Dagur - 14.04.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 14.04.1927, Blaðsíða 3
16. tbl. DiOUfi 61 Með e. s. „Nova“ uæstu daga fær undirritaður nolckra norska léttbáta, sem verða til sölu, einnig kartöflur af beztu tegund, sem verða seldar í heilum 50 kilo pokum. — Ennfremur hið góðkunna »S M 0 O T H-0 N járnce- ment (járnlím) ómissandi áhverju heimili til lands og sjávar. Einar Gunnarsson. A viðavangi. Skuggamyndavél. Gagnfræðaskólinn hefir nýlega fengið skuggamyndavél, sem mun vera sú fullkomnasta, er til lands- ins hefir fluzt, enda hið mesta höf- uðþing. Notar Pálmi Hannesson kennari vélina við kenslu í nátt- úrufræði o. fl. í vélinni eru sterkir rafmagnslampar og þar að auki kolbogaljós. Með henni eru sýndar ekki einungis venjulegar skugga- myndaplötur, heldur er hægt að sýna með henni hverskonar mynd- ir af bréfspjöldum eða úr blöðum og bókum. Litum öllum skilar hún nákvæmlega á tjaldið. Ennfremur er hún einkar hentug, til þess að sýna með henni lifandi skordýr og smáfiska. Eru þeir settir í vatns- skál og í vélina og er þá sem þeir syndi um tjaldið margfaldlega stækkaðir. Þá hefir og skólinn fengið vandaða smásjá og innan skamms mun hann fá áhöld, sem gera það fært, að setja smásjána í samband við skuggamyndavél- ina. Verður þá unt að stækka vatnsdropa og sýna hið iðandi og stríðandi líf hans greinilega á tjaldinu. Opnast þar ný veröld og er ekki talið að þar ríki sátt eða samlyndi fremur en í mannheimi. Á sama hátt verða og sýndar alls- konar sóttkveikjur. Er hér um stórfróðleg efni að ræða og mikla mentabót fyrir skólann og fyrir bæinn, ef hann kynni að hagnýta sér slíkt. Mælt var að Kvásir hefði kafnað í mannviti, af því að eng- inn var svo fróður, að hann kynni að spyrja. Sá dauðdagi mun vera ótíður nú á dögum og mun hitt tíðara að menn kafni í heimsku og fáfræði eigi sízt um náttúrufræði- leg efni. Ætti bærinn að leggja ti) ókeypis húsnæði, ef Pálmi kennari vildi gefa mönnum kost á fræðslu um þessi efni. Mætti af því fljóta ekki einungis fróðleikur heldur og skemtun, því að PáLmi kennari er gagnfróður og snjall í máli. Reykjavíkurvaldið og Gagnfræða- skólinn. Út af tilraunum sem gerðar hafa verið að fá réttindi, til handa Gagnfræðaskólanum, til þess að útskrifa stúdenta nú í vor, hefir Reykjavíkurvaldið og eigi sízt Mentaskólinn, orðið ber að fjand- skap gagnvart skólanum. Til þess að fá drepið þingsályktunartillög- una þar að lútandi, voni öll öfl sett í hreyfingu. Mótmæli háskóla- ráðsins fengust, en þó aðeins þrigg'ja af fimm. Svo var því lost- ið upp, að háskólinn sé æðsti dóm- stóll í þessu efni. Slíkum fyrir- slætti var beint á pólitíska rellu íhaldsins af Sauðárkróki, svo að hún snarsnerist. Svo eru Mbl. og íslendingur látin afsaka vesæl- menskuna og fláttskapinn með því að telja fólki trú um, að þing og mentamálastjóm sé ekki æðsti dómstóll í skólamálum landsins. Við rekstur þessa máls kom og í ljós afstaða rektors Mentaskólans og er hún fróðlegust. Einn af merkustu kennurum skólans ját- aði það fyrir þingmanni, að rektor hefði óskað þess, að kennarar skólans neituðu að veita norðan- sveinum undirbúningstilsögn und- ir próf, ef þess yrði farið á leit! Af því verður bert, að rektor vill koma þessari framhaldsnámstil- raun hér nyrðra á kné og það með ósæmilegum meðulum. — Þeir sem áður hafa haft sínar efa- semdir u:m nauðsyn á tveimur mentaskólum í