Dagur - 19.01.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 19.01.1927, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Akureyri, 19. janúar 1927. 3. blað. Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að eiginkona mín Helga Pálmadóttir andaðist á heimili okkar 13. jan. síðastl. — Jarðarför hennar er ákveðin þriðjudaginn 25. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar kl. 11 f. h. Teigi 17. janúar 1927. Sigurður Jónsson. Unga Island. ii. Mikill hluti íslenzku þjóðarinnar býr við gerbreytt uppeldisskilyrði frá því sém var fyrir nokkrum ára- tugum síðan. Pá bjó meginþorri þjóðarinnar í sveitum. Nú hefir fullur helmingur hennar tekið sér bólfestu í kaupstöðum og sjávar- þorpum. Pað mun vera viðurkent af hagfræðingum og uppeldisfræð- ingum að uppeldis- og heilbrigðis- skilyrði séu stórum lakari í bæjum og þorpum en í sveitum. Pað er talað um úrættun fólksins í bæj- unum og þörf þeirra á »nýju blóði* úr sveitunum. Samkvæmt því eru ættstofnar þjóðanna stöðugt að tortímast og farast í borgunum og væri hverri þjóð búinn þar fullur dauði- ef ekki stæði að baki borg- anna gróandi sveitir, þar sem kyn- stofninn vex á heilbrigðari rót og við heilnæmari lífsskilyrði. Athugum, við hver líkindi þetta hefir að styðjast. Pessi óliku skil- yrði geta orðið réttilega metin við nákvæman samanburð og giöggan skilning á atvinnubrögðum og líf- ernisháttum manna í þorpum og í sveitum. í næsta kafla verður bent á nokkrar staðreyndir og fyrirburði í framkomu og háttum uppvaxandi kynslóðar. Hér verður í fáum línum reynt að meta hin ólíku uppvaxtar- skilyrði í borgum og í sveitum. Par sem jörð og skepnur gróa, vaxa og kendir og vitsmunir með annarskonar hætti en við vélastrit og kaupsýslu í steinborgum land- anna. Lif, sem stendur í beinu sambandi við náttúruna og á við- gang sinn kominn undir hamingju og þrifum dýra og jurta, talar til hins innra lífs vitsmuna og tilfinn- inga við nálega hvert vik, sem af hendi er leyst. Oott sveitarheimili er órofin heild, þar sem samúðin ríkir í fjárhúsunum ogíblómagarð inum eigi síður en í híbýlum mann- anna. Fyrirburðir náttúrunnar í gróðri og í þróun eiginleika verður sífelt athugunarefni. Hugur og hjarta sveitamannsins verður ekki autt eða snautt vegna skorts á viðfangsefnum og áhrifum. Og eigi þarf hann að ganga auðum höndum vegna þess að ekki sé kostur verkefna. Tilfinn- ingalífi, athugun og dómgreind manna eru búin góð þroskunarskil- yrði við störf og daglegar athafnir sveitabúans. Mörgum mun þykja það firra mikil, er talað er um »sveitasæluc. Og þeir minnast þess að margir sveitabúar eiga við mikla örðugleika að etja, vegna slæmra húsakynna, óhægra samgangna, fátæktar og óblíðu náttúrunnar í vetrarríki lands- íns. En orðið »sveitasæla« hefir verið látið tákna annað en fullsælu í mat og drykk, rúmgóðar stofur, hægar ökuferðir í kaupstaðinn o.s.frv. Hún er sæla náttúrubarnsins við grænan baðm ættjarðarinnar, þegar vornóttin gengur léttstíg um hlíð- arnar og landið hljóðnar. Hún er hjartsláttur barnsins, þegar vor- morguninn heilsar á austurbrúnum og fyllir hvern dal með fuglasöng og blómaangan. Hún er ástarsæla unglingsins, sem trúir nóttinni fyrir draumum sínum. Hún er nautn augans við línur og liti. Hún er framtiðarætlanir hins sterka manns, sem lítur ættleifðina rísa úr rústum, túnið stækka, hlíðina klæðast, engj- arnar breiðast yfir dalinn. Kaupstaðabúarnir fara á mis við nálega öll hin beinu uppeldisáhrif náttúrunnar. Lífsleið þeirra liggur yfir gróðurlaus torg milli grárra steinveggja. Peir eru kvíjaðir múrum fjarri gróðrarríki landsins. Jafnvel fuglar himins sneiða hjá ys og ó- hugnaði stórborganna. Vélastrit, verzlunarstörf, talnakaf, skjaladyngj- ur, málaþras eru alt meira og minna óheilnæmir milliliðir náttúrunnar sjálfrar og barna hennar. Og lífs- nautnirnar verða af svipuðum toga spunnar, ti'.fundnar, upphugsaðar og studdar af misjöfnum ráðum. Borg- irnar og þau störf, sem þar eru unnin, eru að mestu til orðin fyrir afvegaleiddar og misráðnar tilraunir manna að leita lífsgildanna