Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 4

Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 4
86 DAQUR 22. Ibl. Minningarorð. En ilmur horfinn innir fyrst hvers urtabygðin hefir mist. J. H. Svo er það jafnan. Það vekur ekki gný þótt öldruð bóndakona flytji af sviði þessa lífs. Kona, sem aldrei hefir týlt sér á tá til að sýnast, eða hrópað um hæfi- leika sína í eyru fjöldans. En það getur oft verið mikilvægast, sem minst ber á og kyrrast er um. Þegar mér barst andlátsfregn Jónínu á öngulsstöðum, fanst mér bregða birtu í nágrenninu og umhverfið verða hrjóstrugra. En er eg í huganum, leit yfir kynni mín af Jónínu, birti aftur. Eg hygg að Jónína hafi verið, ein af mörgum konum, sem fáir hafa í rauh og veru þekt og ennþá færri hafa skilið, og eg býst ekki við, að eg hafi þekt hana nema að litlu leyti. En eg er samt óend- anlega þakklát þeim atvikum, sem leiddu til þess að eg fekk að kynnast henni. Eg minnist þess, er eg sá Jónínu í fyrsta sinni. Þá var eg í hópi gáska- fullra unglinga. Við komum heim í Öng- ulsstaði og það atvikaðist svo, að við Jónína vorum kyntar hvor annari. Eg man tignina og festuna í svipnum þeg- ar hún leit á mig góðlegum augum og eg hljóðnaði og laut henni djúpt, því að eg fann, að mig myndi ekki gilda einu, hvert álit þessi kona fengi á manngildi mínu. Síðar var eg svo lánsöm, að fá að kynnast henni nokkru nánar og þau kynni voru hvorttveggja í einu: göfgandi og auðgandi. Göfgandi vegna hennar framúrskarandi drenglyndis, sannleiks- ieitar, skapfestu og hlýju, og auðgandi vegna hennar góðu greindar. Jónína var ein af allra bókhneigðustu konum, sem eg hefi þekt; og hún gerði meira en lesa bækurnar; henni var líka lagið að greina þar hismið frá kjarnan- um, ekki aðeins að formi og stíl, heldur og sérstakl. að því er efnið snerti. Og hún gat lesið þær bækur aftur og aftur, sem höfðu eitthvað hreint og' göfgandi til brunns að bera. Eg iíiinnist að við áttum eitt sinn tal um nýútkomin skáldrit, einkum eina bók og spyr eg Jónínu hvernig henni þyki sagan. Þá man eg að henni fórust orð eitthvað á þessa leið: »Æ, ekki kæri eg mig um að lesa hana aftur« Til þess að fá nánara álit Jónínu á bókinni svara eg því að hún sé þó sæmilega rituð og sumum ritdómurum virðist talsverður fengur í henni fyrir bókmentir okkar. »Já, mér er sama um það« sagði Jón- ína. »Þær bækur, sem fáar góðar hugs- anir hafa að geyma og enga ærlega sál að sýna, eða þeir höfundar sem láta auðvirðilegustu og verstu hvatir mann- anna hafa yfirhöndina í ritum sínum en alt nýtilegt verður uppgjöf í höndum þeirra. — Nei, þeirra bækur eru ekki lesandi oftar en einu sinni. Lestur slíkra bóka bætir engan eða göfgar«. Þetta var sláandi dómur um mörg ís- lenzk nútíma skáldverk. En hversu sann- ur þó. Eg treysti mér, að minsta kosti ekki að mæla henni í móti í þessu efni. En þarna er líka Jónínu lýst. Hún þoldi ekki sorann, alt varð að vera hreint og drepgjlegt, , P i 1 s n e r Bezt. — Ódýrast Innlent. Vindillinn Jón Sigurðsson ber af öðrum vindlum. Kýr til sölu nú þegar, 7 vetra gömul, sem á að bera 8 vikur af vetri. Aðrar upp- lýsingar gefur Jón Helgason Eyrarlandi. Harmonika til sölu. Harmoniku mína (iínasta þýzkt Minasky spil) vil eg selja nú þegar. Hana þekkja flestir hér á Akureyri og í nærsveitunum. Hefi einnig til sölu aðra harmoniku sömu tegundan Marinó Sigurðsson. Sparið peninga, kaupið Nobels skorna neftóbak. 16 ára drengur, vanur sveitavinnu, óskar eftir atvinnu í sveit sumar- eða árlangt. R. v. á. Jónína á Öngulsstöðum var engin yfir- borðskona, á einu eða öðru sviði, en eg er sannfærð um að allir, sem kyntust henni þakka af alhug viðkynninguna og gleyma henni aldrei. A KLÆÐÁYEEKSmÐJÁN GrBFJUN VERKS31IÐJUEÉLAGIÐ Á AKUREYRI LTI). Aður en þér sendið ull yðar til vinslu í erlendar verksmiðjur, viljum við, sjálfs yðar vegna, fyrst og fremst biðja yður að at- huga og bera saman vinslulaunaverð þessara verksmiðja og Gefj- unnar, gæði dúkanna, en einkum hvað þær taka af ull í metrann samanborið við Gefjun. Norskar verksmiðjur hafa tekið 2.0 kg. af ull í kammgarnsdúk. I svipaðan kammgarnsdúk tekur Gefjun aðeins 400 gr. af ull. I fremur þunnan altvinnaðan dúk taka þær 1.5 kg., en Gefun í samskonar dúk aðeins 1.0 o. s. frv. Taki nú norsk verksmiðja 500 gr. meira í metra en Gefjun, hækkar í raun og veru vinnulaunaverðið um kr. 1.50—2.00. En taki þær 1.6 kg. meira í m., hækkar ágjöfin um kr. 4.80—5.60. F*ér skuluð athuga nákvæmlega allar hliðar á þessu máli, áður en þér ákveðið yður. Allar upplýsingar þessu viðvíkjandi fáið þér á aðalskrifstofu Gefjunnar á Akureyri og svo hjá umboðs- mönnum félagsins, sem eru í hverjum kaupstað og hverju þorpi og alstaðar'á landinu. Gætið og þessa: Yðar hagur er okkar hagur, og einkum: að með því að styðja íslenzkan iðnað, styðjið þér íslenzkt sjálfstæði. Klæðaverésmðjan Gefjun VERKSMIUJUFELAGIÐ Á AKUREYRI LTD. * #• Vilt þú eignast saumavél? Við höfum nú fyrirliggjandi hinar alþektu „ J U N 0“ saumavélar, sem að dómi sérfræðinga eru frá bærar að gerð og útliti. Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið þessar ágætu vélar með lægra verði, en hér hefir áður þekst. ,,JUNO“ handsnúnar kosta frá 85 kr. ,,JUNO“ stignar kosta frá 165 kr. Snúið yður til sambandskaupfélaganna, sem annast allar pantanir. ( heildsölu hjá SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉL. UPPBOÐ verður haldið við Heilsuhæli Norðurlands, laug- ardaginn 4. júní kl. I e. H. á allskonar timbur- afgöngum. Einar Jóhannsson. Jón Guðmundsson. Brent og malað kaffi framleiðum við úr beztu vöru og með nákvæm ustu aðferðum. Hvar er sá, sem neitar því, að rétt sé — að öðru jöfnu — að styðja það, sem íslenzkt er? Kaffibrensla Reykjavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.