Dagur - 06.07.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 06.07.1927, Blaðsíða 3
28. tbl. DáQUR 109 B. S. A. B. S. A. Fastar bílferðir! Vörubíll fer frá Bifreiðastöð Akureyrar fyrst um sinn, tekur fólk og flutning fyrir 1 krónu klifina og kr. 1.50 manninn aðra leið, sem hér segir: Á laugardögum frá Akureyri kl. 9 f. h. fram í Rauðalækjarnes og þaðan kl. 10 ‘/2 til Akureyrar og frá Akureyri aftur kl. 4 e. h. sama stað og þaðan kl. 5l/2 e. h. til Akureyrar. Stoppað við hvaða stað sem beðið er um og tekið fólk eða flutningur. —Ef þetta gengur vel verður ferðum fjölgað. Virðingarfylst. Kr. Kristjánsson. Kjósið Lindholms orgel-harmonium, því að þau eru áreiðanlega beztu og lang- ódýrustu orgelin, sem hægt er að fá. Eru oftast fyrirliggjandi hjá aðal- umboðsmanni verksmiðjunnar, Þorst. P. Thorlacius á Akureyri, og fást með mjög aðgengilegum greiðsluskilmáium. Verðlistar á íslenzku með myndum sendir kostnaðarlaust. Á viðavangi. Látið ekki blekkjast eða sundrast. Sækið fram samhuga og eindregnir gegn íhaldinu næstkomandi láugar- dag. Gjaldið sendisveinum og svarta- brauðsætum íhaldsins verðuga fyr- irlitningul ------o------ t Guðmundur P. Guðmundsson. Sunnudaginn 3. þ. m. urðu þau hjónin Guðmundur Pétursson út- gerðarmaður og kona hans Sigur- lína Kristjánsdóttir fyrir þeim þunga harmi að missa af slysförum Guð- mund son sinn á 5. ári. Var hann á- samt öðrum drengjum, að leika sér í stórum bát í hafnarkvinni við Torfunefsbryggju, en féll í sjóinn og druknaði án þess að leikbræður hans eða annað fólk nær statt yrði vart við. Guðmundur litli var prýði- legt efnisbarn. F r é 11 i r. — »Dronning Alexandxine«, hið nýja Islandsferðaskip Sajneinaðafélagsins, kom hing'að fyrstu ferð sína 30. þ. m. Skipið er hið vandaðasta í alla staði, og ætti að geta, með hjálp sumra Islend- inga, orðið drjúgt spor í áttina, til þess að koma Eimskipafélagi fslands alger- lega á kné. Enda dylst engum, að til þess eru nú bygð ný skip hjá hinum keppandi félögum bæði í Noregi og í Danmörku. — Solimann töfraleikari og frú hans Soiimanné komu með Novu hingað norð- ur og sýndu listir sínar í Samkomuhúsi bæjárins á laugardags- og sunnudags- kvöldið var. Sýna þau hjón margvísleg- ar sjónhverfingar, dáleiðslu, hugsana- flutning og fleira. Hafa þau farið víða um lönd og vakið eftirtekt með hæfileik- um sínum. Prú Solimanné er auk þess miðill og hefir oft verið á fundiun sálar- rannsóknarmaxma. — Nýlega er látinn á Hjalteyri Tryggvi Jónasson skipstjóri frá Látrum 73 ára gamall Tryggvi bjó lengst af að Látrum á Látraströnd. Hann var talinn meðal fremstu skipstjóra hér við fjörð- inn og annálaður dugnaðarmaður. — Öndvegistíð hefir verið um alt land undanfarna viku. Er hver vornóttin annari fegurri. Jörð sprettur nú óðum og er sláttur þegar hafinn. — Á mánudaginn urðu þau hjónin Stefán Ólafsson vatnsveitustjóri og Bjarnþóra J. Benediktsdóttir fyrir þeim harmi að missa