Dagur - 03.06.1927, Page 3

Dagur - 03.06.1927, Page 3
23. tbl. DAQUR 89 ins vestra hafa verið heimilin og kirkjan. Reynslan er sú, að fyrstu kynslóð sem vex upp vestan hafs er tamari ensk tunga og hugsun held- ur en íslenzk og önnur kynslóð er ó- fáanleg til þess að nema og nota tunguna að verulegu gagni. Um 1916 var kirkjan þegar farin að láta undan síga og voru sumar guðs- þjónustur fluttar á ensku vegna þeirra fslendinga, sem ekki kunnu íslenzku. Fésjúkar þjóðir og kapps- fullar, eins og Vesturheimsbúar eru, munu von bráðar kasta öllum brot- um í deiglu þjóðasamrunans. Hefir slíkt hið sama gerst hvarvetna um heim á ölium tímum sögunnar, þeg- ar líkt hefir staðið á. Að gera ráð fyrir öðru, er aðeins fánýt blekking og mun geip Mbl. koma þar sízt að liði. Ættu ritstjórar Mbl. að líta nær sér og gæta þess, að þeir eru sjálfir fyrir erlent fé, að vinna málspilling- ar- og þjóðspillingarstarf í sínu eig- in landi. Myndu þeir þá vinna ís- lenzku þjóðerni mest gagn, ef þeir hyrfu sem skjótast úr tölu þeirra manna, sem vekja á sér eftirtekt í landinu. Kaupmannabakið. f grein sinni um kjötsöluna hefir íslendingur 20. maí þ. á. endurtek- ið þá margtugnu kenningu, að kaup- mennirnir beri sjálfir tap það, sem verður á verzlunarrekstri þeirra. »Tapið skellur á hans baki«, þ. e. á baki kaupmannsins, segir blaðið, þar sem tapi því, er verða kann hjá Sambandinu, sé jafnað niður á kaupfélagsmenn. Þetta verður skýrt í fáum orðum. Sambandið og kaup- félögin eru aðeins umboðsverzlanir bænda, sem skila öllum hagnaðin- um, nema lögboðnu gjaldi í sjóði og geta þvl ekki borið áhættu af tapi. Kaupmennirnir verzla aftur á móti á eigin ábyrgð, hirða gróðann, þegar vel gengur og verða þvi að bera tap- ið þegar illa gengur. Tryggingarfé það, sem kaupmenn kunna að eiga, hefir almenningur vitanlega greitt í pyngju þeirra sem »álagningu« á vörur. Hvaðan skyldi það ella koma? Reynslan á undanförnum erfiðleika- árum hefir orðið sú, að töp sam- vinnnufélaganna hafa verið nálega engin og greidd af árlegum rekst- urshagnaði Sambandsins, þar sem fésýslumennirnir hafa orðið að fá eftirgefnar milljónir af fé bankanna. En bankarnir verða að ná fé sínu aftur í gífurlegum vöxtum. Og skila- menn landsins greiða vextina. Þann- ig lendir tapið af mistökum í kaup- sýslu yfir á bak almennings en ekki á kaupmannsbakið. „Vígi gegn byltingum." B. Á., í 21. tbl. ísl., heldur því fram, að fhaldsflokkurinn sé »hið öflugasta vígi gegn byltingastefn- unni«. Miðflokkar landanna eigi hvarvetna örðugt uppdráttar og séu að hverfa. Mönnum beri því að þyrpast inn í þetta heillavígi. Þessi kenning er bygð á háskalegum mis- skilningi, nema hún sé spunnin af verri toga. fhaldsmenn og byltinga- menn eru tvær gagngerðar andstæð- ur. Aðrir vilja kyrstöðu, hinir ger- breytingu. . Þar er engin miðlun hugsanleg. Aðrir hvorir verða að ráða óskorað. Annaðhvort verða í- haldsmenn að halda hinum óánægðu og byltingasinnuðu