Dagur - 12.05.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 12.05.1927, Blaðsíða 3
20. tbl. DAOUR 77 ♦ J^ykomnar vörur frá Þýzkalandi og Englandi: Karlm. og Ungl. fatnaðir.—Reiðjakkar, waterpr. frákr. 21,00, Stormtreyjur frá 19,00, Vinnufatnaðir frá kr. 10.00 settið, Taubuxur karlm. frá kr. 8,00. — Nærföt, feikna úrval, frá kr. 2,20 stk., »Pullovers« peysur frá kr. 7,25. — f Hattar linir frá kr. 5,00, Hálstreflar frá kr. 2,25, Axlabönd # ♦ # ♦ ♦ $ urdúkar, fiðurh. kjólatau, Flónel. ♦ ♦ O frá kr. 1,50, Göngustafir frá kr. 1,50, Hálsbindi 1,00 kr ódýrust, Borðteppi frá kr. 5,00. — Dívanteppi frá kr 10,00. — Bómullarlök misl. frá kr. 1,90, Rúmteppi frá 4 kr. 6,25. — Sjalklútar ísgarn frá kr. 5,00, Hv. Borð- dúkar og serviettur mjög ódýrt. — Sundföt og hettur. — Sokkar, karlm., kven., barna. Vefjur frá kr. 3,50, Hvít Léreft frá kr. 0,50 mt., Tvisttau frá kr. 0,85 mt., Flónel hv. frá kr. 0,90 mt., Dúnléreft ágætt. — Sæng- Borðdúkadreglar hv. — Morgun- Dömukamgarn frá kr. 9,25 mtr. — Alklæðið, margeftirspurða kostar nú kr. 15.00 mtr. — og ótal margt fleira er nýkomið. — — Komið meðan úr mestu er að velja. — Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. ÚTBOÐ. Þeir, sem vilja gera tilboð í að byggja skólahús og penings- hús á Hólum í Hjaltadal nú á komandi sumri geta fengið uppdrætti og lýsingar hjá Sveinbirni Jónssyni, sem er til viðtals í Heilsuhæli Norðurlands. Húsameistari ríkisins. R eiðfataefni tvíbr. á 5,60 og 7,00 mt. nýkomið í Brauns Verzlun. Pdll Sigurgeirsson. Á víðavangi. Jóh. Laxdal í Tungai ritar kynlega grein í »Isl.« 22. apr. s. 1. Hann ræðst á Tryggva Þórhallsson út af frá- vikningarmáli Sigurðar búnaðar- málastjóra. Samkvæmt alviður- kendutn sannindum, er aðstaða Tr. Þ 1 því máli, sem hér segir: Féndur Sig. Sig. í þing- flokki íhaldsins unnu það til að sparka í Valtý, til þess að fá í Bún- aðarfélagsstjórnina nógu harðvít- ugan andstæðing S. S., Magnús á Blikastöðum). Var Sigurði ætluð skilyrðislaus frávikning. Tr. Þ. vildi að staðan væri laus á búnað- arþingi, sem hefði málið til rann- sóknar og úrskurðar. Hann haml- ar því að staðan væri veitt á síðast- liðnu hausti. Hann hamlar því að Sigurður væri á síðastl. vetri rek- inn eða jafnvel borinn út úr húsa- kynnum Búnaðarfélagsins. Loks leiðir hann málið til þeirra úrslita sem urðu á búnaðarþingi. Það er því verk Tr. Þ. að Sig. Sig er aftur tekinn við forustu búnaðarmál- anna. Þetta vita skrifarar íhalds- ins sunnan lands og eru því þagn- aðir. Þessi rödd Jóh. Laxdals er því nokkuð hjáróma og utan gátta hjá íhaldinu og kreist upp mleira af vilja en mætti. Máttleysið er skiljanlegt en viljinn er sorglegt undrunarefni. Jóhannes misti of snemma handleiðslu góðs föður, eins hins víðsýnasta samvinnu- og framfaramanns, Helga bónda í Tungu, en hlaut í stað hennar upp- eldi í þjóðmálaskólanum á Sval- barði. Mun það því miður oftar verða, að Jóh. geri ætt sinni og stétt minkun vegna þeirra uppeld- isáhrifa. Útsvar Kf. Eyf. íslendingur skýrði nýlega frá hæstu útsvörum, hér í bænum. Taldi hann, sem rétt var, auka- útsvar Kaupfélags Eyfirðinga vera 5000 krónur. En blaðinu láð- ist að geta þess að auk útsvarsins greiðir félagið sérstakan skatt af fasteignum í bæjarsjóð samkvæmt Samvinnulögunum. Sá skattur nemur 3500 kr. Alls greiðir því félagið, sem af sumum er kallað skattfrjálst, 8500 kr. í bæjarsjóð. Hæsta útsvarið er 9000 kr. ------o—----- Aage Schiöth, sonur Axels Schiöth hrauðgerðarmeistara hér í bænum, hefir nýlega lokið prófi í lyfjafræði í Ham- borg, með ágætiseinkunn, F r é 11 i r. — Theódóra Þórðardóttir heitir hús- freyjan á Kambsmýrum í Þingeyjar- sýslu. Hún er að sögn gædd merkileg- um, dulrænum gáfum. Ritar hún ósjálf- rátt bundið mál og óbundið og kemur margt úr penna