Dagur - 21.04.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 21.04.1927, Blaðsíða 3
17. tu. BAOVK 65 Á víðavangi. Kjötbúð Kf. Eyf. hefir um skeið verið ófullnægj- andi og ekki svarað vaxandi þörf og kröfum, sem gerðar eru til slíkra búða um gerð og aðstöðu til fylsta hreinlætis. Nú hefir verið bætt úr þessu á mjög myndarleg- an hátt. Búðin hefir verið stækk- uð mikið, gólfið lagt steintíglum en veggir og hillubök glerflísum, vandlega gengið frá borðum og allr'i málningu. Búðin mun nú standa fyllilega á sporði því, sem bezt gerist í þeirri grein hér á landi og svara þörf bæjarins um langt skeið. Legsteinagerð. Víða á landinu og eigi sízt í Reykjavík gerir fólk sér allmikið far um að varðveita til langrar minningar grafir látinna ætt- menna. Hver, sem lítur yfir kirkjugarðinn í Rvík, sér að þjóð- in ver ærnu fé til slíkra minja- gerða. Og þó ekki beri að telja eft- ir þær upphæðir, sem þjóðin ver af ræktarsemi við ættir og liðna sögu, mætti slíkt verða á þann hátt er betur gegndi fyrir þjóðina, en að greiða of fjár fyrir grjót úr öðrum löndum og fyrir vinnu út- iendinga á slíkum minnisvörðum. Ná og eftirhermur okkar og snýkjumenning út yfir gröf og dauða, því að lítt gætir þjóðlegs smekks í vali legsteina og gerð. Eru jafnvel sumar grafskriftir skráðar á illri dönsku. Þyrfti að stefna að því, að legsteinar yrðu gerðir úr íslenzku efni og af ís- lendingum sjálfum. Hér á Akur- eyri er að spretta dálítill vísir til þessarar iðju. Tryggvi Jónatans- son múrsmiður hefir byrjað leg- steinagerð. Gerir hann steina sína úr útlendu efni, enn sem komið er. Leggur hann mulinn marmara og granit í sterka steinsteypu, fægir síðan vandlega og heggur til’. Steinar Tryggva eru smekklegir og vandaðir að gerð og munu vera stórum ódýrari en erlendir stein- ar. Ættu menn að kynna sér þessa innlendu viðleitni áður en þeir leita til útlanda með þessháttar þarfir. Fleiri muni gerir Tryggvi úr svipuðu efni, eins og þvotta- borð, »vaska«-borð, blómsturpotta, steingrindur o. fl. 6ötur og vegir. Bæjarstjórn Akureyrar hefir nú í vor fengið góð tækifæri að at- huga árangurinn af vegamála- stjórn bæjarins undanfarin ár. Gangstéttirnar, sem bygðar voru í fyrra, verða kallaðar »öldumynd- að láglendi«, þegar skrifað verður um þær í landafræðinni. Víða eru þær brotnar vegna missigs. Sum- staðar hafa þær fyrirorðið sig og skriðið sjálfar burt. Gangstéttirn- ar eru alveg samskonar hráka- smíði eins og göturnar. I leysing- um og votviðrum blotnar ísaldar- leirinn og verður að samfeldri for- arelfu um allar götur. Sumt renn- Tapast hefir 19. þ. m.freyja, frá Kaupfél. Eyf. inn að prentsmiðju Odds Björnssonar. Skilvís finnandi afhendi i prentsmiðjuna. ur burt, sumt þornar og rýkur við næsta golukast upp í vit manna og inn i húsin. Þegar leirinn tæmist þannig úr götunum grafast þær og verða mjög ósléttar yfirferðar. Er þá tekið hið sama ráð, að ausa nýjum birgðum af leir í holurnar. þannig geta bæjarbúar stöðuglega veitt sér þá ánægju að vaða forina í skóvarp og ökla. — Vegirnir í grend við Akureyri eru gerðir á sama hátt. En þeir eru yngri og grafast enn meir undir bílum og öðrum farartækjum. í allri aur- flæðunni á Akureyrargötum er nokkurt botnfall orðið eftir svo langan tíma. Það eru hnullungarn- ir, sem ekki geta runnið bui*t. Víð- ast hvar mynda