Dagur


Dagur - 27.01.1927, Qupperneq 3

Dagur - 27.01.1927, Qupperneq 3
4. tbl. DAGUB 15 sína til hans, komast jafnaðarmennimir sumir hér í bænum í uppnám. Kalla þeir slíkt »lýgi« og »æsingatilraunir« blaðs- ins. Að öðru leyti vilja þeir sýnilega viði-a fram af sér umræður um þennan ágreining. Dagur lætur sér ekki lynda þá aðdróttun, að hann færi slíkt í tal, til þess að stofna til æsinga, eða að hann Ijúgi til um það, að í liði jafnað- armanna sé ágreiningur milli »social- demokrats« og byltingasinna. Degi er það fylsta alvörumál og engin launung, að hann mun jafnan verða mótfallin öllum byltingakenningum, því að þær stríða á móti þeirri megin lífsskoðun, er samvinnumenn aðhyllast og byggja samtök sín á. Prentsmiðja Odds Björnssonar hefir aukið við áhöld sín til stórra muna. Tók þar til starfa nú um ára- mótin letursteypuvél (setjaravél). Um uppsetningu hennar annaðist Jakob Kristjánsson Nikulássonar. Hefir hann átt aðsetur í Möen í Danmörku undan- farið. Er þessi hin fyrsta vél slíkrar tegundar, sem tekur til starfa hér á landi utan Eeykjavíkur. Verkbrögðum er hagað með þeim hætti, að fyrst eru sett leturmót, eigi ósvipað því er unnið er á ritvél. Síðan steypir vélin úr bræddum málmi hverja línu í heilu lagi. Með einu handtaki verður skift um letur og með lítilli fyrirhöfn um línustærð. Meginkostir þessarar umbótar erutveir: Letur verður jafnan nýtt og að vélin afkastar miklu verki. Vald bankastjóra. Þegar atvinnuvegir þeir, sem hafa undanfarið haft í veltu megin hlutan af bankafé þjóðarinnar liggja undir stór- áföllum eða heldur við fullu þroti, mun morgum verða að hugleiða, hvílíkt vald bankastjórunum er fengið í hendur. Þeg- ar rétt er skoðað sést, að örlög atvinnu- veganna og þjóðarinnar um leið velta á úrskurðum þeirra um lánveitingar. Þeir hafa lánað stórfé tryggingarlítið í á- hættusöm fyrirtæki, þeir hafa gefið ein- stökum áhættuspilurum og óhappafyrir- tækjum margar miljónir fjár og þeir raka síðan saman fé úr höndum skila- rnanna landsins til að vinna upp töpin og verja bankana falli. Vald þingsins og landsstjórnarinnar er aðeins lítils- háttar kák, borið saman við vald þeirra manna, sem ráða því, hvemig veltufénu er beitt og varið frá ári til árs. Reynsl- an virðist sýna, að umbóta sé þörf um stjóm bankamála. Slíku valdi, sem hér er lýst, fylgir meiri ábyrgð, en rétt er að láta hvíla á herðum einstakra og að1 mestu leyti óvalinna manna. Á bak við bankana þurfa að standa starfandi bankaráð, skipuð þjóðhagsfræðingum og úrvalsfulltrúum atvinnuveganna. Hlut- verk þeirra á að vera það, að ráða meg- instefnu í lánveitingum peningabúð- anna. Mætti þá svo fara, að eitthvað af fé þjóðarinnar yrði lagt í tryggari staði og til meiri þjóðnytja én orðið hefir fjáraustur sá, sem gengið hefir til þess að yfirbyggja, landið af kaupstöðum og þorpum og blása út þann atvinnuveg, sem er svo dýr í rekstri og svo áhættu- samur, að þar veltur alt á höppum og «— glöppum. Frá Landsímanum. Par sem verið er að búa símaskrá 1927 undir prent- un, eru þeir símanotendur, sem óska eftir breytingu, eða leið- réttingu við hana, beðnir að gera mér aðvart fyrir 2. febrúar n. k. Símastjórinn á Akureyri, 2il\ 1927. Gunnar Schram. F r é 11 i r S í m s k e y t i. Þann 19. þ. m. barst Degi frá Kaup- mannahöfn eftirfarandi einkaskeyti. Náði það ekki síðasta blaði, sem kom út degi fyr en venjulega vegna kosning- anna: »Influenza gengur um alla Evrópu. Er hún mannskæð á Spáni og ítalíu, en meinlaus á Norðurlöndum og Englandi. 