landinu, að svo stöddu, sannfærast af þvílíkum at- burðum um það, að slíkur skóli, sem Mentaskólinn í Reykjavík, má ekki vera einráður í landinu. Ungar hetjur. Út af frásögn blaðsins um afrek drengsins í Barnafelli á síðast- liðnum vetri hefir blaðinu borist eftirfarandi frásögn: »Á Eyhild- arholti í Skagafirði hagar svo til, að Héraðsvötnin, sem eru vatns- mikil og straumþung jökulvötn, falla rétt við bæinn og er þangað sótt neyzluvatn frá bænum. Þar falla vötnin í streng undir háan bakka, sem þau hafa holrofið, svo að víða hafa fallið niður stórir jarðhnausar í vötnin fram. Af ein- um slíkum hnaus er vatnið tekið. Er hnéhátt af bakkanum niður á hnausinn, en af hnausnum mis- djúpt niður að vatnsborðinu eftir vatnsmegni jökulárinnar. Einn góðviðrisdag í sláttarbyrjun var hópur barna að leika sér á Vatna- bakkanum og þar á meðal tvö börn Péturs Jónssonar (nú bónda á Hraunum í Fljótum), María 4 ára og Jón 7 ára og bróðir Péturs Stefán, einnig 7 ára. — Alt í einu ber svo til, að María litla stekkur niður á hnausinn en missir um leið fótanna og fellur fram í strenginn. Litlu frændurnir og jafnaldrarnir upp á bakkanum brugðu þegar við orða- og um- svifalaust. Varð Jón fyrri niður á hnausinn, fleygði sér á magann og náði í fótinn á systur sinni áður en hún barst með öllu í kaf. Stefán litli stökk strax á eftir frænda sín- um og lagðist ofan á fæturna á Jóni, ti! þess að veita honum við- nám. Náði hann brátt í hinn fót- inn á Maríu litlu og hjálpuðust síðan drengirnir að því að draga hana þannig úr greipum dauðans. Þó fólk væri nærri, hefði hjálp frá því komið um seinan, því Vötnin voru í foráttu og kolmórauð. Þessa frásögn er auðvelt að fá stað- festa«. Slíkt sálarþrek og snariæði hjá 7 ára gömlum drengjum virð- ist ekki síður viðurkenningai*vert en sumt annað sem verðlaunað hefir verið úr Hetjusjóði Carn- egies. — Þá vill Dagur og benda á Kristínu litlu Halldórsdóttur á Tréstöðum í Hörgárdal. Var þess getið hér í blaðinu í vetur, að hún sýndi frábært sálarþrek, er hún lá úti í stórhríðarbyl, gróf sig í fönn og komst ósködduð til bæja. Kristín litla var 13 ára gömul. ------o----- R a u n i r. »Eg kenni til sakir þín«. Nýlega kom eg í hús eitt á Odd- eyri. Þegar eg hefi setið þar litla stund, er drepið á dyrnar og inn kemur gömul kona. Hún er kvik á fæti og glaðleg á svip. Henni er boðið til sætis. U;m leið og hún sezt, grípur hún hendi um hægri síðuna og hallar sér aftur á stól- bakið. »Eg verð altaf að hafa stuðning við bakið, vegna þraut- arinnar undir síðunni og í bak- inu«. Hún segir þetta blátt áfram, án þess að kveinka sér, eða dæsa við, en eg sé fullvel, að hún er við- þols lítil. Þegar hún kveður og fer, eftir skamma stund, þekki eg að- aldrættina úr æfisögu hennar. Tíu ára gömul fer hún úr foreldrahús- um og' vinnur fyrir sér upp frá því. Milli tvítugs og þrítugs gift- ist hún. Hún missir mann sinn eft- ir fárra ára sambúð. Hún stendur uppi eignalaus með þrjá drengi unga. Það litla sem þau áttu, fer í legukostnað mannsins. En hún liugsar sér að sjá fyrir drengjum sínum, án þess að þiggja hjálp. Þeir vaxa upp og verða gervilegir menn. Þeir stunda sjóinn. Eitt vor fara þeir allir á sama skip, bræð- urnir þrír. Einn þeirra er skip- stjóri. Hann er trúlofaður, annar stýrimaður, þriðji háseti. Hann er giftur. Um það leyti, sem móðirin á von á þeim heim, fréttir hún að þeir eigi aldrei afturkvæmt.