Dagur - 19.05.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 19.05.1927, Blaðsíða 3
21. tbl. DAOUR 81 Húsameistari ríkisins hefir gert upp- drátt að byggingunni. Verður hún reist í gotneskum stíl. Verður hún 40 metrar á lengd en turnhæð 50 metrar. Lang- skip lcirkjunnar verða þrjú en eitt þver- skip. Þakið hvílir á 16 súlum. Veggir einir og þak eiga að kosta um 300 þús. kr. Skreyting kirkjunnar verður án efa stórkostleg. Kirkjan verður hið lang- veglegasta guðshús, sem reist liefir verið á íslandi. — Dr. Völker, er var hér í hitteðfyrra með frú dr. Stoppel, til að rannsaka á- hrif bjartnættis á lífsverur, flutti árið sem leið fyrirlestra í Hamborg og Dan- zig um för sína hingað. Fékk hann í Hamborg Aage Schiöth kand. pharm. til að syngja íslenzk lög fyrir áheyrendur sina. Ágóðann af þremur fyrirlestrum, 400 mörk, sendu þeir í Heilsuhælissjóð Norðurlands. -----o---- „Fœreyingurinn fljúgandi“. Dularfult fyrirbrigði. Draugaskip á Regkjavíkurhöfn »Þessi saga, sem allur bærinn talar nú um, er ekki þjóðsaga, og það er ekki fleipur, sem skapast hefir af engu, heldur er um fyrir- brigði að ræða, sem gerst hefir svo að segja í einni svipan fyrir augum fjölda manna og enginn skilur hvernig hefir mátt verða. Það var 6. apríl síðast liðinn, að Kristján lögregluþjónn JónasscV hafði skipavörð í höfninni unr kvöldið. Sá hann þá togarann »Skúla fógeta« um kl. 6'/2 korna á fullri ferð hjá Akurey, og svo að kalla samsíða togaranum rann fær- eysk skúta með börkuð segl og hvitan fieyg■ Hafði hún mesansegl uppi, en hlýt- ur að hafa haft hjálparvél og hana óvanalega sterka, því að þó ekki væri nema hægur austankaldi, var hún samsíða »Skúla fógeta« að duflinu, sem markar staðinn, þar sem flakið af »Inger Benedicte« liggur. Alt þetta sá Kristján greini- lega, því að hann notaði vandaðan sjónauka, sem tollstöðin átti. En auk þess sá hann, að skútan dró á eftir sér tvo báta, stærri bát nær skipinu og minni bát fjær, og voru í honum tveir menn i gulum sjóklæðum. Þegar hér- var komið, fór skútan að dragast aftur úr togaranum og var þá dregið upp á henni stórseglið þririfað. Siglir skútan síðan inn á víkina, fellir stórseglið og legst, en fyrir lagu þar 5 færeyskar skútur, og lagðist hún fyrir austan þær. Nú víkur sögunni um stund til lögreglubátsins og vélarmannsins á honum, Ásgeirs. Skrapp hann með lögreglubátinn út fyrir hafnarmynn- ið til að flytja Þorvarð hafnsögu- mann Björnsson út í »Skúla fógeta«. Þegar Þorvarður var kominn út í »Skúla«, sá bæði hann og þeir skip- verjar, sem á þiljurn voru, skipið. En af Ásgeiri og lögreglubátnum er það að segja, að á bakaleiðinni þurfti hann að skreppa fyrir stafn skútunnar, og varð hann þá svo naurnt fyrir, að við lá, að hún rynni á bátinn. Veitti Ásgeir því eftirtekt, að enginn maður var á þilfari skútunnar. Svo tók hann og eftir auðkennisstöfum liennar, FD, sem merkir »Fuglefjord«, ein tölu- stafina gat hann ekki séð vegna einhvers misturs. Auðkennisstafi þessa sáu margir, þar á meðal Þor- varður hafnsögumaður. Nú víkur sögunni til Kristjáns aftur. Þegar hann sér skútuna leggj- ast, víkur hann sér inn í tollbúð og símar til Magnúsar bæjarlæknis Péturssonar, að hann þurfi að koma til að hafa sóttvarnareftirlit með skútunni. Kom hann að vörmu