stéttum undir járnhæl fjárvalds og lagarangsleitni eða veröa sjálfir troðnir undir fót- um æðandi skríls. En nú er viðleitni mannanna óstöðvandi. Umbreyting- ar á skipulagsháttum og hugsun eru jafn óhjákvæmilegar eins og dægra- skil og árstíða. Að ætla sér að bæla niður þessa viðleitni myndi vera svipað því að bera farg á eldfjall. Eina dugandi ráðið er, að fella um- bótaviðleitnina í skorður hófsetn- innar og þoka málefnum mannanna fram á leið. Eigi hinir tveir ofur- kappsfullu flokkar að halda fram öfgum sínum, inun það fyr eða síðar valda niðurbroti alls skipulags. Svo fjarri fer því, að íhaldsflokkurinn ís- lenzki og aðrir íhaldsflokkar séu vígi gegn byltingastefnunni, að þeir eru þvert á móti að safna glóðutn elds að höfði sér og bjóða byltingunni heim. Verkefni þeirra flokka, sem trúa á hvorugt: kyrstöðu eða bylt- ingar verður því meira og brýnna, sem fleiri eru þeir menn, sem í hugs- unar- og ábyrgðarleysi skrifa vit- leysu um þjóðmál, eins og B. Á. og hvetja til að halda lengra út í þær öfgar, sem hljóta að leiða til ófarn- aðar. ————o------ S íms key ti. Rvik 1. júní Á lista Alþýðuflokksins í Rvík verða Héðinn Valdemarsson, Ágúst Jósefsson og Kristófer Grímáson — íhaldsframbjóðendur í Gullbringu- og Kjósarsýslu verða Björn Krist- jánsson og Ólafur Thors. Rússastjórn hefir falið Þjóðverj- um, að gæta hagsmuna Rússa í Bretlandi. Bretastjórn hefir falið Noregi að gæta hagsmuna Breta í Rússlandi. Simað er frá Prag að Masaryk hafi verið endurkosinn ríkisforseti. Frá London er síinað, að aftur sé barist í Kína og vinni Chiang-Kai- Shek á. — Alvarleg deila er risin milli Breta og Egypta út af yfir- stjórn hersins. Bretar senda 3 bryn- dreka til Egyptalands. Felt var á ísafirði að kjósa sér- stakan bæjarstjóra. Sáttatilraun milli skipstjórans á Óðni annarsvegar og Björns Bl. Jónssonar og Hallbjörns Halldórs- sonar hinsvegar út af ummælum í Alþýðublaðinu, reyndist árangurs- laus. ——o--------- — Slæðst hefir prentvilla í upptekin ummæli úr 14. tbl. Isl. í 22. tbl. Dags ofarlega í 4. dálki 1. síðu. Þar segir: »— .— útfluttar landbúnaðarafurðir nema eigi meira en bh > á að vera 1/7 hluta 0. s. frv.« Inn Eyjafjörð. Öslar knörinn enn á ný ála morgun-skygða. Feginn hverf eg faðm þinn í fegurst allra bygða. -------0------ F r é 11 i r. — Sigurður prófessor Nordal er staddur hér í bænum. Er hann á leið austur í Þingeyjarsýslu og ætlar að hafa nokkra dvöl í Laugaskóla. Síðan mun hann ferðast víðar um Norðurland. — Gagnfræðaskólanum var slitið 31. maí. Fór athöfnin fram í leikfimishúsi skólans og var margt gesta. Síðan var sezt að kaffidrykkju. Skólameistari kvaddi nemendur sína með mörgum fögrum orðum. Texti skólaslitaræðunn- ar var Sighvatur Þórðarson skáld og Bersöglisvísur hans. Mæltist Sigurði vel, eins og fyrri. Verður rasðunnar minst nánar síðar, þegar skólaskýrslan kemur. Að lokinni kaffidrykkjunni fóru fram samræður, dans, og fleiri skemt- anir. — Föðurnafn