Dagur - 24.03.1927, Blaðsíða 2
44
12. tbl.
Ill!ff!ffff§§
Þeir félagsmenn,
sem eiga nautgripi, er þeir ætla að
lóga á næstkomandi sumri, eru beðn-
ir að tilkynna það í Kjötbúð okkar
fyrir síðasta apríl.
KAUPFÉLAO EYFIRÐINGA.
Blómapottar
nýkomnir í verzlun
Kristjáns Sigurðssonar.
ukaskepnum, ölmusuþiggjendum,
metnaði þeirra misboðið og þar
fram eftir götunum! Frumv. H.
St. nær aðeins til annarar hliðar
á auknu landnámi. Það gerir ráð
fyrir útfærslu ræktunar og fjölg-
un býla. En segja má að fyrst
liggi fyrir að húsa viðunanlega
þær jarðir, sem þegar eru bygðar.
En það reynist mörgum bændum
ókleift við núverandi lánskjör.
Sá er höfuðmunur á frv. H. St. og
frv. J. J. um bygginga og land-
námssjóð, að J. J. tekur báðar
hliðar á viðreisn og ræktun býl-
anna og að hann gerir ráð fyrir
sérstökum gfóðaskatti í þessu
augnamiði til þess að ríkissjóður
standi jafnréttur. Varla duldist
kunnum mönnum að eitthvað af í-
haldsgleðinni yfir frv. H. St. átti
rót sína í feginleik þeirra, sem
verða myndu á vegi gróðaskatts-
fjárheimtunnar, ef tillögur J. J.
gengju fram. En undirtektir í-
haldsmanna sýna jafnframt að
mótstaðan gegn bjargráðamálum
þjóðarinnar lætur undan síga,
þegar slík mál eru flutt af fram-
sýnum hug og einlægum, en nauö-
syn framtíðarinnar kallar.
Reikningslán Lcundsbankans eða
heimild fyrir ríkisstjórnina að á-
byrgjast slíkt lán mun nú vera
gengið í gegn um þingið. Hefir
því verið hraðað sem mest vegna
nauðsynjar íslandsbanka að létta
af aðkallandi skuld við Hambros
Bank í Englandi. Þegar málið kom
til Ed. lagði Jónas Jónsson fram
mjög ítarlegt nefndarálit, þar sem
fjárhagsástæður atvinnuveganna,
bankanna og ríkisins voru reifað-
ar ítarlega og Ijóslega sýnt hvert
stefnir með nýjum og nýjum fjár-
austri í atvinnuvegi sem bera sig
ekki. Nefnarálitið hafði þau áhrif
að ýta undir varúð íhaldsliðsins,
sem hvergi skortir íhaldsemi nema
í því að ausa fé bankanna í sín eig-
in atvinnufyrirtæki og koma síð-
an ábyrgðinni yfir á bak alþjóðar.
Ræktunarsjóðurinn og
ræktun landsins.
Það þóttu góð tíðindi út um sveitirnar
þegar Alþingi samþykti lög um Rækt-
unarsjóð íslands, 12. maí 1925.
Fékk landbúnaðurinn þá sérstaka
lánsstofnun, er átti að styðja að aukinni
ræktun iandsins, húsabótum o. fl. Með
þessari sjóðstofnun var þýðingannikið
spor stigið í þágu ræktunarmálanna, þó
að í ýmsum atriðum væri eigi gengið
eins langt og nauðsynlegt var. Þörfin á
fjármagni til ræktunar (nýyrkja) og
annara búnaðarumbóta, var orðin mjög
brýn. Megnið af veltufé þjóðarinnar var
beint til sjávarútvegs og verzlunar og
fókið þyrptist unnvörpum úr sveitunum
að sjónum, þar sem stundarhagnaður-
inn var mestur — gróðavonin mest.
eins og kunnugt er.
