Dagur - 03.02.1927, Side 3
5. tbl.
DAGUS
10
— Gefin voru saman í hjónaband á
laugardaginn var ungfrú Lena Krist-
jánsdóttir og Knut Otterstedt rafveitu-
stjóri hér í bænum.
DAGUR.
Ritstjórí blaðsins gerir ráð fyrir að
taka sér far til Reykjavíkur með »Is-
landi« nú um næstu helgi. 1 fjarveru
hans veitir Ingimar Eydal kennari
eða Prentsmiðja Odds Björnssonar mót-
tóku auglýsingum eða öðru, því er blað-
ið varðar.
------o-----
S í m s k e y t i.
Rvík. 2. febr.
Húsaleiga og fleira fer lækkandi. Til
dæmis hafa ldæðskerar auglýst 14%
saumalauna lækkun frá í dag.
B æj arstj órnarkosning á Seyðisfirði:
Jafnaðarmenn komu að 2, Ihaldsmenn
1. 1 Vestmannaeyjum komu íhaldsmenn
að tveimur en verkamenn 1.
Frá Berlín: Marx myndar ramma í-
haldsstjórn. Frá London: Chamberlain
kveðst reiðubúinn að slaka til gagnvart
Kínverjum. Viðurkennir hann að nú-
verandi samningar séu orðnir úreltir.
Kellogg utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna hafði áður lýst yfir því, að Banda-
ríkin væru fús til að slaka til ef Kín-
verjar myndi stjórn fyrir alt landið.
Frá Glasgow: Ofsaveður gekk yfir
Skotland í fyrri viku. Hús hrundu,
hraðlestir stöðvuðust, sporvagnar ultu
um koll, 19 biðu bana og um 100 meidd-
ust.
------o-----
Vinnubrögð
Ihaldsins.
Út af upplýsingum Dags í 54. tbl. f.
á., þar sem upplýst var hver var heim-
ildarmaður íslendings að eftirhermu
samsetningi Jóns Péturssonar hermi-
kráku Húsvíkinga, hefir »heimildar-
maðurinn«, Júlíus Havsteen sýslumaður
hjálpað blaðinu um dágott sýnishom af
vinnubrögðum Ihaldsins. Hefir blaðinu
borist frá honum eftirfarandi
„Opið brjef til ritstjóra ,,Dags“.'i'
í 54. blaði »Dags« 1926 gerið þjer mjer
skóna, herra ritstjóri, í grein, sem þjer
nefnið »RæðukafIarnir«, og til þess að
engum sjáist yfir, að jeg hafi lent í þeim
gapastokk, sem blað yðar af mörgum er
talið vera, hafið þjer notað á mig ennþá
stærra letur en á Jónas lækni Kristjánsson
á Sauðárkrók, og hefir hann þó fengið
sitt af hverju hjá yður í sinni tíð.
f grein þessari, þegar loks að mjer er
komið, haldið þjer því ýmist fram, að jeg
hafi »lapið upp« ræðukafla Jóns Sigurðs-
sonar í Ystafelli, eða að jeg hafi samið
kaflana og fengið svo )ón Pjetursson á
Húsavík til þess, að gangast við faðerninu.
Hvort af tvénnu er nú rjettara? Jeg
ætla nú ekki að setja yður í þau vandræði,
að svara þessu og treysti yður heldur ekki
til þess svo ógætilega sem þjer farið með
sannleikann, en jeg skal af venjulegri
góðsemi minni, sem sumir eru nú farnir
að kalla »hugleysi«, hjálpa yður um hið
* Prentað með réttritun höfundai’ lit-
hætti samkv. handriti, Ritstj,
rjetta svar og það er: »Hvorugt af þessu
er rjett«. Er það meira en meðal purk-
unarleysi hjá yður, í sömu greininni og
þjer birtið yfirlýsingu Jóns Pjelurssonar
um það, að hann eigi sök á því, að
ræðukaflarnir sjeu fram komnir, að reyna
samt sem áður að klína því á mig, að
jeg hafi samið þá. Jeg er viss um, að
þessu trúir enginn lesandi yðar, og sjálfur
vitið þjer manna best, hversu ósvífinn
þessi áburður á mig er og ósannur, en
það er ekki í fyrsta skipti, sem þjer vís-
vitjandi hafið mig fyrir rangri sök.
