Dagur - 19.05.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 19.05.1927, Blaðsíða 1
daour: kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). X. ár. A f g r e j ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 19. maí 1927. j 21. tbl. Samkepnin við Eimskipafél. íslands. Orð og efndir. í boði því er framkvæmdastj óri Eimskiþafélags íslands hafði inni við fyrstu komu »Brúarfoss« hingað, stóðu upp einn af öðrum kaupsýslumanna þessa bæjar, til þess að votta félaginu hoílustu sína. Dýpst tók þar í árinni verzl- unarstjóri Höepfnersverzlunar. Kvaðst hann myndi vinna félag- inu alt það gagn er hann mætti. Vel mætti slíkt láta í eyrum þeim mönnum, sem tryðu, að sam|an færu orð og efndir. Mun sú hafa verið aðalregla Höepfners- verzlunar að þessu, að flytja vör- ur sínar með dönsku skipunum og hitt m|átt fremur teljast til und- antekninga. Er og vel skiljanlegt að dönsk verzlun láti danska hags- muni sitja í fyrirrúmi, eigi sízt, þar sem eigandi verzlunarinnar hefir gert sig beran að andúð gegn íslenzkum sjálfsbjargaimál- um. En gott er til þess að vita um verzlunarstjórann, að hann hefir unnið slíkt heit, hverju sem hann fær áorkað. Og fróðlegt verður það til glöggvunar um íslenzkan þegn- skap og miannrænu að athuga, hversu mikið far þessir og aðrir innflytjendur vara, gera sér um að hlynna að íslenzkum siglingmn. Sjást þess að vísu nokkur teikn, að betur mætti Islendingum fara í þessu efni. Kunnugt er að sum- ir fslendingar, og það hluthafar í Eimskipafélagi íslands, gerast starfsmenn erlendra félaga, og vinna hiklaust gegn hagsmiunum Eimskipafélagsins. Málgagn kaupmanna hér í bæ gat um komu Brúarfoss í frétta- dálki, að vísu allítarlega. En litlu síðar þótti blaðinu vel við eiga, að birta sérstaka lofgrein um vænt- anlegan keppinaut íslenzku skip- anna, »Dronning Alexandrine«. Meðal annars gat blaðið þess, að farþegar m|yndu fá nýbakað brauð á borðin á hverjum degi. Eimskipafélag Islands hefir fyrst félaga tekið upp beinar sigl- ingar milli fslands og Þýzkalands. Nú auglýsir Sameinaða eimskipa- félagið í íslendingi og fleiri biöð- Um, að það taki að sér vöruflutn- inga frá Þýzkalandi til íslands með ókeypis umhleðslu í Khöfn. En Dagur hefir heyrt, að Þjóð- verjar séu þeim mlun ræktarsam- ari í garð íslendinga en sumir auglýsendur Sameinaða félagsins og hluthafar í E. I., að þeir kveð- ast ekki flytja vörur til íslands með öðrum skipum en íslenzkum, meðan þau beri undan. »Nýbakað brauð á borðin« á hverjum degi, segir íslendingur. Nú er öldin önnur en fyrir 2—3 tugum ára síðan. Þá önnuðust Danir allar siglingar hér við land. Þá var þorri íslenzkra farþega í álíka miklum metum í augurn þeirra, eins og nautgripir eða svín, enda sættu sömu aðbúð. Nú eru þessi umskifti orðin. Til þess •að yfirbjóða íslenzka viðleitni í siglingamálum byggja þeir fyrsta flokks skip til íslandsferða. Og nú fá íslendingar »nýbakað brauð á borðin« hjá Dönum. Þessu hefir íslenzk mannræna og metnaður fengið áorkað. Hér hefir gerst sama sagan og í verzl- unaimálunum. Þegar íslendingar hófust handa og færðu verzlun sína í siðmennilegt og hagfelt horf, komu Danir á eftir. En í siglingamálunum eins og í verzl- unarmálunum eru sumir íslend- ingar miður trúir en skyldi mál- stað þjóðarinnar. Eimskipafélag íslands er statt á hættulegu aldursskeiði. Það má að vísu teljast vera enn í barn- dómi, en hefir þó náð þeim vexti og gerst svo umsvifamikið, að skipafélögum öðrumi, sem halda uppi siglingum hér við land, þyk- ir ástæða til að gera sérstakar ráðstafanir til þess að hnekkja framgangi þess. f fyrra bygði Bergenska félagið 2 skip til ís- landsferða. Á þessu ári hefur sigl- ingar nýtt og vandað skip Sam^ einaða félagsins, til þess að keppa við Eimskipafélagið um hraðferð- ir milli Khafnar og íslands. Að- stöðumunur þessara félaga verður sá, að íslenzka félagið verður að sinna þörfum allra landsbúa og sigla inn á hverja vík og vog og sæta hverskonar