frú Karólínu, konu Jó- hannesar Jósefssonar, misprentaðist í síðasta blaði Guðmundsdóttir fyrir Guð- laugsdóttir. — Jónas Rafnar, ráðinn yfirlæknir við Heilsuhæli Norðurlands, er nú kominn heim úr utanför sinni, eftir að hafa heimsótt ýms heilsuhæli á Norður- löndum og víðar og kynt. sér nýungar í meðferð berklasjúklinga. Rafnar læknir tekur sér far nú með Botníu næst til Reykjavíkur og mun dvelja um tíma á Vífilsstöðum. Síðan tekur hann, ásamt stjórnarnefnd Kristneshælis að undir- búa starfrækslu hælisins. — Jón og Vigfús, sem auglýsa á öðr- um stað hér í blaðinu, biðja þess getið að þeir sendi menn út um land til ljós- myndatöku, ef samtök verði í þorpum eða á öðrum stöðum um að æskja þess. — Sigurður Nordal prófessor flutti fyrirlestur á mánudagskvöldið um Tyrkja-Guddu, þ. e. Guðríði Símonar- dóttur, konu séra Hallgríms Pétursson- ar sálmaskálds. Guðríður var meðal þess fólks, er Algier-menn hernámu í Vestmannaeyjum og fluttu í ánauð. Hafa munnmælasagnir borið Guðríði heldur illa söguna. Hefir Nordal pró- fessor rannsakað heimildir þessara sagna og komist að þeirri niðurstöðu, að þær séu á engum rökum reistar og hafi Guðríður verið mikil merkiskona, að vísu geðstór en manni sínum styrk- ur förunautur og eigi því með réttu nokkurn hluta þess ljóma, sem stafað hefir af nafni og verkum Hallgríms Péturssonar. — Samsæti fjölment var Jóhannesi Jósefssyni konu hans og dætrum haldið í gærkvöld. Gengust fyrir því Bæjar- stjórinn og formaður U. M. F. Akur- eyrar. Fóru þar fram ræðuhöld og söngur og að lokum var stigin dans. — Hjúskaparheit sitt hafa nýlega birt ungfrú Jóhanna Þorvaldsdóttir og Snæbjörn Þorleifsson bílstjóri. Vindillinn Jón Sigurðsson ber af öðrum vindlum. Reikningum íil Heimavistarfélags Gagnfræðaskól- ens sé skilað fyrir 4. þ. m. Annars verður þeim ekki veitt móttaka. Herm. Stefánsson (heimavistarstjóri.) Drjúgur menningarauki er það fyrir ísiendinga, að taka í sínar hendur framleiðslu þeirra nauðsynjavara, sem að þessu hafa verið sóttar algerlega til útlanda. Það er og gamait mál, að »holIur er heima fenginn baggi«. Meðai slíkrar ný- myndunar í landinu má telja Mjólkurfé- lagið Mjöll I Borgarfirði, sem framleiðir ágæta dósamjólk. Mun það vera einróma álit þeirra manna, sem reynthafa Mjallar mjólk, að hún standist fyllilega saman- burð við beztu erlenda vöru, sömu teg- undar. Auk þess er hún innlend fram- eiðsla og nýtur þess, að öðru jöfnu, hjá þjóðræknum mönnum. Mun það reynast, að drjúgur er Mjallar dropinn. T' Umboðsmaður félagsins er Sig. B. Runólfsson, T^Reykjavík. Sími 1514. Óhætt er að fullyrða, að hvað gæði snertir, tekur P et te súkkulaði fram öllum öðrum tegundum, sem seldar eru hjer á landi. Pette-sukRuiadi er einnig vafalaust ó dýrast eftir gæöum. Fæst altaf í verzlunum á Akureyri. Svartfuglaegg frá' Drangey, verða seld á Torfunefsbryggjunni í dag eftir að Esja er komin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.