Fyrst framan af var flutningi fólks-
ins úr sveitunum lítill gaumur gefinn,
mönnum þótti jafnvel ekkert að því að
minniháttair kot legðust í eyði, til þess
að hægt væri að leggja þau undir aðrar
jarðir. Það er ekki fyr en fyrir nokkrum
árum, að nokkrir af okkar beztu mönn-
um benda á hinn hraða misvöxt þjóð-
lífsins. Blöð FramsóknarflokksinS hafa
margoft bent á þá hættu, er þjóðlífi
okkar sé búin, með hnignun sveitanna
og ofvexti bæja og kauptúna. Þrátt fyr-
ir fækkun fólks í sveitunum og alla örð-
ugleika, sem landbúnaðurinn hefir átt
við að búa síðastliðin ár, vegna óhag-
stæðrar verzlunar, ills árferðis (1918,
1920 og 1922), vcltufjárskorti og sam-
kepninni við sjávarútveginn um vinnu-
aflið o. fl., þá bendir margt til þess, að
mikil breyting á búnaðarháttum þjóð-
arinnar sé fyrir dyrum. Svo mikið er
víst, að áhugi manna er vakinn í sveit-
unum fyrir ný-yrkjunni. Ýms stór rækt-
unarfyrirtæki, eins og t. d. að taka á
Vífilsstöðum, Korpólfstöðum og fleiri
srnærri út um land, sem alveg nýverið
eru fullgerð, hafa gefið mjög álitlegar
vonir um framtíð ný-yrkjunnar hér á
landi. Auðsætt er því, að lánbeiðnir úr
R.sjóði hljóta að verða miklar, þar sem
lánsþörfin er jafn mikil og hér. í ný-
útkomnum »Frey« sést, að lánað hefir
verið úr sjóðnum árið 1925 og til októ-
berioka 1926 kr. 724.350. Hefir helming-
ur þessarar fjárhæðar verið ræktunar-
lán, en hitt til húsabygginga. Af þessu
má sjá, að búið er að lána allverulega
upphæð til ýmisl. framkvæmda í sveit-
unum, bændúr hafa gripið fegins hendi
þessa gæs, þrátt fyrir óhagkvæm láns-
kjör, til þess að geta þó eitthvað starf-
að í umbótaáttina. Það er fullljóst mál,
að lán R.sj. eru ekki eins hagfeld og
þyrfti og ætti að vera, til þess að sjóð-
urinn kæmi að tilætluðum notum. Lán-
takendur verða nú að greiða 6% vexti,
en Landsbankinn tekur 7%. Vaxtamun-
urinn er því hverfandi lítill á lánum
R.sj. og venjulegum víxillánum. Því er
haldið fram í Ihaldsmálgögnunum, að
bændastéttinni sé það eigi ofætlun, að
greiða fulla vexti af lánum til ræktun-
ar, bygginga og annara framkvæmda
til viðreisnar landbúnaðinum. Það sé
ekki annað en ótrú á kostum landsins,
að tala um að landbúnaðurinn þurfi ó-
dýrt veltufé, hagkvæm lán, o. fl. þ. h.
Hér er eins og’ oftar bygt á rök-
semdum, sem gripnar eru úr lausu lofti
og við ekkert hafa að styðjast. Það verð-
ur ekki með neinni sanngirni ætlast til
þess af bændastéttinni, að hún komi
landbúnaðinum í viðeigandi horf, jafn
skamt og viðreisn hans er á veg komin,
án verulegs stuðnings af ríkinu, svip-
að og gerist hjá nágrannaþjóðunum.
Verði það gert, þarf eigi að efast um
áhuga og framtak einstaklinganna
landbúnaðinum til viðreisnar. Eins og
nú er ástatt í sveitunum, er beinlínis
knýjandi nauðsyn fyrir bændur, að láta
það sitja fyrir aukinni ræktun, að
byggja upp gömlu torfbæina, sem víða
eru að falli komnir, sýnir það sig líka á
lánbeiðnum til R.sj., þar sem helmingur
lánanna eru byggingarlán eins og áður
er að vikið. Og byggingarnar sem koma
í stað gömlu torfbæjanna eru víða úr
steinsteypu og mjög vandaðar. Það
liggur því í augum uppi, að slíkar
byggingar eru mjög dýrar, og að vaxta-
greiðsla og afborgun þeirra byggingar-
lána hlýtur að höggva stórt skarð í
framleiðslu bænda, með þeim lánskjör-
um, sem þeir eiga nú kost á. Um lán til
ræktunar horfir nokkuð öðruvísi vegna
þess, að slíkar framkvæmdir gefa nokk-
urn beinan arð, strax og landið fer að
komast í rækt. Auk þess er einnig um
talsverðan styrk að ræða samkv. fyrir-
mælum jarðræktarlaganna. Að undan-
förnu hefir blaðið »Tíminn« flutt grein-
ar um vexti, vaxtabréfasölu o.fl. snert-
andi R.sj. verður því eigi lengra farið
út í það mál hér, en aðeins vikið með
nokkrum orðum að einu mikilsverðu at-
riði í reglugerð sjóðsins.