þeir nokkura und- irstöðu; jafnvel þótt fyrir komi, að bílarnir vaði ofan úr. Vegirnir grafast Sfskaplega á vorin og mega teljast með öllu ófærir. Hvorki göturnar eða vegirnir svara til þarfa. Hitt er þó lakara ef þeir, sem eiga að ráða um þess- ar vegagerðir og gert er ráð fyrir að vilji leysa þau mál á bezta hátt, halda áfram að kasta fé og fyrir- höfn í forina og efna til hverskon- ar hrákasmíðis í þeirri grein, sem getur ekki orðið til gagns, held- ur til heilsutjóns og fjármuna- og sívaxandi minkunar fyrir bæ og bygð. Ásbyrgi. Á þingmálafundi, sem Norður- Þingeyingar héldu á síðastliðnum vetri, samþyktu þeir áskorun til þingsins um að leggja fram fé til þess að kaupa og vernda Ásbyrgi sem þjóðareign. Ásbyrgi er, eins og mönnum er kunnugt, einhver fegursti og einkennilegasti staður á landinu. Þangað streymir fólk til skemtiferða. Meðan Ásbyrgi er í eigu einstaklinga, er það vitanlega allsendis ótrygt, að fegurð staðar- ins og gróðri verði þyrmt, hvað þá að hlúð verði að hvorutveggja. Erlendis er það títt að þjóðirnar koma sér upp og vernda listgarða. Ásbyrgi er, að telja má, sjálfgerð- ur listigarður, sem aðeins þarf að vernda og hlynna nokkuð að. Þyrfti að halda því máli á Iofti og fylgja því fram. Dr. Ragnar Lundborg í Stokkhólmi verður fimtugur 29. þ. m. Sænsk-íslenzka félagið í Stokkhólmi efnir til heiðurssam- sætis fyrir þau hjónin þann dag. Lundborg er merkur maður og vinsæll í sínu landi. Hann er og einn þeirra manna, sem hefir fylgt sjálfstæðis- og viðreisnarmálum íslendinga af alhug og samúð. Fyrir því á hann hlýhug og þakk- læti margra íslendinga og heilar óskir þeirra um hamingju á ó- komnum árum. 9 Reiðhjólaviðgerðir. Verkstofa mín á Torfunefi hefir nýlega fengið mikiar birgðir af vara- hlutum til reiðhjóla. Meðal annars má telja: stýri, gaffla, »dekk< og »slöngur«, hjólhringi, hjólskerma, hjólspeli, uppsett fram- og afturhjól, keðjur og í stuttu máli nálega hverskonar varahluti hjóla. Eg ieysi af hendi hverskonar viðgerðir á reiðhjólum. Afgreiðslan er fljót og verðið sanngjarnt. Konráð Kristjánsson. Úr Skagafirði er skrifað: Heill og sasll Dagur! Eg hefi fyrir löngu hugsað mér, að senda þér línu, en ýmsar aðrar annir kallað að og setið í fyrirúmi. En nú skal taka penna í hönd og er þá fyrst að þakka þér marga ánægjustund. Það er heilnæmur og hressandi dagur sem þú flytur, en engin rökkurmolla eða tvíáttir í lofti. Er ekki að lasta, þótt stundum hvessi nokkuð, því víðast mun nóg af mollunni og áhugaleysinu. — Héðan úr héraðinu er fátt um stórtíð- indi nú. Tíðarfar óstöðugt mjög á önd- verðum vetri og lögðust hríðar og fann- koma svo snemma að, að taka varð lömb fyrir vetur. Síðan harðindi til jóla, að asahláku gerði og tók upp gaddinn. En biátt gerði hagskarpt víða, því klaka bræddi yfir alt. En á Þorranum hlánaði aftur og er síðan mesta öndvegistíð, svo að sjaldan mun önnur eins koma. Heilsufar er sæmilegt í héraði síðan á veturinn leið, en all krankleikasamt var framan af meðan ótíðin var. Tauga- veiki geysaði á Sauðárkróki og Staðar- hreppi og fram í Lýtingsstaðahreppi kom veikin á nokkura bæi n. 1. haust. Munu 30—40 hafa tekið veikina og þar af 5 dáið; af þeim 4 á Sauðárkrók. Virðist mörgum sem mjög slysalega hafi tekist til, að veikin skyldi berast til Sauðárkróks (í mjólk frá Kjartans- staðakoti). En