spori og fóru þeir Kristján og hann á lög- rcglubátnum með Ásgeiri áleiðis út í skipið. En þeim Kristjáni brá all- kynlega í brún, er þeir komu þar, því að skipið var horfið þaðan, og sást hvergi til þess. Fóru þeir nú í skúturnar firrim, sem eftir lágu til þess að fá þar fréttir af ferð- um skipsins, en þar tók ekki betra við, því að þótt það hefði strokist hjá skútunum 5, liafði ekki sést til þess nema af einni skútunni. Þó að þeim Kristjáni og Ásgeiri þætti þetta kynlegt, voru þó enn ekki farnar að renna á þá tvær grímur. Þar eð ekki hÖfðu liðið nema 15 mínútur frá þvi, að Kristján sá skip- ið leggjast, og þar til að því var veitt eftirtekt, að það væri horfið, var enginn vegur, að það hefði get- að siglt út venjulega leið, eða að það hefði getað farið út milli F.ng- eyjar og Viðeyjar svo, að það væri komið í hvarf. Þeim datt því ekki annað í hug, en að skipið hefði far- ið inn á innri höfnina og lagst þar. Héldu þeir því þangað og leituðu skipsins fram til myrkurs, en fundu ekki. Voru þeir nú farnir að sjá að alt myndi ekki einleikið, og hringdi bæjarlæknirinn því, þegar á land kom, til Þorvarðar hafnsögumanns, til að vita, hvort hann hefði séð skipið, og reyndist svo vera. Næsta morgun milli kl. 5 og 6 hófu þeir Kristján og Ásgeir leitina af nýju, og nokkru siðar slóst bæjarlæknir- inn í förina. Athuguðu þeir gaum- gæfilega hvert skip á höfninni, en »Færeyingurinn Fljúgandi« var gersamlega horfinn. Það þarf enginn að ætla það, að hér sé um höfuðóra og ofsjónir fá- einna manna að ræða. Skipið sáu margir, meðal annars skipshöfnin á »Suðurlandi«. Atburðurinn gerðist svo að segja með einni svipan, því að ekki leið meira en hálf stund frá því, að til skipsins sást fyrst, og þar til, að eftir hvarfinu var tekið. (Alþb.). '' ------o------ * Ritfregnir. Strauma/r. MánaðaiTÍt um Kristindóm og trúmál. 1. árg. 1.—3. tbl. Rvík 1927. • trtgefendur þessa rits eru tólf ungir guðfræðingar, þar af einn prestur og einn kandidat, hinir guðfræðinemar. Sendu þeir á síðastliðnu sumri boðsbréf að riti þessu út um land. Gerðu þeir þar grein fyrir áliti sínu á nauðsyn þess, að gefið sé út í landinu frjálslynt rit um trúmál. Kveðast þeir í »Ávarpi« í 1. tbl. vilja með útgáfu Strauma sannprófa hvort skoðun þeirra væri rétt. Frjálslynt málgagn í trúarefnum hefir ekkert verið hér á landi nú um skeið. Bjarmi, Norðurljósið og Herópið, sem eru öll strangtrúarblöð, hafa verið einu trúarmálgögnin; sem þjóðin hefir átt kost á. Munu margir hafa fundið til vöntunar í þessu efni, eigi sízt eftir að höfuðsmaður kirkjunnar í landinu, sem var fyrrum merkisberi frjálslyndis, hefir hnigið til mikillar þröngsýni og jafnvel hneykslanlegs ofstækis í trúar- efnum (mannabeinin í Hafnarfirði). Rit þetta lætur lítið yfir sér. Hvert hefti er ein örk og verður árgangurinn 12 arkir. 1 hverju af þessum 3 heftum er ein höfuðgrein um' trúarefni. Auk þeirra flytur ritið ýmsar smágreinar, kvæði og loks »Hringsjá« í hverju hefti. Eru það fréttir og trúmálanýungar inn- lendar og erlendar. Bezt ritar í þessi hefti Benjamín Kristjánsson frá Ytri- Tjörnum. Annars eru heftin öll mjög læsileg og vakir í máli þeirra og erindis- rekstri straumur einlægni og áhuga. Er vel að til umróts dragi í trúarlífi lands- manna. 