Dagur - 09.07.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhseðir). Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 8. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Akureyri, 9. júlí 1927. 29. tbl. Síðasta vopnið. Afstaða Samvinnumanna. I. Eins og Dagur hafði spáð, var í gærkvöld borin út síðasta kosninga- lýgi íhaldsins að þessu sinni. Upp- austursmaðurinn er, eins og vænta mátti, Brynjóifur Árnason, sem hefir gert jiann samning við útgefendur íslendings, að iáta af hendi opinber- an stjórnmálaheiður sinn í skiftuni fyrir gantasneið af ritstjórnarlaun- um blaðsins. Grein B. Á. nefnist: »Svik Fram- sóknar«. Efnið er í stuttu máli þetta: Að framboð Sig. Ein. Hlíðar dýralæknis, sem nú hefir afturkallað framboð sitt, hafi að miklu leyti ver- X ið bygt á fylgi Framsóknarmanna. Að »Framsóknarleiðtogarnir« hafi látið undirskriftarsmöiun fyígis- manna Sigurðar afskiftalausa, en með þeim fyrirvara, »að liðsmenn- irnir ættu tafarlaust að svíkja Sig- urð, eða vera viðbúnir að svíkja hann, ef þörf krefði og það kæmi í Ijós, að Erlingur væri í hættu stadd- ur«. Að Jónas frá Hriflu hafi gefið skipun um að flokkurinn skyldi skil- yrðislaust svikja Sigurð. Að fundur hafi verið haldinn og þar borin upp en feld tillaga unr að svíkja Sigurð. Að þá hafi verði tekið það ráð, að fá Sigurð, til þess að draga sig til baka en jafnframt ákveðið af »höf- uðsmönnunum«, að kæra yfir kosn- ingunni vegna afturköllunar Sigurð- ar á framboði sínu, ef Erlingur félli. Það skal nú i stuttu máii tekið fram, að enginn minsti flugufótur er fyrir neinu atriði í þessum samsetn- ingi B. Á., heldur er hann frá upp- hafi til enda rakalaus uppspuni. Vís- ast og um þetta til yfirlýsingar Sig. Ein. Hlíðar og skýrslu Arna Jó- hannssonar um símtal sitt við grein- arhöfundinn. Er hvorttveggja birt á öðrum stað í blaðinu. Uppspunninn óhróður B. Á. á heilan flokk manna hlýtur að sæta almennri fyrirlitningu þeirra, sem fyrir verða. Vörumerkið B. Á. er nægileg yfirlýsing um, að efnið er sótt niður á botn landsmálasvívirð- ingar íhaldsins. Tilgangurinn er auðsær. Hann er sá, að stæla skap þess Sigurðar-liðs, er stendur fhald- inu næst, til eindregnara fylgis við Líndal með því að Ijúga sökum á Framsóknarmenn og kenna þeim um ófarir fylgismanna Sigurðar. Skal nú hér með skorað á B. Á., að tilnefna þá Framsóknarmenn, scm hafi lofað Sigurði fylgi og brugðið heiti sinu, ennfremur skorað á hann að birta heimildir sinar fyrir öðru þvi, er hann heldur fram i nefndri grein. Þögn hans við þessum áskorunum verður yfirlýsing hans sjáífs um, að hann hafi aðhafst op- inbera svívirðingu og að eigi megi taka mark á orðum hans um opinber mál. II. Tilefni þetta gefur ástæðu til að ganga nánar inn á afstöðu sam- vinnumanna hér í bænum til kosn- ingarinnar í dag. Framsókn eða samvinnumenn hafa ekki tekið neina flokkslega afstöðu til hennar. Flokk- urinn eða neinn hluti af honutn hefir aldrei gert neina samþykt eða yfir- lýsingu viðkomandi kosningunni. Eins og hverjum manni er kunnugt, var framboð Sig. Ein Hlíðar bygt á því, að hann sjálfur og fylgismenn hans töldu líklegt, að íhaldsmenn- irnir hérna í bænum væru búnir að fá nóg af umboðsmensku fyrv. þingmanns kjördæmisins. Það er fyrir löngu kunnugt, að sumir æst- ustu fylgismenn B. L. frá árinu 1923 hafa ekki getað þaggað niður rödd satnvizku sinnar yfir að hafa bakað íhaldsflokknum raun og kjósendum B. L. vaxandi ámæli af þingmensku hans. Á þessum staðreyndum var bygð tilraun Sigurðar að afla sér fylgis, áður en ákveðið var um fram- boð Líndals. Þeir af fylgismötinum Sigurðar, er kunna að telja sig til Framsókn- arflokksins, hafa áreiðanlega ekki verið margir og vissulega hefir eng- inn þeirra látið sér koma til hugar að svíkja hann. Af þessu verður ljóst, að hver og einn samvinnumaður hefir haft al- gerlega óbundnar hendur og