hennar, sem eigi þykir von til, að geti verið komið frá henni einvörðungu og er margt talið frábært að fegui'ð og andríki. Prú Theódóra hefir fyrir beiðni manna skýrt frá dul- rænni reynslu sinni og lesið upp sumt af hinni ósjálfráðu skrift. En eigi tek- ur hún fé fyrir. Kvenfélagið Alda í Öngulsstaðahreppi hefir gengist fyrir því, að hún flytti tvö erindi í þing- húsi hreppsins. Flutti hún hið fyrra á þriðjudagskvöldið en hið síðara flytur hún í kvöld (fimtudag) kl. 8V2. — »Boðorðin tíiu eða tíu boðoi'ð Guðs nefnist kvikmynd, sem sýnd er á Nýja Bíó um þessar mundir. Er það heims*- fræg mynd, og hefir hlotið meiri að- sókn en allar aðrar myndir, sem sýndar hafa verið hér á landi. í Reykjavík var hún sýnd 40 sinnum. Hér hefir fjöldi manns orðið frá að hverfa þau skifti, sem hún hefir verið sýnd. Myndin er í tveimur köflum. Sýnir fyrri hlutinn herleiðingu ísraelsmanna í Egiptalandi, för þeirra yfir Rauðahafið, eftirför Faraós, þar sem hafið veltir sér yfir hann og lið hans, för Israelsmanna yfir eyðimörkina, löggjöfiná á Sínaifjalli, gullkálfinn o. fl. Þessar sýningar eru frábærlega stórkostlegar. Síðari hlut- inn gerist nú á tímum. Gengur efni myndarinnar til þess að sýna, að boð- orðin eru lögmál, sem ekki verður rof- ið án stórkostlegi-a afleiðinga. Myndin er að öllu stórmerkileg. — Missögn var það í Degi og sem síðan slæddist í fleiri blöð, að Svava litla, dóttir þeirra Evu Pálsdóttur og Jóhanns Kröyers hefði verið tveggja ára, er hún andaðist. Hún var rúml. ársgömul. — Eftir þau harðafrost er gerði fyrstu og aðra viku sumars, er nú aftur brugðið til hins mesta blíðviðris og vor- bata. Farfuglar allir komnir og jörð tekur að gróa. ------ o----- S ím s key ti. Rvík 9. maí Frumvarpi um innflutningsgjald á benzíni hefir verið vísað frá með rök- studdri dagskrá. — Þingsályktun um si ipun yfirsíldai-matsmanns á Seyðis- firði var vísað til stjómarinnar. — Siimþykt hefir verið þingsályktunartil- laga um öryggis- og heilbrigðiseftirlit í verksmiðjum. Sömuleiðis samþykt á- Iji ktun um styrk til stúdentaefna frá Akureyri, til suðurfarar vegna próf- töku, ennfremur ályktun um hveraorku og þingsályktimartillaga Möllers um út- varp. — Fjárhagsnefnd Ed. ber fram tillögu um heimild fyrir ríkisstjómina að veita Klunnindi nýjum banka. J. J. ber fram þingsályktun um skipun spamaðarnefndar, er vinni kauplaust og' geri tillögur um spamað á fé ríkis- sjóðs. Fjárhagsnefnd Nd. ber fram á- ljktun viðvíkjandi verzlun ríkisins. Félag málaflutningsmanna sendir þing- inu fundarsamþykt, þar sem krafist er fjölgun dómara í Hæstarétti. Þjóðminjavörður og Valtýr Guð- mundsson annast fornminjagröft á Bergþórshvoli næsta sumar. Útfluttar vörur í janúar—apríl námu 8 099.605 gullkrónum. Samtímis í fyrra lv).558.000. Landnámssjóðsmálinu hefir verið vís- að til milliþinganefndar, sem er skipuð til þess að rannsaka og gera tillögur um breytta landbúnaðarlöggjöf. Frá London: Frumv. um bann gegn \erkbönnum hefir verið samþykt við aðra umræðu. Frá Genf: Rússar æskja fjárhags- legrar samvinnu við Vestur-Evrópu. Frá Winnipeg er símað, að miklir \ atnavextir hafi orðið í Manitoba fylki. Rvík 11. maí. Tvflyft steinhús við Laugaveg 78 brann í nótt. Þjóðverjinn Rudolf Köst- er brann inni. N Sundkensla. Sund verður kent í sundstæðinu við Kristnes í vor, ef þátttaka fæst næg. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir lok þ. m. Hranastöðum 10. maí 1927. Jónas Pétursson. Fjármark mitt er: Sneitt framan, biti aftan hægra; sneitt framan vinstra. Brennimark: G. V. Þetta bið eg alla fjallskilastjóra að færa inn í markabækur sínar. Nesi í Aðaldal S.-Þ. 29. apríl 1927. Guðlaugur Valdemarsson. Veggfóður fyrirliggjandi hjá undirrituðum. Hallgrímur Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.