Dagur - 10.02.1927, Page 2
22
DAGUB
6. tbl.
ekki. Þessu lík dæmi eru algeng. Og
þau geta gert mikinn mismun á töðu
einstaklinganna.
Þessar tvær orsakir til mismunar
töðunnar snerta mest einstakling-
ana. Með því að vita hvernig þetta
eða hitt verkar á töðugæðin, má
nokkuð læra að afla sér góðrar
töðu, en út yfir það að gefa mönn-
um kost á því, getur heildin þar lítið
gert og lítið upplýst töðugæðin. En
hver einstaklingur, sem töðu á, þarf
að vita, hvernig sín taða er, saman-
borið við meðaltöðu. Það er honum
nauðsynlegt til þess að geta fóðrað
rétt með henni.
Þriðju orsakirnar til þess að tað-
an verður misjöfn liggja í árferðinu.
Það gengur jafnt yfir stærri eða
minni svæði, og þó mismunur í
dugnaði manna geri það að verkum,
að það verkar nokkuð misjafnt á
töðurnar, þá verkar það þó í sömu
átt hjá öllum og gerir töðurnar mis-
jafnar frá ári til árs.
Búnaðarfélag íslands á að láta
rannsaka gæði töðunnar árlega.
Þennan mismun þarf að finna ár-
lega. Árlega þurfa bændur landsins
og aðrir, sem töðu eiga og töðu
nota, að fá að vita, hvernig þess árs
taða sé. Einstaka bændur eiga erfitt
með að afla sér vitneskju um það,
enda verður að telja að það sé
skylda Búnaðarfélags íslands að
ransaka það og láta bændur vita um
það í tíma. Sá ráðunautur félagsins,
sem hefir það starf með höndum að
ieiðbeina um fóðrun, ætti síðari
hluta sumars að láta rannsaka sýn-
ishorn af töðu víðsvegar að, svo
hann eftir þeim gæti séð, hvernig
taðan væri og hvaða fóðurbætir
væri bezt að gefa með henni vetur-
inn sem í hönd færi. Það er nefni-
lega enginn efi á því, að það er
mjög misjafnt, og fer bæði eftir töð-
únni og verðlagi fóðurbætistegund-
anna. En hvorutveggja þetta breyt-
ist árlega. Eg hefi áður bent á þetta,
en því hefir ekki verið gefinn gaum-
ur til þessa. Nú aukast fóðurbætis-
kaup árlega, og þá skiftir miklu máli
að það sé keypt, sem bezt á við, og
er ódýrast. Eg vil því beina þeirri
ósk eða áskorun til réttra hlutaðeig-
enda, að þetta sé gert í framtíðinni.
Iivernig er taðan okkar í ár?
Efnagreining á töðu frá í sumar
þekki eg ekki. Sé hún til, er hún sett
undir mæliker,en ekki látin lýsa öðr-
um. En allir, sem töðu eiga, eru
farnir að nota hana og hafa því
reynt, hvernig hún er. Og reynslan
segir, að hún sé afleit, sem ekki er
að undra eftir sumarið. Sumstaðar
er varla hægt að láta geldar en kálf-
fullar kýr haldast við á henni. Og
alstaðar þar sem eg hefi spurnir af,
hvernig hún reyndist, reyndist hún
svo illa, að vor- og síðbærur, sem
fóru inn í haust í 10 og 12 kg. á
dag, hröpuðu niður í 5—6 kg. og
eru síðan í því. Þó er víða dekrað
við þær, svo að þær fást til að jela
28—32 merkur í mál eða 14—16
kg. á dag. Það er óvíða sem kúm er
ekki gefinn einhver fóðurbætir, en
þar sem það heyrist talað um það,
er reynslan svipuð. Sem snöggvast
komast þær í nokkra nyt, en hrapa
strax niður í 5—6—7 kg. á dag og
halda því síðan á sér. Þó haldast
þær ekki alstaðar í holdum með þvi.
Það virðist því svo sem það sé
nokkurnveginn jafnvægi á því, sem
kýrin fær í ca. 15 kg. af töðu og
því, sem hún þarf til að viðhalda
lífsstarfsemi sinni og mjólka 5—6
kg. á dag.
Vothey gefið með töðunni.
I' sumar gerðu þó æði margir vot-
hey, sem ekki hafa gert það áður.
Og sumarið gaf líka ástæðu til þess.
Þó voru margir, sem ekki gerðu
það. Orsakir til þess virðast einkum
tvær. Sú er önnur, að menn eru
hræddir um að það mistakist. Öll
verk okkar mannanna geta mistek-
ist, og votheysgerð þá líka. En það
er engin ástæða til þess að hún mis-
takist, frekar en annað. Hún er
vandaminni en þurheysverkun, og
vandaminni en fjarska margt annað,
sem menn gera og að vísu tekst mis-
jafnt, en menn bera engan sérstak-
an kvíðboga fyrir að mistakist.