5200 sýktust í Kaupmannahöfn í síð- ustu viku. Konungshjónin liggja. Áreið- anlega er veikin enn meinlausari hér, heldur en hún var á íslandi í haust.« Síðan þetta skeyti barst, hefir heyrst að illkynjuð tegund veikinnar hafi stungið sér niður í Kristjánssandi. Má af því ætla, að veikin sé viðsjál, þrátt fyrir það að hún er víðast hvar væg. Rvík, 20. jan. Jón H. Þorbergsson á Bessastöðum, sem er varamaður í stjórn Búnaðarfé- lags íslands, hefir áfrýjað til hæsta- réttar fógetaúrskurðinum í innsetning- arkröfu fyrv. búnaðarmálastjóra. Krefst Jón, að nokkrum ummælum í forsend- um fógetaúrskurðarins sé hrundið, og viðurkendur réttur sinn sem varamanns að sitja í búnaðarfélagsstjóminni. — Stefnir Jón Búnaðarmálafélaginu og atvinnumálaráðherra. — Sennilega kem- ur málið fyrir hæstarétt fyrstu dagana í febrúai’, Samningatilraunir standa nú yfir milli útgerðarmanna og landverkafólks í Reykjavík. Aðalsteinn Kristjánsson í Winnipeg hefir gefið 5000 krónur til Landspítal- ans til minningar um móður sína. Afli góður alstaðar, þar sem til spurst hefir, en gæftir víða stopular. ísfisksalan gengur sæmilega í Eng- landi. Vestmannaeyjar hafa gengið í fisk- sölufélagið. 10 þús. skpd. óseld í Eyjim- um. Rvík, 25. jan. Hér var afspyrnurok í gær og vantaði báta á mörgum verstöðum sunnan lands en hafa nú allir komið fram. Lægst kolaverð hér er kr. 9.40 skpd. heimflutt. — Kveldúlfur hefir keypt síldarbræðsluverksmiðjuna á Hesteyri í Jökulfjörðum og mun reka síldveiðar þaðan. Símað er frá París, að Garibaldi hafi verið dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi. Símað er frá London að 4 ný her- fylki, ásamt tanks og flugvélum, liafi send til Kína til vemdar brezkum þegn- um og hagsmunum þar í landi. Símað er frá Písa, að fundist hafi nýjar járnnámur svo auðugar, að full- nægja muni járnþörf ftala. — Sigvaldi Þorsteinsson kaupmaður kom heim á Goðafossi á föstudaginn var, með lík Jóhanns sonar síns, er and- aðist á öndverðum vetri í Kaupmanna- höfn. Jarðarför Jóhanns fór fram í gær. Með skipinu kom ennfremur Friðjón læknir. Fór hann utan, til að leita sér lækninga og var góður árangur þeirrar farar. Óðinn. Við reynslu á hinu nýja varð- skipi kom það í Ijós, að það var ekki gott sjóskip. Þótti það tíðindum sæta, er það fréttist í haust, að óðinn hefði lagst á hliðina úti fyrir minni Siglu- fjarðar og hefði kostað æma erfiðis- muni skipverja að reisa skiþið á kjöl. Undir lok hins áskilda reynslutímabils fór skipið til Khafnar og var, að sögn, mjög hætt komið á leiðinni út. Fyrir milligöngu Sveins Bjömssonar sendi- herra og aðstoð flotamálastjórnar Dana rannsakaði E. Adolph forstjóri skipa- eftirlits flotamálastjómarinnar Óðinn og sannaði, að smíðagalli var á skip- inu og að þyngdarpunktur vélar og katla var rangt gefinn upp. Félst skipa- smíðastöðin á ástæðurnar og gekk inn á að lengja skipið um 4 fet og setja í það 20 smálesta kjölfestu. Var þá samningum talið fullnægt. Síðan var samið við skipasmíðastöðina um áð lengja skipið enn um rúm 9 fet fyrir 8000 kr. aukagreiðslu úr ríkissjóði. Lengist þá Óðinn um 13 fet. Með þess- um aðgerðum er talið að Óðinn verði hið öruggasta sjóskip. Þykir Flyde- dokken hafa tekið liðmannlega í, að bæta úr yfirsjónum. En alvarleg eru slík missmíði og samningabrigði, er ná- lega ollu líftjóni heillar skipshafnar. — Hrafnagilshreppur