Hitt er og ósatt, að jeg hafi sent »ís-
lendlng« ræðukaflana eða stjórnenda
»íslendings« sem slíkum, og skal í þessu
sambandi tekið fram, að mjer er með öllu
ókunnugt um stjórnendur »íslendings<,
hverjir og hvar þeir eru.
Jeg hefi að vísu sent »ræðukaflana« sem
þjer nefnið, kunningja mínum á Akureyri
einsog jeg heyrði kafla þessa hjá Jóni
Pjeturssyni á Húsavík, en þeir voru kunn-
ingja mínum sendir handa honum, en ekki
til þess að þeir yrðu birtir einsog í »ís-
lending«, og ber jeg því enga ábyrgð á
því, hvort umræddir kaflar voru með
»gæsalöppum« eður eigi. Vona jeg, að
jafnvel yður skiljist, að þetta er alt annað
en það, sem þjer með háðulegum og
hraklegum < :ðum sakið mig um, og skal
jeg í þessu sambandi segja yður það fyrir
satt, að jeg hefði ekki sett umrædda ræðu-
kafla t blöðin m. a. vegna þess, að mjer
er það fjarri skapi, að spilla fyrir mönnum
og hefði jeg viljað hrekkja Jón í Ystafelli
með þessu, hefði jeg vissulega ekki farið
að undaníella þá setninguna úr fyrirlestri
hans, sem mjer þykir varhugaverðust, eins-
og hún er sögð mjer af fleiri en einum
áheyrenda og ber þeim um hana alveg
saman.
Hafi ritstjóri »íslendings« því einnig
fengið umrædda ræðukafla hjá kunningja
mínum, þá byggist það á misskilningi,
sem jeg ekki get ásakað mig um og því
er það, að jeg andmæli íllmælum yðar,
sem auðsjáanlega eru í sjerstökum tilgangi
skrifuð, einsog jeg vík að seinna. Hitt veit
jeg, að »íslending« hafa borist ræðukafl-
arnir svonefndu úr fleiri áttum en einni
og skal jeg í þessu sambandi taka fram,
að fyrir nokkru tjáði mjer óljúgfróður ungur
bóndi, að fyrir rúmu ári síðan, þegar Jón
í Ystafelli var hjer við vörukönnun um
jólin, hefði hann týnt bók, sem í voru
drög til fyrirlesturs, og hefðu nokkrir ungir
menn hjer á Húsavík fundið bókina, at-
hugað hana vandlega og svo skilað eig-
andanum henni, og hefir saga þessi verið
sett í samband við ræðukaflana sælu og
hvernig þeir kynnu að hafa náðst. Hvort
hún er sönn veit jeg ekki, þó ætla jeg svo
vera, en sje hún uppspuni, er hún góð
sönnun þess í máli þessu, hvernig fiski-
sagan flýgur. Mjer er og kunnugt um það,
að sami bóndi eptir tiimælum JónsíYsta-
felli hefir reynt, að fá vottorð hjá eirihverj-
um þeim, sem hlustuðu á fyrirlestur þann
á Laxamýri, sem Jón Pjetursson segist hafa
ræðukaflana úr, um það, að ræðukaflar
þessir væru ósannir með öllu, og að hon-
um hefir gengið sú vottorðssöfnun ílla,
enginn viljað eða treyst sjer til, að gefa
slíkt vottorð.
Þennan mann dreg jeg ekki frekar inn
í þessar umræður, en jeg hefi samþykki
hans til þess, að láta yður vita hver hann
er, og sendi yður nafn hans í sjerstöku
umslagi, svo þjer ekki berið á mig, að
jeg skrökvi þessum atriðum.
