Dagur - 03.02.1927, Side 2

Dagur - 03.02.1927, Side 2
18 DAGUK 5. tbl, sízt. Er þetta ljós vottur þess, hversu lítið þér hafið athugað tillögu yðar, að sú eina ástæða, sem þér hafið fram að bera, er svo augljóslega vanhugsuð og auk þess í ósamræmi við sjálfa sam- vinnuhugsjónina, þar sem hún miðar til þess, að skapa félagsmönnum misjöfn viðskiftakjör. í fyrra andsvari mínu, bar eg fram þá spurningu, hvers vegna þér væruð að bera fram tillögu um þetta efni, þar sem þér lituð svo á, að samhljóða skip- un væri þegar sett í samþyktum félags- ins. Þér hafið ekki orðið við þeim til- mæium að bregða ljósi yfir þá kynlegu háttsemi. En þér endurtakið í »Athuga- semd« yðar, að félagið hafi, með þvi að heimila pöntun, »opnað kostnaðarverðs- aðferðinni leið«. Eg er yður að vísu ekki sammála um þetta. En úr því að þér lítið þannig á, hversvegna eruð þér að brjóta leið, þar sem áður er »opin leið« fyrir? Þér getið rétt til um það, hr. endur- skoðendur, að mér hefir þótt þér vera um of örlátir á tillögur og athugasemd- ir á undanförnum félagsfundum, — það er að segja vanhugsaðar tillögur og at- hugasemdir, sem þér hafið ekki getað fylgt fram með nægilegum rökum. Eg tel að slikar tillögur og athugasemdir þurfi að vera reistar á nákvæmari at- hugun og fyllri þekkingu, en þér virðist hafa til brunns að bera. Um velvilja yðar og umhyggju fyrir félaginu efast eg ekki. Eg vænti þess fastlega, að þér hafið, um það er lýkur þessum umræð- um, öðlast fyllri skilning á eðli og vanda »kritiskrar« endurskoðunar. Eg þykist nú hafa gert »Athuga« semd« yðar og allri málsvörn rækileg skil og vænti þess, að geta hér eftir orð- ið stuttorður, ef þér enn gefið mér til- efni til andsvara. Eg hefi tekið hiklaust til orða og leitast við að marka ágrein- ing okkar skýrum dráttum. Eg óttast ekki umræður slíkar sem þessar. Ber það einkum til, að þótt okkur greini mjög á um ýms mikilsvarðandi atriði, eigum við sameiginlega umhyggju fyrir velferð og sóma Kaupfélags Eyfirðinga. Jónas Þorbergsson. .-----o------- þörf á rannsókn. »Sending« Júlíusar Havsteen sýslu- manns til kunningja hans hér í bænum, þar sem var eftirhermuþvættingur af Húsavík, minnir á aðra sendingu, sem »íslendingur« fékk úr Þingeyjarsýslu árið 1924, en það var ósanninda-sam- setningur um pólitískan fund á Breiðu- mýri. Smágrein sú var nafnlaus en var send blaðinu í umslagi með áprentuðu firma-nafni St. Guðjóhnsens kaup- manns. Fyrir því eignaði ritstj. ísl. honum og öðrum kaupmönnum á Húsa- vík þennan samsetning. En þeir neita harðlega að hafa átt þar hlut að máli. Degi virðist ekki ástæðulaust fyrir kaupmennina, sem eru óánægðir yfir því, að á þeim hvílir grunur um þessa sök, að þeir biðji sýslumann sinn að rannsaka, hver muni hafa stolið hinu áprentaða umslagi St. Guðjóhnsens. ■ ■.... —.......0 ...... Páll J. Árdal, sjötugur. (Óflutt ræða). Heill og sæll öldungur! Mér er sem eg gangi á fund horf- innar æsku, er eg nú heilsa þér, sjö- tugum. í kynnum þínum búa æsku- minningar okkar, sem erum nú miðaldra menn. Pú varst einn af þeim, sem kvaðst raddir landsins inn í sálir okkar, þú varst einn af þeim, sem lagðir okkur á tungu æskusöngvana, sem örfaðir slátt okkar ungu hjartna. F*ú barst okkur »til blómanna«. F*ú áttir, Páll, þroska þinn í risi þeirrar öldu, sem gekk yfir landið eftir þjóðhátíðarárið. Pú varst svo lánssamur, að vera að vaxa um það bil, er íslendingar gerðust íslendingar; — þegar þeir drógu fyrstu hönk þjóð- réttindanna úr höndum Dana, þegar þeir færðust í aukana, þegar þjóðminn- ingarnar voru þeim meira virði en gróði og fjárvelta, þú tókst þátt í eldsékn skáldánna undir felhellur sög- unnar. Þú áttir rödd í lofsöng íslenzkr- ar