skyldum sálum; sem ekki láta við svo búið standa, að setja saman lélegar og stórgallaðar bækur, heldur rísa upp fólreiðir með skammir og illyrði, ef fundið er að verkum þeirra og til þess mælst að þeir spilli ekki smekk þjóð- arinnar eða valdi óþarfri peningaeyðslu með andlegu ómeti sínu. — Svar Margeirs til Dags birtist í ísl. síðasta mánuð. Auðsæilega þótti blaðinu það hið mesta hrakmeti. Var það bútað mjög sundur og felt í eyður blaðsins og leið langt á milli búta. Það væri þarfleysa að svara þessu fúkyrðarausi þessa andlega tilbera, sem ætlar sér að komast á nálega alla skáldspena í Iandinu og spýta mjölt- inni í „Stuðlamár. Og eigi er þörf á að endurtaka fyrri rök. Á það skal þó bent, til þess að íþyngja ekki þessum aumkvunarverða manni um skör fram, að dálitlar líkur eru fyrir því, að ein villan sem Dagur benti á, hafi stafað af prentvillu. Þetta er þó ekki sannað, en Margeiri verður f meira lagi skrafdrjúgt um líkurnar og blæs sig mjög upp. Fer honum líkt og alkunnu húsdýri, sem herðir á gjammi sínu, þegar það þykist vera komið í óhultan stað. Að öðru Ieyti standa aðfinslur blaðs- ins óhraktar. Grein Margeirs er aðeins óræk sönnun þess, að ofan á alt annað er þótti hans og sjálfsálit svo mikið að hann mun seint beita nægilegri varúð við slíkar iðkanir. — En áður en Dagur skilst við þetta svar Margeirs vildi blaðið mótmæla því, að það hafi »ráðist á« Ólfnu Andrésdóttur skáldkonu. Blaðið benti einungis á það sem vott um smekkbrest safnar- ans, að hann tók í safnið eina af lakast gerðu vísum hennar, þar sem gnægð var annars betra. Til viðbótar við áður taldar villur í »StuðIamálum« skal nú bent á nokkrar sem blaðinu hefir verið bent á og á er bent í grein frú Theódóru Thor- oddsen. Margeir hefir hnoðað hortitt (nú) framan við 3. vísuorð vísunnar »Trausts- yfirlýsing« (bls. 70). Theódóra heldur því fram að hann hafi bætt hortitt (en) framan við 3. v. o. í vísunni »Móðurlaus eg orðinn er o. s. frv.« (bls. 70). Margeir kannast við það í svari til frú Theódóru að 1. vísuorö seinni vísunnar »Efnislaust ástarbréf* eigi að vera: »Ónei — eg skal þegja um þó« í stað: »Eg má til að þegja um þó« eins og stendur í »StuðIa- málum«. En hann telur þetta prent- villu! Eftir svipuðum líkum ætti hann að geta kent prenturum og prófarka- lesara um allar villur. En hann ætti að varast að ýfa prófarkalesarann til frásagna um sitt starf. Hann hefir skýrt rangt frá um tildrög vísunnar »Ráðið« (bls. 69); Það var ekki h.f. Völundur, sem var að verða gjaid- þrota og sem þar er sagt að hafi selt sálu sína þeim »gamla« (Birni Jóns- syni) fyrir silfurberg, heldur var það einn af eigendum Völundar, sem var, að sögn, þannig staddur og tók silfur- bergsnámurnar á leigu. Margeir hefir í svari sínu til frú Theódóru Toroddsen lofað miklu af leiðréttingum við þetta I. hefti »Stuðla- mála« þegar II. hefti komi út. Eftir líkum að dæraa, rayndi ekki veita af, að gefa út Stuðlamál I. A., sem væri leiðréttingahefti og yrði síðan annaðhvort hefti leiðréttingar. Dagur vill að nýju beina því til útgefend- anna, hvort þeim sýnist ekki rétt að taka upp önnur vinnubrögð við út- gáfu slíks verks. Láti, þeir Margeir vinna fyrir sig áfram, þyrftu þeir að fá honum reglur til að vinna eftir. Það er óviðunandi, að svo merkilegu efni, sem ferhendagerð þjóðarinnar er, sé misboðið á þann hátt, sem Mar- geir hefir gert í sínu ósmekklega, grautarlega og hroðvirknislega vali og að hirðuleysi útgefenda setji síðan vel- þóknunarstimpil sinn á verk slíkra fúskara. F r é 11 i r. Frá Alþingi. Þingfundir eru stuttir daglega, enda eru öll stærri n>ál i nefndum. J. J. flytur frumv. um bygg- Inga og landnámssjóð og frumvarp um sé/stakan gróöaskatl. Skulu greiða aérstakan gróðaikatt þeir, sem hafa ikattsbyldar tebjnr meiri en 15.000 kr eða ikattskyldar eignir meiri en 50000 kr. Skatturinn rennur í bygg- inga og landnámssjóð. Fé landoáms tjóði skal verja til þeis að borga vexti af lánura, er tekin eru tii húia- gerðar og rektunar eða til nýbýla- geiðar. Bernharð flytur frumvarp um stofnun mentaskðla NorÖanlands og Austanlands á Akureyri: Við Gagn- fræðaskóiann þar skal bæta lærdóms deild, er hafi rétt til að