Dagur - 21.04.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 21.04.1927, Blaðsíða 1
D AGU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjálddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. | Akureyri, 21. apríl 1927. 17. tbl. Hjartans þakkir fyrir innilega hluttekningu og virðingu auðsýnda með minningargjöfum og á annan hátt við fráfall og jarðarför Jónínu Sig- ríðar Stefánsdóttur húsfreyju á Öngulsstöðum. Aðstandendur. Farfuglar. Nú koma þeir sunnan og þreyta flugið yfir óravegu hafs og landa. Kynja-afl ástarþrárinnar brýzt þeim í brjósti og stælir átökin. Draumar vornóttanna, dýrð ís- lenzkra hásumarmorgna seyðir og dregur. Vilji þeirra er takmarka- laus eins og rúmið sem þeir kljúfa. Einbeitnin hvessir augun litlu móti veðurbökkum norðursins. Ekkert breytir áformi þeirra, nema hin banvæna þreyta, er hún slær þá niður í hafið. Draumlönd æskunnar hillir bak við hafið ólg- andi, bak við hamrarið og ókleifa jölda. Kvíðalausir og óhikandi sækja þeir ferðina til yztu hjara verald- ar. óbrigðulir koma þeir í sama mund á hverju vori, þessir boðber- ar suðrænna daga; þessir fagnend- ur norrænna nótta. Lengur en þúsund ár hefir þeim verið fagnað á hverju vori af börn- um íslandsbygða. Koma lóunnar hefir verið mest fagnaðarhátíð önnur en jólin. Þessa minnast þeir, sem hafa verið börn á æskustöðv- um lóunnar. Fyrstu tónarnir af söng hennar eru eins og rödd úr djúpinu; eins og kall handan yfir fjöllin. Þeir bera í sér hreim fagn- aðarins yfir ókominni sælu; þeir eru máttur hinnar barnslegu, ó- heftu eftirvæntingar. Heim! heim til æskustöðvanna keppa þeir allir þessir vinir góðra barna. Enginn hégómi lokkar þá frá stöðvum fyrstu vona, engin ný- breytni rís eins og skuggi milli upphafs og endimarks. Trúleik- ans eilífa sæla birtir um þá, hreiðrin þeirra, foreldravernd þeirra, æskusorgir þeirra, flug þeirra yfir hafið, baráttu þeirra við hregg og stórviðri óblíðra vor- daga. Við erum farfuglar, og við sækj- um kappsamlega för til fyrirheit- inna landa. Er ekki líf okkar, tak- mark okkar og farsæld háð þeim lögum, sem beinir för litlu fugl- anna yfir hin breiðu höf ? Er ekki skylda margra og svo hamingja yfirgefin, þar sem vaggan stóð? Orka lífsins er við upptök þess. Andi vorsins »dregur arnsúg í flugnuim«. Svo er og um vonir æskumanna, fyrirætlanir þeirra og átök. Þau eru hiklaus og sterk. Orkan er sótt í upphafslindir lífs- ins, hamingju þess og afreka. Hún er sótt í djúp þess hjarta, sem er ósnortið af tælibrögðum hrörnandi dygða; hún er sótt í fylgsni þess hugar, sem er óflekkaður af falsi hnignandi siðgæðis. Hún er sótt í fyrstu bænir til guðs, í fyrsta fögnuð lífsins á vorin, þegar lóan boðar upprás sólar yfir gróandi by’gð. Litli, vegmóði æskuvinur minn, kominn langt um blávegu hafs og geims, til þess að geta lifað æsku þína og barna þinna að nýju í dalnum okkar. Hugur minn fylgir þér. Eg vildi geta, eins og þú, sótt orku til upphafslinda vona minna og eftirvæntinga. Hamingjan gefi þér og öllum, mönnum og málleys- ingjutm Gleðilegt sumar! ——O--------- Fundargerð. Ár 1927, laugardaginn 5. marz (kl 5 síðdegis), var aðalfundur S. Þ. U. settur í Laugaskóla. 'Formaður sambandsins, Þóroddur Guðmundsson, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Samkvæmt uppástungu formanns, var Þórir Stein- þórsson i Álftagerði kosinn fundarstjóri, en hann tilnefndi aftur til varafundar- stjóra Karl Jakobsson á Narfastöðum, og til skrifara þá: Karl Kristjánsson í Rauf og Helga Sigtryggsson á Hall- bjarnarstöðum. Öll stjóm S. Þ. U. var mætt á fundinum og fulltrúar frá deild- um sambandsins sem hér segir: 1. Frá ungmennafélaginu »Efling«: Karl Jakobsson, Vagn Sigtryggsson, Helgi Sigtryggsson. 2. Frá ungmennafélaginu »Gaman og alvara«: Flosi Sigurðsson. 3. Frá ungmennafélaginu »Geisli«: Völundtir Guðmundsson, Steingrimur Baldvinsson. 