Dagur - 11.06.1927, Side 1

Dagur - 11.06.1927, Side 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). X. ár. Akureyri, 11. júní 1927. A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 25. tbl. Jarðarför Maríu [sál. dóttir okkar, er andaðist 6. þ. m., fer fram frá heimili hinnar látnu í Brekkugötu 31 Miðvikudaginn 15. Júní, og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Þetta tilkynnist vinum og vandamönnum. Akureyri 10. Júní 1927. Svanfrtður og Sigurður Austmar. Rafvirkjun Reykár og Qrísarár. Glæsilegar vo-nir um Heilsuhæli Noröurlands voru aö sumu leyti reistar á því, aö hæg myndi reynast og hagkvæm raívirkjun Reykár og (jrisarár og að hælið myndi geta íengið þaöan nógsamlegt_ og ó.dýrt rafmagn. Má telja, að alt hafi geng- iö aö óskum í þessu mikla velferöar- máli okkar Norölendinga aö undan- teknu því, að skugga hefir boriö á þá hlið málsins, er að rafmagninu snýr. Gangur málsins er í fáum drátt- um þessi: Samkvæmt fyrstu mæling- um og áætlunum geröu verkfræö- ingarnir ráö fyrir, aö mun meira raf- magn fengist viö virkjun ánna, en hælið þarfnaöist. En við frekari at- huganir komust þeir aö þeirri niöur- stööu, að eigi væri gerlegt aö leggja í virkjun ánna. Væri hvorttveggja, aö vatnið myndi reynast ónógt, þeg- ar það yrði minst og að stöðin yröi tiltölulega mjög dýr. Samkvæmt ráðum þeirra var síöan horfið frá því að virkja árnar að svo stöddu, en samningur geröur viö Akureyrar- bæ um kaup á raforku, samningar geröir um byggingu raftaugar fram í Kristnes og loks ákveðiö, aö setja upp hjálparstöð með mótor fram í Kristnesi, til þess að grípa inn í, ef svo kynni að fara, aö hæliö gæti ekki fengið nægilega orku frá raf- stöð Akureyrar, sem líklegt þótti aö fyrir gæti komið, samkvæmt reynslu bæjarbúa sjálfra. Þessar ráðstafanir^Voru reyndar neyðarúrræði og stjórnarneínd Heilsuhælisfélagsins ógeðfeldar. En eigi virtist kostur hagkvæmari lausnar. Nú hefir þó komið nýtt fram í þessu máli. Þykir Degi það svo mikilsvert að það verðskuldi al- mennings athygli. Þess var fyr getið, að Bjarni Run- ólfsson frá Hólmi í Landbroti, kom hingað norður í land, til þess að at- huga um aðstöðu til rafvirkjunar á ýmsum stöðum. Davíð hreppstjóri á Kroppi fékk hann til þess að athuga Reyká og Grísará. Athuganir sínar bygði hann á sömu mælingum og verkfræðingarnir en niðurstaðan varð nokkuð önnur. Er skemst af því að segja, að Bjarni telur vel gerlegt að virkja árnar, að þær muni gefa, þegar vatnið er niinst, meira en nóga orku til hælisins og aó rafvirkjunin verdi stóruni mun ódýrari en verkfræðing- arnir geröu ráö íyrir. Nægileg reynsla er fengin fyrir þvi, aö Bjarni Runólfsson segir þaö eitt í þessum máium, sem hann get- ur staöiö -við. Þessvegna er ekki unt, að láta umsögn hans óathugaða, einkum fyrir þá sök, að lausn raf- orkumáls heilsuhælisins er mesta neyðarklúður. Treyst er á stöð, sem er algerlega ófullnægjandi fyrir Ak- ureyrarbæ, stofnað til dýrrar leiöslu og loks gert ráö íyrir dýrri hjálpar- stöð. Vegna núkilvægi heilsuhælismáls- ins, vegna almennings, sem hefir lagt stórfé af mörkum til fyrirtækis- ins, vegna alþjóðar, sem á aö standa straum af rekstri stofnunarinnar í framtíöinni og vegna þess, aö stjórnarnefnd Heilsuhælisfélagsins er öll samhuga um fylsta velfarnaö málsins, má vænta þess aö hún taki þetta mál enn á ný til rækilegrar endurskoðunar. -------o------ Skagafjarðar frambjóðendur. Viö kosningarnar 9. Jólí næst- komandi, býöur Framsóknarflokkur- inn fram í bkagafirði Brynleif Tobi- asson kennara og Sigurö Þóröarson óðalsbónda á Nautabúi. Dagur telur óþarft aö eyöa löngu máli til meömæla þessuin frambjóö- éndum. Ber til þess þaö tvent, aö mennirnir eru báðir þektir í Skaga- firöi og aö þeir munu mæla meö sér sjálfir á framboösfundum. Tvímæla- laust eru mennirnir báðir vel hæfir til þingsetu og væru vel kjörnir, til þess að fara með umboð bænda og búaliðs á Alþingi. ■ Hitt teldi Dagur meiri nauðsyn að verja nokkru máli, til þess — ef unt væri — að leiðrétta hugmyndir sumra manna í Skagafirði