Dagur - 20.05.1926, Blaðsíða 3

Dagur - 20.05.1926, Blaðsíða 3
22, tbl. DAOUR 87 Tóbaksvörur, allsk. Postulíns-, leir- og glervara. Fjölbreyttar vöruri! Lægst verð! Jóh. Ragúels. upp á arma sína. íslandsbanka þykir vænt um fóstrið, því með því væri hamlað vexti Landsbankans. Nú hefir Björn Kristjánsson fylgt frumvarpinu ur garði með fyrirlestri í Verzlunar- ráðinu og hefir íslendingur lapið þann samsetning upp í blaðiö. í því erindi er mikið af rausi um samvinnufélögin, sem B. Kr. hetir lengi þráð að geta unnið geig. Eigi eru líkur til að banka- málunum verði komið í fast horf að þessu sinni. Slíkir uppvakningar bíða því enn ókveðnir niður. Má og við því búast að fleira óhreint verði á leið málsins, áður en tekst að koma því í höfn, hvort sem vona má að innlend gifta verði sigursælli innlend- um og erlendum spekúlöntum. Uppgjafir skulda. Eins og kunn- ugt er hefir verið mikið um uppgjafir skulda í landinu á undanförnum árura. Bankarnir hafa gefið útgerðarmönnum og kaupmönnum upp tugi og hundruö þúsunda. Neraa þessar eftirgjafir rnörg- um milljónum króna. Hin eina tegund fyrirtækja, sem hafa staðið við nálega allar skuldbindingar, hafa verið sam- vinnufélög. Pó hefir út af þessu borið í Reykjavík, þar sem viðskifta-siðferði samkepnismanna mótar hugarfar al- mennings. Kaupfélag Reykjavíkur hefir lent í vanskilum og Landsverzlun Is- lands hefir tapað þar nokkurri skuld. Jafnskjótt og óvinir samvinnufélaganna þóttust fá þarna tækifæri til ádeilu, gripu þeir það á lofti og fóru með það inn í þingið. Jón A. Jónsson bar í Neðrideild fram fyrirspurn til iands- stjórnarinnar svobljóðandi: »Hver var skuld Kaupfélags Reykjavík- ur við Tóbakseinkasölu ríkisinsf Hefir landsstjórnin gefið eftir þessa skuld og, ef svo er, þá af hvaða ástæðum og með hvaða lagaheimildf* Mönnum mun hafa virzt, að J. A. J. ætti síðastur þingmanna að rekast í eítirgjöfum opinberra stofnana. Meðan hann var bankastjóri Lands- bankaútbúsins á ísafirði tapaði útbúið í kring um milljón króna. Eigi hefir verið gerð nein grein fyrir því opin- berlega, hversu hefir verið háttað þessu gífurlega tapi útbúsins. Fyrirspurn J. A. J, minti á að það og fleira af svip- uðu tæi væri enn á huldu. Bar því Jónas Jónsson fram í Efrideild svo- hljóðandi tillögu til þingsályktunar: »Efrideild Alþingis skorar á landsstjórn- ina að skýra deildinni frá, hvort það er með hennar leyfi og samþykki og, ef svo er, þá með hvaða heimildum að tvær lánsstofnanir, sem standa beint og óbeint undir eftirliti landsstjórnarinnar, hafa gefið upp í tveimur tilteknum tilfellum mjög stórar upphæðir. Þau atriði, sem skýrslu er óskað um eru: t. Hin mikla uppgjöf útibús Landsbank- ans á ísafirði. a. Uppgjöf á skuldum, ábyrgðum og vöxtum til handa firmanu Nathan og Olsen í Reykjavík af hálfu Landsbankans og íslandsbanka<. 0 0 (© mr Síorm-iakkar, 0 © 0 karlm. og unglinga nýkomnir. ^ Verð frá kn 19.00-29.00. (gl 0 0 r (@/ (©/ 0 0 Waterproof-jakkar 0 (©* á kr. 29.00. (©> 0 0 0*0 0 0 0 0 Peysur, m 0 3 0 0 karlm. og drengja, úr hör og ^ ^ ull. Gamla, sterka tegundin. Verð frá kr. 4.75 drengja /gy og frá kr. 8.00 karlm (© 0 0 0 0 Brauns Verzlun. Pðll Sigurgeirsson 0 0 & 0 0 Rakklæti. Á Sumardaginn fyrsta 22. apríl síðastl. heimsóttu okkur hjónin nokkrir sveitung- at ásamt sóknarprestinum séra Theódór á Bægisá og frú hans Færðu þeir okkur vandað minningarspjald með stækkaðn mynd af okkur hjónunum til minningar um 50 