Dagur - 03.02.1927, Qupperneq 4
20
DAGUR
5. tbl.
Jörðin Litli-Hamar
í Ongulsstaðahreppi í Eyjafirði er til sölu og laus til ábúðar í
næstkomandi fardögum (1927). — Á jörðinni er nýbygt íbúðar-
hús úr steini. Nýleg fjárhús yfir 150 fjár, hlöður, nýlegar, er rúma
550 hesta heys. Töðufall: 300 hestar, úthey um 700 hesta; þar
af 350 hestar kúgæft. — Sex dagsláttur eru nýbrotnar og að
mestu fullunnar til ræktunar.
Nánari upplýsingar gefa Hjalti Sigurðsson, Hafnarstr. 79 Ak-
ureyri, sími 129 og
Guðmundur Jónatansson,
Litla-Hamri.
Skaífanefnd Akureyrar
verður til viðtals við skattgreiðendur á skrifstofu bæjarstjóra kl.
8—10 síðdegis hvern virkan dag í febrúarmánuði. Skattskyldir
menn í bænum eru beðnir að nota þennan tíma, til þess að af-
henda framtalsskýrslur sínar og ná í eyðublöð undir skýrslur, ef
einhverjir skattgreiðendur skyldu ekki hafa fengið þau.
Akureyrj, 31. janúar 1927.
Skattanefndin.
lætur J. P. lesa sér fyrir »ræðukaflana«
og sendir kunningja sínum hér á Akur-
eyri til »privat-brúks«! Ekki að send-
ingin stæði í sambandi við framboð Jóns
í Yztafelli eða að ætlast væri til að hún
kæmist til »fslendings«, því að valmenn-
inu honum Júlíusi Havsteen »er það
fjarri skapi að spilla fyrir mönnum«!
»Kunninginn« lætur birta í íslendingi,
inhan tilvitnunarmerkja kvöldið fyrir
kosningarnar. Síðan er gerð tilraun að
víkja málinu á bug með yfirlýsingu
• hermikrákunnar.
Málið er nú orðið nægilega upplýst.
Uppruninn eins og meðferðin er í á-
gætri samsvörun við málstað íhaldsins
og vinnubrögð. Ennfremur er upplýst
hvers eðlis er tómstundavinna yfirvalds-
ins og Ijósi brugðið yfir umhyggju hans
fyrir samherjunum hér á Akureyri.
Skal nú drepið niður á nokkrum stöðum
í bréfi J. H. til þess að benda á »sann-
leiksmeðferðina« og rökvísina.
J. H. kallar það »ósvífinn« og »ósann
an« áburð, er eg segi í 54. tbl. f. á., að
hann »hafi lapið upp eftirhermuþvætt-
ing, sem gengið hefir á Húsavík, eftir
yfirlýsandanum, Jóni Péturssyni«. (Sjá
setninguna: »Hvorugt af þessu er rétt«,
snemmá í bréfinu). En samstundis ját-
ar hann það með svofeldum orðum: »Eg
hefi að vísu sent »ræðukaflana«, sem
þér nefnið, kunningja mínum á Akur-
eyri eins og eg heyrði kafla þessa hjá
Jóni Péturssyni á Húsavík«.
Þá kveinkar J. H. sér út af því, að
eg hafi farið um sig »hraklegum« orð-
um, »illmælum«, »skömmum« o, s. frv.
En þetta er ekki rétt. Eg- hefi aðeins
með látlausum orðum lýst verknaði hans
eins og hann hefir nú sjálfur gengist
við honum, að því viðbættu, að hann
muni hafa ætlast til, að »ræðukaflarnir«
yrðu notaðir í sambandi við landskjör-
ið, til þess að spilla fyrir Jóni í Yzta-
felli. Er það óneitanlega sennileg til-
gáta.
Nýstárleg' og’ skemtileg rökvísi kemur
fram í bréfi J. H., þar sem talað er um
sannleiksgildi þess, sem oftlega er end-
urtekið. Samkvæmt þeirri rökfærslu
yrði hver lýgi að sannleika, ef á henni
væri þrástagast og jafnan staðhæft að
hún væri sannleikur, þó að því tilskildu
að sá, sem með færi, væri ekki áður ber
að lýgi! Eg hygg að hér sé fágætur
vottur um gáfnafar.
