Dagur - 12.05.1927, Blaðsíða 2
76
DAOUR
ao. tbi.
Hótel Gullfoss
verður flutt 14. maí í Hafnarstræti 100. Inngangur að sunnan.
Rannveig Bjarnardóttir.
Byggingavörur
N ÝKOMNAR:
Steypujárn.
Vatns- og skólpleiðslurör.
Qólfdúkar.
Qólfpappi, þakpappi, veggpappi.
Málningavörur allskonar.
Veggfóður. %
Kaupfél. Eyfirðinga.
ÉiIiiiiiiliiilftiiikiiiiiiS
Myndastofan
í Gránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kli 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
göngu sinni um vöruvöndun og
verzlunarhætti alið upp hina yngri
menn í kaupsýslustétt landsins til
siðmennilegri hátta og meira víð-
sýnis í viðskiftum.
Laphneigð fsl. hefir enn sem
fyr komið honum út á hála braut.
Hann hefir tekið óhróðursgrein
um Sambandið upp úr blaði, sem
enginn virðir svars. Hefir hann
þannig gert ummæli greinarinnar
að hálfu leyti að sínum' orðum.
Virðist það benda á löngun hans
til þess að taka þátt í nýrri her-
för gegn samvinnufélögum lands-
ins. Yfir slíkum blöðum svífur
andi hinna lökustu manna í kaup-
mannastéttinni, — manna, sem
vildu fegnir geta féflett og kúgað
vanmegna og sundraða bændur á
líkan hátt og gert var á gullöld
selstöðukaupmannanna. Ekki mun
Dagur mjælast undan átökum um
þessi efni eða skirrast við að mæta
íslendingi á þeim vettvangi. út frá
kunnleika sínum um sögulegar
staðreyndir í verzlunarsögu lands-
ins, telur hann sér óhætt að lofa
því, að för fslendings og sagnar-
anda hans skal verða hin háðu-
legasta.
----o-----
— Á Skákþingi íslands voru kosnir
í stjóm Skáksambandsins til næsta árs
Pétur Zóphóníasson formaður, Einar
Amórsson féhirðir og Elías Guðmunds-
son ritari. Skákritið verður gefið út
hér á Akureyri fyrst um sinn trl næsta
nýárs. Ágreiningur nokkur reis milli
Norðlendinga og Reykvíkinga út af
sumum fyrirkomulagsatriðum, þegar
Akureyringar hófust handa um stofnun
Skáksambands lslands. Nú er sá ágrein-
ingur að fullu jafnaður. Þótti Reykvík-
ingum gott að sækja heim Norðlendinga
og töldu að þetta skákþing hefði verið
það ánægjulegasta, sem enn hefði verið
haldið.
----o-...—
Ihalds-lánið.
i.
íslendingur 8. apríl síðastl.
reynir að hnekkja frásögn Dags
um skuldir bankanna. Röksemdir
Dags um fjárhagsmálin, í 18. tbl.
gengu til a'ð sýna, að fjárhagsá-
standið hefði í engu batnað undir
stjórn íhaldsins, því það sem hefði
verið reitt af þjóðinni, til þess að
grynka á ríkisskuldum, yrði hún
að taka að láni erlendis í gegn um
bankana. Heildarástandið muni
því ekki hafa batnað, heldur jafn-
vel lakast, þrátt fyrir undangeng-
in einmuna veiðiár og sæmilegt
árferði að öðru leyti.
Svar íslendings er í tveimur
köflum. Er annar kaflinn nær all-
ur eftir Jón Þorláksson, tekinn
upp úr Verði, og hljóðar um fjár-
hagsástæður ríkisins. Hinn er um,
bankaskuldirnar.
Jón Þorláksson setur upp samL
anburðarskýrslu um breytingar á
efnahag ríkisins yfir árin 1922—
1926. Telur hann að á árunum
1922—1923 hafi hagur ríkisins
lakast um rúml. 1.700 þús. kr., en
vænkast aftur á árunum 1924—
1926 um rúml. 11 milljónir. út frá
þessu eru svo dregnar óbeinar á-
lvktanir um misvizku »Framsókn-
arstjórnarinnar« og snild fhalds-
ins og þá sérstaklega fjármálaráð-
herra þess.
Við þetta dæmi fjármálaráð-
herrans er fyrst að athuga, að
engar skýrslur liggja fyrir um
það, hversu varlega eru bókfærðar
eignir ríkisins. Fjármálaráðherra
og yfir höfuð stjórn, sem vill sýni-
lega neyta allra bragða, til þess að
auka álit sitt undir kosningar, á
hæg heimatökin um að setja upp
þessháttar órökstudd dæmi og nið-
urstöður á ótilfærðum efnahags-
skýrslum. ETi slíkar greinar, sem
eru án alls efa aðeins kosninga-
beita, verða að engu virtar. — I
öðru lagi hefði samvizkusamur
maður um meðferð höfuðraka
skygnst lengra fram’ en til 1922.
Hann hefði litið á arfinn, sem
barst Sigurðar Eggerz-stjórninni
upp í hendur. f lok hins fyrra
stjórnartímabils þeirra Jóns
Magnússonar og Magnúsar Guð-
mundssonar gerðist hið mesta
hrun í fjárhag lands og þjóðar. ís-
landsbanki komst í algert strand.
