Dagur - 14.04.1927, Page 1

Dagur - 14.04.1927, Page 1
DAGUR jteinur út á hverjumfimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- gi-eiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Akureyri, 14. apríl 1927. 16. bl. Verkefni Samvinnunnar. i. Hlutverk samvinnumanna verð- ur að forða óhöppum þeim, sem stofnað er til með vaxandi illdeil- um auðvaldssinna og öreiganna. Þeir eiga að verða brú yfir það bil, sem hefir á síðustu áratugum orð- ið æ geigvænlegra milli hinna stritandi stétta og hinna, sem fara með umráð fjár og atvinnutækja. Þar sem þessar stéttir halda á- fram að togast á með vaxandi ofsa, stækkar bilið unz það veldur broti þjóðríkjanna. Verkefni samvinnunnar er að brúa þetta bil og skipa til sátta og jafnvægis öfgum beggja handa, á þann hátt að upphefja hvorar- tveggja öfgarnar. Samvinnan vill sporna gegn yf- irtroðslum auðkýfinga og fépúka á þann hátt að draga umráðin yf- ir fé og framleiðslutækjum úr höndum einstaklinga í hendtur al- múgans. Hún vill jafnframt sporna gegn öreigamensku, með því að skipa vinnandi stéttum þjóðlandanna í samistarfaoidi og sameigandi atvinnufylkingar í samvinnufélögum. Og samvinnumenn, sem trúa því að vandi þjóðmálanna verði helzt leystur með félagsmenningu og beinu samstarfi þegnanna, geta vitanlega ekki aðhylst yztu hug- sjón jafnaðarmanna um þjóðnýt- ingu allra framleiðslutækja. Hins- vegar vilja þeir vera jafnaðar- mönnum samtaka um að brjóta á bak aftur öfgar auðvaldsins. Ekki öreigar, heldur bjargálna- menn, ekki auðsöfnuin einstaklinga bygð á féflettingu og yfirtroðslum, heldur samstarfandi menn, sem hlíta, slcipulagi siðmenningar og bróðemis. Slík er hugsjón sam- vinnumanna. Þannig liggur verkefni sam- vinnunnar milli hinna stríðandi flokka þjóðlandanna. Þeir sitja fyrir ádeilum hvorratveggja og horfa til landvinninga í báðar átt- ir. Fyrir því taka þeir sér stöðu í miðflokkum landanna. Andspyrnumenn auðvaldsins þeir, sem lengst ganga, hafa við- líka ýmugust á miðflokksmönnum eins og bannmenn hafa á hóf- drykkjumönnum. Þeim þykir mið- flokksmennirnir vera óþarfir hálf- velgjumenn, sem geri ekki annað en að tefja fyrir og draga vind úr seglum sinnar eigin viðleitni, með því að skyggja á öfgarnar hinum megin. Og samkepnis- og auðhyggju- mennirnir líta miðflokksmennina illu auga, með því að þeir sjá þar vísa féndur þess skipulags, sem hefir lagt auð og völd í hendur þeirra. II. Framsóknarflokkurinn íslenzki er miðflokkur slíkur, sem hér um ræðir. Samvinnan er höfuðstefnu- skrármál hans. Og verkefnið hér á landi er slíkt hið sama sem ann- arsstaðar, þar sem atvinnuskipu- lag auðhyggjumannanna hefir haldið innreið sína. Framsóknarflokkurinn situr fyrir ádeilum úr tveim áttum og má telja að aldrei gangi af honum brigzlyrði. ihaldsmenn núa honum því sífelt um nasir, að forsprakkar hans séu ekkert annað en dul- klæddir »bolsar«, sem séu að draga bændur og hófsama borgara á eyr- unum inn í herbúðir byltinga- manna. Þannig muni bændur verða ginningarfífl og falla í hendur ræningja, sem svifti þá eignarréttinum o. s. frv. o. s. frv. Jafnaðarmenn brigzla Fram- sóknarflokksmönnum aftur á móti um það, að þeir séu ekki annað en íhaldsmenn nr. 2, sem hafi á sér yfirskyn umbótaviðleitninnar, en svíki hana nálega í öllum greinum. Þannig hlýtur flokkurinn að eiga í tvöfaldri baráttu, að verja að- stöðu sína og þoka fram viðleitni sinni. Framsóknarflokkurinn á upptök sín í sveitum fremur en bæjum. Jarðvegur fyrir samvinnuna hefir að þessu verið beztur meðal bænda. Bændur standa mitt á milli þeirra öfgaflokka, er nú togast á um járnfestar í kaupstöðum lands- ins. Þeir eru nú flestir orðnir ein- yrkjar, síðan öreigastéttin reis upp í kaupstöðunum. Þeir eru því hvortfveggja í senn: sínir eigin atvinnuveitendur og sínir eigin verkamenn. Þeir eru yfirleitt bjargálnamenn, sem eru að skipa sér saman í félagsfylkingar, til varnar hagsmunum sínum, til fé- lagslegrar sóknar í atvinnumálufm. Slíkir menn hljóta að taka sér stöðu í miðflokk landsins, sam- vinnuflokknum. Úrlausnarráð samvinnumanna í atvinnumálum eiga þó ekki síður erindi til bæjanna, þar sem stríð- andi stéttir halda til kapps hvorar gegn annari af meira og minna of- urkappi og öfgum og þar sem at- vinnufyrirtækin virðast vera að hrynja í rústir í höndum ósamtaka atvinnurekenda og ábyrgðarlauss verkalýðs. Verður síðar komið inn á þessi efni. -----o---— „Sveitir ogjbæir“. í Verkam. 