1 öðru hefti ritsins kveðst ritstjórnin hafa orðið þess vör, að einstaka menn liafi »hætt við að kaupa »Strauma«, vegna þess að í þeim eru engin meið- yrði«! Frábiður ritstjórnin sér »blóð- pcninga« slíkra manna. En í næstu málsgrein stígur ritstjórnin gerðarlegt spor i þá átt, að bæta úr »vöntuninni«. Hún segir: »»Straumar« ætla sér ekki að verða málgagn mannorðsþjófa. Er engin þörf að auka við tölu þeirra.« Með öðrum orðum. Einhver talsverður hluti þeirra, sem rita í íslenzk málgögn eru, að dómi ritstjórnarinnar, »mannorðs- þjófar.« Hingað til hefir það verið kall- að »meiðyrði«. Þetta er aðeins bending til þeirra góðu manna, sem hér eru að verki. Vandlætingin kostar ekki annað en pennadrættina. En trúmenskan krefst siðférðislegrar áreynslu. Og »hver sem þykist standa, gæti að sér að hann ekki falli«. En myndarlega fara þeir af stað þess- ir ungu guðfræðingar. Það virðist bera vott um andlegan vorgróður í þjóðlífinu, er ungir menn gegna þannig köllun hjarta síns og rísa til forgöngu í and- legum efnum. LESIÐ! Knattspyrnuskór (fótboltaskór) fyrir- liggjandi t öllum stærðum á kr. 10,00 parið. Afgreiddar stærri og minni pantanir ef óskað er gegn póstkröfu. M. H. Lyngdal. Leðursjó- stígvél, íslenzkt smíði, fæst í Kaupfél. Eyfirðinga. Auglýsið í DEGI. Jóhannes úr Kötlum: Bí bí og blaka. Kvæði. Rvík 1926. Hér koma kvæði á 138 bls. Ekki veit Dagur nein deili á skáldinu. Það er ekki ótítt að ljóðabækur, sem koma þannig óvænt úr kafi, verði litlir ánægjugestir. Ungum, draumlyndum mönnum með einhverja ljóðgáfu er oft mikið um það hugað, að bera æskuverk sín, harma sína og kvartanir á markaðinn. Mun það oftast verða þeim til aukins angurs. Hér er bók hafin langt yfir meðallag þessara ljóðgesta, bæði að efni og formi. Eg hefi mi gripið niðri í bókinni á víð og dreif og hvergi rekið mig á ónýtt kvæði, hvergi klám eða neitt óhreint, hvergi víl né volgur. Hér yrkir náttúrubam, sem á tárhreina ljóðlynd, ríkt ímyndunarafl, góðan smekk og rímleikni. Tökin eru livergi ýkjasterk, en alstaðar hugþekk. Mörg kvæði mætti nefna, sem óma í hug- anum að loknum lestri og vekja marg- háttaðan hugblæ. »Úti i eyjum« er eink- ar létt og ljóðrænt kvæði. Hátturinn minnir á áraslög, geðblærinn á íslenzka sumarhátíð. Af þjóðsagnakvæðum má benda á »Þjóðvör« og »Álfarnir í Tungu- stapa«. — »Melkorka« er eitt af nokkr- um sögulegum kvæðum í bókinni, mjög gott kvæði. þá er og ósvikinn þjóðkvæða- hreimur í »Vikivökum«. »Háttalylcill« heitir fimtugt safn fomhátta, er skáldið hefir sett saman. Er það léttur og snjall rímleikur og má teljast ærin bragraun. J óhannes úr Kötlum yrkir svo að á- vinningur er að fyrir þá, sem lesa. Trú- leikur við lífsgildin í umhverfinu, hvort heldur er í náttúrunni eða í mannlífinu, er undirtónn í kvæðum hans. Og sá, sem á slíka útsýn, verður alt af bjartsýnn og hitt varðar þó mestu, að verk hans verða hrein. Jafnvel þó kvæði hans séu yfirleitt betur kveðin en í meðallagi, er þó gildi þeirra mest fólgið í ljóssækni þeirra og hreinleik. — Guðm. Bjömson landlæknir er meðal farþega á íslandi. Kemur hann norður til eftirlits með byggingu heilsuhælisins og til skrafs og ráða- gerða við stjórnarnefnd Heilsuhælisfé- lags Norðurlands. -------o----—

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.