4. Frá »Ungmennafélagi Lauga- skóla«: Árni Þórðarson, Ingólfur Sigurgeirs- tson, Hólmfríður Jónsdóttir. 5. Frá ungmennafélaginu »Ljótur«: Helgi Hjálmarsson. 6. Frá ungmennafélaginu »Mývetn- ingur«: Arnþór Ámason, Þórir Steinþórsson, Pétur Jónsson (Gautl.). 7. Frá »Ungmennafélagi Tjöraessc: Baldur Steingrímsson og Karl Krist- jánsson. Engir fulltrúar voru mættir frá ung- mennaf élögunum: »Bjarmi«, »Víðir« og »Reykhverfing- ur«. Á fundinum gerðist þetta: 1. Flutti formaður S. Þ. U. stutta en gagnorða skýrslu um starfsemi sam- bandsins síðastliðið ár. 2. Lesið upp bréf frá ungmennafélag- inu »Víðir« í Bárðardal, þar sem félag þetta segir sig úr S. Þ. U. Var úrsögn þessi tekin gild og félagið því talið fonnlega gengið úr sambandinu. 3. Lesinn upp aðalreikningur S. Þ. U. 1926 og þessir menn koánir til þess að endurskoða hann fyrir lok fundarins: Vagn Sigtryggsson og Amþór Árnason. 4. Rætt um það hvort S. Þ. U. skuli ganga í U. M. F. 1. og samkvæmt álykt- un síðasta aðalfimdar sambandsins, gerð grein fyrir undirtektum deilda sambandsins. Höfðu fjögur félaganna, sem fulltrúar voru mættir frá, samþykt álylctanir um að þau væru því mótfall- in að S. Þ. U. gangi í U. M. F. í., en þrjú félaganna höfðu verið því fylgj- andi; eitt þeirra þó með sérstökum skil- yrðum. Með þessum undirtektum var málið fallið að svo stöddu, og því tekið út af dagskrá. 5. Kosin stjóra S. Þ. U. fyrir næst- komandi starfsár, og voru þeir: Þór- oddur Guðmundsson, Úlfur Indriðason og Pétur Jónsson endurkosnir. Sömu- leiðis var varastjómarmaður endur- kosinn: Arnþór Árnason. 6. Kosinn maður í »Skólaráð Lauga- skóla« af hálfu S. Þ. U. og Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi endurkos- inn. 7. Kom fram og var samþykt svo- hljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á fulltrúa að vekja athygli og áhuga á vormótshreyfing- unni. Telur hann nauðsynlegt að sam- bandsfélögin ræði málið á fundum sín- um heima«. 8. Endurskoðendur lögðu fram endur- skoðaðan aðalreikning S. Þ. U. fyrir 1926 með lítilsháttar athugasemd. Var Hér með tilkynnist að Ólöf Jónsdóttir frá Sólborgarhóli andað- ist í sjúkrahúsinu á Akureyri 14. þ. m. — Jarðarförin fer fram fimtu- daginn 28. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 12 á hádegi. Sólborgarhóli 18. apríl 1927. Anna Pálsdóttir. Ásgeir þorvaldsson. reikningurinn með athugasemdinni sam- þyktur í einu hljóði. — 9. Tekið til umræðu landnámsmálið og gerðu fulltrúar fyrst grein fyrir af- greiðslum málsins heima í félögunum. Þrjú félögin sem áttu fulltrúa á fund- inum, höfðu samþykt tillögur um stofn- un »Landnámssjóðs Þingeyinga« á þann hátt, sem nefnd sú lagði til( er kosin hafði verið í málið á síðasta aðalfundi S. Þ. U. og birt hafði álit sitt í »Þing- evingk. En fjögur félögin höfðu tekið sér sérstaka afstöðu til málsins, hvert á sinn hátt. — Var þá mál þetta rætt alllengi á víð og dreif, en síðan kosin 3 manna nefnd, til þess að koma næsta dag fram með ákveðnar tillögur til af- greiðslu málsins á þessum fundi. 1 nefndina voru kosnir: Pétur Jónsson (Kasthv.), Þórir Steinþórsson og Karl Kristjánsson. — Var þá klukka orðin 10% og fundi frestað til næsta dags. Sunnudaginn 6. marz var svo fundur aftur settur, kl. 9 árd., með sömu mönn- um og daginn áður. Nefnd sú, sem kosin hafði verið kvöld- ið áður, lagði fram svohljóðandi tillögur með munnlegri greinargerð: »Með því að ekki hefir komið fram nógu ákveðinn áhugi fyrir stofnim Landnámssjóðs, og eigi frá nógu mörgum félögum, sér S. Þ. U. sér ekki fært að stofna hann að svo stöddu. En fundurinn skorar á deild- ir S. Þ. U., að gera landnámsmálið að stefnuskrármáli sínu og framkvæmdar- máli þannig, að hver deild fari nú þeg- ar að vinna að nýyrkju og jarðaumbót- um í sínu bygðarlagi á þann hátt( sem staðhættir krefja þar. — Jafnframt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.