Dagur - 04.11.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1926, Blaðsíða 2
182 DAOUR 48. íbl. Opið bréf til útgefenda ’lslendings.” [Hér fara á eftir kaflar úr »Opnu bréfi«, er ritstjóri Dags sendi útgefendum íslend- ings að morgni dags, kjördaginn, 1. vetrardag síðast liðinn. Þótti honum nauðsyn til bera, að hnekkja fljótt og óhlífisamlega þeim atriðum, er bréfið fjallar um. Verður nú beðið átekta og eigendum blaðsins gefin kostur á að birta heimildina fyrir uppprentun blaðsins á því, sem það kallar »kaflar úr ræðu«. En eigi verður við mál þetta skilist að svo stöddu.l Eg leyfi mér að ávarpa yður út af tveimur atriðum, sem tekin eru tii meðferðar í blaði yðar í gær. Fyrra atriðið er greinin með yfirskriftinni: »Jón í Yztafelli og kaupstaðirnir. Kaflar úr ræðu«. Frambjóðandinn, Jón Sigurðsson í Yztafelli, var staddör á fundi í Hafnarfirði, þegar birtust ummæli þau, er teljast eftir honum höfð í ofan- nefndri grein. Kallaði eg hann til viðtals í síma, las fyrir honum svo- nefnda »Kafla úr ræðu« og óskaði upplýsinga hans um, hvar heimildir fyrir slíkum ummælum væri að finna. Tjáði hann mér, að engin heimild, prentuð eða rituð, vœri til fyrir slikum ummælum, enda væru þau ranglega eftir sér höfö og; uppspuni frá upphafi til enda. Eg vil nú hér með leyfa mjer að skora á yður, að hlutast tii um það, að birt verði í næsta blaði íslendings eða svo fljótt, sem þér megið því við koma, staðfest heimild þessara ummæla. Pað er að vísu fyrirfram víst, að þér fáið engri vörn komið fyrir yður og sannast þá eftirfarandi atriði: 1. A ábyrgð yðar hefir verið framin sú óhæfa, að birta innan tilvitnunar- merkja uppspunnin ummælí, til þess á siðustu stundu íyrir kosningar að ófrægja andstæðing yðar. SHkt athæfi verður með réttu kallað ritfals og mun vera fátíð ef ekki dæmalaus ósvífni í sögu íslenzkrar blaðamensku. 2. f kosningabaráttunni haustið 1923 lustu andstæðingar Magnúsar Krist- jánssonar upp á síðustu stundu því illmæli, að hann hefði stolið úr sjálfs sín hendi fé Landsverzlunar. Nú hefir verið, á yðar ábyrgð, falsað ritað mál, til þess á síðustu stundu að rægja andstæðing. Aðferðirnar eru sama eðlis og sanna, að málstaður Ihaldsflokksins verður ekki varinn með heið- arlegum vopnum. Hitt atriðið, sem hér verður leiðrétt, eru ummæli blaðs yðar um Kaup- félag Eyfirðinga, þar sem gefið er f skyn, að félagið hafi nálega enga atvinnu veitt bæjarbúum. Á verkalaunaskýrslu félagsins, sem er fylgiskjai með framtali til skatts hér í bænum, eru talin verkalaun greidd bæjarbúum. Samkvæmt henni greiddi félagið í verkalaun til bæjarbúa tæp 29 þús. kn síðastliðið ár. Par að auki greiddi það til fastra starfsmanna verzlunar- innar um 53 þús. kr. eða samtals yfir 80 þús. kr. Gærurotunin er eign Samb. I'sl. samvinnufélaga, rekin af því og féiaginu óviðkomandi. En hún greiddi 10 þús. kr. í verkalaun til bæjarbúa. Kaupfélag Eyfirðinga er að verzlunum til langsamlega stærsti atvinnuveitandi í bænum og ummæli blaðs yðar um þetta efni eru, eins og nálega alt annað í þessu tölublaði ísl., uppspunnin, rakalaus ósannindi. Eg hefi snúið mér til yðar sem raunverulegra ábyrgðarmanna blaðsins og ábyrgðarmanna ritstjórans, vegna þess að eg tel ósamboðið virðingu minni að eiga orðastað um atriði, er máli skifta við mann, sem er faliinn svo djúpt í eigin óvirðingu, að hann hirðir eigi um þótt það sannist á morgun, að hann hafi logið í dag. Og eg vil um leið benda yður á þann ábyrgðarhluta, sem það er gagnvart þjóðinni, málefnum hennar og dómi sögunnar, að beita til vinnu manni, sem ekki skirrist við að falsa heim- ildir. Slík verk stappa