hefir nú gefið fullnaðar svar við málaleitun fram- kvæmdanefndar Heilsuhælisfélagsins um fjárframlag til byggingarinnar. Leggur hi'eppurinn fram 500. kr. Hafa þá allir hrepparnir, er til var leitað, veitt góð svör og vikist rausnarsamlega undir nauðsyn málsins — nema Öngulsstaða- hreppur. Hann einn hefir ekki virt málaleitunina svars! Er slíkt óvenjuleg- ur háttur siðaðra manna. — Símtefli fór fram milli nemenda Gagnfræðaskólans og Húsvíkinga á sunnudagsnóttina var. Þreyttu skákir 16 hvoru megin og urðu þau leikslok, að gagnfræðingar höfðu 10 vinninga, en Húsvíkingar 6. Tvö af töflunum urðu jafntefli. Urðu allar skákir útkljáðar deilulaust og stóð taflið frá kl. 8 að kveldi til kl. 10 að morgni, með mikilli glaðværð og skemtun. Fóru vísur á milli og fleiri orðsendingar þær, er urðu til gamans og gleðiauka. — Séra Ásmundur Gíslason prófast- ur á Hálsi, liggur veikur á sjúkrahús- inu hér í bænum. Var gerður á honum holskurður við sullaveiki. — Látinn er síðastliðinn sunnudag Margrét Eggerisdóttir kona Stefáns Jónassonar en móðir Eggerts Melstaðs byggingameistara og þeirra bræðra. Frú Margrét var mjög við aldur, Hún A11 a r íslenzkar bœkur kaupir J Ó N A S SVEINSSOJÍ, Sigurhæðum, Akuréyri. var hin mesta ágætiskona í hvívetna og sérlega vinsæl. — Jón Stefánsson fyrverandi ritstj. hefir legið um skeið á RíkisSpítalanum í Khöfn. Eru taldar góðar horfur á að hann nái fullri heilsu innan skamms. — Bæjarstjórnarkosningar fóru fram á Siglufirði og á Isafirði 22. þ. m. og unnu jafnaðarmenn stórsigur á báðum stöðum. Á Siglufirði voru kosnir 1 mað- ur til 4 ára og 2 til tveggja ára. Við fyr nefnda kosningu hlaut listi jafnað- armanna 369 atkv. en listi íhaldsmanna aðeins 72! Var Otto Jörgensen sím- stjóri kosinn. Við síðamefnda kosningu voru þrír listar. Hlaut listi jafnaðar- manna 251 atkv. og kom að tveimur, Sigurði Fanndal kaupm. og Sveini Þorsteinssyni skipstjóra. Hinir listarnir lilutu 111 atkv. og 98 atkv. og féllu báðir. — Á Isafirði voru kosnir 3 menn og voru tveir listar. Hlaut listi jafnað- armanna 373 atkv. og kom að Magnúsi Ólafssyni og Jóni H. Sigmundssyni. Listi íhaldsmanna hlaut 271 atkv. og kom að einum: Matthíasi Ásgeirssyni. — Ibúðarhús Vilhjálms Þór fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga, sem hann lét reisa síðastliðið sumar við Eyrarlandsveg, er eitt hið myndarleg- asta hús í bænum. Hefir hann gefið húsinu nafn og kallar Þórshamar. — Akureyrarbío sýnir ágæta mynd um þesar mundir. Nefnist hún á dönsku »Livets Göglespil«. Hin íslenzka Þýð- ing á nafninu: »Ef eg giftist aftur«, gefur ranga hugmynd um efni myndar- innar. Er það reyndar ekki nýlunda hér á Akureyri. Myndin fjallar um gamalt og mikilsvarðandi efni úr mannlífinu og á þann hátt að ávinningur er að. Salamtala. Þetta er önnur útgáfa þessarar fornindversku sögu, sem Steingrímur Thorsteinsson skáld þýddi og sem kom út 1879, en var löngu upp- seld. Yfir sögunni er austrænn æfin- týrablær og málið er hið vandaðasta, eins og kunnugt er, því að Steingrím- ur var hinn snjallasti þýðandi og smekkmaður á íslenzka tungu. Lætur Axel Thorsteinsson, sem annast um út- gáfuna, þess getið, að ef bókinni verði eins vel tekið og fyrrum, muni þess skamt að bíða, að út komi hin önnur austurlenzku æfintýri, sem faðir hans þýddi einnig: Sawitri og Nal og Dama- janti. Pappír og prentun er í góðu lagi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.