Þessi ástæða er því einkisvirði og
hlýtur að hverfa, þegar menn kynn-
ast votheysgerðinni.
Aðrir, sem að vísu gera vothey og
gefa það kúm, þora ekki að gera
það til að gefa það fé, af ótta við
að það af votheyinu fái riðu. Þessi
ótti virðist eins ástæðulaus og hinn.
Margir, sem vothey hafa gefið í
mörg ár, hafa aldrei séð riðuveika
kind, en aðrir, sem aldrei hafa séð,
aldrei gert og því síður gefið vot-
hey, verða árlega fyrir barðinu á
riðuveikinni. Það er því ekki ástæða
til að láta þá hræðslu aftra sér frá
að gera vothey. Á hinn bóginn er
veikin enn svo lítið rannsökuð, að
orsakir og lækning er óþekt bæði
hér á landi og í þeim löndum, sem
veikin er þekt í, og í sumum þeirra
er sauðfé aldrei gefið vothey.
Votheyið í vetur reynist mjög gott
með töðunni. Það er ekki einungis
að það reynist betur á þann hátt að
kýrnar mjólki betur, ef þeim er gef-
ið það með, heldur hlekkist kúm
síður á við burð á þeim bæjum, sem
það er gefið á, og sýnir það, að
fóðrið þar er hollara. Sérstaklega
gildir þetta um lakaþembu, en hana
hættir kúm til að fá í vetur.
Árið í ár ætti því að kenna bænd-
um að gera vothey framvegis, sér-
staklega í óþurkasumrum.
Fóðurbætir með töðunni.
Það var sýnilegt í sumar, að
þurfa mundi fóðurbæti með töð-
unni í vetur. Eg pantaði mér því
fóðurbæti frá Danmörku. Eru í hon-
um 5 olíukökur, muldar og saman-
blandaðar undir eftirliti frá viður-
kendu opinberu eftirliti. í honum
eiga að vera 470 gr. af eggjahvítu
í hverju kílógrammi. Fyrst eftir að
kýrnar komu inn, en það var seinast
í september, gaf eg síðbærunum %
kg. af þessari fóðurblöndu. Á með-
an héldu þær vel á sér nytinni, en
um miðjan október báru 4 kýr, og
varð eg þá að minka fóðurbætinn
við sumar, en taka hann alveg frá
öðrum síðbærunum. Þegar það var
gert, geltust þær um helming eða
niður í 8 kg. á dag.
Nýbærunum gaf eg 1—1 y2 kg. í
mál, og þrjár þeirra fóru í 18 og 19
kg. á dag, en ein kviga í 11 kg. Síð-
asta hálfa mánuðinn hafa þær gelzt
nokkuð, en eru enn í 16—17 kg,
enda hefir gjöfin ekki verið minkuð.
Það eru margir, sem gefa rúg-
mjöl. Þeim gengur ekki eins vel að
láta kýrnar halda á sér nytinni, og
næringin í því er um einn sjöunda
hluta dýrara en í þeirri fóðurblöndu,
sem eg nóta, og sem eg fékk frá
sameignar-innkaupsfélagi bænda á
eyjunum dönsku.
Einstaka menn hafa spurt mig
um, hvort síl.d væri ekki góð með
töðunni í vetur. Síld, sem er brædd
og látin brjóta sig um heyið, getur
altaf gert heyið listugra, og fóður,
sem jezt með góðri lyst, notast altaf
betur en hitt, sem jetið er með
dræmtngi. Síld getur því verið til
bóta. En í því sambandi er þó þess
að geta, að af síld má ekki gefa
kúm nema lítið, helzt ekki meira en
þ^—l kg. á dag, eða 1—2 síldar.
Þetta stafar af tvennu. Fyrst og
fremst hefir síld þau áhrif á feiti-
magn mjólkurinnar að það minkar,
og sé gefið mikið af henni, getur svo
farið, að það sé ekki lengur hægt að
skilja mjólkina, og ekki heldur
strokka rjómann. En til þess að
þessa gæti, þarf þó að gefa mikið
meira en hér er nefnt sem hámark.
Önnur áhrif síldarinnar eru, að kýr
verða tregar til að ganga, og hætta
að halda. Hvað mikið þurfi að gefa
af henni til þess að þessa gæti, er
vafalaust misjafnt, en það þarf
stundum ekki að gefa nema lítið eitt
yfir 1 kr. á dag til þess að þessara
áhrifa síldarinnar verði vart. Og
þessvegna þarf að gefa hana með
gætni.