(Framhald).
------o------
Óþörf missögn
er það hjá B. Á. í grein í fsl.
um Georg Brandes, að hann hafi
verið hlyntur sjálfstæðismáli ís-
lendinga. Þvert á móti var hann
því máli fjandsamlegur. Um 1908,
gerði hann naprasta gys að sjálf-
stæðisbaráttu okkar. Ráðlagði
hann þá Amager-búum að heimta
skilnað og setja gulrófu á gunn-
fána sinn. Átti slík tillaga að vera
okkur til háðungar. Þessa minnast
flestir íslendingar og er óviðkunn-
anlegt að sjá öðru haldið fram í
blaði.
Símskeyti.
Rvík 21. marz.
Brúarfossi var fagnað í dag. Atvinnu-
málaráðherrann flutti ræðu. Svein-
björnsson verður jarðsunginn á morgun
á kostnað ríkisins. Konur munu fjöl-
menna í skautbúningi í heiðursskyni við
hið látna tónskáld. — Félag er stofnað
hér með því markmiði að leita markaðar
í Suður-Ameríku. Hafa 14 togaraeig-
endur gengið í félagið. — Fylla hefir
tekið þýzkan togara. Hlaut sá 12.500
kr. sekt og alt upptækt. Hafði mikinn
afla.
Bæjarstjórnin á Isafirði hefir sam-
þykt með 6 atkv. á móti 4 að kaupa
Neðstakaupstaðareignina. Kaupverðið er
135.000 kr.
Guðjón Guðjónsson frá Skagaströnd
tók út af vélbátnum Blika í Vestmanna-
eyjum, og druknaði hann. — Guðjón
Jónsson, Furufirði féll niður um ís á
pollinum og druknaði.
Titan-sérleyfi var samþykt til 3. umr.
í Nd. með 18 móti 2 atkv.
Héðinn og Ásgeir bera fram frum-
varp um að verkkaup daglaunafólks
skuli greitt að minsta kosti vikulega.
Nær það ekki til venjulegrar sveita-
vinnu.
Mokafli er í sumum verstöðvum.
Bæjarstjóm Rvíkur hefir veitt
Kamban 1000 kr. leikstyk. — Iðnaðar-
menn ætla að styrkja samskólann með
60.000 kr. byggingastyrk.
Símað er frá London að búist sé við
að Canton her taki Shanghai þessa viku.
Frá Portugal: Bieres hefir flogið yfir
Atlandshaf milli Afríku og Suður-Ame-
riku.
ískyggilegar ófriðarhorfur eru á
Balkanskaga vegna ásakana ítala í garð
Júgóslava.
Rvík 22. marz.
Frá London: Canton herinn hefir tek-
ið Shanghai en ekki ráðist inn á svæði
Evrópumanna.
Frá Vestmannaeyjum: Tveir færeysk-
ir kuttarar sigldust á nálægt Einars-
dranga. Annar sigldi burt. Hinn sökk og
druknuðu 6 menn en 16 komust í bátinn.
Fanst báturinn af Vertalen frá Fugle-
.fjord eftir 8 stunda hrakninga. Einn
maðurinn dó í bátnum. Þeir sem komust
af komu til Vestmannaeyja kl. 3 í dag.
------o------
F r é 11 i r.
— Látin er hér í bænum Jósef Jóns-
son ökumaður, faðir Jóhannesar glímu-
kappa og þeirra systkina. Hann andað-
ist á heimili sínu hér í bænum 17. þ. m.
Jósef var svo mikill afburðamaður til
vinnu að fágætt þótti. Hann var jafnan
hress í bragði, vinnuglaður, kröfuharð-
ur um trúleik og ósérhlífni bæði við sig
og aðra. Hann var skilgóður maður, orð-
heldinn í bezta lagi og' að öllu fyrir-
myndarborgari og vinsæll. Á Húsavík
er látin frú Thora Havsteen 73 ára að
aldri. Hún var ekkja Jakobs heitins
Havsteens etesráðs en móðir Júlíusar
sýslumanns í Þingeyjarsýslu og Jóhanns
fiskimatsmanns hér í bæ. Frú Thoi-a
var dönsk að ætt. Hún var bin mesta