----- Nú er hún orðin 84 ára, gamla konan og segir frá þessum atburð- um með þurrum augum. Máske er táralind hennar þornuð. En mér er næst skapi að falla á hnén, leggja höfuðið í kjöltu hennar og gráta heitum tárum. Einhvernveginn lifir hún þetta af. Og hún vinnur fyrir sér og son- ardóttur sinni næstu árin. En svo kemur elli og mikil vanheilsa og hún verður manna þurfi. Það fell- ur henni þungt. En kona ein, sem misti unnustann ung í sjóinn, fréttir um hagi hennar. Hún tekur hana til sín og gengur henni í dótt- ur stað. Og nú hjálpast þau að því, hún og maður hennar, að sýna gömlu konunni alla þá umönnun, sem mannleg nærgætni getur veitt. — En kvölin í bakinu gefur varla stundarfrið. Eg kenni til sakir þín, sem þjá- ist og grætur. Eg kenni til sakir þín, í hvaða mynd sem eymd þín er og hvort heldur þú ert maður eða málleysingi. Hvernig get eg setið áhyggjulaus við nægtaborð- ið, þegar hann bróðir minn á ekki til næsta máls, eða notið gleðinnar, meðan hún systir mín grætur? Hvernig get eg allshugar róleg setið við heima-arininn, þegar vetrarillviðrin bylja á útigangs- hestinum og smáfuglinn ferst úr hungri ? Guðrún Jóhannsdóttir. Ásláksstöðum. ------o------ Simske'yti. Rvík. 11. apr. Vegna þess að Changstolin lét menn sína vaða inn á sendisveitarstofu Rússa í Peking, er enn talin hœtta á styrjöld milli Rússlands og Norður-Kína. Komm- unistar Rússlands krefjast ófriðar, en ráðstjórnin mun vera því andvíg. Frá London er símað; að Cantonhel-- inn hafi beðið ósigur og sé á undanhaldi norðan Yangtzeár. Kínverjar hafi skotið á brezk herskip á Yangtzefljóti, en þau svöruðu með 80 fallbyssuskotum og þögguðu niður í Kínverjum. Frá Alþingi: Bernharð, Líndal, Möll- er bera fram fjárlagabreytingu um 70 þúsund kr. lán til Espholinbræðra, til þtss að setja upp tunnuverksmiðju á Akureyri. Torfason og Tryggvi bera fram þing'sályktun mn að rannsaka skuli hvort tiltækilegt sé, að sameina rekstur pósts og síma. Sveinn ber fram þings- ályktun um að sérstakur síldaryfirmats- maður sé skipaður á Seyðisfirði nú í vor. — Við 2. umræðu fjárlaganna í Nd. voru meðal annara feldar þessar breyt- ingartillögur: Eftirlaun handa Páli Ár- dal, styrkur til Freymóðs málara til þess að fuilkomna sig í leiktjaldamáln- ingu og styrkur til Þorst. M. Jónssonar o. fl. til útgáfu »Lýðmentunar«. Sam- þyktar voru 2000 kr. fjárveiting til flug- náms og i; þús. kr. til húsmæðradeildar við Laugaskóla. — Við upphaf 8. umr. f járlaganna í Nd. var tekjuhalli 58 þús. kr. Ei-u komnar fram breytingartillög- ur til 3. umr. og hljóða upp á % milljón kr. — Samgöngumálanefnd Ed. er ásátt um að greiða fyrir sérleyfismáli Titans og þar með jámbrautinni. — Frum- vörpin snertandi útrýmingu fjárkláð- ans komust til 3ju umr. í Nd. eftir harð- ar umræður. Er óvíst um afdrif þeirra. Rvík. 12. apr. Mitnitsky fiðlusnillingur fer norður með Islandinu og heldur hljómleika. Hann er talin afburðamaður í sinni grein. Frá Moskwa: Rússastjórn hefir slit- ið stjórmálasambandi við Pekingstjórn. Frá Alþingi: Jónas frá Hriflu vill að Titan veðsetji vatnsréttindi sín og fast- eignir til tryggingar því að járnbraut- in verði lögð og megi ekki framselja sér- leyfið, nema með leyfi Alþingis. Ríkis- sjóðsframlag greiðist eftir á. — Þrjú allítarleg nefndarálit um Landsbanka- málið eru komin fram í Ed.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.