Dagur - 27.01.1927, Qupperneq 2
14
DAGTJK
4. tbl,
lagsins« að selja vörur með kostnaðar-
verði. Og rök yðar eru þau, að Kaup-
félag Eyfirðinga hafi, árið 1922, er
breyting var ger á ábyrgðarskipulagi
félagsins, -»sagt sliilið við hinn útlenda
grundvöll, sem kendur hefir verið við
Rochdale« og hallað sér að hinu inn-
lenda skipulagi, sem kent er við Þing-
eyinga.
Með þessari staðhæfingu yðar taka
umræðurnar nýja stefnu. Tillaga yðar
hverfur í baksýn, en spurningar rísa,
sem nauðsyn ber til að svctra. Stað-
reyndimar, sem fyrir liggja, eru þess-
ar: Endurskoðendur Kaupfélags Eyfirð-
inga annarsvegar og maður, sem hefir
rannsakað skipulag og sögu félagsins
sérstaklega, hinsvegar, eru ósammála
um það, á hvaða meginskipulagsgrund-
velli félagið hvíli. Ekki er nema tvennu
til að dreifa. Annaðtveggja missýnist
deiluaðilum hrapallega, ellegar að skipu-
lagsgrundvöllur félagsins er óviðunan-
lega óljós og vafasamur. Munu allir sjá,
að þegar svo merkileg atriði orka á
þennan hátt tvímælis, þá sé full nauð-
syn á, að ræða þau til þrautar.
Eg þarf ekki að taka það fram, að
eg hefi, af rannsókn á sögu og skipu-
lagi félagsins og af skrifum yðar, sann-
færst um óhæfilega vanþekkingu yðar
á skipulagsmálum samvinnufélaga yfir-
leitt og á skipulagi Kaupfélags Eyfirð-
inga sérstaklega. Fyrir því mun eg
haga verkum þannig, að lestur þessara
ritgerðar geti orðið yður stómauðsyideg
kenslustund í þessum efnum. Misskiln-
ingur yðar á sérhverju meginatriði sýn-
ir, að fræðslan þarf að vera róttæk.
Vanþekking yðar er að því leyti örðugri
viðureignar en barnanna, að hún er
bygð á bjargi þóttans. (Sbr. afstaða yð-
ar til minningarritsins). Ef til vill
reynist hún því ósigrandi. Eigi að síður
mun eg hefja þessa sókn með öllum
þeim rökum og staðreyndum, er fyrir
lig'gja.
Fyrsta samvinnufélag hér á landi var
slofnað í Þingeyjarsýslu árið 1882. Það
félag var bygt upp með hugkvæmni for-
göngumannanna í samræmi við innlenda
staðhætti, fremur en eftir erlendvun
fyrirmyndum. Þessvegna varð skipulag
félagsins í flestum efnum alger frum-
smíð. Bændur skipuðu sér í deildir og
fremstu menn tóku að sér forystu fé-
lagsmálanna, hver í sínu bygðarlagi.
Samtökin voru bygð á nákvæmum
kunnleik á högum og ástæðum, varúð og
sameiginlegri ábyrgð. Hver deild á-
byrgðist sín viðskifti. Skilin voru trygð
við grunninn, eftir því sem framast
mátti verða. Sameiginleg ábyrgð og full
skil voru líftaug samtakanna, því að
engir sjóðir voru til í byrjun og eigi
heldur neinar lánsstofnanir, sem til yrði
leitað. Samábyrgð innan deilda varð sú
fremsta skuldtrygging, sem unt var að
beita. Hún var bygð á gerstum kunn-
leik og ítrustu varfærni þeirra, er fyrir
beittust í samtökunum.
Samábyrgð innan deilda er skuld-
tryggingarform vaxið upp úr íslenzkum
ástæðum eins og þær voru í Þingeyjar-
sýslu fyrir rúmum 40 árum síðan. Og
þó margt hafi breyzt um hagi manna
og hætti, verzlunarþarfirnar hafi vaxið,
samgöngurnar tekið miklum umskiftuiöi
eru þó enn fyrir hendi þær hinar sömu
ástæður, sem urðu grundvöllurinn undir
hinni þingeysku deildaskipun. Þær á-
stæður eiga rfetur sínar í framleiðslu-
háttum okkar og sölu afurðanna. En
hvorttveggja er háð annmörkum, sem
valda því, að bændur verða flestir að
skulda úttekt sína næstum árlangt.
Kaupfélag Þingeyinga var upphaf-
lega algert pöntunarfélag, rekið á
kostnaðarverðsgi-undvelli En það setti
sér stórbrotið takmark og barðist til
sigurs um yfirráðin í verzlun héraðsins.
En með breyttum lands- og þjóðháttum
hafa Þingeyingar fært út starfsemi fé-
lagsins og þokað skipulaginu til, þar
sem þeir opnuðu sölubúð, er starfar
jafnhliða pöntunardeildinni. Samband-
ið og samstarfið milli eldri og yngri
forma í skipulagsbyggingu Þingeyinga,
hefir valdið nokkrum ágreiningi og um-
ræðum í félagi þeirra síðustu árin.