Árið 1921 ætlaði Magnús Guð-
mundsson að bjarga landinu með
innflutningshöftum og harðvítug-
um sparnaðarráðum, en endaði
með því að taka við f járlögum með
tveggja milljón kr. tekjuhalla,
smíða »fjáraukalögin miklu« og
með því að taka »enska lánið« —
hið mesta ókjaralán, sem tekið
hefir verið í sögu landsins.
Slíkur var arfurinn eftir þá J.
M. og M. G. árið 1922.
örðugur ríkisfjárhagur 1922 og
1928 voru aðeins mjög eðlilegar
afleiðingar af fjárhagshruni ár-
anna 1920—•1921. En hættur rík-
isfjárhagur síðustu þrjú árin er
afleiðing af þeirri óvægilegu skatt-
heimtu, sem rekin hefir verið síð-
ustu ár samfara hinum mestu
veltiárum unt veiðibrögð 1924 og
1925. * 1 2 3 4 5 6 7 8
En fjárheimtan og gengishækk-
unin hefir sökt atvinnufyrirtækj-
um og einstaklingum þjóðarinnar
í óbotnandi skuldir. Þær skuldir
koma fram í ástæðum bankanna.
Skal nú vikið lítið eitt að þeirri
hlið fjárhagsmálanna.
II.
Dagur lét þess getið, að hagur
bankanna út á við hefði, »að sögn
lakast um! 15 millj. króna«. Enn
fremur taldi hann að bankarnir
myndu, að meðtöldum hinum nýju
lánum, skulda um 40 milljónir kr.
erlendis. íslendingur telur að Dag-
ur fari mieð ósannindi um 'fjár-
hagsmálin. En hversu tekst honum
að hnekkja þessum niðurstöðum?
Ekki reynir hann að bera saman
skuldir bankanna út á við um síð-
astl. áramót og skuldirnar um ára-
mótin næstu á undan, sem er þó
óhjákvæmilegt, ef hann vill
hneklcja umsögn Dags um hnign-
unina á síðastliðnu ári. Nei, hann
hefir á sér ráðherrabrag og tekur
skuldir bankanna út á við í
árslok 1923 til samanburðar.
Þannig gengur hann á bug við þau
rök, er hann kallar ósannindi og
þykist vera að mæla á móti. Þessi
»ráðherra-rök« lætur hann jafn-
framt duga, seml andmæli gegn
umsögn Dags um núverandi skuld-
ir bankanna; — segir, eftir hag-
stofustjóra, að bankarnir hafi
skuldað út á við um síðastl. ára-
mót 2814 millj. kr. eða um| 5 y2
millj. minna én í árslok 1923. —
Með slíkum! blekkingum hygst
hann að leiða athygli lesandanna
frá raunverulegu ástandi bank-
M U N D L O S-saumavélar
eru beztar.
anna og hinum nýju »íhalds-lán-
um«.
Slíkan m|ann, sem í viðræðum
hleypur út undan sér, eins og
ritstj. ísl. hefir gert hér, ber að
tjóðra við sterkan hæl. Skal hann
nú bundinn við rök, sem hann get-
ur ekki hlaupið frá og birt hér
sundurliðað yfirlit um skuldir
bankanna eins og þær verða að
teknum hinum nýju lánum:
1. Enska lánið frá 1921.
Hlutdeild Landsb. kr. 2 millj.
Hlutdeild ísl.b. kr. 6 millj.
2. Skuld íslandsb. við
póstsjóð Dana frá
árunum 1920 og
1921 alt að 5 millj.
d. kr., ísl. kr. 6 millj.
3. Reikningslán
Landsb. í Englandi
frá 1921 um kr. 4. millj.
4. 20 ára fast lán
Landsb. í Englandi
frá 1923 um, kr. 4 millj.
5. Veðdeildarlán frá
1926; varið að 95/ioo
í kaupstaðahús en
að s/ioo í fast-
eignir í sveit kr. 3 millj.
6. Skuldir fslandsb.
við erlenda banka
um kr. 5 millj.
7. Ráðgerð ný lántaka
til fasteignaveðl. kr. 4% millj.
8. Hið nýtekna reikn-
ingslán Landsb. í
Ameríku kr. 9 millj.
Samtals kr. 43% millj.
Þannig stendur reikningslegur
hagur bankanna út á við.
Uggur manna við hina síðustu
lántöku styðst við þau líkindi, að
lánið verði í raun réttri fast lán,
sem gangi til þess að jafna rekst-
urshalla fyrirtækjanna við sjóinn.
Lítum á meðferð málsins á þingi.
Ekkert mál í frumvarpsformj er
svo lítilsvert, að það fái ekki sínar
sex umræður og athugun í nefnd-
um. En lántökuheimild, sem hljóð-
aði um 9 millj. króna, vildi fjár-
málaráðherrann fá rekna gegnum
þingið með afbrigðum frá þing-
sköpum á afbrigði ofan. Enda var
það þegar látið uppi að íslands-
banka vanhagaði um skyndilega
úrlausn á greiðslu skuldar í Eng-
landi. Er því engin furða, þó ugg-
vænlegt þyki um meðferð slíks
láns í höndum þeirrar stjórnar,
sem virðist hafa fullan hug á, að
koma skuldbindingum Islands-
banka yfir á bak þjóðarinnar í
formi ríkisábyrgðar á skuldum
Landsbankans.