um þá tnenn, sem hafa farið með umboð héraðsins á þingi undanfarið og sem nú bjóða sig fram að nýju af hálfu íhaldsflokksins. Minnist Dagur gamals Ioforðs um, að athuga lítið eitt það, sem hann leyfði sér að kalla pólitískan átrúnað sumra manna í Skagafirði á Magnús Guðmundsson ráðherra. Mun nú tímabært að efna það loforð. Stjórnmálaferill Magnúsar Guð- mundssonar hófst á þeim áruni, sem hann var yfirvald í Skagafirði. Það er vel kunnugt, að hann hlaut á þeim árum allmiklar vinssáldir i héraðinu og mun það eigi hafa verið orsaka- laust um hann fremur en um aðra menn. Kostir hans munu hafa notið sín vel í yfirvaldsstöðu. Hann er starfstnaður mikill og reglusantur um einbættisfærslu. Hann er Ijúf- menni í viðmóti við hvern, sem er að eiga, jafnt við meðhaldsmenn og andstæðinga. Um röggsemi hans sent yfirvalds, lögvit og réttdæmi er blaðinu nreð öllu ókunnugt en gerir ráð fyrir, að það alt hafi verið í sæmilegu lagi. Hann tapaði að vísu flóknu landaþrætumáli fyrir Böðvari Bjarkan lögmanni á Akureyri. Mun hann þó hafa lagt alt kapp á að vinna það mál og hafa þótt tnikið undir, að það tækist. Slík stór-vafa- mál, sem velta á fornúm lagastöfum og gildi torráðna skjala, reyna mjög á lögvit þeirra, sem með fara og eru góður prófsteinn á hæfileika þeirra. Samt verður ekki, af einstöku dænú, dregin haldbær ályktun um þetta •efni. Magnús Guðmundsson hverfur brott úr Skagafirði, um það bil sem hann átti mestu áliti að fagna í hér- aðinu. Hann verður starfsmaður í stjórnarráðinu og síðan ráðherra. Brottflutningurinn gerir fremur að auka fylgi hans en rýra það. Kemur þar til greina það sálræna lögmál, að »fjarlægðin gerir fjöliin blá og mennina mikla«. Þar sem vinátta tekst, treystist hún venjulega, þeg- ar hún er rækt úr fjarlægð. En það er vel kunnugt, að Magnús Guð- mundsson hefir látið fylgismenn sína og vini í Skagafirði njóta þeirr- ar aðstöðu, sem hann hefir haft, til þess að greiða fyrir persónulegum málefnum þeirra, þar sein hann hef- ir mátt því við koma. Fáir Skagfirðingar munu treyst- ast til að mótmæla því, að ýmiskon- ar, ópólitískar ástæður, eins og per- sónuleg vinátta, viðvikaþægð ráð- herrans o. fl. hafi átt meginþátt í að viðhalda fylgi Magnúsar Guð- mundssonar í Skagafirði. Verður þá ljóst að fylgi hans hefir verið skyld- ara gagnrýnislausum átrúnaði held- ur en röksamlegum ályktunum um hæfileika hans, til þess að taka þátt í löggjöf og stjórn. Verður og jafn- framt ljóst, hvers eðlis átrúnaðurinn er: að hann á rætur sínar í þeim of almenna veikleika manna, sem er þó trúað fyrir atkvæðisrétti, að láta einkaástæður, frændsemi, vináttu, hagsmuni o. fl. ráða fremur en gaumgæfilega athugun um það hvað muni vera vænlegast til almennings- heilla. Um þetta eru Skagfirðingar engin undantekning. Atvikin hafa einungis hagað aðstöðu þeirra nú um skeið svo, að þetta hefir orðið óbærilegra þar en annarstaðar á landinu. Nú liggur það í augum uppi, að þar sem fleiri eða færri menn, hætta að beita dómgreind sinni og athug- un, verður á öðru leiti sú hætta, að þeim nússýnist gersamlega. Felst þar í augljós skýring á þeirri stað- reynd, að ýmsum Skagfirðingutn hefir nrissýnst um stjórnmálahæfi- leika Magnúsar Guðmundssonar annarsvegar og sína eigin flokksað- stöðu hins vegar. Skulu nú hér á eftir færð að þessu rök, eftir því sem rúm leyfir. Enginn stjórnmálamaður verður réttilega metinn, nerna litið sé á þær stundir í stjórnmálalífi hans, sem reyna mest á trúleik hans og drengi- legan styrk. Smáspor, hvort heldur þau teljast stigin í rétta átt eða skakka, mega ekki koma þar til greina. Líf sumra manna getur ver- ið löng runa af tilþrifalausum smá- atburðum, og grunnum sporum, sem öll orka tyímælis. Og þegar sá mað- ur nær endimarki ferðar sinnar, ork- ar tvímælis um hann, eins og hvert einstakt atvik í lífi hans. Fyrir dóm- stóli sögunnar verða stórir þeir ein- ir menn, sem hafa staðist miklar raunir og markað djúp spor, eftir því sem samvizka þeirra og karl-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.