Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 3
22. tbl. DAQUR 85 in, en ekki notendur einir, sem eru eig- endur. En sé þetta rétt, þá er líka rétt að láta þá sem nota þessa sameign, borga eitthvað í leigu. Um hve það eigi að vera mikið má deila, og eins um hitt, á hvern hátt þeirri borgun verði bezt komið fyrir. En um það verður varla deilt, að heildin á þama mikinn höfuð- stól, sem rétt er að þeir sem nota borgi rentur af. Við getum tekið Oddeyrarkaup Ak- ureyrarbæjar sem dæmi þessu til út- skýringar. Enginn vill víst halda því fram í alvöru, að bærinn eigi ekki að taka leigu af þeim, sem nota lóðimar. Eg veit að J. E. B. dettur það ekki í hug. Og' alveg væri sama þó Ragnar hefði gefið bæjarfélaginu Oddeyrina, leigan var jafn réttmæt fyrir því, ef allir bxjarbúar ekki notuðu. hana jafnt. Þjóðin hefir fengið sjóinn kringum landið i vöggugjöf, En hún notar hann ekki jafnt. Hann er ef til vill eins mik- ils virði og sjálft landið, eg kann ekki að vii-ða hann réttilega, en það em ein- ungis 19% af þjóðinni (1920), sem lifir á honum. Og mér finst ekki nema sann- gjarnt, að þeir sem hann nota, borgi leigu. En eins og það dugir ekki, að setja svo háa leigu eftir Oddeyrarlóð- irnar, að það vilji engin nota þær, eins mega heldur ekki þau aukagjöld, sem eiga að hvíla á sjávarútveginum, vera svo há, að hann ekki verði stundaður. Um þetta hugsa eg að við J. E. B. getum orðið sammála. Það kemur greinilega í ljós, að J. E. B. finnur aðstöðumun þeirra, sem lifa á landbúnaði og stunda sjó, til að búa í 'hag niðjanna, enda þótt hann ekki vilji viðurkenna hann að fullu. Hann bendir á klak, sem eitt af því, sem gera megi til að búa í haginn fyrir komandi sjómenn. Um alt þetta erum við víst sammála að mestu, en vill þá ekki J. E. B. og aðrir leiðandi menn í útgerðinni, líka verða mér sammála um það, að nauðsyn beri til, að friða aðal hrygn- ingasvæðin, að minsta kosti um hrygn- ingartímann? Og vilja þeir ekki fara að vinna fyrir það mál meira en gert er? Oft eru það svæði, sem eru alþjóða eign og sem því þarf mikið og víða að tala og ræða um, áður en til fram- kvæmda kemur. Mér finst þetta vera stórmál fyrir framtíð útgerðarinnar, og þess vert, að því sé meiri gaumur gefinn, en hefir verið. Þegar J. E. B. hefir lesið það, sem eg áður hefi skrifað um jarðeign, og þar séð, að eg aðhyllist kenningu Henry Georges, og þegar hann svo hefir kynt sér þær, þá skilur hann tal mitt um löghelgaðan eignarrétt jarðarinnar, og sér þá um leið hvemig eg vildi að jarð- eignum í löndunum væri fyrir komið. En að útskýra það hér, yrði of langt mál. Sammála erum við um það, að af fjölbreytni í atvinnulífi þjóðarinnar vaxi andlegur þroski. En eg vil ekki kaupa þá fjölbreytni of dýru verði. Mikið af þeirri fjöl- breytni sem komið hefir á síðari árum, er skuld með meira eða minna grímu- klæddum vemdartollum, og í skjóli þeirra þróast atvionuvöxtur, sein ella þrifist ekki. Þetta kalla eg engin gæði. Af þessu leiðir einungis að dýrara er að lifa í landinu, þurftarlaunin verða hærri fyrir hækkandi vöruverð. En þetta kemur ekki nema að svo litlu leyti við því sem við J. E. B. ræðum um og líkast til erum við líka sammála um þetta, og skal eg því ekki eyða fleiri orðum að því, en full þörf væri að opna augu manna fyrir þeim áhrif- um sem vemdartollar hafa, þó grímu- klæddir séu. Eg hélt að beina þyrfti fjármagninu að ræktun og eg held það enn. Það er ekkert land, sem eg þekki, sem er eins ónumið og landið okkar, og með því að nema það og rækta, má tryggja fram- tíð sinna og framtíðarstarf niðjanna, á alt annan hátt en með því, að byggja framtíðina á því, að altaf verði jafn mikill fiskur í sjónum, þó ekkert sé gert til að friða ungviðin og tryggja veiðina. Síðasta vetrardag 1927. Páll Zóphónlasson. -------0------ Bjarni Runólfsson frá Hólmi á Síðu Kom hingað með »Novu« í gær-. dag. Hann er ráðinn af Bún- aðarfélagi íslands, til þess að at- huga um aðstöðu til rafvirkjunar á sveitabæjum. Bjarni er afbragð ann- ara manna í sinni grein. Rafstöðvar hans verða svo miklum mun ódýrari en annara manna, að ótrúlegt má heita. Bændum hér í Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslum gefst nú kostur á -að fá athugað hversu þeir standa að vígi til þess að hagnýta sér menn- ingar- og hagsbót þá, er rafvirkjun má veita. Þurfa þeir