Dagur - 03.06.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum íimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). X. ár. Af g r e ið s Ian er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 3. júní 1927. 23. tbl. Gengismálið. Gengismálið er eitt af mestu á- greiningsefnum stjó«imálaflokka landsins. Mun það koma til umræðu nú um kosningarnar. Verður hér gerð tilraun að skýra lielztu drætti málsins til glöggvunar fyrir kjósend- ur. Eins og fyr hefir verið vikið að hér í blaðinu, eru peningar ekki hið eiginlega verðmæti sjálft, heldur á- vísun á verðmæti. Seðlafúlga hverr- ar þjóðar á því, að réttu lagi, að vera í beinu hlutfalli við efnahags- ástæður hennar. Út af þessu hefir borið og sumstaðar stórkostlega. í löndum, þar sem lággengi hefir þjakað mest, hefir, þegar um þver- bak keyrði, verið tekið það ráð, að gefa því meira út af seðlum, sem meira féll verðmæti gjaldeyrisins. Hefir jafnvel sumstaðar rekið svo langt, að ávísanir á þjóðarauðinn hafa orðið nálega verðlausar. Aldrei hefir stappað nærri þvílík- um öfgum hér á landi. Samt á fall krónunnar rætur sínar að rekja til sömu orsaka. Þjöðin hefir gefið út hærri ávísanir á auð sinn og eigin- legt verðmæti en rétt var. Áhalli í verzlunarjöfnuði og aðstöðu gagn- vart öðrum og betur stæðum þjóð- um, hefir valdið slíkum óheillaráð- stöfunum. Einn af stjórnmálamönn- um þjóðarinnar, Ásgeir Ásgeirsson, hefir skýrt gengismálið á frumlegan og ljósan hátt. Er skýring hans á þessa leið: FÍestir kunna skil almennra brota, sem eru samsett af teljara og nefnara. Nefnarinn gefur til kynna stærð þess brot-hluta, er telja á, en teljarinn tölu brot-hlutanna. Tökum til dæmis brotið j/3. Nefnarinn 3 gefur til kynna, að heildinni er skift í þrjá hluta. Teljarinn 1 gefur til kynna, að aðeins einn hluti af þrem- ur er talinn. Einn þriðji er því þriðj- ungut af heilli tölu. Setjum nú svo, að teljarinn tákni þjóðarauðinn, en nefnarinn seðlafúlguna og að ]h þ. e. einn heill tákni gullgengi. Setjum ennfremur svo, að þjóðarauðurinn á móti seðlafúlgunni sé eins og i°o/i2o þ. e. hundrað á móti hundrað og tuttugu. Þjóðin gefur þá ávísun á verðmæti, sem hún telur nema 120, en sem ekki nemur meiru en 100 í raun og veru. Hið raunverulega gildi krónunnar verður reiknað með svo- feldu dæmi '^i5?=83.3, þ. e. krónan er í raun réttri virði 83.3 aura. Eins og kunnugt er, féll íslenzk króna gífurlega í eftirköstuin heiins- styrjaldarinnar. Verðfallið 1920 og 1921 orsakaði þjóðinni gífurlegt fjármunatap. íslenzk króna féll þá niður fyrir hálfvirði miðað við fult verð eða gullgengi. Fyrir ráðstafan- ir íhaldsstjórnarinnar hækkaði krón- an á hálfu öðru ári svo, að hún nem- ur nú rúinum 80 aurum miðað við gullgengi. Andvirði allrar fram- leiðslu landsmanna, sem flutt var á erlendan markað, féll að sama skapi, talið í krónum. Er sú megin orsök þess, að* atvinnuvegir landsmanna eru nú soknir í meiri ófarnað en nokkru sinni fyr. Ágreiningur Framsóknarflokksins og andstöðuflokka hans í þessu máli er sú, að Framsóknarflokkurinn vill láta festa gengið, þar sem það er komið. Andstöðufhokkarnir, einkum kaupmenn og verkamenn vilja láta hækka gengið enn upp í gullgildi. Hvorirtveggja miða við sérást&ður og stundarhagsmuni. Afstaða Fram- sóknarflokksins styðst við þau rök, að þjóðarauðurinn muni ekki svara til þess verðs, sem nú er skráð á ís- lenzkri krónu, hvað þá meira verðs. En í von um batnandi þjóðarhag vill flokkurinn láta festa gengið, þar sem það er nú, jafnvel þó það sé hæi^a, en raunverulegar ástæður þjóðarinnar kunna að benda til. Andstöðuflokkarnir vilja láta hækka verð krónunnar hvað sem líður hag þjóðarinnar og hinum raunverulega verðgrunni gjaldeyris þjóðarinnar. Hækkunarmennirnir hafa slegið á strengi. Þeir hafa sagt: Það er sið- ferðileg smán gagnvart viðskifta- þjóðum okkar, að koma ekki krón- unni í fult nafnverð. Þetta er í raun réttri alveg öfugt. Það eru ótvíræð viðskiftasvik, að skrá krónuna fullu verði, meðan þjóðin er sokkin í skuldir og hinar raunverulegu efna- hagsástæður svara ekki til þess gjaldeyris, sem hún hefir í umferð. Kröfur Framsóknarflokksins um festing gengisins eru reistar á tveim- ur ástæðum: Annarsvegar á þeirri siðferðislegu kröfu að