Loks kemur það broslegasta. Eftir
alla þessa framkomu lítur Júlíus Hav-
steen á sig eins og meiri háttar stærð í
íhaldsflokknum, sem mikill slægur sé í
að leggja að velli I Hafi Dagur þess-
Óhætt er að fullyrða, að hvað
gæði sneitir, tekur
P ette
súkku/aði
fram öllum öðrum tegundum,
sem seldar eru hér á landi.
Pette-sukKuhdi
er einnig vafalaust Ódýrast
Prjóna vélar.
Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að BBtittann»a,
prjónavélarnar frá Dresdner Sfrickmaschinenfabrik eru öllum prjóna-
vélurn sterkari og endingabetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka
og öllutn nýtisku útbúnaði.
Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlíð, kosta kr. 425,00.
Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosfa kr. 460,00.
Hringprjónavélar, 84 náiar, með öllu tilheyrandi kosta kr. 127,00
Allar stærðir og gerðir fáalnegar, nálar og aðrir varahlutir út-
vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst
til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
eftir gæðum.
Fæst altaf í
Kaupfélagi Eyfirðinga.
BÆ N D U R!~
ÞORSKALÝSI er bezti fóðurbætir
að dómi þeirra, sem reynt hafa.
Hefi til sölu 2 föt af mjög góðu lýsi.
Þorsteinn Jónsson,
Hafnarstræti 84.
B A Ð L Y F.
Eins og að undanförnu útvegum vér beintfrá verksmiðjunum
McDougalls
Coopers
Barratts
Hreins
baðlyf
MUNDLOS - saumavélar
eru beztar.
T A P A S T hefir hundur, svartur að lit,
hálf-loðinn,með hvíta bringu og hvítar lapp-
ir. Gegnir nafninu Vígi. Hver sem kynni að
verða var við hund þennan, er vinsamlega
beðinn að gera aðvart, sem allra fyrst,
Jóni Daníelssyni, Seiiandi.
með beztu kjörum sem hægt er að bjóða
Samband ísl. samvinnufélaga.
Nýtt! Nýtt!
vegna veizt að sér í þessu máli. En nú
var blaðið á hnotskóg eftir »heimildar-
manninum«, sem sendi »ræðukaflana«.
Og hvert skyldi blaðið hafa snúið séx-,
ef ekki til hans, sem hefir nú opinber-
lega játað, að hafa sent þá? Hann telur
að ljóminn af »embættisskrúðanum«
hafi bægt höggi á »umkomulitla vinnu-
manninn«. En fyrir mínum sjónum
verða ekki, í ljósi þessa máls, greind
skil embættisskrúðans og vinnumanns-
tötranna. Og þeir Jón Pétursson og Júl-
íus Havsteen, sem hafa nú um skeið
verið umtalaðar persónur í Húsavík,
ganga frá þessu máli hnífjafnir að
metorðum.
Ritstj.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
,SYLYIA( skilvindan
er nýjasta og ódýrasta skllvindan, sem fáanfeg er.
«Sylvia“ no. 0 skilur 40 ltr. á klukkustund og kostar kr. 66.00
wSylvia" — 7 — 60 — - —»— — — — 80.00
»Sylvia“ — 8 — 90 — - — - - 90.00
wSylvia" - 9 — 130 — - —— - — 115.00
uSylvia* - 9'/a — 170 - - -»— — — — 125.00
Skilvinda pessi er srníðuð af hinni heimsfrægu skilvínduverksmiðju
Aktiebolaget Separator, Stocholm (sömu verkstniðju, sem býr til
Alfa-Laval skiivindurnar). Er það fuíl trygging fyrir pví, að ekki
er hægt að framleiða betri eða fullkomnari skilvindur fyrir ofan-
greint verð. Varahlutir fyrirliggjandi f Reykjavík.
»Sylvia« fæst hjá öllum sambandskaupfélögum og í heildsölu hjá
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.
Sambandi ísl. samvinnufélaga.