ráðið sjálfur afstöðu sinni og fylgi við þessar kosningar. Allur þorri sam- vinnumanna hefir frá upphafi verið staðráðinn í að fylkja sér gegn Birni Líndal og haga afstöðu sinni og at- kvæði þannig, að það kæmi að liði. Utn það hefir að vísu verið nokkur ágreiningur, hversu þetta msetti Y fi r lý s i n g. Að gefnu tilefni skal sú yf- irlýsing gefin, að Framsókn- arflokksmenn hafa ekki snúið sér til mín, til þess að fá mig til að afturkalla framboð mitt til þingmensku hér í bœ, enda ólíklega tilfundið, að vœna þd um það. Akureyri 8. Júli 1927. Sig. Ein. Hlíðar. verða. En eins og kunnugt er, getur enginn ágreiningur orðið um þetta héðan af. Ráðið til þess að fella Líndal frá kosningu, er það eitt að fylkja sér einhuga og afdráttarlaust að kjörborðunum og kjósa mót- frambjóðanda Björns Líndals, Erl- ing Friðjónsson. III. íhaldsmenn, sem sníkja sjálfir eftir atkvæðum jafnaðarmanna bæði í Þingeyjarsýslu og á ísafirði láta síðasta ísl. klifa enn á satnbandinu er þeir telja vera milli samvinnu- manna og Jafnaðarmanna og bregða Degi um tvöfeldni í þessutn kosn- ingum. Dagur hefir lagt lítið til framboðs Jafnaðarmanna í Eyja- fjarðarsýslu, af því að hann hefir ekki talið, að Framsókn stafaði af því veruleg hætta. Hinsvegar telur hann satnvinnumönnum algerlega ó- samboðið að láta nokkuð ógert til þess að fella Líndal frá kosningu. Ber það til fyrst og fretnst, að árið 1921, þegar Kaupfélag Eyfirðinga átti í vök að verjast vegna þungra áfalla, lét Líndal ekkert ógert það, er hann mátti, til þess að hnekkja því, tortryggja það og svívirða for- ystumenn í samvinnumálum. Það hefir á íslenzku verið kallað níðingsverk, að neyta þeirrar að- stöðu, er áföll og óhatuingja mót- stöðumanna leggur mönnum í hend- ur. Þeirrar aðstöðu vildi Líndal neyta árið 1921. Hvenær myndi slíkur maður setja sig úr færi, til þess að vinna samvinnunni í land- inu alt það tjón er hann mætti. Þessvegna getur enginn sam- vinnuniaður kosið Björn Líndal á þing. Gegnir þar öðru máli um Erl- ing Friðjónsson, sem hefir veitt einu af kaupfélögum landsins forstöðu um langt skeið og átt góðan þátt í samstarfi allra samvinnumanna á aðalfundum Satnbands íslenzkra satnvinnufélaga. -----0----- Pað sem Brynjólfur frétti. Gamall kunningi minn, Brynjólfur Árnason, skrifar í síðasta blaði ís- lendings grein, sem hann nefnir »Svik Framsóknar«. Eftir að hafa lesið greinina, átti eg tal um hana við Brynjólf og vil eg nú skýra frá innihaldi orðaskifta okkar, svo al- menningi gefist kostur á að sjá hvað hér er á ferðinni. Eftir að hafa heilsast eins og vin- um sæmdi, spurði eg hann hvenær fundurinn, sem hann talar um, hefði verið haldinn. Það kvaðst Br. ekki vita, en hafa heyrt að það hefði ver- ið þegar Dr. Alexanderine var hér. Og hverjir voru á fundinum, spyr eg. Veit það ekki, var svarið. Var eg þar, spyr eg næst. Veit það ekki, en tel það líklegt, svarar hann. Eg vil geta þess hér, að á þeim tíma, sein hér um ræðir, var eg ekkí í bænum. Hvernig veist þú það, sem átti að hafa gerst á þessum fundi, spyr eg þá? Um það veit eg ekki annað en það, sem eg hefi heyrt, svarar hann. Veit yfir höfuð ekkert um þetta alt saman, nema það sem ég hefi frétt, bætir hann við. Því leitaðir þú ekki upplýsinga hjá mér, áður en þú skrifaðir þetta, segi eg. En það kvaðst hann ekki hafa mátt gera, því þetta átti að koma í blaðinu eins og hann hafði heyrt það, án þess hann vissi hvort nokkuð væri satt í því. Þetta er aðalkjarni viðræðu okkar og nægilegur til að sýna hvernig þetta herbragð vinar míns B. Á. er í meðvitund hans sjálfs. Hann játar hreinlega að hann viti ekkert urn það sem hann fullyrðir, nema það sem hann hafi frétt, og hann má ekki leita sér upplýsinga til þess að geta notað þetta í blaðið. Hvernig lýst mönnum á þessa framkomu? Árni Jóhannsson. 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.