Kaupfélag Eyfirðinga var öndverð-
lega sniðið eftir þingeyskri fyrirmynd.
Það var pöntunarfélag og rekið á
grundvelli strangasta kostnaðarverðs að
viðbættu lágu gjaldi í varasjóð. Eins og
fyr var lýst og vel er kunnugt, reyndist
form þess og starfshættir ekki viðlíka
sigursælir og Kaupfélags Þingeyinga,
enda var hér við harðari og marghátt-
aðri samkepni að etja heldur en þar.
Eftir tuttugu ára baráttu mátti telja,
að félagið væri að þrotum komið.
Árið 1906 reisti Hallgrímur Kristins-
son félagið við og bygði það algerlega
á grundvelli þeim, sem kendur er við
Rochdale-vefarana. Höfuðbreytingin var
sú, að félagið opnaði sölubúð og tók að
selja vörur við gangverði. Jafnframt
var pöntun feld niður og skuldtrygg-
ingin, sem áður var í höndum deildanna
(samábyrgð innan deilda), var fengin
farmkvæmdastjóranum í hendur. Þann-
ig reis hér upp »sölufélag« í stað pönt-
unarfélags og í stað kostnaðarverðsfé-
lags kom gangverðsfélag með skuld-
trygginguna í höndum framkvæmda-
stjórans og síðar' »Slculdtryggingar-
sjóði«. í stað hinna fornu einráðu og á-
byrgðarfullu deilda komu kjördeildir
með takmörkuðum réttindum og skyld-
um. Þannig styrktist miðstjórn félags-
ins að sama skapi og' vald deildanna
rýmaði.
Það sem mestu orkaði um bættan hag
félagsins og viðgang eftir skipulags-
breytinguna var sú ráðabreytni þess,
að selja vörur við gangverði og ráðstafa
arðinum við áramót. Áður hafði félagið
aldrei haft neitt afgangsfé, nema hinn
rýra varasjóð, sem hlaut að bera öll
skakkaföll. Fjárhagsvandræðin bundu
því hendur félagsins gersamlega og
bönnuðu hverskonar starfsútfærslu og
úrræði. — Nú urðu umskifti. Nú tóku
að spretta upp sjóðir í veltu félagsins
og að baki þess og starfsemin færist óð-
fluga í aukana. Vöxtur félagsins, við-
gangwr og sjóðastyrlcleiki er því beinn
ávöxtur þess trygginga/rstarfs, er felst l
gangverðsskipulaginu og ráðstöfun af-
gangsfjár um á/ramót.
Ætti þá, jafnvel yður hr. endurskoð-
endur, að verða ljóst, að verðsálagning-
araðferð kaupfélaga er starfsgrund-
völlur þeirra og orkar mestu um starf-
semi þeirra og skipulagshætti að öðru
leyti. Slíkt er eigi »ný kenning« og eigi
heldur »faránleg«.
Ætti yður og jafnframt að verða það
ljóst, að tillaga um að félagið taki að
selja mikinn hluta af vörumagni sínu
með kostnaðarverði miðar í þá átt,
að raskað verði til verulegra muna
þessum starfsgrundvelli og um leið
dregið úr þeirri tryggingarstarfsemi
sem felst í gangverðsskipulaginu.
Skipulagshættir Kaupfélags Eyfirð-
inga breyttust eigi í verulegum atriðum
frá árinu 1906 og til ársins 1922. En á
verðhrunsárunum 1920 og 1921 kom það
í ljós að ákvæði þau, er giltu um skuld-
tryggingu í félaginu voru óframkvæm-
anleg, með því að framkvæmdastjóran-
um hélt við gjaldþroti, ef þau gengi
fram. Var þá leitað ráðs um hversu
skuldtryggingunni yrði betur fyrir kom-
ið og varð sú niðurstaða, að tekið var
upp sladdtryggingarform Þingeyinga,
þ. e. samábyrgð innan deilda.
Skipulag það, sem »kent er við Þing-
eyinga«, er í höfuðdráttum sem hér
segir: Pöntun og kostnaðarverðsálagn-
ing, samábyrgð innan deilda og reikn-
ingshaldið að sumu leyti falið deildun-
um. Þessir eru upphaflegir og óbreyttir
skipulags- og starfshættir K. Þ. Þeir
eru í samræmi við hið algera lýðstjórn-
arform, sem félagið tók á sig í önd-
verðu, þar sem deildimar voru raunar
sjálfstæð og ábyrgðarfull félög, er stóðu
saman í einni heild um viðskiftin út á
við. Söludeildin og þær starfsháttar-
breytingar á miðstöð félagsins, sem
hafa orðið henni samfara, eru annarar
ættar. Nú segið þér að Kaupfélag Ey-
firðinga hafi sagt skilið við Rochdale-
grundvöllinn og tekið upp áðurtalda
skipulagshætti Þingeyinga! Samkvæmt
því ætti félagið að hafa lokað búð sinni,
tekið upp pöntun eingöngu og tekið að
afhenda allar vörur með kostnaðar-
verði. Ennfremur ætti það að hafa rofið
miðstöð sína að miklu leyti og dreift
bókfærslunni um alt félagssvæðið.