gengisskrán- ingin sé ekki falsmynd af efnahags- ástæðum þjóðarinnar; hinsvegar að gjaldeyrir þjóðarinnar sé stöðugur en ekki eins og sviksamlega gerður grunnur, sem þegar minst varir hrynur undan athöfnum og við- skiftalífi landsmanna. Hjá Ungmennafélögum. Jóhannes Jósefsson íþróttakappi, frumkvæðismaður og frumherji Ungmennafélaga íslands var meðal gesta á fundi U. M. F. Akureyrar á þriðjudagskvöldið var. Hafði og verið auglýst, að Jóhannes inyndi flytja ræðu um stefnu Ungihennafé- laganna. Ræða Jóhannesar var merkileg á fleiri vegu en einn. Málið var hið fegursta, meitlað og hljómsterkt, eins og heitur ungmennafélagi, full- ur vandlætingar um meðferð tung- unnar, myndi frainast kjósa. Meðferð efnisins bar vott um, að það væri gerhugsað. Rakti hann frumhugsun stofnendanna. Var hún sú, að Ung- inennafélögin yrðu uppeldisstofnan- ir, þar sem upp yxu sterkir dreng- > skaparmenn, en umfram alt, íslenzk- ir drengskaparmenn og sterkir ís- lendingar. Þessi var umgerð allrar starfsemi Ungmennafélaganna, eins og hún var hugsuð í öndverðu. Rakti ræðumaður nánar ýmsa þætti hins fyrirhugaða verkefnis glögglega en í stuttu máli. Var ræða Jóhannesar heit og hispurslaus. Eftir 19 ára fjarveru kemur Jó- hannes Jósefsson heim jafnheitur og hann var, þegar hann hvarf af landi burt og hefir á loft að nýju merki frumhugsjóna Ungmennafélaganna. Og hvernig er erindi hans tekið? Aðeins einn af þeim mönnuin, sem tóku til máis, greip á sjálfum kjarn- anum. Allir hinir gengu á bug við höfuðefni ræðu hans og tóku til að pexa um aukaatriði eins og Spánar- samningana, bindindisheit, sund- pollsbyggingu,' stjórnmálahræðslu og þar fram eftir götunum. Jafnvel þótti tveimur mönnum ástæða til að andæfa þjóðerniskendinni í ræðu frummælanda með sterkum viðvör- unum gegn því, að vera ekki nógu móttækilegir erlendum straumuin og stefnum o. s. frv. Eins og þjóð, sem á 2—3 tugum ára hefir umbylt at- vinnuvegum sínum, bygt stærri borgir hlutfallslega en nokkur önnur þjóð á sama tíma, reist alla nýbygð sína á erlendum grunni í hugsun og ' háttum sé ekki nógu gleypigjörn á erlend áhrif! Vafalaust hefir Jóhannes orðið fyrir vonbrigðum, er hann nú heim- sótti, eftir 19 ára fjarveru, þessa frumstofnun hreyfingarinnar, þetta Hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem á einn og annan hátt vottuðu okkur hluttekningu sína við fráfall og jarðarför Páls litla, drengs- ins okkar. Hvarami 1. júni 1927. Guðný Páisdóttir. Halldór Guðlaugsson. fóstur sinna eigin hugsjóna. En margs ber að gæta. Jóhannes Jósefsson er i fyrsta lagi yfirburðamaður um hugsjóna- hita og þrótt. í öðru lagi hafa æsku- hugsjónir hans haldið áfram að vaxa í bláma fjarlægðarinar. í fjar- veru hans hefir gengið ný bylting jfir þjóðina í hugsun og í háttum og í atvinnuskipulagi. Ný þjóð með nýjum stefnumiðum er vaxin upp á ströndum landsins. Nýbygðin er frumsmíð, unnin með hröðum hand- tökum og ómótuð af íslenzkri hugs- un. Með atvinnubyltingunni höfum við fengið inn í landið stéttabaráttu nútímans. Þetta alt ber nonum að taka til greina, er hann lítur á ást- fóstur sitt, Ungmennafélögin. Þau hafa átt að sækja á móti straumi, sem hefir reynst þeim ofurefli. En þessar staðreyndir styðja verulega kenningu Jóhannesar um megin þeirrar hugsunar, sem Ungmennafé- lögin voru reist á: — þjóðernis- kendina. Hún getur alstaðar komist að, í stuðningi við góð málefni, í breytni til orðs og æðis. Samt hafa félögin ekki megnað að reisa neinar skorður gegn fiaumi þeirra. áhrifa, sem hafa ekki reynst holl þó þau væru erlend. Kvartað var um það, að félags- mennirnir yfirgæfu félögin, þegar lifsstarfið kallaði. Er það ekki vegna þess, að þeir bera á braut of lítið veganesti? — Ennfremur var kvart- að um það, að félögin mæti ekki mótspyrnu. En er það ekki vegna þess, að þau séu hætt að vekja á sér eftirtekt? Jóhannes Jósefsson kemst hjá þessum vanda. Hann hef- ir átt á för sinni um heiminn ríku- legt veganesti frá ættstöðvum hug- sjóna sinna. Hann hefir að vísu unn- ið sér heimsfrægð með íþróttum. Þó hefir hann fyrst og fremst verið íslendingur. Hitt er og líklegt, að hann með eldmóði sínum og hisp- ursleysi ávinni sér mótspyrnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.