svo nærri skjalafölsun að þau verða ekki unnin annarsstaðar en á þröskuldi tugthússins. á þing, úr minni liðið veður og færð síðasta kjördag né annir og óbægindi 1. júlí síðastliðinn. Blöð allra flokka eru þegar sammála um það, að 1. dagur vetrar sé óhæfilegur kjördagur. Má telja víst, að meiri hluti þingmanna verði einhuga um að beitast þegar fyrir bœttri skipun kjördaga og að það mál gangi greiðlega frara. Mun enginn þingmaður gerast svo djarfur, að leggjast á móti umbótum, er á þann hátt taka til almennra mannrétt- inda. Ritfregn. Davíð Stefánsson: Munharnir á Möðruvöllum Reykjavík, 1926. Hér er, að því er ætla má, frumsmíð þessa höfundar í leikritagerð. Efnið er reist á fornura munnmælum og annálasögn- um um, að Möðruvalla-munkar hafi eitt sinn, í ölæði, valdið bruna klaust- urs og kirkju á staðnum. Er í leikn- um snúið að lesendum og áhorfendum skuggahlið klausturlifnaðar hinni dökk- ustu. Priorinn er sannkallaður djöfull í mannsmynd. Höfuðviðburðirnir eru fjárdráttur priorsins, för hans með munkana til Gása, drykkjuskapur og dufl þeirra þar og síðan heima á Möðruvöllum, sem endar með bruna klaustursins og dauða priorsins. Inn í þetta er svo brugðið ástaræfintýri, sem verður eins og örlítil tær æð í korg- ugu fljóti. Efni leiksins er í höfuðdráttum á- kaflega ljótt og óhugðnæmt og með- ferðin verður mjög á sömu Ieið Mis- notkun heilagra hluta, guðlast, formæl- ingar, lauslætistal og drykkjuæði ger- spiltra manna er þar saraan komið. Eins og vænta mátti frá hendi þessa höfundar er víða skáldlega á haidið, tilsvör afmörkuð og hnittin og sum atriði leiksins munu verða áhrifamikil á Ieiksviði, ef vel verður með þau farið, Dagur hefir jafnan gert sér miklar vonir um skáldið og gerir það enn. Eigi að síður verður hann að telja sig orðinn fyrir vonbrigðum af þessari bók frá hendi Davíðs. Veldur þar um einkum efnisval höfundar og stefna að því leyti sem talið verður, að stefna komi fram í verkinu. Skal hér í fáum orðum tekið fram í hverju skáldverki þessu er áfátt að dómi blaðsins. Örlagaþáttur sá, sem undinn er í verkið: stefnuval Óttars og frelsun hans markar ekki svip þess. Hrjúfar og ofsa- fengnar ástríður mega sín þar mest. Viðbjóðslegur ölæðisþvættingur særir dýpra en fegurð leiksins hrífur. Leikurinn fer að því leyti erindis- leysu, að þar er raunar ekkert við- fangsefni leyst né leið brotin í átt til neinnar hugsjónar. Eigi leikurinn að vera viðvörun gegn ófarnaði þeim og spillingu, sem talið er að hafi hlotist af uppreist klaustur- reglnanna gegn mannlegu eðli, þá verður að telja, að á flestu öðru sé meiri þörf, því að ekkert bendir á, að fólkið sé í þeim hug að krossfesta holdið og leggja höft á eðli sitt og .hvatir, svo að til tjóns horfi. Mynd sú af klausturlífinu, sem hér er brugðið upp, er einhliða og verður fyrir þá sök ósönn heildarroynd, Klausturlífið var reist á heilagri hug- sjón, þó að klaustrin, eins og kirkjan, kæmust á glapstigu. Svo er talið að íslendingar hafi unnið merkustu andleg afrek sín í klaustrum. Og varla mun því neitað að klaustrin hafi verið griðastaður hæstu þrár og ítrustu viðleitni sjálfshelgunar og hreinsunar. Þessu er sjaldnar á lofti haldið en ósigrum klausturlífsins. Og í þessu leikriti Davíðs gætir hins sama. Hinn »lesandi munkur« og »skrifandi munk- ur« eru allsendis ófullnægjandi fulltrúar hinnar eiginlegu stefnu klausturlífsins. Aftur á móti er misferli það, er klaustrin rötuðu í, sýnt í grófustu dráttum. Loks vildi Dagur mega benda á, að skáldið mun neyta í frekasta lagi þess leyfis er skáldin taka sér til þess að skapa sögulegar persónuf í mynd síns eigin