Dagur - 10.06.1926, Blaðsíða 4
íqo
DAOUR
25. Ibl.
JNÍýjar vörur.
Karlmannaskór brúnir, margar teg, sérlega fallegir og ódýrir,
legghlífar úr leöri svartar og brúnar á 10.50 parið. Reiöstígvél
fyrir kvenfólk, svört og brún, strigaskór fyrir fólk á öllum aldri,
mjög sterkir, verð 2.50—5*50, Kvenskór í feikna miklu og góðu
úrvali.
Hvannbergsbræður Skóverzlun.
Prófessor Har. Nielsson
flytur síðara erindi sitt á mánudaginn 14. pj m. kl. 8l/2 í Akur-
eyrar-bíó. Umræðuefnlð er:
Stórfeldustu líkamningafyrirbrigði, sem sögur fara af.
MIÐSTÖÐVAR VATNSHITUN.
Venjuleg tæki fri stærstu verksmiðjum Bandarikjanna og Pýzkalands,
útvega eg og sel beint til notenda (ekki i gegnum danska eða norska
umboðssala) verð þvi óvenjulega lágt. Til dæmis eldavélar ágætar, kr.
290 00 o. s. frv. Sanngjörn ómakslaun, Ieitið upplýsinga. Hef selt nú þegar
i mörg islenzk og norsk bús. Ennfremur hefi eg ýmislegt byggingarefni
afgangs því, er eg nota sjáifur, t. d. gler, papp, veggfóður o. s. v. Á að
kaupa það bjá mér, þegar ekki fæst i Kaupfélagi Eyfirðinga.
Gunnar Guðlaugsson.
Snjóbílar. Samkvæmt tillögum
Framsóknarmanna f Ed. hefir Alþingi
ályktað að feia ríkisstjórninni að kaupa
til reynslu svonefndan »Citroen«-snjó-
bíl. Rússneskur verkfræðingur Kegresse
að nafni átti frumhugmynd að gerð
þessara bíla fyrir árið 1917. Síðan
voru þeir endurbættir í franskri bif-
reiðasmiðju sem er kend við Andre Cit-
roen. — Bílar þessir eru gerðir með
það fyrir augum, að þeir geti gengið
yfir vegleysur og í snjó. Er talið að
þeir geti gengið yfir blautar mýrar,
talsverðar ósléttur, upp brattar brekkur
og nálega hiklaust gegnum hnédjúpan
snjó. — Skúli Skúlason blaðamaður,
sem dvelnr í Noregi, hefir ritað all-
nákvæma lýsingu á bílum þessum í
Vísi 21. apríl þ. á. Getur hún ekki
orðið tekin hér upp sökum rúmleysis.
Hann segir meðal annars: »Eg hitti
umboðsmann þessara bifreiða í dag
hér í Hallingdal, á einum af þessum
snjóbílum. Hann kom frá Oslo og
hefir að meðaltali farið 24 km. á
klukkutímanum það sem af er leið-
inni. Er þó mikill snjór á öllum
vegum. Ferðinni er heitið til Finse,
sem er rúmlega 1200 metrum yfir
sjávarmál og þaðan upp á Harð-
angursjökul.*
Jakob Frímannsson, fulltrúi Kaup-
félags Eyfirðinga, sem ferðaðist síðastl.
vetur í verzlunarerindum um England,
Frakkland, Pýzkaland og víðar, kynti
sér þessa tegund bíla í París. Hefir
hann lofað að láta blaðinu í té fyllri
upplýsingar um þetta merkilega sam-
göngutæki. Mun mönnum hér nyrðra
vera mikil forvitni á um þennan hlut,
því að líkur eru til, að hér í Eyjafirði
og víðar norðanlands verði brátt mikil
þörf slíks farartækis.
Kitstjóri: jónas Þorbergsson,
Postulínsvörur.
Höfum fengið nýjar birgðir af postulíni mikiö ódýrara en áður.
T. d. postulínsbollapör frá 55 aurum parið, smádiskar frá 40 aur-
um, kaffistell fyrir 6 menn frá kr. 11.50, matarstell, sérstakar sukku-
Iede- og kaffikönnur, sykurker og könnur, brauðföt og diskar,
mjólkurkönnur o. fL — Athugið vörurnarl
Kaupfélag Eyfirðinga.
ALFA LAVAL
skilvindurnar eru áreiðanlega að ryðja sér til
rúms um alt land, vegna yfirburða sinna. Biðjið
því kaupfélag það, sem þér verzlið við, um
Alfa Laval skilvindu.
Elephant-cigareffur,
kaldar og ljúffengar,
fást alstaðar•
Beizlisstengur,
góðar og ódýrar, — fást hjá
SAMBANDI ISL. SAMVINNUFÉLAGA.
Kaffibrensla Reykjavíkur.
Kaffibætirinn SÓLEY er fslenzlc iðnaðarvara Með opinberri efnarann-
sókn hefir það verið sannað að þessi kaffibætir stendur Luðvig David
kaffibæti fyililega á sporði að gæðutn og styrkleika. Ekkert stendur i vegi
fyrir útbreiðslu hans nema fastheldni og fordómar. En þeir örðugleikar
eru óðum að þverra. Þeir, sem vilja að öðru jöfnu fremur styðja innlendan
iðnað en erlendan biðja um kaffibætinn SOLEY.
Kaffibrensla Reykjavíkur.
i
Prjónavélar.
Hínar viðurkendu prjónavélar frá Dresdner Strickmaschinei)
fabrick, Dresden eru áreiðanlega hínar beztu og vönduðustu, sem
kostur er á að fá. — Pantanir annast kaupfélög út um land og
Samband íslenzkra samvinnufélaga.
Reíðhesfar.
Tveir góðir reiöhestar úr Skaga-
firði verða til sölu siðari hluta
dags 17. þ. m. á Caroline Rest
á Akureyri, hjá Sigfúsi Jónssyni
kaupfélagsstjóra frá Sauðárkróki
U. M. F. FRAMTÍÐ
heldur
SAMKOMU i þinghúsi Hrafna
giishrepps, sunnudaginn 13. júnf n.
k, er hefst kl. 2 e h.
Tilhögun:
1. Hlutavelta.
2. Erindi.
3. Söngur.
4. Dans.
Samkomunefndin.
PJlNN 29. marz 1926 fram-
Kvæmdi notarius publicus á
Akureyri útdrátt á 5°/o skuidabréfum
U. M, F. A.
Þessi bréf voru dregin út:
1. fl. (100 kr. bréf) nr. 8, 20, 22,40
45, 47 og 52.
2. fl. (50 kr. bréf) nr 1 og 15.
3. fl. (10 kr. brél) nr. 7, 16, 17, 23,
36, 39, 41, 42, 50, 72, 74, 86,
102, 111, 1/7, 138, 148, 158,
164 og 180.
Bréf þessi verða útborguð af fé
hirði félagsins, Agnari Ouðlaugssyni,
eftir 1 júli næstkomandi.
Akureyri 3. júní 1926.
lakob Frímannsson.
PcsatsmiBja Odds Bjðnssonut