að kynna sér nánar um ferðaáætlun Bjarna og hafa samtök um að greiða för hans og hagnýta sér Ieiðbeiningar hans á skipulegan hátt. ----o----- Síms key ti. Rvík. 24. maí. Kosningar eiga að fara frarn 9. júlí. Lindbergh sænsk-amerískur flug- maður, flaug einn í vél og í einni lotu frá New-York til Parísar og var 33 klst. á leiðinni. Þykir það einstætt afreksverk. í Símað er frá Genf, að nefnd sú, í þjóðabandalaginu, sem hefir með höndum tollmál, leggi til að tollar verði látnir lækka smámsaman. Frá Oslo: Gerðadómur í vinnu- deilum hefir úrskurðað 15% al-^ menna launalækkun. Frá Gautaborg: Kvennaflokkur íþróttafélags Reykjavíkur sýndi í- þróttir sinar á Linghátíðinni og hlaut ágæta dóma. Gaf Lingfor- bundet Iþróttafélaginu silfurskjöld. Þór hefir tekið tvo togara, ann- an þýzkan hinn hollenzkan. Sá fyr- nefndi hlaut 13.000 kr. sekt og hef- ir áfrýjað dóminum. Leikrit Kambans: »Sendiherrann frá Júpíter« var sýnt hér í kvöld í fyrsta sinn. yVðalfundur Verksmiðjufélagsins á Ákureyri verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar laugardaginn25.júnínæstkomandiog hefst stundvíslega kl. IV2 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Akureyri 23. maí 1927. Ragnar Ólafsson pt. formaður. Uppboð. Ár 1927, föstudaginn 3. júní kl. 1 e. h. verður uppboðsréttur Eyjafjarðarsýslu settur og haldinn á síldarsöltunarstöð kaupm. Otto Tuliniusar í Hrís- ey og þar seldar allt að 700 saltfylltar síldar- tunnur er teknar hafa verið lögtaki. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu 23. maí 1927. F r é 11 i r. — Ólafur litli, þriggja ára gamall sonur þeirra hjóna Stefáns Ólafssonar vatnsveitustjóra og Bjarnþóru Bene- diktdóttur, andaðist 14. þ. m. Þá andað- ist og Páll 6 ára gamall sonur hjónanna í Hvammi Halldórs Guðlaugssonar og Guðnýjar Pálsdóttur, 20. þ. m. 21. þ. m. adaðist að heimili sínu hér í bænum, Grundargötu 3, ekkjan Aðalbjörg Jónsdóttir. — .Haraldur Björnsson lék í Konung- lega leikhúsinu í fyrsta sinn á mánu- dagskvöldið var. Eigi hefir frézt hvern- ig áhorfendum hefir getist að leik hans. Er vonandi að vel hafi tekist. — Með Islandi síðast komu að sunn- an auk þeirra, sem fyr voru nefndir, Ingólfur Bjamarson alþm., Erlingur Friðjónsson kaupfélagsstjóri, Guðjón Samúelsson húsameisari ríkisins, Ben- edikt Gröndal verkfræðingur og Har- aldur Árnason kaupmaður og Helgi Jónasson framkvæmdarstj. frá Brennu. Meðal farþega suður aftur voru land- læknir, Haraldur Ámason, Helgi Jón- asson og Oddur Björnsson prentmeist- ari. — Rannveig Bjamardóttir, hefir keypt húseign Ásgeirs Péturssonar hér í bænum og rekur þar »Hotel Gullfoss«. Aftur hafa þau hjónin Sigtryggur Benediktsson og Margrjet Jónsdóttir frá Hjalteyi-i opnað Hotel þar sem áður var »Hotel Gullfoss«. Kallast það »Hotel Akureyrk. í sambandi við hotelið munu þau hafa í hyggju að opna prýðilega • góðan billiard-sal, þar sem áður var brauðsala Axel Schiöths. Hotel Odd- eyri tekur til reksturs eigandinn sjálfur Friðbjörn í Staðartungu. — Nýlega voru gefin saman í hjóna- Steingrímur Jónsson. P ottaplö niur, rósir, kaktus, asparges, cenerariur o fl. verða seldar Föstu- og Laugar- dag næstkomandi í Túngötu 2. Sími 190. Guðrúrt P. Björnsdóttir. Fluttur í Brekkugötu 1 B. Sigfús Elíasson rakari. band í Reykjavík ungfrú Kristín Sig- urðardóttir frá Yztafelli og Hallgrímur Sigtryggsson Þorsteinssonar, starfsmað- ur í Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga. Þá voru og nýlega gefin saman í hjónaband hér í bænum ungfrú Hólm- fríður Sigurjónsdóttir frá Siglufirði og Gunnlaugur Guðjónsson verzlunarmað- ur. — Látin er 9. þ. m. að heimili sínu Kornsá í Vatnsdal frú Alvilda Moller, tengdamóðir Runólfs bónda Björnsson- ar á Kornsá. --I—0------ I Tbnarit Iðnaðannanna. Svo nefnist nýtt rit, sem Degi hefir borist. Það er eins og nafnið bendir til málgagn iðn- aðarmanna en aðeins í Reykjavík, enn sem komið er. Ritið er í stóru hroti. Teikningin á ramma er í sama stíl og baðstofa iðnaðarmanna eftir Ríkarð. f þessu fyrsta hefti er saga iðnaðar- mannafélagsins í Rvík 1867—1927 eftir Hallgr. Hallgrímsson, Ágrip af sögu Iðnskólans í Rvík eftir Helga H. Eiríksson, Samskóli Rvíkur eftir Jón Ófeigsson og fundarskáli Iðnaðar- manna (baðstofan). Frágangur ritsins er hinn prýðilegasti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.