Jeg þykist vita, að þjer haldið því hik-
laust fram, að ósatt segi jeg það, að jeg
hefði verið því mótfallinn, að kunningi
minn birti ræðukaflana, úr því jeg sendi
honuni þá. Um þetta þrátta jeg ekki við
yður eða aðra, enda tilgangslaust, verður
hjer hver að trúa því sem hann vill, en
þá er það líka orðinn mergurinn málsins,
hvort ræðukaflarnir eru rjett eptir hafðir,
og hvort jeg hafði ástæðu til að ætla, að
svo væri, a.m.k. í aðalatriðunum.
Nú spyr jeg yður enn: Ef þjer heyrið
sama m.u n hafa optlega og þó svo, að
notwiiur timi líði í milli, sömu orð eða
kafla eptir öðrum manni i'ir opinberum
Nýkomið:
Kál, laukur, jarðepli, ostar, spegipylsur og fl.
Kjötbúðin.
Fóðursíld.
Fóðursíld á kr 13.50 tunnan. Afsláttur ef teknar
eru 10 tunnur. Síldin afhendist af Kjötbúðinni.
Kaupfélag Eyfirðinga.
fyrirlestri, bæði við yður og aðra og altaf
þannig, að efnið og orðin eru hin sömu,
munduð þjer þá telja þau ósönn, jafnvel
þó einkennilega væri komist að orði og
eins þótt sá sem orðin hefði yfir, hjeldi
því fram, að rjett væri með farið í öllum
aðalatriðum, og þjer hefðuð ekki áður_
staðið manninn að neinum ósannindum?
Jeg dreg það í efa, að þjer með góðri
samvisku getið svarað spurningu minni
játandi.
En nú er það vitanlegt öllum hjer um
slóðir og jafnvel opínberlega viðurkent,
að Jón Pjetursson hefir optlega haft yfir
þessa svonefndu ræðukafla við ýmsa hjer
á Húsavik og víðar, að hann altaf hefir
haft þá eins yfir og ávalt talið sig fara
rjett með í öllum aðalatriðum. Mjer er
því spurn: Er nú fullkomin ástæða til þess.
að áfellast mig og vilja tosa af mjer æruna
fyrir það, að hafa sent kunningja mínum
ræðakafla úr opinberum fýrirlestri hafða
eptir manni, sem jeg hefi ekki haft
ástæðu til að rengja og sem heldur ekki
er hræddur við, að gefa sig fram og án
þess að fengin sje full vissa fyrir þvi, að
þessir umræddu ræðukaflar sjeu komnir i
»íslending« frá kunningja mínum. Vissulega
ekki. Orsakirnar liggja dýpra.
Þegar ræðukaflarnir birtust í »íslending«,
urðuð þjer, herra ritstjóri stórreiður, sem
jeg lái yður ekki, úr því þjer tölduð þá
með öllu ósanna, en ógætilegt var það í
meira lagi af yður, að slá því fyrirvaralaust
fram, að ritstjóri »íslendings« hefði falsað þá.
Þegar úrslit landskosninganna síðustu
birtust, urðuð þjer enn gramari, það var
líka að vonum.
Þegar svo Jón Pjetursson sendi ritstjóra
»lslendings« yfirlýsingu sína, þá varð bikar
reiði yðar harmfullur og vel það, og nú
þurfti að skvetta úr honum yfir á einhvern
úr íhaldsflokknum, úr því ritstjóri »íslend'
ings« var genginn yður úr greipum.
Og valið þurfti að vanda, fá einhvern
sem fengur væri í, að skamma og gera
tortryggilegan.