ára sambúð okkar í hjónabandi. Fyrir þann vináttuvott, sem lýsti sér bæði í áminsfri heimsókn og þeim hlýju ummælum, er presturinn mælti til okkar, vottum við öllum peim, sem áttu hlut að því, að slá þessum ljósbjarma á dapurleik ellinnar, hjartans þakklæti okkar og ósk- um þeim ánægjulegra daga til æfiloka. Þverá í 0xnadal 26. apr. 1926. Þorbjurg Friðriksdóttir. Stefún Bergsson. Framsóknarflokksfélög. Bændur landsins eru nú allvíða að vakna til skilnings á nauðsyn félagsbundinna samtaka í landsmálum. Reir, sem ekki skilja þá nauðsyn vegna eigin málefna, sannfærast við áróður annara lands- málaflokka, sem sækja nú fast fram aö efla íylgi sitt og koma skipulagi á fylkingar sínar. Ró bændastétt lands- fns eigi í fóruin sínum einn mesta hæfileika, eru bændur annmarkamenn miklir í landsmálum. Þeir eru margir hverjir staðir og sauðþráir og tortrygnir gagnvart þeim, sem fyrir beitast í þeirra eigin velferðarrnálum. Talsvert eimir og eftir af undirlægjuhætti og höíðingjadekri í fari sumra þeirra. Er það óheillaarfur lrá þeira tímum, er þeir voru þjáðir og þrælkaðir af er- lendu valdi. Alt eru þetta seinunnifi vansmíði á skapgerðinni, en sem hverfa smám saman við aukna félagsmenn- ingu. Er nú að glæðast skilningur bænda á því, að ef þeir sjálíir hirða ekki um sjálfsögð velferðarmál sveit- anna, hver í sínu héraði, þá gera það ekki aðrir. Og þegar aðrir landsmála- flokkar, þeir sem eiga höfuðaðsetur í hraðvaxandi bæjum, sameinast til á- taka í þjóðmálunum, virðast örlög sveitanna muni ráðast á einn veg mjög bráðlega, ef bændur fara sundr- aðir og sinnulausir um þessi málefni. 1. júní n: k. geta menn fengið keypt fæði á Hótel Oddeyri, einnig gistingu, kaffi, öl, vindla og mt fl. Verðið sanngjarnt. Sigtryggur Benediktsson. frá Hjalteyri< JMýjar birgðir hö'um við nú fengið af ódýrum og góðum karlmanna- unglinga- og drengjafatnaði. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. /\ukakjörskrá tií Alþingiskosninga fyrir Akureyrarkaupstað, er gildir frá 1. júlí 1926 til 30. júní 1927, og enn- fremur aukakjörskrá gildandi við landskjör 1926, liggja frammi — almenningi til sýnis — á skrif- stofu minni dagana 19.—29. maí þ. á. Kærum út af skránum sé skilað fyrir 4. júní n. k. Bæjarstjórinn á Akureyri 17. mai 1926 Jón Sveinsson. 10°|o afslattur tii Hvítasunnu á mínum ódýru leir- og postulínSVÖrum. Ennfremur 10e/o afslattur á öllum niðursuðuvörum. (Allsk. matvæli og ávextir). Verzlun Péturs H. Lárussonar. Ódýcustu reiðfötin. Relðjakkar frá 19,50. Reiðbuxur frá 14.50. Alt vatnshelt með »Tætkum‘. Oliukápur líka til. Hruccíi dökk'iörP e9» brún. 111 yoocl, ö-8 vetra, ójárnuð, óafrökuð og i illu standi; mark: vsglskorið aftan bæðí eyru, hefir verið tekin til hirðingar og varð- veizlu ai undirrituöum. — Réttur eigandi er beöinn að gefa sig fram hið fyrsta og greiða áfallinn kostnaö. Ósi 9. mal 1926. Elnar Guttormsson. Kaupakona óskast á gott sveitaheímili. Upplýsingar í sima 50. Fjármark Árna S. Jóhannssonar, skipstjóra, Akureyri er: Sýlt biti aft- an hsgra, biti framan vinstra. Brennimark: Á. S. J. Verzlun Péturs H. Lárussonar. Auglýsið í Degi. Naut af úrvalskyni sérlega vænt, ársgamalt að bausti, svart að lit, er til sölu hjá undirrituðum. Móðir nautsins er afbragðskýr, mjóik- urhá (20-21 mörk), mjólkurgóð og heldur vel á sér nyt. Austari-Krókum í Fnjóskárdal. Eiður Indriöasoq. Norðurlands

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.