Ekki þarf að fjölyrða um þessi ‘atriði.
Þér munuð, eigi síður en aðrir sjá, að
ekki er nein heil brú í þessari staðhæf-
ingu yðar. Félagið heldur skipulagi sínu
og starfsháttum óbreyttum í öllum at-
riðum nema einu. Það hefir fengið
deildunum skuldtrygginguna í hendur
að því leyti sem hún getur orðið á
þeirra valdi. Ennfremur hefir það og
heimilað pöntun. En það hefir ekki, enn
sem komið er, bundið hondur sínar um
kostnaðarverðsafhendingu þeirra vara,
er pantaðar kynnu að verða. Slíkar vör-
ur yrði hægt að afhenda með hvaða
verðlagi, sem félagsmenn kæmu sér
saman um.
Niðurstaða mín um skipulagsbreyt-
inguna 1922 verður þá þessi: Hin þing-
eyska deildaskipun, sem er sprottin upp
úr innlendum staðháttum, hefir á frum-
legan hátt verið samræmd Rochdale-
skipulaginu í Kaupfélagi Eyfirðinga.
Að öðru leyti er skipulag félagsins og
starfshættir óbreyttir.
Eftir að eg hefi nú veitt yður þessa
fræðslu, mun eg í IV. og síðasta kafla
þessa andsvars fara nokkrum orðum
um tillögu yðar.
Jónas Þorbcrgsson.
A viðavangi.
Kosningaúrslitin
eru um margt lærdómsrík. Verka-
menn hafa orðið betur samtaka en áður
og mættu þeir lengi minnast þess,
hverju samheldnin fær orkað. Fylgi A-
listans sýnir að í bænum er að eflast
flokkur samvinnumanna. Er og hin
mesta þörf flokks, sem heldur til hófs
um átökin milli hinna svæsnu andstæð-
inga í yztu örmum hinna flokkanna. 1-
haldsmenn gengu til kosninga undir
hreinu flokksmerki og höfðu efstan á
lista mann, sem hefir ráðið miklu um
pólitísk vinnubrögð flokksins hér í bæn-
um. Samt brást þeim stórlega fylgið.
Mætti af því ráða að oftrúin á Ihaldið
fari þverrandi. Væri það eigi mót von,
er slík hneyksli verða sem Oddeyrar-
kaupin. Fylgisleysi C-listans með full-
trúa erlendra hagsmuna hér í bænum
efstan, er og heilbrigt tákn. Að manni
þeim, sem þar á hlut að máli, ólöstuð-
um, má vel benda á það, að hagsmunir
íslendinga og selstöðukaupmanna hafa
aldrei farið saman og enginn kann
tveimur herrum að þjóna, svo í lagi
fari. Hefir íhaldið hér £ bænum enn
sýnt, að það metur lítils íslenzkan
metnað og þjóðarhagsmuni. Fer þá að
líkum, ef lítils verða metnir þeir menn,
sem ráðið hafa slíku framboði.
Byltingaskrafið.
Einhverjir af nánustu fylgismönnum
Einai's Olgeirssonar hafa haldið á lofti
og lagt honum út til óvirðingar ummæli
Dags, þar seni blaðinu fórust orð á þá
leið, að hr. E. O. hefði verið að gróður-
setja spýrur byltingaskoðana »í hugum
nokkurra unglinga hér £ bænum«. Láta
þeir £ veðri vaka, að hér sé sveigt að hr.
E. O. sem kennara og gefið i skyn, að
hann misnoti þá aðstöðu sina. Dagur
vill harðlega mótmæla þessum skilningi
og telur að slík aðdróttun væri i alla
staði ómakleg, með þv£ að það orð fer
af hr. E. O., að hann sé samvizkusamur
og góður kennari. Liggur og i augum
uppi, að slik túlkun er sprottin af ill-
vilja i garð Dags en misskildri um-
hyggju fyrir E. O. Er hún samboðin
þeim einum, sem æsingin gerir að
heimskingjum. Margir tugir eða jafn-
vel hundruð nemenda víðsvegar að af
landinu gætu aldrei orðið kallaðir
»nokkrir unglingar hér í bænum«. Var
vitanlega átt við pólitíska starfsemi E.
0. sem blaðritara og þátttakanda í póli-
tískum félagsskap jafnaðarmanna. Er
hr. E. O. vitanlega frjálst og sæmandi
að halda fram slíkum skoðunum. En
Degi er ekkert síður frjálst að lýsa sig
mótfallin þeim.
2. eða 3. internationale?
Fyrir skömmu kom það til atkvæða i
liði jafnaðarmanna sunnanlands, hvort
Alþýðusamband íslands skyldi aðhyllast
2. eða 3. internationale, þ. e. »social-
demokats« eða kommunista. Mun meiri
hluti hafa verið því meðmæltur, að
hallast í flokk með hófsamari jafnaðar-
mönnum. Kunnugt er að slíkur ágrein-
ingur er uppi meðal jafnaðarmanna
hvai-vetna í heiminum. En þegar Dagur
minnist á þennan ágreining og afstöðu