endurvakningar og föðurlandskær- leika. Ogsú rödd var ósvikin náttúrurödd. Pú áttir tungu í hverjum fossi, ilm í hverju blómi, árbros í hverjum röðli. Og við, sem vorum börn þessara tíma, horfum til baka með eftirsjá. Okkur finst svo margt vera glatað og vera að glatast af því, sem gaf okkur æfintýradraumana, hjartahitann, æsku- hugsjónirnar. Ættjarðarskáldin eru að mestu þögnuð, náttúruraddirnar þagg- aðar. í stað þeirra eru að rísa upp klámskáld. Landið er orðið fult af matarþef og málmhljóði og skuldasón. Fyrir því er okkur sem við setjumst við kvöldskin horfinna daga, er við komum á fund þinn. Og til þín hvarfl- ar hugur okkar oftar en íkvöld. Þegar raddir söngva þinna hefjast úr djúpi minninganna og fara eins og gamall ylur um sálina, þá hvarflar hugurinn til þín, sjötugi öldungur. Við vildum í minningum og í hugrenningum mega standa eins og skjólviðir þér við hlið nú, er ellin leitar fangs við þig og ljós augna þinna er að slokna. En við hverfum flestir í hringiðu anna og umstangs og hugrenningarnar til þín og göngur okkar á fund þinn verða of fáar og strjálar. Verk þín, Páll, hafa verið mikil nytjastörf. Pú ert byggingamaður. Pú hefir lagt stein við stein í grunn þjóð- framkvæmdanna. Þú hefir tengt saman bygðir landsins, brúað elfur þess. Og þú hefir unnið að uppfræðslu þeirra, sem eiga að erfa iandið. Verk þín hafa ekki verið hagsmunahnauk í af- kyma eigingirninnar, heldur frjó störf til umbóta landi og þjóð. Pú ert ósvikinn moli, brotinn af bergi landsins. Þú ert óveill kynkvistur íslenzkrar ættar. Yfirlætislaus hefir þú gengið að verkum þínum. Sannur og trúr hefir þú kveðið ljóð þín. Aldrei gat það dregist í efa, hvar þig væri að hitta. Pig var jafnan að hitta við arinn þjóðminninganna, við hjarta lands- ins, við nytjastörf í þágu framtíðarinnar. Guð blessi þig og gleðji. Jónas Porbergsson. Á vidavangi. Útgerðarmenn og ríkið. Fyrir bæj arstj órnarkosningarnar urðu nokkrar umræður um síldarútgerðina milli Einars Olgeirssonar og ritstj. ís- lendings. Hélt E. 0. fram ríkiseinka- sölu á síld en ritstj. Isl. mælti á móti. Það er ekki ætlun Dags að gagnrýna »rök« Isl. um þetta mál. En á eitt verð- ur þó bent hér, sem vert er að gefa gaum. Það er dágott sýnishorn af hugs- unarhætti samkepnismanna og hug- myndum þeim, sem þeir gera sér um af- stöðu einstakra burgeisa annarsvegar og alþjóðar hinsvegar. Ritstj. ísl. bygg- ir mótmæli sín á því meðal annars, að ríkiseinkasalan myndi verða þess van- megnuð að sjá útgerðarmönnum fyrir lánsfé til reksturs útgerðarinnar til móts við það, er þeir eiga nú kost á með fyrirframsölu á nokki-um hluta aflans. Gerir hann sýnilega ráð fyrir að ríkinu yrði, af erlendum kaupendum síldarinn- ar, síður trúað fyrir fé, heldur en ein- stökum og sundruðum einstaklingum, sem eru búnir að sýna það áþreifanlega ár eftir ár, að þeir eru þess ómegnugir að reisa útveginn við. Ef ríkið er svo rúið trausti, hvað mætti þá vera um einstaklinga þess þá, sem eru að sigla atvinnuvegum í strand. Og hamingjan hjálpi þeirri þjóð, sem á ráð sín í hönd- um þeirra manna, sem sífelt forðast að horfa í augu sannleikanum í slíkum málum, sem fela vandann í orðavaðli og blekkingum meðan þeir stefna at- vinnuvegi þjóðarinnar og þar með lífs- björg margra manna niður í svelg ó- farnaðarins. Skoðanaþróun. Þegar Bjöm Líndal hefir gert sínar virðingai-verðu tilraunir að mæla fyrir skipulagi á sölu síldarinnar hefir Is- lendingur verið því andvígur, af því að það hefir ekki verið samkvæmt skoðun- um þorrans af umráðamönnum blaðsins. Reis blaðið gegn frumvarpi um einka- sölu á síld, er Líndal og fleiri íhalds- menn báru fram á síðasta þingi. En í grein um síldarútgerðina í 