son sinn Ólaf á fyrsta ári. Var hann heitinn eftir drengnum sem þau mistu öndverðlega á þessu vori. Lætur dauðinn skamt höggva á milli í heimili þeirra hjóna. Hefir mörg- um börnu'm verið fylgt til grafar hér á Akureyri á þessu ári og eiga nú margir úm sárt að binda. Til sölu með tækifærisverði lítið notaður hestvagn og aktýgi. Upplýsingar hjá Árna Jóhannssyni, K. E. A. — Nýlega hafa birt hjúskaparheit sitt ungfrú Guðrún Jóhannesdóttir, fyrrum ráðskona á sjúkrahúsinu hér í bæmun og Jón Jósefsson vélstjóri, bróð- ir Jóhannesar Jósefssonar. — Yfirkjörstjóm Akureyrarkaup- staðar hefir beðið blaðið að geta þess, að Sigurður Ein. Hlíðar dýralæknir hafi afturkallað framboð sitt og hafi kjör- stjómin úrskurðað að afturköllunina bæri að taka til greina. — Nokkrar nýjar bifreiðir hafa kom- ið til bæjarins á þessu vori. Meðal þeirra eru tvær lokaðar bifreiðir (Drossier). Hefir eigandi B. S. A., Kristján Kristjánsson fengið aðra en Steingrímur Kristjánsson hina. Sú er nr. 40. — U. M. F. A. fer skemtiför í Vagla- skóg næstkomandi sunnudag þ. 10. júlí. ! Lagt verður af stað frá Torfunefs- bryggju kl. 7 árdegis. — Athugið auglýsingu um fastar bíl- ferðir, sem birt er á öðrum stað í blað- inu. -------O------- Símskeyti. FB. Rvík. 28. júní. Símað er frá Moskwa: Miðstjórn Kommunista flokksins leggur fyrir fulltrúafund tillögu um að gera Trotsky og Sinoviev flokksræka fyr- ir að vekja sundurlyndi. Frá Belgrad: Sættir eru komnar á milli Albaníu og Jugoslavíu fyrir íriilligöngu stórveldanna. Á aðalfundi Búnaðarfélags fs- lands var Jón H. Þorbergsson bóndi á Bessastöðum kosinn Búnaðar- þingsfulltrúi í stað Tryggva Þór- hallssonar. Drotning Alexandrine, hið nýja skíp Sameinaðafélagsins er komið hingað. Vegna samkepninnar í ísl. siglingum, sem sífelt verður harð- greinar í blöðunum, um að styðja Eimskipafélag íslands sein bezt. FB. Rvík 5. júlí. Byrd flaug frá New York til París með 4 farþega. Á laugardagskvöldið var beið maður hér, Sigurður Jónsson að nafni bana, er mótorhjól kollsteypt- ist með hann á leið inn að Elliðaám. Hann var kvæntur og átti 3 börn. Ofansjávarsprenging varð hér í gær við skipsflakið »Inger Bene- dikte«. Er verið að sprengja það með dynainíti. Sex manns voru við sprenginguna. Kafarinn, Þórður Stefánsson, er blindur að minsta kosti í bili. Árni Lýðsson og Bene- dikt Sveinsson, látnir og er Árni ó- fundinn. Tveir aðrir eru lítið sem ekki skaddaðir, en Bjarni Ólafsson er dauðvona af sárum. Árni, Bjarni og Benedikt eru kvæntir barnamenn. Fjárhagsviðreisnin. Ofan á annað mótlæti íhalds- manna hefir nú orðið að háðung alt gum þeirra um fjárhagsviðreisn rík- issjóðsins í tíð núverandi stjórnar. Það hefir sem sé verðið gerður sam- anburður á raunverulegum skuldum ríkissjóðs árði 1923, þegar íhalds- stjórnin tók við völdum og árið 1926. Skuldirnar taldar í gullkrón- utn í hvorttveggja falli. Kemur þá í ljós, að skuldirnar voru árið 1923 llJ/2 