Aftur virðist þessa minna eða ekki
gæta af síldarmjöli, og það hlýtur
að vera gott með töðunni í vetur, en
hefir verið nokkuð dýrt til þessa.
Allir ættu að gefa fóðurbæti í vetur.
Mér blandast ekki hugur um það,
að allir ættu að gefa öllum kúm, sem
nokkur veruleg nyt er í, fóðurbæti í
vetur. Bæði er það, að einungis með
því er þess að vænta, að kýrnar
komist í sæmilega nyt og geti haldið
henni á sér, en hitt finst mér þó
meira virði, að einungis með því er
þess að vænta, að kýrnar geti sýnt
gagn í sumar. Þó það því á ein-
hverjum stað, þar sem smjörmark-
aður er slæmur, borgi sig ekki að
gefa fóðurbæti, samanborið við
daglega mjólkuraukann, þá bætir
mjólkuraukinn í sumar það upp. Og
einungis með því að gefa fóðurbæti.
í vetur er hægt að láta snemmbær-
urnar fara út í 10—14 merkum og
halda því fram eftir sumrinu. Ann-
ars er nærri vist, að þær fara niður
í 5—6 merkur og fara út í því og
þAKKA öllum þeim, sem auð-
sýndu mér samúð og hluttekníngu
við fráfall og jarðarför konunnar
minnar Helgu Pálmadóttir.
Teigi 4. febrúar 1927.
Sigurður Jönsson.
græða sig þá vart aftur. Bændur
ættu því að gefa fóðurbæti, ofurlitla
síld, síldarmjöl, fóðurblöndu, eða ef
þeir ekki eiga völ á öðru, þá rúg-
mjöl, sem þó er of dýrt, samanborið
við annan fóðurbæti.
Og Búnaðarfélag íslands ætti að
láta hröktu töðuna í suinar, og þann
skaða, sem bændur bíða af þvi að
þeir ekki fengu að vita hvernig tað-
an var og hvað þeim væri bezt að
gefa með henni, verða til þess, að
það eftirleiðis aflaði sér upplýsinga
um það, hvernig taðan væri, og
segði bændum á hverju hausti, hvað
væri bezt að gefa með henni. Eg ber
þá von í brjósti, að það verði vel við
þeirri almennu ósk bænda, sem eg
hér ber fram fyrir þeirra hönd, og
láti gera þetta. Félaginu er sómi að
því, og bændur hafa gagn af því.
Hólum í Hjaltadal, Gamlaársdag 1926.
-----o------
Kosning nefnda,
er fram fór á síðasta bæjarstjórnar-
fundi hér í bæ, féll þannig:
Fjárhagsnefnd: Ragnar ólafsson,
Steinþór Guðmundsson. Bæjarstjóri
sjálf kjörinn.
Hafnarnefnd: Hallgrímur Davíðs-
son, Erlingur Friðjónsson, Jakob
Karlsson, Hallgrímur Jónsson. Bæj-
arstjóri sjálfkjörinn.
Jarðeignanefnd: Sveinn Sigur-
jónsson, Ingimar Eydal, Sigurður
Hlíðar, Halldór Friðjónsson. Bæjar-
stjóri sjálfkjörinn.
Byggingarnefnd: Hallgrímur Da-
víðsson, Erlingur Friðjónsson, Sig-
tryggur Jónsson, Sigurður Bjarna-
son. Bæjarstjóri sjálfkjörinn.
Fptækranefnd: Sveinn Sigurjóns-
son, Halldór Friðjónsson, Stein-
gi'ímur Jónsson, Elísabet Eiríks-
dóttir. Bæjarstjóri sjálfkjörinn.
Veganefnd: Sigurður Hlíðar, Ingi-
mar Eydal. Bæjarstjóri sjálfkjörinn.
Vatnsveitunefnd: Óskar Sigur-
geirsson, Erlingur Friðjónsson. Bæj-
arstjóri sjálfkjörinn.
Húseignanefnd: Sveinn Sigur-
jónsson, Steinþór Guðmundsson.
Bæjarstjóri sjálfkjörinn.
Brunamálanefnd: Óskar Sigur-
geirsson, Ingimar Eydal, Seingrímur
Jónsson. Bæjarstjóri og slökkviliðs-
stjóri sjálfkjörnir.
Rafveitunefnd: Ragnar Ólafsson,
Erlingur Friðjónsson, Steingrímur
Jónsson, Steinþór Guðmundsson.
Bæjarstjóri sjálfkjörinn.
Ellistyrktarsjóðsnefnd: Sveinn Sig-
urjónsson, Elísabet Eiríksdóttir.
Bæjarstjóri sjálfkjörinn.