á þeim leiðum, sem liggja æ fjær og fjær sanngildi lífsins við upptök þess i faðmi náttúrunnar. Stórbrotið veiðilíf, sem er höfuð- atvinna fjölda manna af þeim, er í kaupstöðum búa hér á landi, veitir að vísu mikil þroskunarskilyrði stór- hug manna, hugrekki og karlmensku. Og eigi fara sjómenn varhluta af fegurð og tign náttúrunnar á hin- um víða, vaggandi sævi. En Ægir er hrjúfur og ómildur í átökum. Og veiðilífinu fylgir einhver rosablær á hugarfari og athöfnum, sukk og svall og iðjuleysi milli þess sem at- vinnan krefst óhæfilegs erfiðis og áhættu. Vist má segja að varla geti beinna samband milli mannsins og náttúrunnar heldur en er færisstreng- urinn milli fiskimannsins og þorsks- ins, sem hann dregur að borði. En fegurðarkend mannsins og samúð er ekki snortin á líkan hátt og í sambúð við húsdýrin. Matarástin er það stig mannlegra tilfinninga, sem þorskurinn getur vænst, meðan hundur og hestur verða ástvinir eig- andans og hann gengur afsíðis, til þess að gráta, meðan þeir ástvinir verða að láta lífið fyrir elli sakir. Bæirnir geyma margt hið æðsta, sem þjóðirnar eiga í mentum, listum og andlegri snilli. En þeir eru jafn- framt fallgryfjur lastanna og hins lægsta í hugsun og eftirsóknum lítt þroskaðs mannkyns. Sjálfþrosk- unin virðist háð svipuðum eðlislög- um og fjallganga. Verður því marg- ur að streitast móti þunganum í eðli sínu og hneigðum. Og þegar árveknin slaknar og fagrir sjón- hringir lokast hverfa margir niður í óskapnað lastanna. Hamingja þjóðarinnar og við- gangsvonir búa, þar sem landið er að gróa. Leiðréttingar. í fyrra hefti »Nýju skólaljóðanna«, bls. 90, er Páll J. Árdal skáld talinn vera fæddur 5. í stað 1. febrúar 1857. — 1 »Andsvarinu« í síðasta blaði hef- ir misprentast í niðurlagi greinarinnar »lagsmanni« fyrir »félagsmanni«. — Spanska veikin er sög'ð gosin upp í Suður-Evrópu og eru teknar upp var- úðarráðstafanir samkvæmt boði heil- brigðisstjómarinnar til varnar því að veikin berist hér á land. Ekkert skip má hafa samband við land, hafi það verið skemur en sex daga í hafi frá síð- ustu höfn og sé þá ósjúkt og mannheilt innanborðs. En komi veikin upp í skipi, er kemur hér við land, verður að sæta þeim aðferðum við afgreiðslu skipanna er sett var 1918 og 1919, að skipverjar einir annist afgreiðsluvinnu í skipunum. Skipulag Kaupfélags Eyfirðinga.* Andsvar gegn „Athugasemd" endurskoðenda Kf. Eyf. (Framh.) Þessu næst skulu lítið eitt athugaðar »ályktanir« yðar um ágreiningsefnið. Þér segið: »Að grundvallar hugsjón Kaupfélags Eyfirðinga í útlendri vöru- verzlun sé sú, að útvega félagsmönnum góðar og ódýrar vörur«. Um þetta verð- ur ekki ágreiningur, að því leyti, sem það er rétt lýsing á öðru megin ætlunar- verki félagsins. En þér hafið komist hér aðeins á hálfa leið. Félaginu er ætlað, ekki einungis að útvega félagsmönnum vörur með sannvirði, heldur og að tryggja þeim jafnvirði. Væri yður nauð- syn á, að athuga það atriði nánar í sam- bandi við tillögu yðar. Eg' mun í III. kafla ræða um hina aðra ályktun yðar, snertandi skipulagsbreytinguna 1922. Þriðja ályktun yðar er sú, »að Kaup- félag Eyfirðinga hafi fylgt þeirri reglu undanfarandi ár, að selja ýmsar vöru- tegundir ágóðalaust og að sú verzlun hafi farið vaxandi á síðustu árum og er það sönnun þess«, segið þér, »að fram- kvæmdastjóri og stjórn félagsins sé okkur (þ. e. yður) sammála um það, að slíkt sé í samræmi við grundvöll, lög og anda félagsins«. Hér greinir okkur mjög á. Þér teljið það í samræmi við grundvöll og anda fé- lagsins, að selja vörur með kostnaðar- verði. Eg tel þá aðferð vera í ósamræmi við grundvöll og anda félagsins og eg hefi sagt, að þegar félagið hefir orðið að víkja frá þeirri meginreglu að selja allar vörur með gangverði, hafi jafnan valdið sérstakar ástæður eins og til * Þegar umræður þessar hófust í Degi 22. júlí síðastl. ár, var þeim gef- in þessi höfuð-fyrirsögn. En af vangá minni féll hún niður við birtingu »At- hugasemdar« endurskoðendanna og fyi-sta hluta »Andsvars« míns. J. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.