Dagur - 19.01.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 19.01.1927, Blaðsíða 3
tbl. DAGUB 11 Kjósið A-listann! X A-listi B-listi | C-listi Ingimar Eydal Jón Ouðlaugsson Steinþór Ouðmundsson Elísabet Eiríksdóttir Svanlaugur Jónasson Jón Austfjörð Hallgrímur Davíðsson Indriði Helgason Kristbjörg Jónatansdóttir Sigurður Sumarliðason Peir borgarar bæjarins, sem vilja tryggja bæjarstjórninni góða starfskrafta, - menn með gagngera þekkingu á málefnum bæjarins og góða starfshæfileika — kjósa þá Ingimar Eydal og Jón Ouðlaugsson,— og setja krossinn framan við listabókstafinn A, eins og gert er hér að ofan. MUNIÐ að setja krossinn framan við listabókstafinn en ekki framan við nöfn frambjóðendanna. A-listinn. Jngimar Eydal og fón Guðlaugsson. Skrifstofa listans kosningadaginri verður í Samkomuhúsinu. Símanúmer 73. sem trúa á byltingar, mæna í austur- átt eftir þeirri blóðöld, sem eigi að frelsa heiminn! Hvorirtveggja fara vilt- ir vegar. íhaldið er alt af að undirbúa byltingu og bjóða henni heim. Byltinga- sinnarnir gleyma því, að manneðlið breytist ekki með snöggum hætti. Upp á yfirborð Kommúnistaríkjanna myndu von bráðar komá sterkir menn, sem tækju sér sæti einvaldsins og ný bar- átta yrði að hefjast neðan frá, til þess að svifta þá valdinu. Samtök og félags- menning er eina heilbrigða leiðin til úr- lausna í vandamálum þjóðanna. III. Atvinnurekendum hér í bæ er það ekkert á móti skapi að þvaga öreiganna verði sem stærst. Því fleiri svangir magar, því fleiri framréttar hendur til þess að lúta að lágu kaupi. Verka- mannaleiðtogarnir sýnast ekki heldur hafa neitt á móti því, að öreigunum fjölgi í bæjunum. Því fleiri barkar, því hærri org, þegar verið er að heimta kauphækkun. Þeir meta málstað sinn eftir því, hversu margir ganga í verka- mannafélög, þegar þeir stofna til æs- inga fyrir kosningar! En þeir ættu að meta hann eftir þeim úrræðum, sem þeir hafa að bjóða, þegar leysa þarf vanda málanna. Hvorirtveggja þessara flokka virðast blindir fyrir því, að til landauðnar og þjóðskemda stefnir með fjáraustrinum í sjávarútveginn og ör- streymi fólksins úr sveitunum. Sam- vinnumenn óttast þessar öfgar. Þeir vilja ekki fjölgun öreiga, heldur fjölgun bjargálnannanna. Þessvegna biðja þeir um aukna ræktun og samvinnu í fram- leiðslu og verzlun. IV. »Verkamaðurinn« er svo hræddur við fylgi Jóns Guðlaugssonar, að hann sér ofsjónir. Nú er Jón orðinn í augum blaðsins svartari Ihaldsmaður en Hall- grímur Davíðsson. Hefir þó H. D. alt að þessu verið höfuðþyrnir í augum blaðsins. Vitlausari öfgar hafa ekki sést í kosningaskrifum hér á Akureyri. Álýgi, sem verður strax hrundið með al- mennum kunnleik, er sannarlegt ör- þrifsvopn og verður þeim klaksárast, ei: beita vilja. Almenningur í þessum bæ veit, að Jón Guðlaugsson er samvinnu- maður, en hófsamur til orðs og æðis, og réttsýnn og glöggur um hag og heill bæjarins. V. Ragnar Ólafsson var orðinn fáliðaður í bæjarstjóm og mun hafa þótt vald sitt orðið ekki í samræmi við peninga- styrkleik. Þessvegna munu honum vera mjög