það er raunar satt, að hægara er að sjá á eftir. Þá barst og kíghósti á nokkura bæi, en talin mjög vægur. En aftur er hvíti dauði iðinn við sitt starf í Skagafirði. Er berklaveikin ískyggilega útbreidd hér og leggur stöðugt æskumenn í gröf- ina. Er það kannske mál, málanna hér, að draga úr áhrifum hennar. Ætti að mega vænta mikils af héraðslækni í því máli, því meira er um það vert að forða mönnum frá að veikjast, en nokkurntíma að lækna sjúka. Sennilega gera það lé- leg húsakynni, að berklaveiki er hér út- breiddari en víðast annarstaðar. En það segja menn víðförlir, að þau.séu alment betri í öðrum héröðum. Um landsmál er lítið rætt hér og marg- ir áhugalitlir um þau. Sá versti fjandi íslenzkrar alþýðu, áhugaleysið, er hér mjög alment a. m. k. um þjóðmál. Enda virðist sem þingmenn kjördæmisins láti sér það í léttu rúmi liggja. T. d. héldu þeir enga þingmálafundi fyrir þing né leiðarþing n. 1. vor. En verða væntan- lega snúningaliprari næsta sumar, er kosningar stænda fyrir dyrum. Og mikið fylgi munu þeir enn hafa í kjördæminu. Tæplega er það þó fyrir miklar eða góð- ar aðgjörðir þeirra á löggjafarþingi. Jón á Reynisstað mun aðallega hafa beitt sér fyrir tveimur málum. 1 fyrsta lagi að stofna sjúkrasjóð, sem yrði þó í reyndinni eigi annað en nefskattur til ríkissjóðs til að létta af honum berkla- veikislagakostnaðinum. Og í öðru lagi, að setja lög um hrossakynbætur, sem hafa í för með sér allveruleg útgjöld, ef nokkuð verður farið eftir þeim. Skörin er farin að færast upp í bekkinn, ef skattleggja á hvert folald um 8.00 kr., þótt því sé slátrað að haustinu. En það ætti engum alþingismanni að vera of- vaxið að vita, að mikið er gert af, að slátra folöldum og það jafnvel mestu tekjurnar af stóðeigninni, eftir því sem markaður fyrir hross er orðinn. Að ekki sé nú talað um að setja folöldin og grað- hestanefndirnar á sveitina! Fyr má rota en dauðrota! En okkur alþýðumönnum finst við hafa nóg að borga, þótt ekki sé verrð að hlaða útgjöldum á okkur af grunnfæmi eða leikaraskap. Og skal því hnýtt hér við, að ýmsum þykir kynlegt fyrirbrigði að nú er komið vel á veg með að koma hreppsnefndunum á sveitimar eins og ósjálfbjarga gamalmennum. Öðruvísi mér áður brá er það þótti mink- un og neyðarúrræði að þurfa að þiggja af sveit. Og hvenær skyldi hafa verið höi'gull á mönnum að taka sæti í hrepps- nefnd? En nú er sú öldin uppi, að ekkert er hægt að gera nema fyrir borgun og helzt kjósa allir að lifa hver á öðrum eins og Moggi sagði um íbúa Borgarness um árið. En hvað endast menn lengi til að borga? Á útmánuðum 1927. Slcagfirðingur. ------0------ Símskeyti. ^Rvík 19. apríl 1927. Innfluttar vörur í marz námu 3.656.813 kr., þar af til Rvíkur 1.648.549 kr. Símað er frá London að Cantonherinn hafi stöðvað norðurherinn nálægt Nan- lcing. — Vegna ófullnægjandi svara Cantonstjórnarinnar út af viðburðunum í Nanking, er hugsanlegt að stórveldin sendi henni ultimatum. Baldwin stjómarherra Breta vill rýmka kosningarrétt kvenna og miða hann við 21 ár. Lögreglan hér hefir fundið bruggun- aráhöld í húsi nálægt skeiðvellinum, 10 ámur hálffullar af vínanda. Tveir menn hafa játað á sig brotið og er málið tek- ið til dóms. —-----0------- Vinnufatnaður beztur og ódýrastur í Brauns Verzlun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.