Dagur - 06.07.1927, Blaðsíða 4

Dagur - 06.07.1927, Blaðsíða 4
110 PftOUR 28. tbl. \ Notið M bezta, sem framleitt er í landinu: A K R A-smjörlíki á borðið. A K R A-jurtafeiti á pönnuna. A K R A-bökunarfeiti í brauðin. H. f. Smjörlíkisgerð Akureyrar. MU N D LO S-saumavélar eru beztar. iþróttaœfingar U.M.F.A. verða framvegis sem hér segir á Ieikvelli félagsins: I. íþróttaæfingar (aðrar en knatt- spyrna): Sunnudðgum kl. 9 f. h. Mánudögum — 9 e. h. Fimtudögum — 9 e. h. II. Knattspyrnuæfingar: Sunnudðgum kl. 10 f. h. Þriðjudögum — 8V2 e. h. Föstudðgum — 8V2 e. h. Akureyri 28. Júní 1927. íþróttanefnd U. M. F. A. Myndarleg gjöf. Aöalfundur Klæöaverksmiðjunnar Gefjunar var haldinn fyrra laugar- dag. Reksturságóði verksmiðjunnar var á árinu 14 þús. kr. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar var samþykt að gefa 5000 Rri til Heilsuhælis Norð- urlands. f stjórn félagsins voru end- urkosnir^Ragnar Ólafsson og Sig- tryggur Jónsson. En Davíð hreppstj. Jónsson á Kroppi var kosinn í stað Péturs Péturssonar, sem er fluttur til Siglufjarðar. Göngumaður íhaldsins, Brynjólfur Árnason, hefir tekið að sér að sitja fyrir ósæmd og mál- flutningi íhaldsins hér nyrðra við þessar kosningar. Virðist sækja í sama horfið fyrir íhaldinu hér á Ak- ureyri eins og fyrir sunnan, meðan Þorsteinn Gíslason var ritstj. Mbl., að eigendum íslendings þyki Gunnl. Tryggvi ekki riógu ósvífinn ósann- indamaður. Leit íhaldsins eftir þjón- ustumönnum stefnir ekki til hærri marka heldur uiður á við í raðir mannfélagSins. Strandaðir menn á einhvern hátt, sem þurfa mat sinn og engar refjar, eru fyrirtakstæki í- haldsins í kosningum. Brynjólfur árnason og Jónas frá Flatey, sem liafa báðir spreitt sig á hinni frjálsu samkepni, þykja vel kjörnir, til þess að mæla með þeim vinnubrögðum í viðskiftum nranna, sem hafa gert báða það, sem þeir eru. Stúdentar að norðan. Eins og kunnugt er hefir Sigurð- ur skólameistari Guðmundsson og kcnnarar Gagnfræðaskólans beitt sér fyrir því að veita nokkrum efni- legum nemendum skólans fram- haldstilsögn og undirbúning undir stúdentspróf. Hafa þessir menn sumir lagt á sig ókeypis vinnu. Að öðru leyti hefir kostnaðurinn verið greiddur með skólagjöldum nem- endanna og með fé, sem nemendur skólans hafa safnað á tombólum. Síðasta árið naut þessi framhalds- fræðsla 5000 kr. styrks, sem Einari Árnasyni tókst að útvega. Eins og kunnugt er, féll tillaga um rétt Gagnfræðaskólans til að útskrifa stúdenta, á atkvæði flutningsmanns- ins sjálfs. En til þess að bæta úr skák, flutti hann tillögu um fjárstyrk handa norðanstúdentum til suður- farar og próftöku syðra. Var sá styrkur ekki óríflegur. Þessir sex menn þreyttu prófið og fengu eink- unnir eins og hér segir: Þórarinn Björnsson I. 6.50 Brynjólfur Sveinsson I. 6.27 Jóhann Skaptason II. 5.79 Jón Guðmundsson II. 5.72 Bárður Isleifsson II. 5.55 Eyjólfur Eyjólfsson II. 5.21 Lægsta II. einkunn er 4.50. Til að standast prófið þarf lægst III. eink. 4.25. Meðal einkunn þessara sex nemenda varð hærri en meðal- einkunn innan skólanemenda þrátt fyrir ýmsa örðugleika við prófið, þar sem þeir voru aðkomandi og urðu að þola aukapróf vegna þess að þeir höfðu ekki tekið árspróf 4. og 5. bekkjar. Um viðmót og próf- spurningar bera þeir kennurum Mentaskólans gott orð. Sést af þess- ari niðurstöðu, að þeir, sem fyrir hafa beizt um þetta framhaldsnám, hafa ekki legið á liði sínu og hafa fengið góðan sigur í þessari fyrstu viðleitni þrátt fyrir andspyrnu þing- manns kjördæmisins, Líndals,'og annara áhangenda Reykjavíkur- valdsins. Jónas Kristjánsson frá Víðirgerði kom heim með Dronning Alexandrine 30. f. m. Hann hefir nú dvalið erlendis á 3. ár og numið mjólkuriðnað. Lagði hann lykkju á heimleiðina og flutti erindi á Aðalfundi BúnaðarféTags fslands að Þjórsártúni. Var gerður að því góður rómur. Eins- og fyr hefir verið frá skýrt, mun hann nú gefa kost á sér, til þess að vinna fyrir Eyfirðinga í þeirri grein er hann hefir numið. Jóhannes Jósefsson fór austur að Laugaskóla og flutti erindi á vormóti skólans. Var stofn- unin og starfshættir hennar Jóhann- esi mjögað skapi, enda er það fyrsta íslenzk nýmyndun í skólamálum til þess ætluð að varðveita þjóðarhúgs- un íslendinga og sögulegan menn- ingarkjarna. Með Jóhannesi fór Þorst. M. Jónsson fyrv. alþm. Flutti hann einnig erindi. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. PrentsmiÖja Odda Bjömason&r. Til Kristnesshælis verður ráðin: matráðskona, árslaun 1800 kr., reikningshaldari (gjaldkeri), ársl. 1500 kr. auk húsnæðis, fæðis, Ijós og hita. Umsóknir sendist til formanns heilsuhælisstjórnarinnar og konsúls Ragn- ars Ólafssonar fyrir 10. ágúst n. k.. Akureyri 21. júní 1927. Heilsuhælisstjórnin. Bœndaskólinn á Hólum. Með því að það er ákveðið, að bygt verði aftur á Hólum í stað hússins, sem brann í haust, tilkynnist að skólinn starfar að vetri eins og að undanförnu. Jafnframt tilkynnist að alt sumarið milli skólavetranna geta nokkrir piltar fengið tækifæri til að stunda verklegt nám við nýyrkju eingöngu. Páll Zóphóníasson skólastjóri. Herkules —heyvinnuvélar. Samband isl. samvinnufélaga. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA. Kaffibætirinn ,Sóley‘. Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu á baki þeim kaffi- bæti, sem beztur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vand- látustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en um- búðunum. Auglýsið / Degi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.