3. tbl. þ. á., er blaðið orðið meðmælt samtökum út- gerðarmanna. Þannig þróast skoðanim- ar íhaldsmegin smám saman, eftir því sem rök reynslunnar verða sterkari, eins og samtök útgerðarmanna sunnan- lands sýna ljóslega. Gangstéttirnar hér í bænum eru að vísu mikil umbót og þakkarverð. En galli er það á gjöf Njarðar, að þær eru slælega mokaðar. Þegar þetta er ritað, eru gangstéttimar undirlagðar kýptu svelli og svo flughál- ar, að nálega er þar engum manni stætt nema fimledkamönnum. Verður það úr- ræði flestra, sem ekki geta staðið á gangstéttunum, að fara út á götuna og stýra þar milli skers og báru umferðar- innar. Þegar svo háttar til, verður að líta á gangstéttaskattinn eins og gjald, sem er að nokkm leyti greitt fyrir hverja byltu, er merrn fá á þessum upp- hækkuðu svellbunkum bæjarins. -----o----- F r é 11 i r. — Jarðarför Jóhanns Sigvaldasonar var ákaflega fjölmenn og viðhafnarmik- il. Var af henni auðsæ hluttekning bæj- arbúa í þeim mikla missi, er fráfall hins látna var ættmennum og vinum hans, er.da var Jóhann prýðilega efnilegui' drengur og vinsæll. — Látin er 25. þ. m. að heimili sínu Hjartarstöðum í Eiðaþinghá Ragnliild- ur Einwrsdóttir, ekkja Sigurðar Magn- ússonar er þar bjó lengi rausnarbúi, en móðir Jóns kennara við barnaskólann hér í bænum. Hún var 72 ára gömul, hin mesta sæmdarkona. — Bæjarstjórnin hefir samþykt að kaupa Oddeyrina af Ragnari Ólafssyni. Þó er Tanginn undanskilinn. Getur bæj- arstjórnin valið um tvær leiðir, að kaupa eignina fyrir 100.000 kr., er greiðist á tveimur árum eða 120.000 kr. er greiðist á 40 árum. — Bæjarstjórnarkosningar fóru fram á Seyðisfirði 29. þ. m. Úrslit þeirra urðu þau, að Samvinnumenn og verka- menn sameinaðir hlutu 186 atkvæði á sinn lista og komu að tveimur: Sigurði Baldvinssyni og Gunnlaugi Jónassyni, en íhaldsmenn hlutu 166 atkvæði og komu að einum: Sigurði Arngrímssyni. Þá fór og fram kosning í Vestmanna- eyjum í síðustu viku og voru kosnir 3 bæjarfulltrúai'. Ihaldsmenn hlutu 627 atkv. og komu að tveimur en jafnaðar- menn 434 atkv. og komu að einum. í bæjarstjórnarkosningum þeim, sem fram hafa farið í landinu um þessar mundir, hafa flokkarnir hlotið eftirfar- andi tölu fulltrúa: Jafnaðaamenn .......... 9 íhaldsmenn ............ 5 Samvinnumenn .......... 2 — Páll J. Árdal skáld varð sjötugur 1. febrúar síðastliðinn. Þann dag komu heim til hans margt kunningja hans og samborgara úr bænum og grendinni. Veitti hann gestunum rausnarsamlega. Páll er hinn hressasti og við góða heilsu að öðru en því, að sjón hans er tekin mjög að daprast. — Þingmaður bæjarins lét þess getið innan um auglýsingar kaupsýslumanna á 4. síðu Islendings síðast, að hann ætl- aði að láta ljós sitt skína yfir kjósend- ur. Af slíku mætti ráða, sem og líka er rétt, að ekki eigi aðrir erindi til hans en íhaldsmenn. Mundi þá að líkum fara um slík fundahöld, þar sem því liði væri einu á að skipa. En jafnaðarmennirnir héi-na í bænum virðast hafa áhuga fyrir því, að Líndal takist að koma á viðun- anlegum fundum. Þeir fóru því og komu lífi í samkomuna, þegar hún var að sál- ast í höndum þingmannsins. — Verkamaðurinn 1. þ. m. getur þess, að sjúkrasjóður Verkamannafé- lags Akureyrar hafi á síðastliðnu ári gefið Heilsuhæli Norðurlands 2000 kr., eða '/4 sjóðsins og lætur það fylgja, að Dagur hefði vel mátt geta þessa um leið og hann hafi verið að lofa rausn efnamanna, sem hafi lagt lítið fram hlutfallslega við þetta. Það mun vera rétt að Degi hafi sést yfir að geta þessa og er þaö að vísu vítavert. En vísvitandi hefir Dagur ekki látið neitt ógert, sem gæti stutt það mál. Getur Verkamaður- inn sagt það sama?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.