að skapi írambjóðendur íhaldsins og' mun hann vænta þar öruggrar fylgd- ar. Mun nú vænst atkvæða þeirra, sem trúa á bjargráðaathafnir Oddeyrareig- andans og Berlémes. Þeir geta svo kom- ið sér saman um að skifta milli sín gagnsemdunum sinn af hvorum bæjar- hluta. VI. Byltingahrœðsla verklýðsforingj anna hér í bænum, gerði dálítið vart við sig á fundi verklýðsfélaganna í gærkvöld. Ungfrú Elízabet kvaðst hafa verið köll- uð byltingakona í blöðum hér og leit til ritstjóra Dags. En Dagur hefir ekki minst á ungfrúna til eins eða neins. Fyr hefði nú mátt vera fásinna, en að hugsa sér ungfrúna, vopnaða með gólfssóp eða öðru viðlíka tæki, ráðast á hús Oddeyr- areigandans! Degi hefir ekki svo mikið sem komið slíkt til hugar. En hann hef- ir talið að þeir, sem einkum réðu um framboðið hjá j afnaðarmönnum, myndu aðhyllast skoðanir byltingasinna. Var þá einkum átt við þann mann, sem hef- ir verið að gróðursetja spírur slíkra skoðana í hugum nokkurra unglinga hér í bænum, hr. Einar Olgeirsson. Nú kom það fram í ræðu E. O. eins og í Verka- manninum, að honum þykir þetta hin ó- maklegasta aðdróttun. Mátti helzt ráða af ummælum hans, að honum væri ekk- ert að vanbúnaði, að ganga í lið Fram- sóknar- og samvinnumanna. Veri hann vclkominn, hvenær sem hann vill. Reyndar segir E. O. þar, sem hann minnist Eugene Debs í Vm. 18. des. síð- astl.: »-------var Debs varpað í fang- elsi. Þar fékk hann næði til að hugsa vel um þjóðfélagið og jafnaðarstefnuna og varð nú byltingasinni, sannur jafn- aðarmaöur'í*. Og af ýmsum skrifum hans er kunnugt, að afstaða hans til »social-demokrata« er svipuð afstöðu templarans til hófdrykkjumannsins. * Leturbreylingin min. Ritstj. Nú þykist hann aldrei hafa mælt bylt- ingum bót. Verður síðar rannsakað, hvort þetta eru skoðanaskifti eða kosn- ingaveðra-brigði. VII. Ihaldið beitir þeim vinnubrögðum við kosningarnar, að slá upp á síðustu stundu einhverju,, sem geti breytt af- stöðu þeirra kjósenda, er kunna að vera reikulir eða ósjálfstæðir í skoðunum. Annaðtveggja beitir það þá rógi á bak og ófrægingum eins og t. d. »ræðuköfl- um« ísl. síðast, ellegar reynir að villa mönnum sjónir um afstöðuna. Nú munu íhaldsmenn fara á kreik í dag og segja við A-listamenn: »Ingimar er viss að komast að, en vonlaust um Jón Guð- laugsson. Þessvegna eigið þið ekki að eyða atkvæðum ykkar á A-listann«. En hverjir láta blekkjast af þessum blaðr- andi íhaldstungum? Eða hví skyldu ekki bæjarbúar kjósa gagnkunnugustu mennina í bæjarstjórn. Þeir eru líkleg- astir til þess að gefa sér tíma til að hugsa um málin fyrir rifrildi og of- stopa. Eða hvað hafa hinir flokkarnir að bjóða til úrræða á vandamálunum? C-listamenn ekkert annað en óspilunar- semi, hófleysu og heimskulega sundrung í rekstri höfuðatvinnuvegar bæjarins. B-listamenn skammir og kröfur til ráð- leysingjanna. — Mun ekki nær að fela þeim málefni sín, sem vilja hlynna að því, að öreigunum fækki en sjálfstæðum og frjálsum bjargálnamönnum fjölgi, undir merki samvinnu almúgans. S í m s k e y t i. (Frá Fréttastofunni.) Sjúkrasamlag