Áminst blaðagrein yðar sýnir berlega, að
þjer vitið ekkert um það, hver heimildar-
maður »íslendings« er að ræðuköflunum
og það gloprast upp úr yður neðanmáls,
að þjer í fyrstu hafið ætlað góðkunningjan-
um yðar gamla Ouðmundi skáldi á Sandi
allar þær skammir, sem svo velta yfir á
mig, en við nánari athugun hafið þjer
komist að því, að hann væri nú í svipinn
búinn að fá nógar »trakteringar« í »Degi«
og þjer sveipið yður svo sauðagæru faríse-
ans og farið að afsaka við Guðmund, að
þjer hafið hugsað flátt til hans, einsog þér
gerið það ekki æfinlega þegar sá mæti
maður er annars vegar. I 53. blaði »Dags«
frá f. ári eru þjer auðsjáanlega »Á víða-
vangi« að haltra milli mín og hreppstjóra
Húsavíkurhrepps (bóksalans), eruð ekki
fullráðinn í því, hver okkar skuli nú fá
skellinn, en í 54. blaði springur blaðran
og þá er sýslumaöurinn í Þingeyjarsýslu
tekinn til bókar í sambandi við vinnubrögð
íhaidsins.
Fyrir lhaldsflokkinn þarf jeg ekki, að
halda skyldi, það gerðu kjósendur 1.
vetrardag 1926.
Fyrir sjálfan mig er jeg líkl. orðinn helst
til langorður, eptir var að minnast á til- *
gang yðar með því, að ausa mig íllyrðum
og ósannindum, og hann er svo sem auð-
sær. Þarna náðist tvent í einu, Að geta
svert og svívirt íhaldsmanninn Júl. Havsteen
og svo sýslumanninn, — sjerstaklega í
augu Þingeyinga —, og svo náðist og, að
gera sama valdsmann vilhallan í þessu
ræðukaflamáli, en hvort Jóni í Ystafelli
hefir verið gerður nokkur greiði með þessu,
leyfi jeg mjer að efast um. Þarna lá þá
fiskurinn undir steini.
Yður þótti standa meiri ljómi af »em-
bættisskrúða< mínum en af tötrum »óþekta
verkamannsins« á Húsavík og því reidduð
þjer að' >umkomulitla vinnumanninum<
svívirðilegasta högginu, sem reitt var í
þessari skammargrein yðar um mig, sem
sje því, að hann væri keyptur eða leigður
af mjer. Fyrirverðið þjer yður ekki fyrir
að bera svona lagaðar ásakanir á ókunn-
ugan mann, sem gerir það eitt, að standa
við orð sín?
í þetta sinn fanst mjer jeg verða að
verja mig fyrir ásökunum yðar og ósann-
indum af því að mál þetta snerti fleiri en
mig, annars er það ekki vani minn, að
sinna blaðaskömmum og býst ekki við
því að taka optar til máls útaf þessum
ræðuköflum enda þýðingarlaust. Verði fyr-
irlesturinn birtur eins og »fslendingur«
hefir krafist; kemur hið sanna í ljós.
Um hnýfiiyrði yðar í 53. blaði »Dags«
1926 hirði jeg ekki og býst ekki við því,
að hreppstjórinn kippi sjer upp, við treyst-
um Þingeyingum til þess að gera upp á
milli farísea og tollheimtumanna og báðir
vitum við það, »að lakasti gróðurinn ekki
það er, sem ormarnir helst vilja naga«.
Húsavík 23. janúar ’27.
Júl. Havsteen.i
Aths.
Af þessum furðulega samsetningi
sýslumannsins verður ráðið eftirfarandi
samhengi málsins: Nokkrir (vandaðir)
unglingar á Húsavík finna vasabók
Jóns Sigurðssonar, »atliuga hana vand-
lega« og þykjast finna í henni drög til
fyrirlesturs. Flugunni er komið í munn
hermikráku þorpsins. Hann þykist hafa
úr fyrirlestri Jóns, á Laxamýri. Júlíusi
Havsteen er ákaflega skemt og hann
veit um aðra sál á því stigi, að hún
gæti notið góðs af fundvísi unglinganna
og- kráku-gáfum Jóns Péturssonar. Hann