útskrifa stú- denta til Háikólans. Frumvarpið var til umræðu f gær og var vfsað til nefndar og annarar umræðu með 22 atkvæðum.' — Landbúnaðarnefnd flytur fyrir hönd atvinnumáiaráðherra frumv. um kœliskip: Þegar Efmskipafélsg íi- landi lætur byggja nýtt millilandatkip skal rfkisstjórninni heimilt að leggja fram sem rfkissjóðsstyrk 350 þús. kr. gegn þvf að f skipinu verði fullkomin kætiútbúnaður. Ennfremur skal heim- ilt að ábyrgjast lán til byggingar slfki ikipi. Talið er vfit að veödelldatfrv. itjórnarinnar muni ganga fram. Fium varpi um skiftingu Gullbringu- og Kjósarsýslu i tvö kjördœmi, er talinn vfs dauði f dag. — Mentamálanefnd f Nd. er klofia í Lœrðaskólamálinu. Er búist við að hvorugt málið gangi fram. Samgöngumálanefnd Nd. er klofin um þá breytÍDgu vegalaga að gera veginn frá Ak. — Kriitness að þjóðvegi. Sveinn og Klemenz f minnihluta. Þykir koma fram furðuleg hlutdrægni bjá íáaldsfl. f þvf máli og éru þau áhrif talin stafa frá vegamálastjóra. Dánardægur. Nýlega er látinn bændaöldungurinn Þorvaldur Arasen á Vfðimyri 76 ára að aldri, meiti heiðursmaður f hvfvetna. 4. þ. m. önduðust tvær aldráðar konur hér f ■uðurbænum: Vllborg Pétursdóttir tengdamóðir Slgmundar Sigurðssonar úrsmiðs og ekkjan Guðrún Oeirsdótllr til heimilii f Aðalstr. 36. Þá er ný- iátin f Reykjavlk frú Vilborg Grönvold ebkja Carls Grönvolds fyrrum verzl- unarstjóra á Siglufirði. á Sannudaginn andaðiit Sigurður Jóhannesson smiður Norðurgötu n hér f bænum eftir langvarandi veikindi. Nýræður varð Jónas dbrm. Gunn- laugsson frá Þrastarhóli á fyrra sunnu- dag. Lúðrasveit bæjarins fór heim að húsi hani og spilaði þar og ýmsir borgarar bæjarini og fleiri heiðruðu afmæliibarnið með heimsóknum og afmælisóskum. Jónai ber ellina prýði- lega og er hinn ernaiti. Fri Heilsuhælisfélaginu. Það sem eftir var af framruðningi á hæliigrunn- inum var boðið út til ákvæðisvinnu. Mynduðu nokkrir menn félag og tóku verkið að sér. Verður þeim vet ágengt. Þá hefír og verið boðinn út flatningur á möl til byggingarinnar. Hefir Krist- ján Kriitjánsson bflstjóri tekið það að lér flytja 6000 tunnur malar. Er hún tekin f hólnum hjá þinghúsi Hrafna- gilshreppi. Hefír Kriitján þegar tvo bfla f gangi og mun bráðlega bæta við þeim þriðja. — Eagar nýjar upp- lýsingar um fjáriöfnun hafa nefndinni borist. Ekkert hefir heyrst um árangur fjársöfnunar f Rvík né úr Skagafirði. Þó hafa lauslegar fregnir boriat um, að þar sé einhverju safnað. Af hreppum þeim hér f grendinni, sem framkvæmda- nefndin akrifaði og beíddist stuðnings og tjárstyrktar, haja Hrafnagil&hreppur og Öngulstaðahteppur enn engu svarað. Framkvæmdanefndin á von á svöruml Mundi hún ekki geta talið annað ■æmilega kurteisi af héndi hreppi- nefndanna. Búnaðarnámskeiö. Eins og undan- farin ár heldur Búnaðarfélag íilandi uppi búnaðarnámskeiðum. Metúsalem Stefánsson ráðunautur og Hallgrfmur bóndi Þorbergsion á Halldórsstöðum fara um Austursýslur alt frá Horna- firði og norður f Vopnafjörð og haldá námskeið á mörgum stöðum. Um Þing- eyjarsýslurnar hafa farið Árni Eylands ráðun. og Ólafur Jónsson framkvæmda- atjóri Rf. Ni. Varð Árni að hverfa heim með Goðaíoisi slðast vegna veikinda á heimili hans. í stað hans flytur Jochum Eggertsson fyrirleitra á námaakeiðunum. ' Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an f bjónaband að Saurbæ f Eyjafirði ungfrú Emma Elfasdóttir frá Helgár- seli og Björn bóndi Jóhannason á Laugalandi. Á þriðjudaginn voru gefin saman f bjónaband f kirkjunni hér f bænum ungfrú Jóna Jónadóttir frá írafirði og Jón Norðfjörð bæjaratjóra- skrifari hér f bænum. Suðurganga. Steingrfmur læknir Matthfasson tekur sér far með íslsndi næst áiamt frú sinni. Fer Steingrfmur til Rómaborgar, til þeas að sitja þar fund akurðlækna, er þar koma saman úr ýmsum löndum. Hefir Steingrfmur verið kosinn meðlimur alþjóðafélags skurðlækna. Goðafoss kom á sunnudagsnóttina og fór aftur á þriðjudagimorguninn. Skipherrann Einar Stefánsson hefir landdvöl hér á heimili afnu mefian skipið fer suður, en Pálmi Loftason 1. stýrimaður hefir akipitjórn á meðan. Mefial farþega til Rvfkur var Jón Stefánsson fytv. ritstj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.