er stofnað í Vest- mannaeyjum. Meðlimir 230. Fjármála- ráðuneytið tilkynnir að innfluttar vömr í desember hafi numið kr. 2.088.138. Þar af til Rvíkur kr. 1.530.815. — Ó- laíur Gunnarsson læknir er látinn. Borgarstjórinn hér birtir aðvörun til utanbæjarfólks um að leita ekki til Reykjavíkur í atvinnuleit í næstu ver- tíð, vegna skorts á atvinnu í bænum. Símað er frá Seyðisfirði, að ungur trésmiður, Sigurður Hannesson að nafni, er lagði frá Eiðum á Vestdals- heiði síðastl. miðvikudag, hafi orðið úti og hafi lík hans fundist efst í Stafdal. Símað er frá Berlín, að Marx geri til- raun til að mynda stjórn. — Frá París er símað, að útlit sé fyrir samkomulag milli Þjóðverja og bandamaima í óút- U.M.F.A. heldur aðalfund sinn í »Skjaldborg« Priðjudag- inn 25. janúar 1927, kl. 8V2 e. h. STJÓRNIN. Pasteignamatsbókin nýja fæst hjá Jónasi Sveinssyni. kljáðum afvopnunarmálum. — Frá Lon- don er símað, að Kínafregnir hermi að Cantonher sé á undanhaldi, en Norður- herinn hafi tekið alt Chekianghéraðið. Nokkur rit. Kenslubók í ensku, Degi hafa borist II. og III. hefti af Kenslubók í ensku, sem Snæbjörn Jónsson hefir þýtt og aukið, en bókin nefnist á ensku 'Æng- lish reading made easy« eftir W. A. Craigie professor í engilsaxnesku og dosent í íslenzku við háskólann í Ox- ford. Áður var getið Fyrstu bókar. Þar var »nemandanum séð fyrir æfingum í hljóðum enskrar tungu og einföldustu táknum, sem notuð eru til þess að sýna þessi hljóð í rituðu máli«. 1 Ann- ari bók eru »sýndar hinar erfiðari greinar enskrar stafsetningar og hin ritaða mynd hvers orðs er gerð reglu- bundin með notkun merkja, sem gefa glögga bendingu um hljóð þess. — Þriðja bók er síðan lesbók fyrir byrj- endur. Og er ætlast til að þessar bæk- ur séu notaðar í sambandi við frum- teksta bókarinnar: »English reading made easy«, sem fæst hjá bóksölum eða beint frá Ársæl Árnasyni. — Meg- intilgangur þessara bóka er »að kenna stafsetning enskunnar eftir föstum reglum« og leggja traustan grunn und- ir gagngerðan og nákvæman lærdóm í málinu. Frágangur bókarinnar er góð- ur. Útlagar. Degi hefir borist skáldsaga eftir Theodór Friðriksson. Hún kom út 1922. Sagan er glögg lýsing á lífi sjó- manna og gegnum hana ganga tveir þræðir. Annarsvegar frásögn um bar- áttu »Nonna«, sem er bláfátækur piltur úr sveit, en sem kemst í tölu dugandi sjómanna fyrir dugnað sinn og sam- vizkusemi en drengskap Rafns skip- stjóra. Hinn þráðurinn er ástaræfin- týri Rafns, sem er að vísu aðeins blá- þráður, en gefur þó sögunni raunablæ. Bygging sögunnar er um það frumleg, að sjómenn þeir, er þar halda hópinn og sagan greinir frá, búa í verbúð mik- illi, er þeir reistu sér, og eiga lítt samneyti við aðra menn. Þeir eru því einskonar »útlagar«. Frásögnin er fjörug og létt og víða glöggar myndir dregnar. En æfintýrið hefir sviplegan endi, því að höfundurinn drekkir öllum söguhetjunum. Sagan er læsileg og mun betur gerð en sagan »Lokadagur«, sama höfundar og sem fyr var getið hér í blaðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.