veðri og örðug- leikum, meðan skip útlendinga geysast úti fyrir annesum, sigla aðeins á stærstu hafnir og fleyta þannig rjómann af siglingumum Verður það flestum mönnum, sem full von er til, að sæta beztu hraðferðum, er þeir þurfa brýnna erinda milli hafna. öðru máli mætti gegna mn vöruflutninga til landsins. örlög Eimskipafélagsins eru í höndurn landsmanna, sérstaklega þeirra, sem fara með verzlun þjóðarinnar og vöruflutninga. Þrif þess verða prófsteinn á þjóð- annetnað íslendinga, þegnskap og trúmensku við sjálfstæðismálefni íslendingá. Hver, sem í húgsunar- leysi eða af ásettu ráði lætur und- ir höfuð leggjast að veita félaginu allan þann stuðning, sem honum er unt, án þess að vinna sér tjón, hann er svikari við framtíðarhug- sjón þjóðarinnar þá, að fá staðið á eigin fótum og með óskertan heiður við hlið norrænna frænd- þjóða. Orð og fagurmæli geta verið meinlaus skemtun, þegar svo ber undir, séu þau ekki falsmjæli. En um hitt skiftir miklu, hverjar efndirnar verða. ------0----- Rauðakross Deild Akureyrar. Meðan Rauði Krossinn syðra efl- ist og útvíkkar verkahring sinn, á Rauða Kross Deildin hér á Akureyri fremur örðugt uppdráttar. Fyrir nokkru síðan kom deildar- stjórninni saman um, að vegna fjár- hagsvandræða yrði fyrst um sinn að draga saman seglin og segja upp hjúkrunarkonunni, sem starfað hef- ir fyrir félagið. Þegar þessi tillaga kom tij umræðu á aðalfundi (20. marz), komu fram ýmsar raddir um að þetta væri illa ráðið, því hjúkr- unarstarfsemi félagsins hefir orðið vel þokkuð og hjúkrunarkonan se'm nú er hefir átt miklum vinsældum að fagna. Skoraði því fundurinn á stjórnina, að hefjast ,handa enn á ný og reyna að afla fjár til að geta ráðið hjúkrunarkonuna áfram. í því trausti, að sú fjáröflun tak- ist, hefir nú stjórnin ráðið hjúkrun- arkonuna áfram fyrst um sinn til ársloka. Stjórnin er vanmáttug ef meðlim- irnir hjálpa ekki til. Þar sem þeir eru þó um 120 alls og margir þeirra einhverjir helztu borgarar bæjarins, Jarðarför konu minnar og dóttur, sem létust á sjúkrahúsi Akureyrar 6. og 11. þ. m. er ákveðin á Múnka- þverá miðvikudaginn 25. þ. m. kl. 12 á hádegi, — Kransar afbiðjast. Bringu 17. mal 1Q27. Sigurður Jónasson. treystir hún því, að þeir verði sér samhentir og sæki vel fund, sem haldinn verður næstkomandi sunnu- dag kl. 4 e. h. í Bæjarþingsál Sam- komuhússins. Verður fundarboð lát- ið ganga til félagsmanna en allir eru velkomnir, sern vilja þá ganga í deildina. Að afloknu erindi, sem undirrit- aður ætlar að flytja þar, (um berkla- veiki og silkisokka), verður rætt um Rauða Kross fagnaðardag, sem fyr- irhugaður er á 2. í Hvítasunnu 6. júní næstkomandi. Verða þá seld Rauða Kross merki og á annan hátt safnað starfsfé handa deildinni. Verkefnin eru mörg. Við þurfum ekki einungis Rauða Kross hjúkrun- arkonu handa bænum, heldur aðra í viðbót til að senda út um sveitir og máske fleiri seinna, I haust hef- ir deildin pantað hingað hjúkrunar- konu að sunnan, frk. Kristínu Thor- oddsen, til að halda námskeið í sjúkrahjúkrun og hjálp í viðlögum. Og helzt af öllu þyrftum við áður en langt um líður, að fá nóg fé til að geta útvegað hingað sjúkrabif- reið, því það er mesti heilsuháski fyrir sjúklinga að flytjast á vana- ilegum bifreiðum eins og nú tíðkast. Eg skal játa hreinskilnislega, að það var eg (form. deildarinnar), sem átti uppástunguna að því, að draga saman seglin og segja upp hjúkrunarkonunni. Mér var farið að finnast sem áhugi manna hér væri svo lítill fyrir boðskap Rauða Kross- ins, að ekki væri vert að slíta sér út á því, að tala lengur fyrir daufum .eyrum. Eg hugsaði mér að hætta öllum hávaða um stund og ónáða engan. Þótti mér þó ilt um svo á- gætan málstað, að fá svo lítið fylgi og eg hugsaði líkt og Þorvaldur víðförli fyrrum: »Fór’k með dóm hinn dýra drengr hlýddi mér enginn.« Þá var það sem Steinþór skóla- stjóri og frú hans Ingitrjörg töluðu %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.