miljón gullkrónur, en árið 1926 12 millj. gullkrónur eða /2 milljón kr. hærri í lok stjórnartíma- bils J. Þ. en í byrjun þess. Eru þess- ar upplýsingar hafðar eftir hagstofu íslands. Tölur þessar reynir íslend- ingur, með hjálp Jóns Þorlákssonar að ausa í kaf með mikilli dyngju af tölum yfir greiðslur í mismunandi mynt. En það kemur málinu ekkert við hvað búið er að greiða. Hér er um það að ræða hvað eftir er að átið 1923 í hinu raunverulega og ó- breytilega gjaldi, gullinu sjálfu. Verkanir krónuhækkunarinnar hafa koinið hér fram á svipaðan hátt og í viðskiftum landsmanna sjálfra. Alt sern þjóðin hefir lagt á sig til þess að greiða ríkisskuldir, svarar ekki til þess, sem skuldirnar hafa raun- verulega hækkað að verðgildi og skortir til /2 milljón. Sarna máli gegnir um skuldir bankanna og skuldir yfrleitt, nema hvað fjárhags- ófarnaðurinn er þar stórkostlega miklu meiri en 1923 svo að nemur eigi minna en l/2 inilljón króna. Tóbakseinkasalan. Ritsnápur fhaldsins hérna í bæn- um hefir sett saman »Ávarp til kjós- enda í Eyjafjarðarsýslu« og birt í fsl. 1. júlí s. 1. Skal hér birt sýnis- horn af meðferð hans á sannleikan- um. Hann segir meðal annars um tóbakseinkasöluna: »En á síðasta ári, eftir niðurlagninguna, urðu þó allar tekjur af innfluttu tóbaki næst- um /2 miljón kr. hærri en áður«* Sannleikurinn um tóbakseinkasöl- una er þessi: Síðasta einkasöluárið urðu allar tekjur ríkissjóðs af tóbak- inu 1.138.061 kr. En síðasta ár urðu þær 1.135.000 kr. eða um 3000 kr. lægri en síðasta einkasöluárið. Nú segir íhalds-ritarinn að þær hafi orðið »næstum /2 miljón kr. hærri«. grípur hann þar til margendurtek- inna vísvitandi ósanninda íhalds- manna. Tolltekjurnar síðasta ár urðu 410 þús. kr. hærri en áætiað var á fjárlögutn fyrir árið. Brynjölf- ur göngumaður og aðrir matvinn- ungar íhaldsins setja fjárlagaáætlun um tolltekjur af tóbaki árið 1926 i stað raunverulegra tekna af tóbaki árið 1925. Þannig eru vinnubrögð B. Á. og annara íhaldsritara. Ekki hikS þeir við, að segja vísvitandi ó- satt um þjóðmál, ef þeir hyggja að þeim geti haldist uppi með ósann- indin ómótmælt fyrir kosningar. Af þessum sökum verður skiljanlegt, að Dagur hirðir ekki um að svara fleiru í þessu fleipri B. Á. Kaupfélagsmenn í Kf. Eyfirðinga hafa ástæðu, nú er Björn Líndal væntir fylgis kjós- enda, að minnast framkomu hans árið 1921, þegar Kf. Eyf. átti móti straum að sækja. Þá lét hann ekkert til sparað það, sem honurn var unt til þess að svívirða það og tor- tryggja (sbr. fyrirlesturinn »Frjáls- ir menn í frjálsu landi«). »Gummimager« Gunnar Hafdal, sem nú er talinn einhver álitlegasti »agitator« fhalds- ins í bænum, getur Iítið sint sálum meðbræðranna sökum vaxandi ann- rikis við að gera við skó Brynjólfs Árnasonar göngumanns. * Auðkexrt hé• Ritstj. ari, hafa komið frain hvatningar- .gieiða og livað ríkinu bar að greiða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.