geðþólta. Slíkt getur verið nokkur ábyrgðarhluti. Pögn og myrkur aldanna, sem hafa lagst yfir líf þeirra og grafir, hefir naumast fyrirgert rétti þeirra, til þess að njóta sannmælis. Og þótt slíkar persónur geti ekki stefnt sökum um gáleysislega meðferð skálda fyrir jarðneska dóma, mun varla loku skotið fyrir það, að þær fái stefnt fyrir guðsdóm. Leikur Davíðs virðist gefa ástæðu til þessarar almennu athugasemdar. Pó nú að þessi frumsmíð höfund- arins sé að miklu leyti mishepnuð um efnisval og verð framangreindra athugasemda, fer því fjarri að hún sé að öllu ámælisverð. A henni eru víða kennimörk listfengi og skáldskapar, þó að slíkt njóti sín miður en skyldi. Par að auki er leikurinn, eins og ýms síðari kvæði þessa skálds, vottur um leit hans eftir þróttugri og þroska- vænlegri viðfangsefnum. Fyrstu tök ungrar og óheftrar orku verða oft mistök. Næstu tök verða betur miðuð og meir í hóf stilt. Og þegar birtir yfir för ungra skálda við skilning ábyrgðar og þroskunar, verður leitað frjórri viðfangsefna, en höfundurinn hefir gert í þessu leikriti. A víðavangi. Stnölun Hríseyjar. Hríseyingar gerðust veðurnæmir kjördagsmorgun- inn og- kusu fremur að draga sig í skjólið en að leggja f sjóferð til kjör- þings, Gerðist kur í liðinu og vildu þeir annað tveggja fá frest á kosningu eða fá að kjósa í eyjunni. En hvorugt var lögum samkvæmt og vildi Berléme eigi þola neinn undandrátt eða læpu- skap í ríki sínu og sendi skip sitt »Önnu« til venjulegrar smölunar og flutnings á farminum upp á Sandinn. Áugnlæknir norðan lands Á ofanverðum vetri síðastliðnum kom það fyrir Pál J. Árdal skáld, að sjón hans tók verulega að daprast og ágerðist sú bilun með svo snöggum hætti, að er hann náði fundi augnlæknis í Reykjavík litlu síðar var hann nær blindur orðinn. Reyndist ógerningur að bæta honum þetta mein en sjúk- dómurinn varð þó stöðvaður og heldur hann skímu nokkurri, en sem keraur honum að nálega engu haldi. Pað er næstum víst, að ef augnlæknir hefði verið við hendina, myndi betur hafa tekist og er hjer Ijóst dæmi þess, hversu það er dýrt þjóðinni, að enginn augnlæknir skuli vera búsettur norðan lands. Þarf að ráða bót á þeirri vöntun, þó það kosti nokkurt framlag fjár. Ferðir augnlæknanna eru ófullnægjandi og almenningi dýrar. Ferðir þeirra og og viðdvalir eru háðar skipaferðum og ber stundum út af áætlun. Veldur það sjúklingum töfum og miklum kostnaði. Pað er auk þess næsta ósanngjarnt, að læknishjálp gegn blindu skuli vera stórum kostnaðarmeiri heldur en gegn flestum öðrum krankleika. En svo mun jafnan verða, meðan augnlækn- arnir eru ólaunaðir og háðir dýrum ferðalögura. Pó skiftir mestu að beita vörnum gegn sjóntapi manna og beita þeim í tíma, og leyfir Dagur sér að skora á þingmenn Norðlend- inga að flytja þetta mál og á þingið alt að hlutast til um það að ráðin verði bót á þessu vandkvæði Norð- lendinga. Hnittin tilsvör. Pingmenn ísfirð- inga, Jón Auðunn og Sigurjón Jónsson, gengu fram fyrir skjöldu íhaldsins á ísafirði, er frambjóðendur Framsóknar- flokksins héldu fund þar nokkru fyrir kosningarnar. Freistuðu þessir kappar mjög að veiða Jón í Yztafelli með spurningum og hermir »Skutull« ný- lega nokkuð af þeim orðaskiftum. Út af umræðum um skattamál spurði Jón Auðunn frambjóðandann um hversu væri háttað skattaálögum bænda í Köldukinn. En Jón kvað fyrirspyrjand- anum ekki mundi duga að freista sín um að skýra frá því, þar sem hann væri, sem skattanefndarmaður, bundinn þagnarskyldu um þau efni. — í um- ræðum um bankamál taldi Jón Sig- urðsson að sig mundi bresta einurð,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.