26. marz síðastl. hefir G. B. (Gunnar Benediktsson prestur í Saurbæ?) ritað grein með ofannefndri yfirskrift. Eru það nokkrar athugasemd- ir við grein Dags: »Vanskilin við blöð- in« í 10. og 11. tbl. blaðsins þ. á. G. B. segir að það sé »hin fáránleg- asta firra« iað landsbúar skiftist eftir atvinnuvegum og bólfestu þannig: »að flestir bæjarbúar vilji hlynna að ný- bygðinni við sjóinn og auka sóknina á djúpmið, en bændur flestir vilji ræktun landsins, fieiri býli, bætt samgöngutæki o s. frv.« Meg-inrök G. B. fyrir þessari staðhæf- ingu virðast vera þau, að jafnaðarmenn hafi »aukna ræktun á stefnuskrá sinni« og að bændur landsins séu ýmist tómlát- ir um vandamál bæjanna eða skilnings- lausir á þau, vegna þess að blöð þau, er þeir lesa mest (Framsóknarflokksblöð- in) hafi »vanrækt að ræða málið við þá á annan hátt en þann, að við sjóinn sé alt í vitleysu og að betra sé að vera í sveitinni, en að vera öreigi á mölinni«. Enn segir G. B. að Tíminn og Dagur láti' »það heimsículegar (en íhaldsblöð- in) að þeir séu að bölsótást yfir ástandi, sem þeir hafi engar tillögur gért um, að ráða bót á eða koma í veg fyrir að myndaðist«. — Enn »ástandið«, sem hér er vikið að, er ofvöxtur útgerðarinnar, fjárausturinn í útveginn, tryggingar- leysi almennings um atvinnu og hinn »kviki grunnur«, sem hraðvaxin nýbygð við ■ sjóinn hvílir á. Svo er að skilja á orðum G. B. að Framsóknarflokksblöð- in hafi aldrei á þetta minst »á annan hátt en þann, að við sjóinri sé alt í vit- leysu o. s. frv.« — þau hafi aldrei vítt atvinnuskipulag samkepnismanna, aldrei varað við ófamaðinum, aldrei gert nein- ar tillögur til þess að koma í veg fyrir að »ástandið« myndaðist o. s. frv. Dagur telur rétt að gera nokkrar at- hugasemdir við þessar staðhæfingar. G. B. færist allmikið í fang, er hann vill hnekkja þeim augljósa sannleika, að »f!estir« bændur vilji einkum hlynna að landbúnaði; aukinni ræktun, bættum húsum, fleiri býlum, meiri samgöngum um og milli dreifðra bygða landsins — og' að »flestir« bæjarbúar vilji einkum hlynna að þeim atvinnugTeinum, sem þeir hafa af lífsuppeldi sitt. Slíkt mun vera algilt lögmál um menn yfirleitt, hvar í heiminum sem þeir búa og G. B. hefir ekki bent á minstu ögn af rökum fyrir því, að um þetta séu íslendingar ólíkir öðrum mönnum. G. B. segir að bæjarbúar skiftist í tvo andstæða flokka, þar sem annar flokkurinn — íhaldsmenn — vill að út- vegurinn sé rekinn á sama grundvelli og verið hefir en jafnaðarmenn vilja í- hlutun ríkisvaldsins um reksturinn þannig, »að hann verði i-ekinn á þann hátt, sem líkleg'astur þyki til þrifa al- þjóð, að yfirsýn hinna vitrustu manna«. Líklega eiga þetta að vera rök fyrir því, að bæjarbúar beri ekkert sérstaklega fyrir brjósti gengi þess atvinnuvegar, sem veitir þeim lífsviðurværi. En heldur eru slíkt léleg rök. Báðir flokkar vilja /itanlega hlynna að atvinnuveginum þótt þeir séu ósammála um á hvern hátt hann muni verða rekinn með mestum á- rangri. Jafnaðarmenn hafa aukna ræktun á stefnuskrá sinni, segir G. B. Ekki hafa verkamenn hingað til gerst umsvifa- miklir í i'æktunarmálum, hvorki í orði né á borði. Mun mega telja það helztu tilburði þeirra, að Einar Olgeirsson lagði til í Rétti síðast, að ríkið tæki að reka búskap á stórjörðum eins og nú er gert á Vífilsstöðum og að Jón Baldvins- son flytur frumv. nú á þinginu um að ríkið stofni til um 50 nýbýla í Árnes- og Rangárvallasýslum. Hin opinbera streita verkamanna hefir að þessu ná- leg'a eingöngu hnigið að því, að halda hlut sínum í kaupdeilum og fá stofnað til atvinnu, dýrtíðarvinnnu o. s. frv. Verkin sýna merkin og þarf ekki langt að seilast eftir rökum fyrir því, að þetta »stefnuskrármál« verkamanna hefir mjög borist fyrir borð. í landareign Ak- ureyrar er mikið af ræktunarhæfu og á- gætu landi. Verður ekki talið, að verka- menn hafi gert neinar sameiginlegar til- raunir að koma því landi í rækt, jafnvel þó þeir hafi oft haft litla eða enga at- vinnu á þeim tímum, sem jarðabótastörf

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.